Morgunblaðið - 14.05.2018, Side 6

Morgunblaðið - 14.05.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. Siguður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Auðvitað er full ástæða til að meta reglulega hvernig þjónustu í heilbrigðiskerfinu er best fyrir komið. Ég tel þó víst að slíkt leiði í ljós að betra sé að fela félaga- samtökum eða sjálfstætt starfandi aðilum sum verkefni en að þau séu flutt inn í opinberar stofn- anir,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Íslands. „Heilbrigðiskerfið hefur lengi notið góðs af starfi ýmissa félagasamtaka. Hjá slíkum fé- lögum er brennandi áhugi á mál- efnunum, lítil yfirbygging og mik- ill sveigjanleiki. Ef niðurstaða ráðherra er að færa þjónustu til stofnana ríkisins er mikilvægast að það sé gert að vel athuguðu máli svo sá árangur sem náðst hefur tapist ekki eða þjónusta rofni.“ Ganga að þjónustu vísri Meðal mála sem fjallað var um á aðalfundi Krabbameins- félags Íslands sem haldinn var í fyrri viku var mikilvægi þess að sá sjúklingahópur sem þarfnast sérhæfðrar líknarþjónustu í heimahúsum fái hana áfram. Er þar vísað til þess að hjúkrunar- þjónustan Karitas, sem lengi hef- ur sinnt líknandi þjónustu við krabbameinssjúka, hættir starf- semi í haust, þar sem ekki hafa náðst viðunandi samningar við Sjúkratryggingar Íslands. „Líknarþjónusta í heima- húsum léttir auðvitað á sjúkra- húsunum. Ef sá aðili sem sinnt hefur sinnt þessari starfsemi hættir verða aðrir að taka við. Það verður líka að gera sem allra fyrst svo þeir sem njóta þjónust- unnar geti gengið að henni vísri áfram og þurfi ekki að upplifa óöryggi, kvíða og vanlíðan,“ segir Halla. Krabbameinsáætlun er afar mikilvægt plagg Í ályktun Krabbameins- félagsins Íslands er skorað á stjórnvöld að gerð verði krabba- meinsáætlun með skilgreindum markmiðum um forvarnir, grein- ingu, meðferð, endurhæfingu og líkn. Í Danmörku var svona áætl- un fyrst gefin út árið 2000 og hef- ur verið uppfærð fjórum sinnum síðan. Í fyrstu var áherslan á að auka aðgengi að meðferð en nú er – ásamt öðru – horft til þess að sjúklingurinn sé þátttakandi í meðferðinni og ákvarðandi. Drög að fyrstu íslensku krabbameins- áætluninni liggja nú fyrir en vinna þarf málið áfram. „Krabbameinsáætlun er afar mikilvægt plagg til að hægt sé að tryggja sem bestan árangur í bar- áttunni við krabbamein, til að tryggja að unnið sé nægilega markvisst á öllum stigum, m.a. þannig að fjármunir nýtist sem best. Hún verður mikið framfara- skref þegar til kemur, sem verður vonandi fljótlega. Þetta er líka mál sem snertir okkur öll. Þriðj- ungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífs- leiðinni og nýleg könnun sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hef- ur með krabbamein,“ segir Halla og heldur áfram: „Um 40% krabbameina má fyrirbyggja og þar hefur heil- brigður lífsstíll mikið að segja. Al- menningur þekkir tengsl tóbaks og krabbameins og hefur tekið til sín. Almenn þekking á fleiri áhættuþáttum eins og svo sem áfengi, hreyfingarleysi og of- þyngd er hins vegar mun minni.“ Einn af helstu þáttunum í starfi Krabbameinsfélags Íslands hefur lengi verið skimun fyrir krabbameini meðal kvenna, en því starfi sinnir félagið sam- kvæmt samningi við stjórnvöld. Konur eru boðaðar reglulega í skimun fyrir meini í brjóstum og leghálsi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna en með skimun má greina sjúkdóminn snemma og draga þannig úr dauðsföllum. “ Vilja betri mætingu í skimum „Þátttaka íslenskra kvenna í krabbameinsleit er of lítil. Konur á aldrinum frá 23 til 65 ára eru boðaðar á þriggja ára fresti í skimun fyrir leghálskrabbameini og 66% næta. Í skimun fyrir brjóstakrabbameini eru konur á aldrinum frá 40 til 69 ára boðaðar í skimun á tveggja ára fresti en þátttaka þeirra er 57%. Þátttakan hefur farið hægt minnkandi en er misgóð eftir landsvæðum, til dæmis áberandi best á Austur- landi. Við vitum ekki nægilega vel hvað það er sem veldur því að þátttakan er ekki meiri en raun ber vitni, nema ef vera skyldi framtaksleysi,“ segir Halla og bætir við: „Við teljum mikilvægt að auka þátttöku kvenna í skimun og höfum sett í gang aðgerðir til þess, sem mun sjást meira af á næstunni. Nýjar upplýsingar frá Svíþjóð sýna að konur sem standa fjárhagslega veikar að vígi mæta síður í skimun. Þar brugðust stjórnvöld við með því að gera skimun gjaldfrjálsa, sem er nokk- uð sem Krabbameinsfélagið hvet- ur íslensk stjórnvöld einnig til að gera. Ef þátttaka kvenna er lítil blasir við að árangurinn af skimuninni á landsvísu verður ekki nægilega mikill. Svo má ekki gleyma skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi meðal karla. Þar er undirbúningur langt kom- inn og vantar bara ákvörðun stjórnvalda svo hrinda megi þessu í framkvæmd.“ Um 40% krabbameina má fyrirbyggja með heilbrigðum lífsstíl og skimun Morgunblaðið/Eggert Heilbrigði Könnun sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein, segir Halla Þorvaldsdóttir. Skimun sé gjaldfrjáls  Guðfinna Halla Þorvalds- dóttir er fædd árið 1970. Hún er sálfræðingur að mennt og starfaði lengi við Landspítal- ann - háskólasjúkrahús. Var framkvæmdastjóri Sálfræð- ingafélags Íslands en tók við starfi framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands í ágúst á síðasta ári. Hver er hún? Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Sala á bílum til bílaleiga hefur dreg- ist saman um 22 prósent það sem af er ári, frá því sem var á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Sam- göngustofu. Frá áramótum hafa bílaleigur keypt 3.171 bíl, en á sama tíma í fyrra voru þeir 4.061. Sala á fólksbílum og öðrum fyrirtækjabíl- um hefur hins vegar haldist svo til óbreytt frá í fyrra þegar met var slegið í bílasölu. Alls hafa 8.195 bílar selst á árinu, af 3.438 einkabílar og 1.586 til fyr- irtækja, utan bílaleiga. „Árið byrjaði ágætlega og það var vöxtur fyrstu tvo mánuði árs- ins, en síðan fór að hægjast á,“ segir Egill Jó- hannsson, for- stjóri Brimborg- ar. Hann segir sölutölurnar birtingarmynd óvissu í ferðaþjónustunni, sem einskorðist ekki við bílaleigubransann. „Gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt að undanförnu og þegar menn verð- leggja sig í evrum þýðir það auðvit- að hærra verð fyrir kúnnann.“ Þá hafi miklar launahækkanir að und- anförnu þyngt róðurinn. Aldrei fleiri bílaleigubílar Bílaleiguflotinn hefur farið hratt stækkandi síðustu ár og náði hámarki í fyrra þegar hann taldi um 25.000 bíla. Egill segir bílaleigur verða að hafa í huga að endursölumarkað- urinn innanlands sé takmarkaður. Eftir því sem floti bílaleiga stækki aukist framboð notaðra bílaleigu- bíla og fáist þá minna fyrir þá. Egill telur víst að samdrátturinn sé til frambúðar.„Þegar hægir á vexti greinar þurfa menn að hag- ræða og skera niður.“ Þannig hafi mikill samruni orðið á bílaleigu- markaðnum að undanförnu og stærri leigur til að mynda yfirtek- ið minni. Minnka flotann og hækka verð Egill stýrir sjálfur bílaleigunum Thrifty og Dollar Car Rental og þar er sömu sögu að segja. „Við höfum verið að minnka flotann og hækka verð.“ Bílaleigubílar hafa um árabil verið að hluta undanþegnir vöru- gjöldum. Undanþágan nam áður að hámarki 500.000 krónum á bíl en var um síðustu áramót lækkuð í 250.000 krónur og stendur til að afnema hana með öllu í byrjun næsta árs. Egill segir ljóst að sú breyting hafi áhrif, þó að hann vilji ekki gera of mikið úr henni. „Það kann að vera að bílaleigur auki eitthvað við innkaupin í haust til að birgja sig upp fyrir áramótin en við verðum að sjá hvort það vegur upp á móti öðrum þáttum,“ segir Egill. Sala á bílaleigubílum dregst saman  22% færri bílar seldir bílaleigum í ár en í fyrra  Samdráttur til frambúðar, segir forstjóri Brimborgar Egill Jóhannsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það verður eitthvað haldið upp á daginn. Þetta er stór dagur og ég trúi því eiginlega ekki að ég sé hundrað ára, það er stór tala,“ segir Karl Sigurðsson, skipstjóri og vél- stjóri, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. „Ég bý í þjónustuíbúð og sé um mig sjálfur. Ég fæ mat hérna niðri einu sinni á dag en elda mér sjálfur á kvöldin. Ég er frískur, bý um mig og þvæ af mér sjálfur,“ segir Karl en langlífi er algengt í hans fjölskyldu. „Pabbi varð 99 ára, bróðir minn 102 og móðir mín 96 ára,“ segir Karl sem þakkar langlífið að hafa aldrei reykt. „Það hefur ekki verið mikið um reykingar í minni fjölskyldu. Ég hætti líka snemma að vinna,“ segir Karl hlæjandi en hann varð skip- stjóri um tvítugt. „Þá gat ég látið aðra um líkamlegt erfiði og ég stjórnað,“ segir Karl sem ungur fór til sjós og reri meðal annars á þremur bátum sem allir hétu Mímir og voru frá Hnífsdal. „Sá fyrsti var 18 tonn og sá síðasti 200. Ég var kallaður Kalli á Mími á Hnífsdal en þar bjó ég alla tíð. Það var ekkert gaman að vera til sjós eft- ir að síldin hvarf. Ég hætti fimm- tugur á sjónum og fór að vinna hjá útgerðarfélaginu sem vélstjóri þar til ég varð 78 ára gamall,“ segir Karl sem segir ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað á heilli öld. Hann hafi þurft að hafa fyrir lífinu hér áður fyrr en hann þurfi þess ekki í dag. Trúir því ekki að hann sé 100 ára  Þarf ekki lengur að hafa fyrir lífinu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Aldarafmæli Karl Sigurðsson 100 ára lítur jákvæðum augum á tilveruna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.