Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 8
Morgunblaðið/Valli Hvalveiðar Undirskriftir gegn hvalveiðum afhentar sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Þátttakendur vilja gera Faxaflóa að griðasvæði hvala. Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, voru á föstudaginn afhentar 50.424 undirskriftir þar sem hvalveiðum Ís- lendinga er mótmælt. Að söfnuninni stóðu Alþjóða dýravelferðarsjóð- urinn (IFAW), Hvalaskoðunar- samtök Íslands og Samtök ferða- þjónustunnar. Þeir sem tóku þátt í undir- skriftasöfnuninni, sem fram fór á vefsíðu IFAW á Íslandi og að mestu leyti á síðasta ári, lýstu yfir stuðn- ingi við eftirfarandi kröfu: „Ég heiti því að borða ekki hvalkjöt og vil að stjórnvöld geri allan Faxaflóa að griðasvæði fyrir hvali.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi IFAW á Íslandi, segir að flestir þeirra sem tekið hafi þátt séu er- lendir ríkisborgarar og meirihluti þeirra erlendir ferðamenn Við móttöku undirskriftanna sagði Kristján Þór Júlíusson að hann hefði lagt fram minnisblað fyr- ir ríkisstjórnina um úttekt á hval- veiðum sem Hagfræðistofnun Há- skólans og Hafrannsóknastofnun hefðu umsjón með. Ólíkir hags- munaaðilar yrðu kallaðir að borðinu og stefnt að niðurstöðu í haust. Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu að út- tekin muni fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og áhrif þeirra á aðr- ar atvinnugreinar. Slík úttekt hafi verið gerð árið 2010 og hafi þá komið fram að þjóð- hagslega hagkvæmt væri að halda hvalveiðum áfram. Þær niðurstöður og aðrar verði því endurmetnar mið- að við þróunina síðustu ár. Ráðherra hefur einnig óskað eftir því að Haf- rannsóknastofnun meti fæðuþörf hvala og vægi hennar í lífríki sjávar við Ísland. Ný úttekt verður gerð á hvalveiðum  Yfir 50 þúsund mótmæla því að hval- veiðar hefjist aftur 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Friðrik Þór Gunnarsson, hag-fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði á dögunum grein um veiðigjald í sjávarútvegi.    Hann benti á aðá yfirstand- andi fiskveiðiári hefði veiðigjaldið meira en tvöfaldast frá síðasta fisk- veiðiári.    Þetta er gríðar-leg hækkun sem allar greinar ættu erfitt með að takast á við. Og hafa verður í huga að nú er verið að greiða veiðigjald reiknað út frá afkomu greinarinnar árið 2015, en aðstæður voru þá mun hagfelldari en nú.    Annað er mjög sláandi í greinhagfræðingsins, en það er sú staðreynd að veiðigjaldið er nú orðið næststærsti einstaki gjalda- liður margra sjávarútvegsfyrir- tækja, á eftir launum. Þetta er vitaskuld mjög óeðlilegt.    Loks er athyglisvert í greinFriðriks að veiðigjaldið er að langmestu leyti landsbyggðar- skattur. Á landsbyggðinni er vægi sjávarútvegs í tekjum að meðaltali 16,6%, en 2,2% á höfuðborgarsvæð- inu.    Og fyrirtæki á landsbyggðinnigreiða yfir 80% veiðigjaldsins.    Það er furðulegt að við þessaraðstæður skuli enn heyrast þær raddir að sjávarútvegurinn greiði ekki nóg.    En þær heyrast að vísu nær ein-göngu frá stjórnmálamönnum smáflokka á höfuðborgarsvæðinu. Friðrik Þór Gunnarsson Óeðlilegur ofurskattur STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 23 rigning Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Brussel 12 þoka Dublin 15 skýjað Glasgow 16 heiðskírt London 16 léttskýjað París 13 skýjað Amsterdam 12 rigning Hamborg 25 léttskýjað Berlín 25 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 12 súld Chicago 13 þoka Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:16 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 3:56 23:03 SIGLUFJÖRÐUR 3:38 22:47 DJÚPIVOGUR 3:39 22:09

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.