Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
Ljóst er að vandi
utangarðs og/eða
heimilislausra hefur
vaxið gríðarlega á síð-
ustu árum. Langflestir
þeirra eru í Reykjavík.
Það var gerð kortlagn-
ing á vandamálinu 2012
og aftur 2017. Megin-
niðurstöður kortlagn-
ingarinnar árið 2017
eru að fjölgað hefur í
hópi þeirra sem teljast
utangarðs og/eða heimilislausir.
Fjölgunin á milli 2009 og 2012 var
45%. Fjölgunin á milli 2012 og 2017
var 95%.
95% aukning er alltof hátt og þarf
Reykjavíkurborg að beina sjónum
sínum að þessum vanda, skilja hvað
veldur og taka á því.
Á einu ári, frá árinu 2016-2017
jókst tala þeirra sem voru óstað-
settir í hús úr 425 í 553. Það er fjölg-
un um 128 á einu ári. Aðeins hluti
þeirra er samt á götunni. Inni í þess-
um tölum eru til dæmis einnig þeir
sem eru í gistiskýlum eða á svip-
uðum stofnunum.
Í framhaldi af umræðum á Alþingi
árið 2004 var stofnaður samráðs-
hópur til að skilgreina heimilisleysi
og árið 2005 skilaði hann eftirfarandi
skilgreiningu:
„Húsnæðislaus er sá sem ekki hef-
ur aðgang að hefðbundnu húsnæði,
hann hefur ekki húsaskjól að stað-
aldri á sama stað og gistir þar sem
kostur er hverja nótt, þar með talið í
gistiskýli, á gistiheimili eða inni á
öðru fólki. Þeir sem
koma úr tímabundnu
húsaskjóli, svo sem úr
fangelsi eða úr vímu-
efnameðferð, eiga sögu
um margháttaða hús-
næðis- og félagslega
erfiðleika og eiga ekki
tryggt húsaskjól einum
til tveimur mánuðum
áður en þeir fara úr
hinu tímabundna hús-
næði, eru taldir hér
með“ (Félagsmála-
ráðuneytið, 2005).
Helsti vandi þeirra
sem eru utangarðs og/eða heimilis-
lausir er ofneysla áfengis og/eða
annarra vímuefna og geðrænn
vandi.
Stærsti hópurinn í þessum tölum
býr við ótryggar aðstæður, en samt
eru hátt í hundrað á götunni og á
annað hundrað í gistiskýlum.
Athuga ber að annmarkar eru á
þessum rannsóknum og upplýsing-
arnar ekki tæmandi um hagi utan-
garðsfólks og/eða heimilislausra. En
ljóst er að vandamálið hefur vaxið
gríðarlega frá árinu 2009.
Eftir Börk
Gunnarsson
» Á einu ári, frá árinu
2016 til 2017, jókst
tala þeirra sem voru
óstaðsettir í hús úr 425 í
553. Það er fjölgun um
128 á einu ári.
Börkur
Gunnarsson
Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Gríðarleg fjölgun
heimilislausra
Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu
hafa nýlega samþykkt
þá breytingu á svæð-
isskipulagi höfuðborg-
arsvæðisins 2015-2040
að tekið var af skarið
með það að borg-
arlínan verður hrað-
vagnakerfi (Bus Ra-
pid Transit, BRT).
Áður hafði verið gert
ráð fyrir að borgarlínan yrði ann-
aðhvort hraðvagnakerfi eða létt-
lestakerfi. Það var gersamlega út
úr öllu korti að reikna með þeim
möguleika að byggja léttlestakerfi
upp á allt að 200 milljarða fyrir ár-
ið 2040. Það er nógu galið að ætla
sér að byggja hraðvagnakerfi upp
á 80 milljarða, sem er mun hærri
upphæð en hefur farið í uppbygg-
ingu þjóðvega á höfuðborgarsvæð-
inu sl. 20 ár.
Borgarlínan er óraunhæf
Flestir eru sammála um að gera
þurfi gífurlegt átak í viðhaldi og
nýbyggingu þjóðvega úti á landi á
næstu árum og áratugum. Sam-
hliða því þarf að ráðast í löngu
tímabærar endurbætur á þjóð-
vegakerfinu á höfuðborgarsvæð-
inu, bæði til að minnka umferð-
artafir og draga úr slysahættu.
Það er því ljóst að ríkissjóður mun
ekki verja miklu fé í borgarlínuna í
fyrirsjáanlegri framtíð. Borg-
arsjóður er vægast sagt illa stadd-
ur og varla aflögufær. Það er því
engin innistæða fyrir loforði um
Miklubraut í stokk og byggingu 1.
áfanga borgarlínunnar á næstu ár-
um. Eins og ég benti á í grein í
Morgunblaðinu í mars sl. mun
borgarlínan í besta falli leiða til
þess að bílaumferð á höfuðborg-
arsvæðinu verði um 4% minni en
ella árið 2040. Erlendar reynslutöl-
ur benda til þess að líklega verði
árangurinn aðeins 2-3% minni bíla-
umferð en ella. Til að ná þessum
takmarkaða árangri þarf nánast öll
uppbygging á höfuðborgarsvæðinu
að vera í formi þéttingar byggðar
meðfram samgönguásum borg-
arlínunnar. Auk þess þarf að setja
þröngar takmarkanir á fjölgun
bílastæða og taka vegtolla á höfuð-
borgarsvæðinu. Allt eru þetta
vægast sagt mjög um-
deildar aðgerðir og
ólíklegt að þær gangi
allar eftir.
Bætum þjónustu
strætó á hag-
kvæman hátt
Fram til þessa hafa
aðgerðir til að greiða
fyrir umferð strætó á
höfuðborgarsvæðinu
einkum verið fólgnar í
að bæta við sér-
akreinum fyrir strætó
hægra megin meðfram umferð-
armiklum þjóðvegum, s.s. Miklu-
braut. Aðgerðir af þessum toga
eru mun ódýrari og auðveldari en
að umbylta göturými þannig að
hraðvagnar fái sérrými vinstra
megin í akbraut á kostnað al-
mennrar bílaumferðar eða með því
að gera sérgötur fyrir strætó, eins
og skipulag borgarlínunnar gerir
ráð fyrir. Nægilegt er að hafa sér-
akreinar þar sem eru langar bið-
raðir bíla á álagstímum umferðar.
Í dag vantar sérakreinar á eystri
akbraut Kringlumýrarbrautar og
Hafnarfjarðarvegar milli Miklu-
brautar og Álftanesvegar og á
nyrðri akbraut Vesturlandsvegar
milli Sæbrautar og Víkurvegar.
Það kostar aðeins nokkra milljarða
að gera þessar sérakreinar. Það er
hægt að ganga skrefinu lengra og
taka upp ódýrt hraðvagnakerfi
(BRT) svipað og víða hefur verið
gert erlendis. Sem dæmi má nefna
að á Madison-svæðinu í Wisconsin,
BNA, er fyrirhugað að taka upp
ódýrt hraðvagnakerfi. Áætlaður
kostnaður er 15-20 milljarðar. Það
sem þyrfti að gera hér til viðbótar
við ofangreindar sérakreinar er að
endurbæta biðstöðvar og biðskýli
og koma upp miðasöluvélum á bið-
stöðvum. Ég tel að áætlaður
kostnaður við sambærilegt hrað-
vagnakerfi hér á höfuðborg-
arsvæðinu verði ekki meiri en 10-
20 milljarðar.
Hraðvagnakerfi –
Samanburður valkosta
Við skulum nú bera saman áhrif
þessara tveggja valkosta á bíla-
umferð. Borgarlínan, sem kostar
80 milljarða, myndi leiða til þess
að bílaumferð 2040 yrði 2-4 %
minni en ella. Ódýra hrað-
vagnakerfið, sem kostar 10-20
milljarða, myndi leiða til þess að
bílaumferð 2040 yrði 1-2% minni
en ella. Borgarlínan er 60-70 millj-
örðum dýrari en ódýra hrað-
vagnakerfið en áhrif hennar til að
draga úr aukningu bílaumferðar
yrðu aðeins 1-2 prósentustigum
meiri. Fróðlegt væri að kanna
hvort fólk væri hlynnt fjárfestingu
upp á 60-70 milljarða til þess að
bílaumferð 2040 verði 1-2 % minni
en ella.
Lævís áróður
Málflutningur aðstandenda
borgarlínunnar minnir æ meir á
ævintýrið um nýju fötin keisarans.
Það er sífellt talað um ávinninginn
af breyttum ferðavenjum og látið í
veðri vaka að borgarlínan sé
hryggjarstykkið í breyttum ferða-
venjum sem leiði til þess að bíla-
umferð 2040 verði 20% (eða jafnvel
24%) minni en ella. Það þarf ekki
mikla stærðfræðisnillinga til að sjá
að 2-4 % eru ekki stór hluti af
20%. Eftir standa 16-18% sem ætti
þá að vera hlutur gangandi og
hjólandi í því að bílaumferð 2040
verði 20% minni en ella. Því fer
fjarri að áætluð aukning á hlut
gangandi og hjólandi í ferðafjölda
úr 20% upp í 30% á tímabilinu
2015-2040 geti leitt til þess að bíla-
umferð 2040 verði 16-18% minni en
ella. Látum það nú liggja á milli
hluta og gefum okkur að hlutur
gangandi og hjólandi geti aukist
það mikið að 20% markmiðinu
verði náð. Flestir ættu að geta
verið sammála um að æskilegt sé
að ferðavenjur breytist það mikið
að bílaumferð verði 20% minni en
ella. Ekki síst í ljósi þess að ef
mögulegt er að ná þessu markmiði,
þá er það nánast óháð því hvort
borgarlínan verður að veruleika
eða ekki.
Borgarlínan = Nýju fötin
keisarans
Eftir Þórarin
Hjaltason » Fróðlegt væri að
kanna hvort fólk
væri hlynnt fjárfestingu
upp á 60-70 milljarða til
þess að bílaumferð 2040
verði 1-2 % minni en
ella.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com
Fyrir 10 árum var
ég með í að kanna
hvort rækta mætti
vetrarrepju og nepju
hér á landi og vinna
jurtaolíu úr fræjunum
til framleiðslu á lífdí-
silolíu sem kæmi í
stað jarðolíu fyrir
fiskiskipin. Verkefnið
var þríþætt: ræktun
og uppskera, þresk-
ing og vinnsla jurtaoliu og fóðurs
úr fræjunum og svo umestrun
jurtaolíunnar með metanóli. Nið-
urstöður tilraunanna voru gefnar
út 2010 af Umhverfisstofnun sem
hafði veg og vanda af þessu.
Skýrsluna má sjá á
netinu: bond.lbhi.is/
lisalib/get-
file.aspx?heim-
ild=4646. Vetr-
arafbrigði og nepja
hentuðu vel til rækt-
unar einkum á Suður-
landi og var fræmagn
jafnt eða meira en þar
sem ræktun er ann-
arsstaðar í Evrópu.
Þresking tókst líka
vel og pressun olíu úr
fræjum í litlum mæli
tókst með ágætum, þau innihéldu
allt að 40% olíu og svo hratið eða
afgangur fræjanna sem er ágætis
dýrafóður.Yfir 3 t CO2 gróð-
urhúsalofttegundarinnar koma frá
hverju tonni innfluttrar jarðolíu
sem brennd er. Þetta er því gjald-
eyrissparandi og atvinnuskapandi
framkvæmd og renndi fleiri stoð-
um undir landbúnað og iðnað. Hér
er reiknað með 3 t fræja af hekt-
ara og er þá bundið um 6 t CO2 úr
andrúmsloftinu, helmingur í jurta-
olíunni og restin í hratinu eða fóð-
urmjölinu. Þá er ótalinn sá hluti
sem binst í stöglum og rótum en
alls gæti þetta orðið 11,5 t CO2
binding á hektara. Hér er gengið
út frá að fengjust 860 kg jurtaolíu,
1.875 kg fóðurs og 5.600 kg líf-
massa af einum hektara með lotu-
vinnslu. Með útleysingu jurta-
olíunnar með t.d. hexan-leysi
mætti auka olíumagnið í allt að
1.145 kg af hektara sem hentaði
stærri framleiðslueiningum fyrir
lífdísil. Þá gefur kaldpressuð
repjuolía ekkert eftir hollustu
ólífuolíu í matargerð en markaður
er bara 1-2000 t hérlendis.
Lífdísill er hreint, óeitrað og
óeldfimt lífrænt efni. Það brotnar
niður í náttúrunni á 2-3 vilkum og
er skaðlaust gróðri og dýrum. Þá
mengar það ekki jarðvatn eða
jarðveg og er ekki hættulegur
farmur í flutningum. Sem elds-
neyti er yfir 80% minna útslepp
krabbmeinsvaldandi efna borið
saman við hefðbundið jarðdísil.
Bara NOx lofttegundir eru þó um
10% meiri (oxun niturloftsins í
brunahólfi vélarinnar). Þar sem
nær ekkert er af brennisteini í
repjulífdísil er unnt að nota hefð-
bundna tækni óbreytta til að fjar-
lægja NOx gösin. Lífdísilolía er
talin hafa 30% meiri smureig-
inleika i dísilvélum en jarðdísill.
Um 10% meira magn þarf þó af
lífdísilolíu til að fá söma varma-
orku og úr jarðdísil. Geyma má
lífdísilolíu í sömu tönkum og
jarðdísil en forðast skyldi snert-
ingu við eir, blý, tin, sink auk
gúmmís en teflon hentar vel.
Með því að losa fitusýrurnar frá
glýserólinu og estra þær með met-
anóli sem kallast þá RME (repju-
metanólestrar) lækkar seigja
jurtaolíunnar tífalt og blossamark
um 100°C og því unnt að nota
beint á dísilvélar í stað jarðolíu
eða blanda í jarðdísilolíu í öllum
hlutföllum. Eina vandamálið með
lífdísil er að undir frostmarki á
100% lífdísil (B100) til að mynda
útfellingar sem geta stíflað síur og
þarf hitun olíunnar eða íblönd-
unarefni til að losna við þetta.
Þetta er þó ekki vandamál með
blöndur lífdísilolíu og jarðolíu.
Iðnaðarframleiðsla getur verið
einfalt og ódýrt lotuferli við minni
framleiðslu eða stórt alsjálfvirkt
ferli. Um 10% glýseról fellur til
við estrunina og má breyta í því í
metanól með vetni. En ýmis not
eru önnur fyrir glýseról, m.a.
blöndun í dýrafóður eða í sápu .
Er því um mjög hreina vinnslu að
ræða. Þá má nota etanól, ísópróp-
anól eða bútanól í stað metanóls ef
ódýrara og losna við metanólið.
Við lotuferli er hvatinn einota kalí-
eða natríumlútur en „eilífðarhvati“
við samfellt ferli. Heimsfram-
leiðslan er orðin yfir 70 milljón
tonn og stærst eru Kína og Kan-
ada, nánast jafnstór með um 50%
en 11 Evrópulönd með um 36% og
restin svo Indland, Ástralía og
BNA. Hér er því stórkostlegt
tækifæri sem hrinda mætti í fram-
kvæmd og tryggja umhverf-
isvænan orkugjafa á dísilvélar til
frambúðar.
Lífdísilolía í stað jarðdísilolíu fyrir fiskiskipin
Eftir Pálma
Stefánsson » Innlend lífdísilolía
yki þjóðarkökuna og
mikill akkur í að losna
við baneitraða jarðdísil-
olíu og laga kolefnis-
kvótann um leið.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?