Morgunblaðið - 14.05.2018, Side 23

Morgunblaðið - 14.05.2018, Side 23
Sumir hagsmunir hópa stangast á en sumir eru sameig- inlegir. Þegar svo háttar og hags- munir neytenda eru annars vegar ættu þeir jafnan að hafa forgang svo að lífs- kjör batni. Því mið- ur eru mörg dæmi um að „sérhags- munahópar“ nái sínu fram á kostn- að almennings, jafnvel með aðstoð löggjafans! Þetta og fleira veldur því að við höfum það ekki eins gott og ná- grannaþjóðirnar enda hafa síðustu áratugi fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess, en í staðinn hefur fólk frá fátækari lönd- um flust hingað, sem er bót í máli, sjá graf um búferlaflutninga. Almannahagur Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa aðgang að úrvali af gæðavörum á góðu verði. Hér er verð vöru og þjónustu almennt um- talsvert hærra en í nágrannalönd- unum og úrval minna vegna smæð- ar markaðarins og legu landsins en einnig vegna þess að löggjafinn bætir ofurtollum á innflutt matvæli. Einnig erum við skyldug að nota lít- inn, óstöðugan hávaxta gjaldmiðil sem kostar okkur í lífskjörum, meira að segja að mati Seðlabank- ans. Þótt við neytendur séum fjöl- mennasti hagsmunahópurinn og hagsmunir okkar samanlagt mestir, náum við ekki samtakamætti. Litlir, sterkir hagsmunahópar ná oft sínu fram á okkar kostnað. Aðild að Neytendasamtökunum er frjáls og ávinningur hvers og eins af því að leggja fé í hags- munagæslu fyrir heildina er lítill. Árgjaldið er 5.800 og virkir félagar tæplega 7.000 og tekjurnar því um 40 milljónir á ári sem gefur ekki mikinn slagkraft. Á síðustu árum hafa reyndar Neytendastofa, Samkeppnisstofnun, MAST og fleiri stjórnsýslustofnanir sem tengjast veru okkar í EES, styrkt neytendavernd. En betur má ef duga skal því hagsmunir neyt- enda eru oft forsmáðir. Sérhagsmunir Seljendur vöru og þjónustu leit- ast við að hafa hag af viðskiptum. Við heilbrigðar markaðsaðstæður gengur þeim best sem bjóða góða vöru á góðu verði. Eðlilega leita sumir að syllu þar sem þeim tekst að halda uppi háum verðum en aðrir leita skjóls fyrir samkeppni með tollum og sérleyf- um. Því miður hjálpar löggjafinn sumum til við þetta þó það komi niður á neytendum. Jafnvel litlir sérhags- munahópar ná oft mikl- um slagkrafti með fjár- hagslegum styrkleika, skylduaðild, sérleyfi eða slíku. Stuðningur löggjaf- ans byggir yfirleitt á mis- vægi atkvæða eða spill- ingu. Freklega gengið á hag neytenda Bændasamtökin hafa mun meiri slagkraft en Neytendasamtökin. Bændur eru um 3.000 en í heild starfa um 9.000 við landbúnað að meðtöldum vinnslugreinum. Land- búnaðurinn er því um þriðjungur af ferðaþjónustunni, (sjá neðar). Lög- gjafinn lætur skattgreiðendur styrkja bændur um 15 milljarða kr. á ári og neytendur styðja bændur og vinnslur um 25 milljarða kr. á ári vegna tolla á matvælum. Samtals eru þetta um 40 milljarðar kr. sem veitt er í þessa litlu óarðbæru at- vinnugrein og er þá ekki allt talið. Matartollarnir þýða að verð kjöts, osta og eggja er um 35% hærra en ella og fjölbreytni og gæði minni. Engin þróuð þjóð hefur jafn háa matartolla, enda kemur hátt mat- arverð verst niður á fátækum neyt- endum. Evrópumarkaður er til dæmis galopinn landa á milli sem tryggir lág verð og mikið úrval af matvælum. Ferðaþjónustan er stærsta at- vinnugreinin. Hún veitir um 30.000 manns vinnu og færir ríkissjóði og sveitarfélögum árlega um 65 millj- arða kr. í skatttekjur og þjóðinni um 500 milljarða í gjaldeyristekjur. Hátt verðlag fækkar dvalardögum ferðamanna, mest á landsbyggðinni. Með því að fella niður tolla af mat- vælum og lækka áfengisgjöld má bæta verulega um fyrir ferðaþjón- ustunni. En löggjafinn lætur fá- mennan hagsmunahópi bænda ganga fyrir hag neytenda og stærstu atvinnugreinarinnar ferða- þjónustu þó hún hafi burði til að snúa við byggðaþróuninni, sem landbúnaðurinn hefur ekki. Mörg fleiri dæmi eru um að hags- munir neytenda víkja fyrir sérhags- munum minni hópa. Afleiðingin eru lakari lífskjör en í nágrannalönd- unum. Það þarf að rétta hlut neyt- enda og spyrja oftar um einstök mál: Er það er neytendum í hag? Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Sérhagsmunahópar ná oft sínu fram á kostnað neytenda og al- mennings, með aðstoð löggjafans! Afleiðingin er lakari lífskjör. Höfundur er viðskiptafræðingur og bóndasonur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Er það neytendum í hag? Guðjón Sigurbjartsson UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Traust fasteigna- uppbygging og við- skipti geta ekki þrif- ist með eðlilegum hætti í bullandi þenslu ásamt óraun- hæfri verðtryggingu og háu vaxtastigi, og allra síst fyrir þá sem minna mega sín. Stjórnvöld, borg- arstjóri, sveit- arstjórnir, verkalýðsfélög eru óá- byrg að gefa enn og aftur væntingar um að ódýrs húsnæðis sé að vænta fyrir þá efnaminni ásamt að skrifa undir innantómar viljayfirlýsingar. Hvorki fasteignafélagið Bjarg eða endurvakning verkamannabú- staðakerfis getur orðið til þess að ódýrara húsnæði fáist, sem ein- hverju nemur, miðað við efnahags- ástand. Undanfarin ár hafa stjórn- völd ítrekað látið í veðri vaka að hagstæðara fasteigna- og leigu- verð sé innan seilingar fyrir þá efnaminni, án þess að það gangi eftir. Þó byggingarreglugerðir hafi verið rýmkaðar og dregið hafi ver- ið úr kröfum til lækkunar á bygg- ingarkostnaði hefur það litlu sem engu skilað. Meðan eftirspurn og framboð fasteigna ræður munu byggingarverktakar sem og hús- eigendur haga leigu- og söluverði ásamt hagnaði í samræmi við markaðsverð, að vísu með mismik- illi ábyrgðarkennd. Ný fasteignabyggingarfélög í eigu verklýðsfélaga og annarra stofnana geta takmarkað náð fast- eignaverði niður í samræmi við einkaframkvæmdir, þar sem meira aðhalds og fyrirhyggju er gætt en í opinbera kerfinu. Lækkun lóða- verðs til þeirra efnaminni er af hinu góða ásamt að ASÍ og BSRB standa að uppbyggingu félags- legrar búsetu. Engu að síður þarf fleira að koma til en félagsleg fast- eignafélög sem byggja án hagn- aðarsjónarmiða. Um 30% af stofn- framlagi ríkis og sveitarfélaga til 2000 leiguíbúða fyrir þá efna- minnstu, næstu fimm ár, er lítið annað en sýndarmennska miðað við hversu vandinn er yfir- gengilega mikill. Fjármagnskostn- aður ásamt aðhaldi mun sem fyrr vega þyngst í bygg- ingarkostnaði. Það er mikil ein- feldni að halda að húsnæði verði ódýrara þó svo að verka- mannabústaðakerfið verði endurvakið eða annað félagslegt kerfi. Einhverjir verða að borga mismuninn sem af lækkuninni hlýst. Vandséð er að bygg- ingarfélagið Bjarg geti byggt ódýrt hús- næði, sem einhverju nemur, miðað við þenslu og aukna spennu, sem er fyrirsjáanleg við útspil rík- isstjórnarinnar að hefja fram- kvæmdir við nýjan spítala ásamt óhæfuverki kjararáðs, sem mun leiða til aukins launa- og bygging- arkostnaðar. Verkamannabústaðakerfið sem og önnur félagsleg húsnæðisupp- bygging var í góðu lagi þar til verðtrygging var innleidd 1979, eftir það hefur ekki þrifist eðlileg- ur húsnæðismarkaður og allra síst á landsbyggðinni. Verkamannabú- staðakerfið var misnotað um allt land og dýrasta húsnæði sem var hægt að kaupa vegna óstjórnar, þó svo að vextir væru lægri. Trúverðugleiki stjórnvalda er enginn að lofa ódýru húsnæði á einu mesta þensluskeiði sem hefur átt sér stað og á sama tíma skal ráðist í stærstu framkvæmd Ís- landssögunnar við byggingu á nýj- um spítala, sem mun kosta tugum prósenta meira vegna þenslu. Framkvæmdin á eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt miðað við hvernig er staðið að henni, og sem fyrr munu stjórnvöld firra sig allri ábyrgð. Verðtrygging í núverandi mynd er vart annað en rússnesk rúlletta þeirra skuldsettustu og þeirra er fara óvarlega, sem fyrr mun þeim blæða. Lánsfé er of dýrt og heimili og fyrirtæki geta ekki staðið undir óraunhæfu vaxtastigi, sama hvað fræðingar reikna. Tugþúsundir heimila síðustu 35 ár hafa misst allt sitt án þess að stjórnvöld hafi brugðist við með vitrænum hætti. Fasteignaverð sem skrúfast upp um helming á örfáum árum ætti að gefa fyllilega til kynna ótrausta stjórnsýslu. Græðgi og óstjórn sem þrífst um allt samfélagið mun reynast mörgum þungbært haldi fram sem horfir. Bílaleigur landsins eru í frjálsu falli vegna offjárfestingar og hið sama stefnir í hótelgistingu með gjaldþrotahrinu verði ekki brugðist við. Óumflýjanlegt er að þegar dreg- ur úr framboði Airbnb-íbúða á leigumarkaði með reglugerðum, á næstu árum, mun draga ört úr vöntun á almennum húsnæðis- markaði og minnka spennu varð- andi nýbyggingar, með tilheyrandi afleiðingum. Gangi framangreint ástand eftir mun atvinna enn frek- ar dragast saman í byggingariðn- aðinum, fasteignaverð mun síga og bankasýsla stöðva útlán vegna lé- legra veðbanda. Efnahagsþreng- ingar munu snarhægja á atvinnu- hjólinu og margfeldisáhrifin munu ekki láta á sér standa og draga at- vinnustarfsemi niður með einum og öðrum hætti. Aukin verðbólga og samdráttur í gistingu ásamt lækkuðu gistigjaldi mun einnig hægja á atvinnulífinu og verða til þess að fasteignaverð getur ekki annað en sigið, og verða þess valdandi að þúsundir manna munu missa alla trú á ís- lenskri framtíð. Óumflýjanlegar afleiðingar eru að þeir skuldsettustu munu missa heimili sín eða eiga lítið sem ekk- ert í eigum sínum. Bankasýsla mun sem fyrr leysa til sín fast- eignir til að tryggja sína hags- muni. Verðtrygging í núverandi mynd verður að uppræta eftir tæplega áratugaeignaupptöku tug- þúsunda heimila og fyrirtækja. Hvergi í siðmenntuðum ríkjum hafa fasteigna- og fyrirtækja- eigendur á Íslandi misst eignir sínar í jafnmiklu mæli vegna verð- bólgu, sem hefur fengið að þrífast í 39 ár vegna gjaldmiðils sem er ekki pappírsins virði. Eftir Vilhelm Jónsson »Mun eðlilegra væri að aðstoða þá efna- minni með að kaupa eldra húsnæði sem er ódýrara en nýtt. Með þeim hætti mætti að- stoða fleiri sem eru í neyð. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. Fasteignakaup þeirra efnaminni eru eins og rússnesk rúlletta Samkvæmt grein eða tilkynningu um lokun Dyrhólaeyjar á umræddu tímabili frá kl. 19 á kvöldin til níu á morgnana er þetta gert til verndunar fuglalífi fyrir ágangi ferðamanna. Eftir ára- tuga lokun Dyrhóla- eyjar á þessu tímabili og eftir að hafa næst- um gert út af við allt fuglalíf á eynni með þessum lokunum og frið- unum hefur þessi stofnun ekkert lært um atferli fugla eða manna. Allir þeir fuglar sem stofnunin seg- ist vera að vernda leitast við að gera hreiður sín í skjóli manna og mannvirkja og þarf enga fræðinga til að sjá það. Því meiri umgangur um varplönd, þeim mun meiri vernd er það fyrir ágangi varg- fugls, refs og minka, sem eru fljótir að læra á hvaða tíma er öruggast að ná sér í æti. Það er sorglegt að ferðast um friðland Hornstranda þar sem öllu mófuglsvarpi hef- ur verið útrýmt af ref- um, sem núna eru farnir að nýta sér manngerð skjól og kofa á svæðinu fyrir greni sín, og ekki heyrist fuglskvak en grenjalyktin liggur í loftinu eins og komið sé inn í refabú. Ef ein- hver löngun væri hjá Umhverfisstofnun til friðunar fuglalífs á Dyrhólaey ætti hún að hafa eyna opna allan sólar- hringinn og láta heldur einn eða tvo eftirlitsmenn vakta hana um nætur. Þar fyrir utan virðist það vera árátta Umhverfisstofnunar að standa ekki við loforð sín um opnun á þeim svæðum sem stofnunin hef- ur lokað. Nefni sem dæmi lokun á vegi upp Skógaheiði að gosstöðv- unum á Fimmvörðuhálsi (Magna og Móða). Því var lofað að gera aðra leið framhjá bæjarhlaðinu á Skóg- um og þá yrði leiðin opnuð. Þetta var árið 2010 og ennþá hefur leiðin ekki verið opnuð. Þá var í vor lokað vinsælli gönguleið að jarðhitasvæði norðan Hveragerðis og átti aðeins að vera lokuð í nokkra daga en er ennþá lokuð. Þrátt fyrir að starfs- fólk Umhverfisstofnunar sé orðið fjölmennara en lögreglulið Suður- lands virðist það ekki geta svo mik- ið sem lagað eða gert gönguhæfan einn smá göngustíg og þeirra eina ráð eða ráðleysa er að loka loka loka. Sagan endalausa Eftir Reyni Ragnarsson »Umhverfisstofnun er enn við sama hey- garðshornið um lokun Dyrhólaeyjar á tíma- bilinu 8. maí til 25. júní til verndunar fuglalífi á eynni. Reynir Ragnarsson Höfundur er fyrrverandi lög- reglumaður. reynirr@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.