Morgunblaðið - 14.05.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.05.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi BALDVIN EINARSSON Fróðengi 1, lengst af Bláskógum 6 lést á Landspítalanum þriðjudaginn 8. maí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 11. Sigurveig Haraldsdóttir Einar Baldvinsson Aðalheiður Jónsdóttir Jón Heiðar Baldvinsson Jóhanna Sturlaugsdóttir Gunnar Baldvinsson Björg Sigurðardóttir Eyrún Baldvinsdóttir Stefán Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Valdi var okkar fyrsta barna- barn og það er ákaflega dapurt að við skulum sitja hér og reyna að koma saman einhverri minn- ingargrein um hann. Þetta ætti að vera öfugt. Á þeim tíma þegar Valdi var lítill snerist líf okkar mikið um hesta á Jafnaskarði. Valdimar Snær Stefánsson ✝ ValdimarSnær Stef- ánsson fæddist á Akranesi 14. nóv- ember 1993. Hann lést 2. maí 2018. Foreldrar hans eru Stefán Örn Valdi- marsson og Guð- laug Ósk Gísladótt- ir og bróðir hans er Gísli Freyr Stefánsson. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 14. maí klukkan 13:00. Það átti nú heldur betur að venja Valda við hestamennsk- una. Hann sýndi því ekkert sérlega mik- inn áhuga. Eitt sinn fór hann þó með afa sínum skógræktar- hringinn. Þeir voru á leið niður Hreða- vatnsbrekkuna þeg- ar Valdi bað afa sinn um að stoppa í miðri brekku. Þegar afi spurði undr- andi af hverju hann vildi það, svaraði hann því til að hann vildi fara af baki og leika sér. Þetta litla dæmi sýnir að það var margt skemmtilegra en að hossast á hestbaki. Áhugi Valda beindist meira að bókum og alls konar grúski. Þegar hann náði ung- lingsaldri fór hann að eyða meiri tíma inni á skrifstofu langafa síns þar sem hægt var að finna ýmiss konar bækur um heimspekileg málefni og trúarbrögð. Valdi heimsótti okkur oft og fannst gott að geta komið og farið eins og honum hentaði. Elsku Valdi okkar, farðu í friði og megi allar góðar vættir vernda þig. Amma Þórfríður og afi Gísli. Það er margt undarlegt í þess- ari veröld. Valdimar Snær, eða Valdi frændi, hefur kvatt þennan heim. Eftir sitjum við og klípum okkur í handleggina. Er þetta raunverulega að gerast? Í gegn- um samveruna síðustu daga hrannast upp svipmyndir frá liðnum tíma, minningabrot sem tengja okkur órjúfanlegum bönd- um en er samt svo erfitt að setja í orð. Það er stórt hlutverk að vera móðursystir. Valdi kom í heiminn 14. nóvember 1993. Lítill sólar- geisli. Fallegt bros, sposkur á svip, spurul augu. Ég passaði hann stundum, alltof sjaldan þegar ég hugsa til baka. Valdi vafði mér strax um fing- ur sér. Ein kvöldstund er mér sérlega minnisstæð. Hann var tveggja ára. Foreldrar hans skruppu í bíó og ég átti að passa litla snáðann. Mér var sagt að gefa honum einn pela og setja hann svo í háttinn. Hann vildi „bara aðeins“ hlusta á Björk, lagið It’s oh so quiet. Hann hafði mikið dálæti á því lagi. Ég gat að sjálfsögðu ekki neitað. Þegar lagið byrjaði setti hann litla vísi- fingurinn þvert yfir munninn og hvíslaði „uss“ með þar til gerð- um tilþrifum. Þegar takturinn í laginu magnaðist varð allt vit- laust. Hann dansaði trylltan dans um allt gólf, hringsnerist um sjálfan sig og datt um koll skellihlæjandi. Það varð ekki aftur snúið. Fimm pelum seinna og svona tuttugu mínútum áður en foreldrar hans komu heim féll loksins ró yfir hann og hann steinsofnaði. Ég var ekki beðin um að passa aftur í miðri viku. Síðan líður tíminn. Barnahóp- urinn í stórfjölskyldunni stækk- aði. Valdimar varð bæði stóri bróðir og stóri frændi. Hann tók hlutverkið hátíðlega, passaði upp á litla fólkið, hélt utan um þau og sýndi þeim og því sem þau voru að gera áhuga. Síðasta sumar áttum við stór- fjölskyldan góða stund saman á Jafnaskarði, staðnum okkar sem var Valda svo kær. Hann var ný- kominn af listviðburðinum LungA á Seyðisfirði, uppfullur af orku og heimspekilegum vanga- veltum. Á heitum degi við hylinn í Jafnaskarðsskógi sýndi Valdi litlu frændsystkinum sínum hversu mikið heljarmenni hann var. Hann gekk á höndum og fór heljarstökk án nokkurra vand- kvæða. Krakkarnir horfðu heill- uð á hann og þegar þau spurðu hvernig hann gæti þetta svaraði hann því til að „ef maður ætlaði sér eitthvað, þá þyrfti maður að æfa sig smá á hverjum degi“. Elsku Gulla, Stebbi og Gísli. Valdi var einstakur og skilur eft- ir sig stórt skarð. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldunni samúð og þökkum all- ar þær minningar sem við eigum um Valda þá langar mig að enda þessi skrif á nokkrum orðum sem komu til mín þegar ég settist nið- ur til að skrifa þessa minning- argrein. Umhyggjusamur. Hlýr. Þétt faðmlag. Fróðleiksþyrstur, í stöðugri leit að tilgangi lífsins. Ákveðinn, stundum svolítið þver. Vildir gera hlutina á þinn hátt. Ég þekki þessa eiginleika í fólkinu okkar. Við búum öll í þér minning þín lifir áfram með okkur. Karen Rut Gísladóttir. „Valdi … Valdi … VALDI!“ kallar mamma þín, stöðugar áhyggjur, þú ert kominn upp í hillu, tré, ferð út á brún eða eitt- hvað annað, allavega búinn að koma þér í einhverjar ógöngur. Umhyggjan ykkar á milli er al- gerlega ólýsanleg. Síðasta sumar hringdir þú og spurðir hvaða gjöf þið bræður gætuð gefið foreldr- um ykkar þegar þau kæmu heim frá útlöndum. Þú sagðir að þú vissir að pabbi elskaði að fá gott viskí en hvaða fallegu gjöf getum við gefið mömmu spurðir þú. Hvort heldur sem það var uppi á Jafnaskarði eða fyrir vestan var alltaf gaman og fjör í kring- um þig. Að tuskast og tætast var með því skemmtilegra sem þú gerðir og varst alltaf allra manna kátastur. Árin liðu og þú ákvaðst að massa þig upp og urðu þá glímurnar heldur þyngri en alltaf var það jafn gaman. Vildir öllum svo vel, elsku þú. Manngæskan mikil, heimspekin heiðruð, gleðin góð, dæmdir ekki, sveikst engan og laugst ekki al- varlega. Það fór stundum mikið fyrir þér, talaðir hátt, varst eins og naut þegar þú borðaðir, eins og ljón þegar þú öskraðir en sálin eins og lóan á vorin. Reiknijafnan verður erfiðari án þín en við fengum að þekkja þig, umgangast þig og elska þig. Þú verður og ert alltaf hjá okkur og ávallt hluti af heildinni. Söknum þín, elsku frændi, og forréttindi að hafa kynnst þér. Elskum þig alltaf og þú verður alltaf hjá okkur. Guðbjörg Brá Gísladóttir (Gauja) og Oddur Sigurðsson. Elsku Valdi. Ég sakna þín strax svo mikið. Þú varst leiftr- andi. Þrusukraftur. Já. Þú náðir allavega að sannfæra mig um að koma með minn eigin bikar í partíið. Enginn var og er eins og þú varst, þú varst alvöru. Það var alltaf áhugavert og gam- an að umgangast þig. Ég elskaði drifkraftinn, ég elskaði fjörið, ég elskaði samræðurnar og ástúðina sem þú gafst mér og öllum þínum nánustu. Það var aldrei snitti af einhverri dellu í þér, þú mátt eiga það. Við áttum svo góðar stundir saman: við fluttum út saman, við fundum stelpurnar saman, við fundum andskotans ævintýrið saman. Þú varst rammgöldrótt- ur, elskan mín. Mig langar að leyfa mér að vera væminn og skrifa um allt sem ætti alltaf bara að fara á milli okkar tveggja á einhverjum bar í Berlín þegar allir eru löngu sofnaðir. En ég held því í mér þangað til næst, örugglega ekki í Berlín. Mig langar svo mikið til að segja þér svo margt, það er svo mikið sem við áttum eftir að tala um, allt þetta drasl um ókúltur- ískar geðshræringar og norna- veiðar. Það sem bjagar mig er að þú sért farinn og ég get ekki náð í þig. En ég get ekki gert neitt í því. Ég vildi svo innilega að ég væri galdramaður, og þá sérstak- lega núna, þá myndi ég svo sann- arlega galdra í þig lífið. Ég elska þig, Valdi. Mér datt aldrei í hug að sú yrði stundin að ég þyrfti að kveðja þig, og að vissu leyti þá mun ég aldrei kveðja þig, þú lifir með mér, vinur, alltaf. Svo lengi sem ég lifi, eða hef vit, þá mun ég muna eftir þér og því sem þú kenndir mér. Þetta er sárt, mig hefur aldrei verkjað jafn mikið á ævinni. En sársaukinn fær ekki að gleypa hamingjuna og fegurðina sem þú varst og ert. Ég mun halda fast í þig, Valdi, og ég mun aldrei sleppa. En söknuðurinn gerir út af við mig, hann vill mig niður með nefið fullt af hori og augun blóðsprengd. Ég meina. Við hvern á ég að tala þegar mig langar í andlegan stuðning í mínu bullblæti. Ég meina hver er til staðar annar en þú þegar kem- ur að svona löguðu, ég græt mig í svefn. Það var hægt að tala við þig um allt. Trúnaðardálkur er andstyggðarorð, þú varst með- leigjandi: aldrei yfir eða undir. Minningarnar veita mér styrk: ég minnist þess enn þann daginn í dag að reyna vakna með þér áð- ur en við fórum að vinna – al- vöruatvinna og reyna staðfast- lega – að taka skák, sem við gerðum kannski svona sam- kvæmt áætlun þrisvar sinnum. Ég sakna þess að ræða við þig í ofsa um það sem Hakim Bey skrifaði, eins og framtíðar seið- karlar. Ég sakna þess að fá hug- myndir eins og að tálga spýtur, búa til spjót og reyna að veiða kanínur, bara til að spara pening. Ég sakna að rölta göturnar og drekka volgan Slots með þér. Ég sakna að elda gúllas fyrir skvís- urnar og hlusta á Þursaflokkinn. ✝ Unnur Bene-diktsdóttir fæddist á Patreks- firði 24. nóvember 1923. Hún lést 26. apríl 2018 á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt S. Bene- diktsson, kaup- maður á Hellis- sandi, f. 26. nóv. 1890, d. 2. des. 1973, og kona hans Geirþrúður Kristjáns- dóttir, f. 26. okt. 1889, d. 24. mars 1958. Bræður Unnar voru Sveinbjörn símstöðvarstjóri og útgerðarmaður, f. 6. okt. 1918, d. 26. jan. 2006, og Halldór vöru- bifreiðarstjóri, f. 6. maí 1920, d. 27. okt. 1993. Unnur stundaði nám í barna- og unglingaskólanum á Hellis- sandi þar sem hún ólst upp. Að því loknu lauk hún námi úr Kvenna- og Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Unnur giftist 4. feb. 1946 Eggerti Benedikt Sigurmunds- syni skipstjóra, f. 27. jan. 1920 á Reykjavík. 4) Unnsteinn Borgar rafvirki, f. 28. okt. 1951 á Hellis- sandi, hann var giftur Steinunni Gísladóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Hann var síðan giftur Dagnýju Karls- dóttur og eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. Unnsteinn er nú í sambúð með Vilhelmínu Roys- dóttur og búa þau í Noregi. 5) Ásgeir húsasmiður, f. 13. júní 1955 á Hellissandi, hann er gift- ur Brynhildi Valdórsdóttur og eiga þau þrjú börn og búa á Sel- fossi. 6) Ari verslunarstjóri, f. 17. sept. 1959 á Hellissandi, hann var giftur Jennýju Jónu Sveinsdóttur og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Ari er giftur Ragnari H. Blöndal og búa þeir í Reykjavík. Unnur sinnti alltaf fyrst og fremst störfum húsmóður á heimili þar sem fyrirvinnan var oft langdvölum að sinna sínum störfum til sjós. Hún fór eftir að synirnir fóru að tínast að heim- an að sinna ýmsum störfum, m.a. hænsnabúskap í Ölfusinu og föndurkennslu við Dvalar- heimilið Ás þar í bæ og síðar í verslun við Náttúrulækninga- hælið í Hveragerði. Unnur var handavinnukona mikil og lék allt í höndum hennar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudag- inn 14. maí, kl. 13. Breiðumýri í Reykjadal, sonur Sigurmundar Sig- urðssonar læknis og Kristjönu Önnu Eggertsdóttur. Unnur og Eggert bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan í Bolungarvík, á Hellissandi, í Kópa- vogi, í Ölfusi, í Hveragerði og að lokum á Selfossi þar sem Eggert andaðist 5. mars 2004. Unnur og Eggert eignuðust sex syni og eru þeir: 1) Benedikt Geir, f. 26. mars 1945 á Hellis- sandi, hann dó af slysförum á fimm ára afmælisdegi sínum, 26. mars 1950. 2) Sigurður Kolbeinn húsasmiður, f. 20. feb. 1949 í Reykjavík, hann er giftur Jór- unni Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn, þau hafa lengi búið í Danmörku. 3) Benedikt Geir húsasmiður, f. 15. mars 1950 í Reykjavík, hann var giftur Önnu Maríu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn, Benedikt býr í Elsku amma Unnur. Það er furðulegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur eftir öll þessi ár. Við systur er- um sammála um að það hafi ver- ið forréttindi að hafa átt þig að sem langömmu. Ef við lítum til baka eru svo ótal margar minningar um þig. Ef við hugsum um hvað minnir okkur á þig koma nokkur atriði upp í hugann. Heitt súkkulaði, smákökur og hnallþórur einkenndu jóladag hjá þér. Það verður skrítið að hugsa til þess að kíkja ekki í kaffi hjá þér á jóladag þetta ár- ið, elsku amma, en það var hefð hjá okkur fjölskyldunni sem okkur þótti öllum vænt um. Skrautlegir skartgripir, litríkar blússur, bleikt og fallegt bað- herbergi og setningin „þú ert dugleg stúlka“. Allt þetta minnir okkur systur á þig. Það var lík- lega enginn í heiminum jafn stoltur af okkur og þú þegar við útskrifuðumst sem stúdentar. Þú varst dugleg að minna okkur á það að þú værir stolt af okkur og að við værum duglegar ungar konur. Það var eitt af því sem var hægt að stóla á alveg fram að síðustu heimsókn okkar til þín á Hellu. Þú varst tilbúin að fara, við vitum það, en það er samt alltaf erfitt að kveðja. Þú varst búin að lifa langa og viðburðaríka ævi og ganga í gegnum góða og slæma tíma. Dagný tók viðtal við þig þegar hún var í FSU og þar sagðir þú meðal annars frá menntaskóla- göngu þinni, ástinni og barns- missi. Það er okkur systrum af- ar dýrmætt að hafa fengið að fræðast um uppruna þinn og eiga þessa minningu um þig. Okkur langar að enda þetta með því að vitna í orð þín um lífið úr þessu viðtali: „Æ lífið getur verið svo köfl- ótt. Heiðarleiki, kærleikur, hreinskilni og trúin eru þau leið- arljós sem við eigum að láta leiða okkur til betra lífs.“ Takk fyrir allt, elsku amma Unnur. Við munum sakna þín. Þínar langömmustelpur, Lilja Björg og Dagný Rún Gísladætur. Komið er að kveðjustund. Nú hefur Unnur amma eins og ég kalla hana kvatt þessa jarðvist 94 ára að aldri. Ég kom inn í líf Unnar þegar við Gísli, hennar elsta barna- barn, fórum að vera saman fyrir u.þ.b. 24 árum. Okkur varð strax vel til vina. Unnur var hörkukona, hún var húsmóðir á sínu heimili, sinnti heimili og garði svo mikill sómi var að. Hún var hagsýn og útsjónarsöm. Það var aðdáunar- vert að sjá hvernig hún lagaði fatnað sem farinn var að slitna, t.d. átti hún peysu sem hún hafði heklað blúndu framan á erm- arnar á þegar þær voru farnar að láta á sjá. Fötin voru nýtt þar til ekkert var eftir af þeim. Mættum við taka okkur það til fyrirmyndar. Unnur var trú sinni sannfær- ingu, því sem maður lofar stend- ur maður við. Áfengi hafði hún aldrei drukkið og var fanatísk á það. Henni fannst algjör vitleysa að bjóða upp á áfengi í veislum. Sjálfstæðisflokkurinn var hennar flokkur, honum var hún trú fram í rauðan dauðann. Við höfum oft hlegið að því þegar amma Unnur var í öngum sínum yfir því að þekktur sjálfstæð- ismaður sem þá var í framboði í sveitarstjórnarkosningum var tekinn fullur undir stýri, þá sagði sú gamla: „Þurftu þeir endilega að taka hann það eru alltaf einhverjir aðrir að keyra fullir.“ Unnur átti langa ævi að baki, hafði hún því frá mörgu að segja. Kvenna- og húsmæðra- skólaárin talaði hún oft um. Í öll- um veislum tók hún stolt fram silfurtertuhnífinn sem hún fékk í verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði í Kvennó. Unnur var stolt, virðuleg kona. Hún var ótrúlega dugleg að bjarga sér. Hún keyrði um göt- urnar eins og herforingi til 93 ára aldurs. Eitt sinn þegar hún var 92 ára og hafði nærri lent í óhappi í umferðinni sagði hún við mig: „Vandamálið í umferð- inni er þessir gömlu karlar sem selja litlu bílana sína og kaupa sér jeppa sem þeir ráða ekkert við.“ Þessir gömlu karlar voru svona 20-30 árum yngri en hún. Flestallar veislur hjá okkur mætti gamla í, uppstríluð og fín í útskriftir og fermingar. Meira að segja fertugsafmæli okkar hjóna þó svo að boðið væri upp á áfengi. Hún benti mér á að áfengislaust partí væri málið. Ég hélt mínu striki og hún skemmti sér konunglega. Alltaf vildi hún líta vel út, eyrnalokkar og varalitur var nánast staðalbúnaður hjá þeirri gömlu. Ófá eru þau skiptin sem ég setti í hana rúllur. Rúllunum varð að rúlla upp eftir kúnst- arinnar reglum svo hárið yrði nógu fínt. Ákveðin var hún og föst fyrir, við vorum svo sannarlega ekki alltaf sammála. Þegar hún lær- brotnaði fyrir tveimur árum hringdi Binna í mig og bað mig að fara í bæinn og reyna að tala um fyrir þeirri gömlu því hún neitaði að skrifa undir pappíra svo hægt væri að gera aðgerð á fætinum. Ég reyndi allt til að fá undirskrift. Henni varð ekki haggað. Eftir ströggl um tíma hækkaði ég róminn og skamm- aði þá gömlu aðeins, þá leit hún á mig og sagði: „Hvaða pappíra ertu að tala um, af hverju sagðir þú það ekki strax, auðvitað skrifa ég undir þetta.“ Svona snéri hún flestu sér í hag ef hún mögulega gat. Ég veit að núna er hún komin til sinna manna uppi hjá Guði sem hún þráði orðið mjög að hitta. Hvíldu í friði, mín kæra. Þín, Guðbjörg. Frænka mín, Unnur Bene- diktsdóttir, er kvödd í dag. Sam- skipti okkar spanna yfir sjö ára- tugi eða allt frá því er ég barnung kom á Hellissand. Átti ég síðan eftir að dvelja þar öll mín bernskusumur. Unnur var tveggja ára þegar foreldrar hennar settust að á Sandi en Unnur Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.