Morgunblaðið - 14.05.2018, Qupperneq 37
Brattir Olaf Otto Becker og Herbert Beck sendiherra Þýskalands á Íslandi voru kátir.
Morgunblaðið/Eggert
»Sýning hins kunna
þýska ljósmyndara
Olafs Otto Becker, „Ís og
land – Ljósmyndir frá Ís-
landi og Grænlandi 1999-
2017“, var opnuð í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur á
laugardag. Var opnunin vel
sótt af áhugafólki um fram-
úrskarandi ljósmyndun og
samtímamyndlist. Becker
hefur sent frá sér nokkrar
rómaðar bækur með ljós-
myndum frá báðum þess-
um löndum, litljósmyndir
sem hann tekur á stóra
blaðfilmumyndavél, og á
sýningunni má sjá úrval
prenta úr þessum mynd-
röðum sem víða hafa verið
sýndar.
Ljósmyndir eftir Olaf Otto Becker sýndar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Gluggað Gest-
um gafst kostur
á að skoða ljós-
myndabækur
Olafs.
Glaðar Laufey Sigurbergsdóttir og Jóhanna Guðrún Árnadóttir.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
Tæplega sex metra hár skúlptúr
Helga Gíslasonar myndlistarmanns,
Heimur í huga manns, hefur verið
settur upp í hinum vinsæla skúlptúr-
garði Pilane á eynni Tjörn í Bohus-
län-skerjagarðinum við Svíþjóð.
Sumarsýningin í Pilane verður
opnuð 19. maí næstkomandi og í
garðinum getur að líta verk eftir níu
samtímalistamenn og suma heims-
þekkta, eins og Jaume Plensa og
Tony Cragg. Auk Helga og þeirra
tveggja má í sumar sjá verk eftir
Laura Ford, Hanneke Beaumont,
Ida Koitila, Maria Miesenberger,
Per Svensson og Hedvig Bergman.
Þetta verður tólfta sumarið sem
skúlptúrsýning er opnuð í Pilane, en
sýningarsvæðið er annars þekkt fyr-
ir fornar grafir og mannvistarleifar
frá járnöld.
Ljósmynd/Helgi Gíslason
Reisuleg Verk Helga Gíslasonar og Jaume Plensa í Pilane á eynni Tjörn.
Stór skúlptúr Helga
Gíslasonar í Pilane
Uppsetning Það var vandaverk að
setja skúlptúrinn upp í Pilane.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
ICQC 2018-20
Félagar Ljósmyndararnir og stórkanónurnar, Ragnar Axelsson, Guðmundur Ingólfsson og
Kristinn Ingvarsson, létu sig ekki vanta á sýninguna hjá Olaf. Hér eru þeir í léttu spjalli.