Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Page 12
Elsti frambjóðandinn 100 ára Elsti frambjóðandi landsins í sveitar- stjórnarkosningunum eftir viku er Guðrún Glúmsdóttir, sem fagnaði 100 ára afmælinu fyrir tæpum mánuði. Guðrún, sem búsett er á Hólum í Reykjadal, er í 14. sæti á Ð lista Framtíðarinnar í Þing- eyjarsveit. Fermetrinn á milljón „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga. Það eru viðræður í gangi um nokkrar íbúðir, þótt þær séu ekki komnar í formlega sölu,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG verks, um nýjar íbúðir á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Fermetra- verð í þakíbúðum, þeim dýrustu, verður liðlega ein milljón kr. Átján fluttu í fámennasta sveitarfélagið Átján fluttu lögheimili sitt til Árneshrepps, fámennasta sveitarfélags landsins, skömmu áður en síðustu forvöð voru til þess með sveitarstjórnarkosningarnar í huga. Látið hefur verið að því liggja að um sé að ræða smölun til að í sveitarstjórn verði kosið fólk sem komi í veg fyr- ir byggingu Hvalárvirkjunar. Hrafn Jökulsson, einn þeirra sem fluttu norður, segir það absúrd að lög- reglan hafi barið að dyrum á lögheimili hans og spurt barnsmóður hans að því hvar hann hefði vaknað þann morguninn og sömuleiðis að því hvort þau tvö væru byrjuð saman aftur. Samhryggist gyðingum Ég samhryggist gyðingum í Ísrael að hafa gengið í gegnum árþúsunda höfnun og helför seinni heim- styrjaldar án þess að öðlast þekkingu á friði en verða þess í stað nákvæm eftirlíking eigin óvina. Séra Bjarni Karlsson Kona fer í stríð verðlaunuð Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fengu verðlaun samtaka franskra handrits- höfunda á Gagnrýnendavikunni, hliðardag- skrá á kvikmyndahátíðinni í Cannes, fyrir Kona fer í stríð. Gagnrýnendur einblína þar á fyrstu eða aðra mynd höfunda. Benedikt og leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir tóku við viðurkenningunni. Ísland - Indland WOW air hefur áætlunarflug frá Íslandi til Delí 6. des- ember. Hugmyndin er að tengja Indlandsmarkað við áfangastaði í Norður-Ameríku. VIKAN SEM LEIÐ VETTVANGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 ansvottuð tra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH Sv be u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi Veldu betri málningu Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Það er til ákveðin tegund af fólki sem er svo merki-legt að allt sem gerist hjá því gerist annaðhvortalltaf eða aldrei. Ekki oft eða sjaldan eða stund- um. Því tekst nánast ekki að mynda setningu án þess að nota þessi orð. Af hverju er þetta alltaf svona? Af hverju getum við aldrei gert þetta? Ég efast um að þetta fólk taki eftir þessu en þetta hef- ur á sér neikvæðan blæ. Það er nefnilega harla fátt sem gerist annaðhvort alltaf eða aldrei. Ég var einu sinni með yfirmann sem byrjaði flestar samræður á þessum systrum. Og trúið mér, það var ekki til að hrósa fólki eða ræða neitt á eðlilegum nótum. Það var alltaf verið að segja okkur að annað hvort værum við aldrei almennileg eða alltaf ömurleg. Sem er almennt ekki til þess fallið að ná því besta útúr starfsfólki. Eða bara nokkrum, ef útí það er farið. Nú er ég ekki að stinga uppá að fólk fari almennt að rannsaka hlutföll á ýmsum daglegum viðburðum. Af hverju kemurðu of seint í 35 prósentum tilvika? Af hverju gerirðu þetta bara í einu tilviki af hverjum fimm? Það snýst meira um viðhorfið. Hvernig þú talar við fólk. Nú er einmitt sá tími sem þessar týpur blómstra. Hér í Reykjavík höfum við sextán gerðir af þeim. Sem væri allt í lagi ef þær væru ekki allar í framboði. Pólitíkin í borg- inni er nefnilega rekin áfram af alltaf/aldrei fólkinu. Borgarsjóður hefur aldrei staðið betur eða aldrei verr. Allt eftir því hver talar. Borgarbúar hafa aldrei haft það jafn gott hjá sumum. Aldrei jafn skítt hjá öðrum. Meiri- hlutinn gerir alltaf allt til að gera lífið ömurlegra fyrir alla. Staðreyndir eiga undir högg að sækja þegar kemur að kosningum. Þær breytast í „borið saman við“ og „miðað við“ og „í tíð fyrri meirihluta“ og eftir sitjum við og skilj- um ekkert. Svo er náttúrlega blæbrigðamunur á þessu því stund- um breytist þetta í frábært/ömurlegt. Undir það falla hlutir eins og borgarlínan, þétting byggðar, hvar við ætl- um að hola þessum Landspítala niður, þrengja götur, moka í holur og setja allt mögulegt í stokk. Önnur útfærsla er að allt sé „það eina“ sem einhver gerir eða vill. Það eina sem meirihlutinn gerir er að þrengja götur og það eina sem sjálfstæðismenn vilja er að fjölga bílum. Þetta er ekki beint gáfulegt. Fyrir venjulega kjósendur er það frekar ólíklegt að allar hugmyndir sem koma fram í kosningabaráttu séu annaðhvort frábærar eða ömurlegar. Það væri býsna ótrúleg tilviljun. Svona tölfræðilega. Það merkilega við þetta er að þegar öllu er á botninn hvolft þá eru flestir sammála. Svona nokkurn veginn. Það þarf fleiri (og helst ódýrari) íbúðir, það þarf að bæta almenningssamgöngur, manna leikskóla, laga göturnar og svona hitt og þetta sem gerir Reykjavík að betri borg. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er geggjuð pæl- ing, en gætum við talað um svona hluti? Svona einu sinni. Bara svo við förum ekki í enn einar kosningarnar sem minna á húsfélagsfund hjá fólki með reiðistjórn- unarvanda. Alltaf og aldrei Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Staðreyndir eiga undir högg að sækja þegar kemur að kosn-ingum. Þær breytast í „borið saman við“ og „miðað við“ og„í tíð fyrri meirihluta“ og eftir sitjum við og skiljum ekkert UMMÆLI VIKUNNAR ’Mér ofbýður yfirgangurþessara manna. Þetta er íraun rán um hábjartan dag Einar Pálsson garðyrkjubóndi ósáttur við að einkaaðilar rukki fólk rólk fyrir að leggja bílum við Hraunfossa. Eldsneytið á uppleið Bensínlítrinn hefur hækkað um 23 krónur frá því verðið var lægst í fyrrasumar. Þá hef- ur verðið á dísilolíu hækkað um 25 krónur á lítrann. Þetta kemur fram í athugun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunblaðið. Costco bauð lægsta verð á bensíni og dísilolíu í fyrra. Atvinna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.