Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Page 22
Fyrir 4-6 200 g þurrkað vegan nautakjöt 100 g hvítlaukur, rifinn 100 g laukur, hakkaður 1 tsk salt 1 msk sojasósa eða vegan fiskisósa 200 ml sólblómaolía 1/2 tsk chilli sósa Setjið þurrkað vegan nautakjöt í pott og sjóðið í 10 mínútur. Hellið vatni af og skolið með köldu vatni og kreistið svo allt vatnið úr. Hitið pönnu með sólblómaolíunnni og steikið svo vegannautakjötið í 10 mínútur, þar til brúnað. Setjið næst hvítlaukinn og laukinn út á pönnuna og saltið og eldið í 5 mínútur. Bætið næst við sojasósu og chillisósu og eldið í 2 mínútur. Gott í samlokur eða með núðlum eða grjónum. Skreytið með gulrótasneiðum. Bragðmikið „nautakjöt “ Kristín flutti til Íslands fyrirátta árum og er nú sest hérað, gift íslenskum manni. Hún hefur brennandi áhuga á matreiðslu og gerðist vegan fyrir nokkrum árum. „Ég hef verið vegan bráðum í sex ár. Mér líður vel af þeim mat og svo er ég mikill dýravinur. Svo er það líka gott fyrir umhverfið að vera vegan,“ segir hún. Kristín á góða víetnamska vinkonu sem er kokkur sem hefur kennt henni handtökin en einnig hefur hún lært mikið af kokkaþáttum í sjónvarpinu. „Í þessu matarboði bauð ég fólki að koma heim til mín til að kynna þeim víetnamskan veganmat,“ segir Krist- ín. „Ég þekkti bara eina í hópnum en hinir voru gestir sem ég hef spjallað við á netinu en þau tilheyra veganhópi á Facebook.“ Góðir gestir mættu í boðið hjá Kristínu en flestir voru úr veg- anhópi sem er á Facebook. Vegan frá Víetnam Hin víetnamska Chang Pham Thi, sem notar ís- lenska nafnið Kristín, kynnir Íslendingum víet- namskan veganmat. Hún bauð heim í matarboð og bar fram girnilegar kræs- ingar frá heimalandinu, allt vegan að sjálfsögðu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is MATUR Algeng hráefni sem notuð eru í Víetnam eru kjöt, sjávarfang, fiskisósa,rækjumauk, sojasósa, hrísgrjón, ávextir, grænmeti, engifer, mynta, chilli, lime, og thai basil lauf. Maturinn er talinn mjög heilsusamlegur. Bragð af Víetnam 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Fyrir 4-6 500 g frystur veganfiskur, þiðinn (fæst í Asian eða Vietnam Market) 100 g engiferrót, rifin 1/2 tsk salt 1/4 tsk svartur pipar 300 g tómatar, smátt saxaðir bútur blaðlaukur, skorinn smátt Setjið 0,5 ml sólblómaolíu á pönn- una og hitið. Steikið veganfiskinn þar til gullinbrúnn. Taktu svo fiskinn af og geymið til hliðar. Í sömu pönnu, hellið 0,5 ml olíu ásamt engiferinu, 1/2 skeið af salti, smá chilli, tómötunum og blaðlauknum og eldið í 5 mínútur. Bætið svo fisk- inum út í sósuna og piprið. Gott með hrísgrjónum. „Fiskur“ með engifer Chang Pham Thi, sem notar íslenska nafnið Kristín, galdrar fram gómsæta rétti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.