Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Page 29
20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Meira til skiptanna
Þjóðgarðurinn Theth
hefur margt uppá að
bjóða. Náttúran er
óspillt og fjallaþorpin
líka; tíminn virðist hafa
staðið í stað í sumum
þeirra svo tilfinningin er
næstum eins og að
ferðast aftur í tímann.
Auðveldara hefur verið
að ferðast um Prokletije-
fjöllin, sem ná fram Alb-
aníu til Kosovo og aust-
urhluta Svartfjallalands
eftir að ný gönguleið,
„Toppar Balkanskagans“
var opnuð árið 2012.
Ferðalangar gista gjarnan
í heimagistingu í gömul
steinhúsum á bóndabæj-
um þar sem boðið er
uppá mat úr héraði.
Aftur í
tímann
THETH, ALBANÍU
Annecy er heillandi borg á sumr-
in, með fallegum síkjum og svo er
bæjarstæðið einstakt við sam-
nefnt vatn, eitthvert það hrein-
asta í Evrópu. Fjöllinn í kring
ramma vatnið inn og eru margar
litlar strendur við vatnið. Þarna er
hægt að stunda fjölmargar vatna-
íþróttir, þar á meðal að láta bát
draga sig áfram á bretti. Líka er
hægt að fara í ýmiss konar sigl-
ingar á stórum sem smáum bát-
um.
Á hverju ári er haldin hátíð í
Annecy sem kallast, Fête du Lac
(4. ágúst) en þá er meðal annars
hægt að horfa á mikilfenglega
flugeldasýningu yfir vatninu.
Vatnaíþróttir og flugeldasýning
ANNECY, FRAKKLANDI
Þessi bær er þekktur fyrir skíðaíþróttir en hann
hefur ekki minna upp á að bjóða á sumrin.
Gönguleiðirnar eru margar en fyrir þá sem vilja
bara virða fyrir sér útsýnið er hægt að fara upp í
mikla hæð í kláfi og skoða hið tignarlega fjall
Mont Blanc.
Bærinn sjálfur er sérstaklega fallegur með
skemmtilegum byggingum og beljandi jökulá.
Þar er líka hægt að versla, ekki síst eru útivistar-
búðir margar.
Ævintýragjarnar fjölskyldur ættu að heim-
sækja ævintýragarðinn við borgina (www.chamo-
nixparc.com). Hann er við hæfi allrar fjölskyld-
unnar. Hægt er að fara í fjallarússíbana, langar
rennibrautir og farartæki af ýmsu tagi auk þess
að leika á leikvöllum og hoppa á trampólínum.
Ævintýragarður
og kláfferð
CHAMONIX, FRAKKLANDI
Skadar-vatn liggur alveg upp að
Albaníu og er umkringt fallegri
sveit og fjöllum. Þar er hægt að
synda eða fara á kanó og er ólík-
legt að maður hitti marga ferða-
langa heldur frekar einstaka
veiðimann á gömlum trébáti.
Við vatnið, sem er það
stærsta á Balkanskaganum, er
friðlýst svæði, þjóðgarður frá
árinu 1983. Þarna er eitt helsta
fuglaskoðunarsvæði í Evrópu.
Helstu þorpin eru Virpazar og
Vranjina.
Skadar er vinsælt svæði hjá
íbúum höfuðborgarinnar Podgo-
rica, sem flýja sumarhitann í
borginni til að dvelja við vatnið.
Fuglaskoðun og
rólegheit
SKADAR, SVARTFJALLALANDI