Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 30
Þ ekktur þingmaður forðum tíð þótti sækja jarðarfarir í kjördæmi sínu betur en flest ef ekki öll starfssystkin hans. Sá var eitt sinn spurður um þennan dugnað. Svar hans var efn- islega þetta: „Ef þú ferð ekki í jarð- arför þessa fólks mun það ekki koma í þína jarðarför.“ Svarið þótti skondið. En meiningin var ljós. Þingmað- urinn vildi sýna ræktarsemi, virðingu og vinsemd. Ekki til að tryggja að þeir sem hann hefði fylgt til grafar myndu síðar mæta og kveðja hann við sama tækifæri. Það voru annmarkar á því. En væntanlega hafði hann, auk ræktarsemi sinnar, sem þarf ekki að draga í efa, annað augað á því, að viðveran í jarðar- förum í kjördæminu, þar sem hverjum manni í erfi- drykkjunni var heilsað, gæti orðið til þess að ein- hverjir ættingjar eða vinir „hins látna“ myndu síðar fylgja þingmanninum. Ekki til grafar en að málum í pólitískum átökum og einkum þó kosningum. Og það sýndi sig oftar en einu sinni að þingmaðurinn hafði óneitanlega verulegt persónufylgi, þótt ekki megi af öryggi skrifa það allt á útfarir og erfidrykkjur. Fast þeir sækja jarðarfarir Það er stundum haft orð á því að við Íslendingar sækjum jarðarfarir betur en annarra þjóða menn. Ekki er þá verið að vísa í rannsóknir á fyrirbærinu. Frekar að miðað sé við kvikmyndir og sjónvarps- seríur sem virðast sýna að einungis örfáar hræður fylgi mönnum að jafnaði síðasta spölinn og það þótt töluvert af fólki hafi verið í kringum viðkomandi. Varla er hægt að skrifa það allt á það, að framleið- endur séu að spara við sig „statista“ þótt þeir vilji að öðru leyti draga upp sem trúverðugasta mynd. Þann- ig leggja þeir mikið á sig til að hafa bifreiðar, húsmuni og umhverfi sem taka mið af réttum tíma, sem hlýtur að kosta blóð, svita og tár, en einkum þó mikla fjár- muni. Sjálfsagt eru góðar skýringar til á því hvers vegna fleiri fylgja gjarnan náunga sínum síðasta spöl- inn hér en þar. Sem er gott og notalegt. Ættrækni er ríkulegur þáttur í þjóðareðlinu. Landið er lítið og ná- lægðin mikil og fólk fylgist lengi að, jafnvel þótt störf breytist og skipt sé um húsnæði og flutt á milli hverfa eða byggðarlaga. Jafnvel menn sem hafa tekist á í hvunndeginum, í viðskiptalífi, stjórnmálum eða í bar- áttunni á milli Manchester United og Liverpool eða öðrum þáttum daglegs og opinbers lífs, kjósa við leið- arlok að horfa til heildarkynna og þess sem best fór í samskiptunum fremur en til hins. Sjálfsögð háttvísi Stundum er hent gaman að því hversu frábærir allir verða þegar kemur að eftirmælum í leiðarlok. En það fer vel á því. Bæði gagnvart þeim sem er farinn, ást- vinum hans og vinum og gagnvart þeim sem kveður. Því þótt hann gæti tínt eitt og annað til bætir það ekk- ert úr, eins og komið er. Það er vissulega þekkt annars staðar frá að ekkert þykir að því í minningarorðum að leggja til þess sem kvaddur er, en kunna sér hóf á samferðarskeiðinu. Hér ganga menn stundum hart fram í dómum og oftar en ekki sleggjudómum hver í annars garð. Ekki hefur netið gert tilverunni gagn í þeim efnum. Það þekkir þó hver af sjálfum sér að með tímanum er holl- ara en hitt að horfa til þess sem bjart er yfir en á það dimma og drungalega. Það bætist við þá tillitssemi sem flestir kjósa að mæta og sýna því öðrum. Það sem forðum varð að ólund og illsku breytist smám saman í smælki, rétt eins og fjarlægð lækkar þverhnípt fjöll um leið og þau blána. Hulda Í vikunni sem var að líða kvaddi bréfritari góðan vin frá yngri árum og úr þeim þætti lífsins sem alllengi var hliðargrein í tilveru hans og gælt var við á ungl- ingsárum að gera að aðalbraut hennar. Um Ketil hef- ur þegar verið skrifað í blaðið. Góð vinkona, Hulda Valtýsdóttir, var kvödd tveim- ur dögum síðar. Hún tengdist Morgunblaðinu ríku- legri böndum en flestir og nánast frá fyrstu stundum sínum. Dóttir þess manns sem sameinaði eignarhald á blaðinu og ritstjórn þess um langt skeið og mótaði það í öndverðu og byggði upp. Hulda hafði sams konar að- komu að blaðinu og faðirinn, en ekki sömu fyrirferð. Hún var bæði einn aðaleigenda og blaðamaður um langa hríð. Bæði hlutverkin tók hún mjög alvarlega. Bréfritari kynntist þeim þáttum vel. En þess utan voru þau Hulda samstarfsmenn í borgarstjórn Reykjavíkur á borgarstjóraárum hans, þegar Hulda var borgarfulltrúi meirihlutans „sem vann borgina aftur“ og síðar varaborgarfulltrúi og öflugur forystu- maður, ekki síst í hennar helstu hugðarefnum, um- hverfis- og menningarmálum, þótt önnur svið væru einnig undir. Hulda var mjög vel heima í þeim málum sem hún lét til sín taka. Þrátt fyrir að ögun og kurteisi væru henni í blóð borin, og kannski vegna þess, hlustuðu félagar hennar í borgarstjórninni mjög eftir hennar sjónarmiðum og tóku oft mið af þeim. Gunnar Hansson, maður hennar, starfaði í bygging- arnefnd borgarinnar og reyndist mjög öflugur og út- sjónarsamur. Hann var skemmtilegur og bætandi á góðum stundum, eins og þau hjón bæði, og er því ekki að undra þótt margir sakni þeirra. Þótt Hulda væri kurteis og stillt var hún fylgin sér og ekki fór fram hjá neinum væri henni misboðið. Hún bar með sér góðvild og trúði því að með samstilltu átaki og heilindum mætti þoka réttum hlutum fram. Jón E. Með árunum fjölgar „þeim sem farnir eru“ úr hópi samferðamanna. Atvik, mynd eða stikkorð verða ein- att til þess að til þeirra er hugsað. Þá koma svipur, augnatillit, göngulag eða eftirminnileg tilsvör upp í huga. Sumt af þessu er maður einn um að muna og það hverfur með honum. En tilsvörin, eða „sögurnar“ til að mynda, mætti geyma og gefa öðrum hlutdeild í. Margir muna enn mann eins og Jón E. Ragnarsson lögmann. Fyrir áratugum kunni fjöldi manna sögur tengdar honum. Sjálfsagt hafa margar þeirra þegar týnst eftir því sem kvarnast úr hópnum. Og lífs- Reykjavíkurbréf18.05.18 Víða komið við 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.