Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Síða 35
20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Línuborun er skrefinu framar í lagningu strengja og röra með afkastamikilli
SMC 500 Jarðlagnavél. Jarðlagnavélin sandar undir og á milli strengja með
stillanlegri skömmtun á sandi. Getur einnig tekið allt að 315 mm vatnslögn.
• Tímasparnaður fyrir verkkaupa
• Minna jarðrask á yfirborði
• Umhverfisvænn kostur
• Hagkvæmni í verki
• Ný lausn við lagningu strengja og röra
www.linuborun.is
linuborun@linuborun.is
BÓKSALA 9.-15. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 261 dagurKristborg Bóel
2 KapítólaEmma D.E.N. Southworth
3 Dagar höfnunarElena Ferrante
4 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir
5 Þú og ég og allt hittCatherine Isaac
6 Í nafni sannleikansViveca Sten
7 Týnda systirinB A Paris
8 UppruniDan Brown
9
Bókmennta- og kartöflu-
bökufélagið
Mary A. Shiffer/Annie Barrows
10 SamfeðraSteinunn G. Helgadóttir
1
Freyja og Fróði eignast
gæludýr
Kristjana Friðbjörnsdóttir
2 Alein úti í snjónumHolly Webb
3 Freyja og Fróði rífastKristjana Friðbjörnsdóttir
4 Ég vil pabbaHuginn Þór Grétarsson
5 Ég vil mömmuHuginn Þór Grétarsson
6
Risasyrpa – Sögufrægar
endur
Walt Disney
7
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
8 Sönglögin okkarÝmsir höfundar
9 PrinsessusögurSetberg
10
Skrifum og þurrkum út
– Skrifum stafina
Jessica Greenwell
Allar bækur
Barnabækur
Síðasta bókin sem ég kláraði var
Land föður míns
eftir Wibke Bruhns.
Mér fannst það æð-
isleg bók, mikil
saga. Ég er pólsk og
er alltaf að gera
mér betur grein
fyrir því hvað
seinna stríð hafði mikil áhrif á
okkur.
Ég er núna að
lesa The Son of
Neptune eftir Rick
Riordan, bók fyrir
unglinga. Mér finnst
hún mjög skemmti-
leg, er með hana
sem hljóðbók og
hlusta á hana þegar
ég er úti að ganga með hundinn
minn. Hann er mjög glaður núna,
hann fær svo mikið
að vera úti.
Svo var ég að
klára bókina Rit-
höfundur Íslands
eftir Öldu Björk
Valdimarsdóttur.
Hún er byggð á
doktorsritgerð hennar um Hall-
grím Helgason og bækur hans
sem ég held mikið uppá. Hann er
númer eitt í mínum huga og ég
elska allt sem hann skrifar þó
hann sé ekki gallalaus.
ÉG ER AÐ LESA
María Anna
Maríudóttir
María Anna Maríudóttir er bóka-
vörður í Hveragerði.
Ljóðskáldið Magnús Sigurðs-son hefur starfað við þýð-ingar og önnur ritstörf á
undanförnum árum og sent frá sér
nokkur ljóðasöfn. Nýjasta ljóðasafn
hans er ekki eiginleg ljóðabók, og
þó: Í Tregahandbókinni eru vissu-
lega ljóð eftir Magnús, en birtast
innan um textabrot úr ýmsum átt-
um og hugleiðingar Magnúsar og
spuna, eða eins og segir í kynningu
á bókinni: „Í 250 liðum er vörðuð
hin villugjarna leið um tregaslóðir
hugans.“
— Ég verð að viðurkenna það að
þegar ég opnaði bókina í fyrsta sinn
fannst mér sem hún væri safn af
allkyns ósamstæðum tilvitnunum og
tilsvörum sem þú hefðir rekist á, en
þegar ég fór að lesa hana sá ég að í
henni var þráður, ekki síst fyrir það
að þú hnýtir textann saman með
ljóðum.
„Þetta er í raun og veru svolítið
ópersónuleg bók, en á sama tíma
finnst mér vera meira af sjálfum
mér í þessari bók en mörgum öðr-
um. Ég hef gefið út nokkrar ljóða-
bækur og ljóðlistin er álitin form
innstu tilfinninga, einlægra innstu
tilfinninga, en í Tregahandbókinni
er ég svolítið að flýja sjálfan mig
fremur en hitt. Um leið kemst ég
þó kannski nær sjálfum mér en oft
áður.“
„Það er þetta að leita að
sjálfum sér í öðrum“
— Má segja að þú sért að sýna okk-
ur hráefnið, hugsanirnar?
„Stundum þarf maður ekki að tjá
eigin hugsanir og eigin tilfinningar
af því þær hafa verið tjáðar áður og
oft kannski með miklu betri hætti
en manni er unnt sjálfum. Það er
þetta að leita að sjálfum sér í öðr-
um og það gerir maður til dæmis í
lestri. Ekki endirlega í lestri há-
bókmennta, heldur, eins og ég geri,
í endurminningum íslensks alþýðu-
fólks. Ég sæki í það og blanda sam-
an við þekktari höfunda sem hafa
fylgt mér.
Ég held við getum lært heilmikið
af þolgæði fólks í gamla daga, þetta
er fólk sem gekk í gegnum ótrúleg-
ustu hluti og þegar það rekur ævi
sína á gamals aldri, þá barmar það
sér ekki. Eflaust var það leið fólks
til að lifa af áður fyrr, að sópa
þessu undir teppið að einhverju
leyti, og auðvitað er ekki mælst til
þess af sálfræðingum og öðrum,
öllu má nú ofgera, en við erum
kannski komin akkúrat allt of langt
í hinar öfgarnar; það er lögð rosa-
leg áhersla á mýkt, maður á að
opna sig og tjá tilfinningar sínar, en
á móti kemur að maður þarf líka að
hafa harðan skráp.“
— Líður þér ekki betur þegar þú
opnar þig og tjáir tilfinningar þínar
með því að gefa út ljóðabók?
„Jú, sumir segja að það sé
sjálfsþerapía og það er það vissu-
lega. Lestur er það líka, það er
tjáning í lestri. Lestur er mjög per-
sónuleg athöfn.“
Bútasaumur
að nokkru leyti
— Þú nefndir að stundum tjáir það
sem þú lest tilfinningar þínar betur
en þú gætir sjálfur, en ég upplifi
ekki endilega sömu tilfinningar og
þú við lestur á sama texta. Er hægt
að miðla þessum tilfinningum
áfram?
„Þá komum við að því að semja
bókina sjálfa. Þetta er bútasaumur
að nokkru leyti og ég þurfti að
leggjast svolítið yfir hvernig ég set
fram þetta hráefni sem ég er að
vinna með. Þurfti að fara ýmsar
krókaleiðir í því og gera ýmsar til-
raunir þangað til ég datt niður á
þessa aðferð að skipta þessu niður í
250 ólíka liði sem þó vonandi hanga
saman að einhverju leyti. Lestur er
mjög skapandi og ég gef lesanda
tækifæri til þess að yrkja í eyð-
urnar sem eru á milli þessara brota,
hann fyllir upp í eyðurnar með eig-
in innsýn, eigin túlkun, eigin sköp-
un, fetar sig eftir þessum ratleik
sem bókin er.“
– Hvað hefir þú verið lengi að
sanka að þér tilvitnunum og skrifa
athugasemdir?
„Þetta er orðinn rúmur áratugur.
Ég skrifa inn í bækur, sem mörgum
finnst ómögulegt af mér. Svo fór ég
í það að fara í gegnum eigið bóka-
safn og skrá niður þessar at-
hugasemdir mínar og var þá kom-
inn með talvert efni í hendurnar,
miklu meira en er í bókinni sjálfri,
og síðan vann ég úr því efni. Ljóðin
urðu til eins og ljóð verða til, gera
ekki boð á undan sér, og þau voru
ekki ort með þetta verk í huga sér-
staklega, en ég reyndi síðan að
steypa þessu saman.“
Ort í eyðurnar
Í nýrri ljóðabók fléttar Magnús Sigurðsson textabrotum, hugleiðingum og
ljóðum saman í 250 liða leiðarvísi um tregaslóðir hugans.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Magnús Sigurðsson segist vera að f́lýja sj́álfan sig svo lítið í Tregahandbókinni.
Morgunblaðið/Hari