Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Síða 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
Nú er hann týndur þarna á snjóbreiðunni alla myndina. Er hann
ekki alltaf í sömu fötunum?
„Jú, eða nei, þetta eru fjögur stig, eftir því hvar í myndinni
hann er staddur,“ útskýrir Margrét en fötin eiga að sjálfsögðu
að veðrast í gegnum myndina.
Hún segir veðrið hafa verið ansi slæmt á köflum en lét það
ekki á sig fá. „Veður er bara veður. Það er yfirleitt meiri haus-
verkur að finna út úr því hvernig maður á að láta fjármagnið sem
manni er úthlutað duga út myndina.“
Sænsk fantasía stendur upp úr
Það styttist í næsta verkefni hjá Margréti; Valhalla í Danmörku,
en þar mun hún dvelja og vinna í allt sumar. „Í framhaldi af því
fer ég að vinna við sjónvarpsseríu sem verður líklega tekin upp
hér og svo er ansi margt á teikniborðinu,“ segir Margrét en þess
má geta að hún fékk Edduna fyrir kvikmyndirnar Á annan veg,
Vonarstræti og Hrúta eftir Grím Hákonarson.
„Ég var einmitt að klára mynd með Grími sem heitir Héraðið
en hún verður væntanlega frumsýnd næsta sumar og ég hlakka
mikið til þess að sjá hana. Þetta er mikið til sama fólkið og vann
að Hrútum, einstaklega samhentur og frábær hópur.“
Hvað stendur upp úr þegar þú horfir yfir ferilinn?
„Ég held að það sé sænska myndin Eld och Lågor í leikstjórn
Svíanna Måns Mårlind og Björn Stein sem fjallar um tvö tívolí
sem eru sitt hvorum megin við sömu götuna. Annað er fyrir ríka
og hitt fyrir fátæka. Ríka fólkið á son og fátæka fólkið á dóttur
og þau verða ástfangin. Þetta er byggt á sönnum atburðum. Að
fá að gera svona stóran heim inn í tímabil sem er á sama tíma
fantasía er rosalega gaman. Þetta er stækkuð veröld sem er
máluð í mjög sterkum litum. Þarna fékk ég tækifæri til að fara
mjög langt í sköpuninni. Aðalleikkonan og aðalleikarinn eru með
um tuttugu búninga hvort um sig; þetta var mjög stórt og mikið
verkefni,“ segir Margrét.
Í lífshættu í spreng
Vinnan getur verið krefjandi að sögn Margrétar á ýmsan hátt;
stundum eru samskiptin erfið en oftar eru það aðstæðurnar.
Spurð um eftirminnileg atvik koma nokkur upp í huga hennar.
„Ég gerði eitt sinn heila bíómynd sjóveik úti á sjó. Ég var sjó-
veik allan tímann og þegar ég var ég í landi var ég með sjóriðu,
sem var lítið betra,“ segir Margrét og hlær, en bíómyndin sem
hún vann við þá er Brim.
„Ég þakka guði fyrir sjóveikisplástra, þeir björguðu ansi
miklu en ég var samt veik. En þrátt fyrir það var þetta ferlega
skemmtilegt,“ segir hún og hlær.
„Svo var eftirminnilegt þegar ég var að skipta um búninga á
fjörutíu víkingum í Lillehammer um miðjan vetur inni í pop-up
tjaldi. Það var dálítið krefjandi,“ segir hún og skellihlær.
„Við vorum þrjár í þessu. Þeir komu sko ríðandi og þurftu að
fara úr búningunum fyrir hina sem áttu að taka þátt í bardaga-
senu og þurftu sömu búningana, en málið var að sumir voru góð-
ir á hestbaki en aðrir góðir í að slást. Og svo var það þriðji hóp-
urinn sem var góður á skíðum. Maður þurfti að vera
lausnamiðaður þarna því við höfðum ekki efni á að eiga einn
búning á hvern. Þetta var mikill tetris-leikur að láta þetta allt
ganga upp. Þeir fengu samt að vera í innsta laginu svo þeir
þurftu ekki að vera í svitanum af næsta manni,“ segir hún og
hlær.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
„Ég þurfti einu sinni að sauma saman klofið á einni stórstjörnu
sitjandi úti í móa,“ segir hún og skellihlær. Ekki er hægt að toga
upp úr henni hver það hafi verið. Viðkomandi hafi sagt henni að
fara varlega með nálina.
Í annað sinn hafi hún dvalið í Grænlandsstormi uppi á Lang-
jökli og þurft að skríða eftir reipi, ásamt sminkunni Kristínu
Júllu, til þess að komast á klósett og lögðu þær stöllur sig í lífs-
hættu á leiðinni.
„Ég var svo sjúklega hrædd að ég fékk hysteríuhláturskast og
bað hana að lofa mér því að ef ég myndi deyja þarna myndi hún
ekki segja neinum að ég hefði dáið á leiðinni á klósettið,“ segir
hún og hlær.
Hún rifjar upp enn eiga sögu sem hún á í fórum sínum.
„Ég man eftir því þegar við vorum að undirbúa Njálssögu, þá
sátum við nokkrar dögum saman og handsaumuðum víkingaskó.
Við skiptumst á að sofa kannski tvo tíma í senn. Þetta fannst okk-
ur alveg lífsnauðsynlegt; það væri ekki hægt að fara í þetta verk-
efni öðruvísi en að hafa víkinga í handsaumuðum skóm. Svo sáust
skórnir aldrei í myndinni! Eða afskaplega lítið og þá hefði hvort
sem er aldrei sést hvort þeir væru handsaumaðir eða ekki,“ segir
hún og skellihlær og bætir við, nú eldri og vitrari: „Maður lærir
af reynslunni.“
Mads Mikkelsen leikur aðal-
hlutverkið í myndinni Arctic en
Margrét sá um búningana.
Myndin var tekin upp á Langjökli
og dvaldi Margrét þar vikum
saman á settinu með Mads.
Tökur standa yfir á Flateyjargátu og dvaldi Margrét nokkrar vikur á settinu í Flatey nýlega.
Lollo Urbansdottir Wahlström, umboðsmaður Margrétar, Margrét, Mads
Mikkelsen, Lilja Ósk Snorradóttir og Ragna Fossberg voru kát á Cannes-
kvikmyndahátíðinni þar sem myndin Arctic var frumsýnd fyrir skömmu.
Margrét segir að eitt
stærsta og skemmtileg-
asta verkefnið hafi verið
að hanna búninga fyrir
sænsku myndina Eld och
Lågor í leikstjórn Sví-
anna Måns Mårlind og
Björn Stein. Myndin er í
fantasíustíl og fjallar um
forboðnar ástir milli
konu og manns sem búa
í tívólíum sitt hvorum
megin við götu eina.
’Ég var svosjúklegahrædd að égfékk hysteríu-
hláturskast og
bað hana að
lofa mér því að
ef ég myndi
deyja þarna
myndi hún ekki
segja neinum
að ég hefði dáið
á leiðinni á kló-
settið.
Sena úr Flateyjargátu,
nýrri sjónvarpsseríu
í fjórum þáttum sem
Björn B. Björnsson
vinnur að í samvinnu
við Sagafilm.