Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Síða 22
Þrenn hafnfirsk hjón sáu sér leik á borðiþegar veitingahúsnæði losnaði nýlegaí Hafnarborg í Hafnarfirði og opnuðu
veitingastaðinn Krydd. Hafnfirðingar og
nærsveitungar hafa tekið vel í þetta krydd í
tilveruna því fullt er út úr dyrum alla daga.
Strax komnir fastakúnnar
Hilmar Þór Harðarson, einn eigenda, er yfir-
kokkur og framkvæmdastjóri staðarins.
Hann er reyndur á sínu sviði en áður starf-
aði hann sem yfirmatreiðslumaður hjá Hótel
Borealis í Grímsnesi og þar áður sjö ár í
Noregi hjá þekktri hótelkeðju. Hilmar er nú
kominn aftur heim því hann er innfæddur
Hafnfirðingur og er afar ánægður að geta
opnað góðan veitingastað í gamla firðinum
sínum.
„Við viljum fyrst og fremst gera þetta að
notalegum stað með stórum matseðli, en
matseðillinn er bæði fjölbreyttur og ódýr.
Svo erum við með gott úrval af kokteilum og
litla álagningu á víni. Við viljum að fólk komi
aftur og aftur,“ segir Hilmar.
„Það hefur gengið vonum framar og við
erum strax komin með fastakúnna,“ segir
Hilmar, en staðurinn hefur aðeins verið op-
inn í þrjár vikur.
Sérlega ljótur eftirréttur
„Matseðillinn er mjög breiður. Hér er hægt
að fá eitthvað fyrir alla, börn og fullorðna.
Við fáum mikið af fjölskyldufólki því hægt er
að fá salöt, steikur og hamborgara, eitthvað
fyrir alla,“ segir hann.
„Einn rétturinn er kleinuhringur fylltur
með grísakjöti, sem er næstvinsælasti rétt-
urinn okkar. Hljómar undarlega en er mjög
gott,“ segir hann og hlær.
„Svo erum við með einn sérlega ljótan eft-
irrétt; melónusúpu. Þessi réttur er bæði ljót-
ur og hljómar illa en er ofboðslega góður.“
Morgunblaðið/Ásdís
Vinsæll grís í
kleinuhring
Það kennir ýmissa grasa hjá Krydd í Hafnarborg sem er nýr
staður í Hafnarfirði fyrir alla fjölskylduna. Þar er meðal annars
hægt að fá ljóta en afar gómsæta melónusúpu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Hilmar Þór Harðarson er eigandi,
yfirkokkur og framkvæmdastjóri. Hann
er kominn aftur heim í fjörðinn sinn.
MATUR Ferskari dressing
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
Fyrir 4
1 kg bleikjuflök
smá salt og pipar
Kryddið með salti og pip-
ar og steikið flökin á
pönnu úr olífuolíu og setj-
ið svo smjörklípu á pönn-
una í restina.
JARÐSKOKKAMAUK
200 g jarðskokkar
50 g græn epli
50 ml rjómi
safi af sítrónu
salt
Skrælið jarðskokkana og
eplin og skerið í kubba.
Setjið þau í pott og sjóðið
rólega með rjómanum
þar til jarðskokkarnir eru
eldaðir í gegn. Setjið allt í
blandara og smakkað til
með sítrónusafa og salti.
ANNAÐ MEÐLÆTI
600 g smælki
300 g gulrætur
300 g sellerírót
Allt soðið eða bakað í ofni
þar til grænmetið er orðið
mjúkt.
SÓSA FYRIR BLEIKJU
2 saxaðir skallottlaukar
1 hvítlauksrif, rifið
1 dl hvítvín
400 ml rjómi
50 g smjör
ferskt dill
Steikið lauk og hvítlauk
þar til laukurinn er orðinn
mjúkur. Hellið þá hvítvíni
út í og sjóðið niður um
helming. Að því loknu er
rjómanum bætt við. Sós-
an er þá soðin við vægan
hita og að lokum er smjöri
og dilli bætt við.
Þegar rétturinn er bor-
inn fram er sósan hituð og
grænmetið sett út í sós-
una.
Bleikja a la KryddStaðurinn var allur tekinn ígegn og er afar smekklegur.
Þegar búa á til góða salatdressingu eða rækju- eða túnfisksalat,
prófið að nota gríska jógúrt í staðinn fyrir majónes, eða blanda það
til helminga. Það er skemmtileg og bragðgóð tilbreyting.