Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Qupperneq 26
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
Forsíðumyndataka Christinu Aguilera fyrir tímaritið Paper hefur
vakið mikla athygli. Þar sýnir Aguilera á sér nýja hlið en hún er orðin
leið á varalitnum og augnblýantinum og leyfir nú náttúrulegri förðun
að ráða ríkjum við góðar undirtektir aðdáenda.
Ný hlið á Aguilera
Þegar Josh Kennedy hristir hausinndansa litlir svartir dreddar um ennið áhonum. Við sitjum á kaffihúsi í Oakland,
Kaliforníu, þar sem hann þráast við að deila
innsýn sinni í skókúltúr Bandaríkjamanna.
„Ég er ekki rétti maðurinn til að spyrja um
strigaskó,“ segir hann. „Ég er hættur í leikn-
um.“
Nokkrum mínútum síðar flettir hann upp
bolnum sínum og sýnir flennistóran Vans-
strigaskó, flúraðan þvert yfir hægri rifbeinin.
Hann hlær þegar ég lyfti brúnum. „Ég elska
Vans þetta mikið,“ segir hann. „Ég vildi Vans á
mér að eilífu.“
Þegar kemur að ungum svörtum Banda-
ríkjamönnum er nánast ekki
hægt að spyrja „rangan“ aðila
um strigaskó. Allavega ekki
hvað varðar innfædda í Oakland.
Borgin býr yfir ríkri hipphopp- og
körfuboltasögu en báðir menning-
arkimar hafa verið stökkpallur striga-
skótískunnar, sérstaklega fyrir svarta karl-
menn sem nota margir hverjir strigaskó til
að tjá persónuleika sinn.
„Ef þú ert í flottum strigaskóm skiptir engu
hverju öðru þú klæðist,“ segir Josh. Hann sýn-
ir mér mynd sem vinkona hans tók af honum
með ókunnugum manni í San Francisco fyrr í
vikunni. Sá er með gulan og bláan pólýester-
hatt í skítugum bol og sjúskuðum gallabuxum
en í rauðum, brakandi ferskum Nike LeBron
13 strigaskóm. Ef ekki væri fyrir óhirt hvítt
skeggið mætti vart á milli sjá hvort maðurinn
er hipster eða heimilislaus.
Strigaskó-kúltúr er þó engan veginn bund-
inn við Bandaríkin ein og sér enda hefur þess-
um menningarafkima vaxið fiskur um hrygg
víða um heim á síðustu árum.
Meira en „bara“ skór
Gera má ráð fyrir að alþjóðleg strigaskósala
nái 130 milljörðum dala á þessu ári, að mati
markaðsrannsóknarfyrirtækisins Statista. Í
Bandaríkjunum seldust strigaskór fyrir um 38
milljarða á síðasta ári en efstu skór á lista,
Nike Tanjun, eru þó ekki endilega hæst skrif-
aðir hjá alvöru strigaskó-spekúlöntum. Tanjun
eru þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og
fremst þægilegir og flottir götuskór. Fyrir al-
vöru „sneakerheads“ eru strigaskór hinsvegar
svo miklu meira.
„Þessi hópur fólks notar fótabúnað sinn til
listrænnar tjáningar,“ skrifar Katie Morgan
fyrir The Torch. „Strigaskór eru list og þau eru
sýningarstjórarnir.“
Það fæðast sumsé ekki allir strigaskór jafnir.
Ákveðnar upprunalegar útgáfur, viðhafn-
arútgáfur og sérlínur fara þannig á svo háar
fjárhæðir í endursölu að sérfræðingar telja
markaðinn velta hundruðum þúsunda dala.
Hugsanlega er það að einhverju leyti sú stað-
reynd, sem rekur fólk í raðir á við þær sem
reglulega myndast utan við Hverfisgötu 50.
Þar er verslunin Húrra Reykjavík til húsa en
hvað strigaskó varðar komast fáar verslanir á
Íslandi þangað sem Húrra hefur gúmmísólaða
hælana.
Í fyrsta skipti sem verslunin bauð upp á skó
úr Yeezy-línu Adidas tjölduðu kaupendur á
gangstéttinni í hátt í tvo sólarhringa. Það var
miður febrúar og snjóbylur.
„Ég held að þegar litið er til baka verði þetta
stór kafli í íslensku „retail“,“ segir Sindri Snær
Jensson, annar eigenda verslunarinnar. „Þetta
var næsta stigs klikkun. Skór á svona háu „le-
veli“ höfðu ekki fengist hér áður.“
Verslunin reynir reglulega að koma í veg
fyrir raðir og setur þess í stað upp happdrætti
á netinu þar sem dregið er um hverjir fá að
kaupa tiltekin pör. Í nýlegu happdrætti um
Nike Air Max 1/97 VF SW bárust 4.000 um-
sóknir. Húrra hafði aðeins nokkra tugi para til
sölu.
„Þetta eru mjög sjaldgæfir skór, þú getur
keypt þá á 25 þúsund en selt strax aftur á
100.000,“ segir Sindri. „Það eru ekki margar
vörur í heiminum sem hækka svona í verði um
leið og þú ert búinn að kaupa þær.“
Karllægur menningarkimi
Í fyrnefndum snjóbyl voru það nær eingöngu
ungir karlmenn sem sátu og biðu nýju skónna,
enda tæknilega séð um karlmannsskó að ræða.
Sindri segir konur vissulega áhugasamar um
strigaskó en að þær sækist fremur eftir
ákveðnum litum og merkjum en sértæku raða-
myndandi útgáfunum sem karlpeningurinn
slefar yfir. Það rímar vel við lýsingar tísku-
ljósmyndarans Bill Cunningham á listrænum
skó-tilburðum ungra karlmanna í New York.
„Ég get ekki varist því að hugsa að striga-
skór ungra manna séu það sem vandaðar hand-
töskur voru fyrir konum á þessari öld,“ sagði
hann í myndbandi fyrir New York Times. „Það
eru sveiflur en þetta er karllægt fyrirbæri.“
Strigaskór sem hönnunarvara eru fyrst og
fremst markaðssettir til karla. Þeir eru oftast
hannaðir af körlum og jafnvel aðeins fáanlegir í
karlastærðum. Sala á kvenstrigaskóm jókst þó
um 37 prósent í Bandaríkjunum í fyrra á með-
an sala á hælaskóm féll um 11 prósent.
Fjölmörg merki hafa í auknum mæli reynt
að bregðast við. Nike, sem gerði strigaskó að
alþjóðlegum smelli með Air Jordan’s á níunda
áratugnum, kynnti þannig nýja kvenlínu ætl-
aða „sneakerheads“ á tískuvikunni í París fyrr
á árinu. Hönnun söngkonunnar Rihönnu fyrir
Puma selst eins og heitar lummur og um síð-
Á gúmmísólum
um tískuheiminn
Enska orðið „sneakers“ er oft sagt eiga uppruna sinn í auglýsinga-
herferð snemma á 20. öldinni þar sem strigaskóm var lýst sem svo
hljóðlátum að þeir væru tilvaldir til að læðast upp að fólki. Strigaskór
urðu raunar vinsælir til íþróttaiðkunar síðla á 19. öld en nú til dags
má finna þá jafnt á götum úti sem í konunglegum brúðkaupum.
Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkeley.edu
Nike Air Max 1/97 VF SW voru hannaðir af
skó-spekúlantinum Sean Wotherspoon og
framleiddir í takmörkuðu upplagi.
Vængjuðu Adidas strigaskórnir hafa komið
út í mörgum litum og útgáfum.
Litasamsetning upprunalegu Jordan skónna féll
ekki að reglugerð NBA deildarinnar. Michael
Jordan lék þó í þeim heilt tímabil og Nike borg-
aði sektina eftir hvern leik með glöðu geði.
Serena Williams
klæddist strigaskóm
frá Valentino í brúð-
kaupi síðustu helgar
en hún var í Nike
skóm skreyttum
Swarovski kristöllum
í eigin brúðkaupi.
Ökklajárnin
á Roundhouse
Mid Handcuffs
skónum frá
Adidas þóttu
bera rasíska
undirtóna og þeir
voru fljótt teknir úr
framleiðslu.
Kanye West hefur framleitt skó
með bæði Nike og Adidas undir
nafninu Yeezy en hann hefur
einnig unnið með Luis Vuitton.
Sindri Snær Jensson í Húrra á ansi veglegt safn
af strigaskóm en vill síður gefa upp hvað dýrasta
parið kostaði.