Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Qupperneq 31
sakað í heilt ár en samt ekkert handfast komið fram
sem styður samsæriskenningarnar, svo eitthvert vit
sé í.
Slegist á hinum vallarhelmingnum
Reyndar hefur það ótrúlega gerst seinustu vikur að
demókratar sýnast komnir í bullandi vörn í málinu.
Helsta gagnið í málinu, Trump-skýrslan mikla, „The
Trump Dossier“ sem yfirmenn alríkislögreglunnar
FBI og dómsmálaráðuneytis Obama forseta létu
lengi vel eins og væri trúverðugt gagn, er að verða
þessum stofnunum og demókrötum óþolandi byrði.
Þessi svokallaða „skýrsla“ minnir sífellt meir á
kjaftasögu sem fjölmiðlar á lægstu tröppu þykjast
taka trúanlega og velta sér upp úr vikum saman. En
jafnvel slíkir myndu varla láta sig hafa að semja sor-
ann sjálfir að verulegu leyti eða kosta hann. Þessi
samsuða sem flestir hafa nú hlaupið frá til að sökkva
ekki með henni var, svo ótrúlega sem það hljómar,
notuð af alríkislögreglunni og dómsmálaráðuneytinu
til að fá leynilega dómstóla til að veita heimildir til
rannsókna og hlerunar á einstaklingum sem tengd-
ust kosningabaráttu Trumps þótt þeir stæðu nærri
gólfinu. Því var leynt fyrir dómurunum að „skýrslan“
var pöntuð frá breskum leyniþjónustumanni sem
settur hafði verið á „eftirlaun“ grunsamlega ungur að
árum. Ekki var það allt því aðkeyptar fjölmiðla- og
áróðursveitur demókrata höfðu yfirumsjón með sam-
tíningnum og kosningasjóðir Hillary borguðu brús-
ann. Ekkert af þessu voru dómstólar upplýstir um!
Og nú síðast hefur komið fram að CIA og FBI hafi
haft njósnara einn eða fleiri á sínum snærum, í
tengslum við kosningasveit Trumps. Þeir leyni-
lögregluforingjar Clapper og Comey segja nú að
þetta hafi verið gert til að verja Trump og hans menn
gegn hugsanlegum aðgerðum Rússa! Spurðir hvers
vegna þeir hafi þá ekki upplýst kosningastjórn
Trumps eða frambjóðandann sjálfan um hættuna og
sagt honum af „verndarenglunum“ hafa þeir tekið
sér frest til að svara.
Ósköp sem erfitt er að trúa
Margir telja óhugsandi að í þetta hafi verið farið án vitn-
eskju Obama forseta og samþykkis hans eða að minnsta
kosti frá Eric Holder dómsmálaráðherra hans.
trúnaðarpóstum tveggja háttsettra starfsmanna alrík-
islögreglunnar sín á milli kemur fram að Obama hafi
fylgst náið með málinu og hafi viljað fá um það allar upp-
lýsingar. Reynt var að koma í veg fyrir að þeir sem rann-
saka málið kæmust yfir þessa pósta og yfirstjórn FBI
fullyrti að þeir hefðu allir eyðilagst vegna galla í tækni-
búnaði. Það var því mikið áfall fyrir samsærismenn þeg-
ar óháður eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins, ásamt
500 starfsmönnum sínum, náði að grafa upp tugþúsundir
pósta sem áttu ekki að vera horfnir, rétt eins og 30 þús-
und tölvupóstar Hillary.
Demókratar viðurkenna að kjósendur þeirra séu mjög
órólegir og krefjist þess nú að fundið verði eitthvert ann-
að umræðuefni og málefnalegra en þetta furðuverk um
samsæri þeirra Pútíns og Trumps. En flokkurinn hafði
lagt svo mikið undir að það er ekki auðgert þegar svo
skammt er til kosninga.
Geithafur hjá kiðlingi
Verði niðurstaðan sú að sannað þyki að stjórnarflokkur í
Bandaríkjunum hafi notað hinar voldugu stofnanir alrík-
isins til að njósna um andstæðinga sína í aðdraganda
kosninga, þá geta frægir bandarískir fjölmiðlar ekki
haldið áfram að haga sér eins og þeir hafa leyft sér
vegna fyrirlitningar og haturs á Trump. Því ef svo fer er
það einfaldlega rétt að ekkert mál sem nálgast það að
stærð né alvöru hefur áður komið upp í Bandaríkjunum.
Ekki þarf að fara í grafgötur með hvílíkt álitsfall það
yrði. Það voru menn með tengsl við Repúblikanaflokk-
inn sem stóðu fyrir hinu fræga og skrítna innbroti í skrif-
stofur Demókrataflokksins. Þeir gátu aldrei upplýst um
í hvað þeir væru að hnýsast. Engar opinberar stofnanir
voru notaðar til þessa furðuverknaðar og ekki var verið
að gera tilraun til að ljúga landráðasögum upp á póli-
tíska andstæðinga með atbeina þeirra stofnana sem
Bandaríkjamenn virða hvað mest. Nixon forseti kom
hvergi nærri þessu innbroti enda var slíku ekki haldið
fram. En ekki löngu eftir að málið komst í fjölmiðla var
forsetinn upplýstur um þátt þessara manna og hvaða
tengsl þeir hefðu við flokk forsetans. Hans sök var sú að
hafa ekki brugðist rétt við og krafist þess að öll spil væru
lögð upp á borðið og þeir sem bæru ábyrgð sóttir til
saka. Þvert á móti reyndi hann að gera sitt til þess að
málið yrði ekki upplýst. Fyrir það var hann hrakinn úr
embætti enda ekki sætt. Nixon viðurkenndi loks í frægu
viðtali við David Frost að hann hefði brugðist þjóð sinni
og embættinu sem hann gegndi.
Því miður virðast lekar og lygar háttsettustu yfir-
manna þriggja helstu leynistofnana landsins, jafnvel eið-
svarnir, benda ótvírætt til þess að menn séu að rannsaka
rangt samsæri vestra. Annars vegar meint samsæri í að-
draganda kosninga, sem eftir rannsókn í heilt ár situr
enn á byrjunarpunkti með ekkert sem heldur vatni, og
hins vegar hugsanlega misbeitingu valds, ógnarvalds á
æðstu stigum þess af forráðamönnum eins framboðs
gegn öðru! Í því hrúgast upp sönnunargögn bæði fram-
burður og skjöl sem reynt var að fela, en virðast óneit-
anlega styðja, langt umfram eðlilegan vafa, grunsemdir
um undirmál og stórbrotna misbeitingu valds. Þeir, sem
þykir vænt um Bandaríkin, hljóta að vona að þegar
rannsókn hefst á því máli fyrir alvöru, sem varla verður
lengur komist hjá, verði niðurstaðan samt sem áður sú
að þetta sé ekki eins hroðalega slæmt og það lítur í
augnablikinu út fyrir að vera.
En það er þó ekki líklegt.
Því miður.
Morgunblaðið/RAX
27.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31