Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Síða 36
Vinsælir sjónvarpsþættir fráþví fyrir eða um aldamóthafa gengið í endurnýjun líf- daga undanfarið eins og Gilmore Girls og Will og Grace en nú síðast er komið að Roseanne; sem segir frá lífi lágstéttarfjölskyldu og þeim áskorunum sem hún mætir. Aðalsöguhetjurnar eru hjónin Roseanne og Dan Conner, þrjú börn þeirra, Becky, Darlene og D.J. Einnig kemur við sögu Jackie, systir Roseanne. Mesta áhorf lengi á gamanþátt Þættirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma en þeir hófu göngu sína árið 1988 og voru framleiddir sam- fleytt til ársins 1997. Nú hefur ABC- sjónvarpsstöðin framleitt nýja þáttaröð af Roseanne og það virðist aldeilis hafa heppnast hjá stöðinni að lokka gamla og nýja aðdáendur að skjánum. Dagsáhorf á fyrsta þáttinn var 18,45 milljónir manns en samtals 27,26 milljónir ef allt áhorf á hinum mismunandi stöðum er talið saman. Þetta er mesta áhorf sem bandarísk- ur gamanþáttur hefur fengið í yfir fjögur ár en áhorfið hefur reyndar dalað frá upphafsþættinum. Sumir áhorfendur sem kunnu að meta upp- reisnargirnirna í Roseanne áður fyrr finnst þeir sviknir yfir því að hún sé nú orðin stuðningsmaður Trump Bandaríkjaforseta. Rödd Trump-kjósandans „Mér fannst að rödd Trump- kjósandans þyrfti að heyrast og fannst að það ætti að vera ég,“ sagði Barr í nýju viðtali við Vanity Fair þar sem hún bendir á að sumt af gríni í nýju þáttunum skapist vegna spennu á milli hennar sjálfrar og frjálslyndari handritshöfunda þátt- anna. „Ég segi: Ég á byssu. Ég elska að skjóta af byssunum mínum,“ segir hún og bætir við að hún komi stund- um með svona athugasemdir til að sjá viðbrögð annarra. Staðreyndin er sú að það er mikil spenna á milli fylgjenda Trump og hinna í Bandaríkjunum og það er eitthvað sem þættirnir endurspegla. Jackie, systir hennar í þáttunum, er til að mynda gallharður stuðn- ingsmaður Hillary Clinton. Það er samt ljóst að hin 65 ára gamla Barr hefur breyst á síðustu árum. Það eru aðeins sex ár liðin frá því að hún vildi verða forsetaefni Græningja í Bandaríkjunum og mætti á Occupy Wall Street- mótmæli. Núna styður hún Trump og notar Twitter til þess en hún er með 636.000 fylgjendur þar sem hún deilir m.a. samsæriskenningum af hægri vængnum. Frá vinstri til hægri Samskonar umskipti hafa orðið í lífi Barr rétt eins og hjá hinni til- búnu Conner-fjölskyldu og svo fjöl- mörgum öðrum fjölskyldum vestra. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir tuttugu árum að Roseanne Conner ætti eftir að kjósa repúblikana […] þá hefði ég sagt að það væri ekki möguleiki,“ segir einn höfundur þáttanna, Whitney Cummings. Annar höfundur, Bruce Helford, Sófinn er sá sami en með- limir Conner-fjölskyld- unnar eru orðnir eldri og fleiri hafa bæst við. AFP Ný mynd af Roseanne Barr sem nú er 65 ára gömul. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 LESBÓK FÓLK Bandaríski leikarinn Morgan Freeman hefur beðist afsökunar í kjölfar ásakana frá átta konum um óviðeigandi kynferðislega hegðun. Ein konan sagði að Freeman hefði áreitt hana mánuðum saman á tökustað kvikmyndarinnar Going in Style. Hún sagði að Freem- an, sem er áttræður, hefði margoft snert hana, reynt að lyfta upp pilsi hennar og spurt hvort hún væri í nær- fötum. Morgan er líka sagður hafa starað á brjóstin á konum og beðið þær að snúa sér í hring fyrir sig. Freeman hefur beðið alla sem hann hafi valdið óþæg- indum eða sýnt vanvirðingu afsökunar. „Þeir sem þekkja mig eða hafa unnið með mér vita að ég er ekki maður sem myndi viljandi móðga fólk eða láta því líða illa,“ segir í yfirlýsingu frá Freeman. Freeman biðst afsökunar Morgan Freeman. AFP SJÓNVARP Leikkonan Eleanor Tomlinson sagði í við- tali við Red Magazine að hún yrði „frekar miður sín“ ef það kæmi í ljós að hún væri á lægri launum en Aid- an Turner sem leikur Ross Poldark. Tomlinson, sem leikur Demelzu, eiginkonu Poldark, giskar þó á að hún fái ekki jöfn laun á við Turner. Hún segir að það hafi kannski verið í lagi í byrjun þegar hann var stærri stjarna en hún en það sé ekki lengur raunin. „Við er- um bæði í aðalhlutverki svo ég yrði frekar miður mín ef það væri ekki búið að loka þessum launamun.“ Talsmaður framleiðandans Mammoth Screen stað- festir hinsvegar að Turner sé hæst launaði leikari þáttanna. Talsmaður Tomlinson segir að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið. Tomlinson fær minna borgað Eleanor Tomlinson leikur Demelzu, eiginkonu Ross Poldark. Alison Bell sem Audrey í The Letdown. Ástralskt mömmugrín SJÓNVARP The Letdown eru ástr- alskir gamanþættir sem nýlega eru komnir inn á Netflix. Vel er hægt að mæla með þáttunum. Höfundar þáttanna eru Alison Bell, sem leik- ur jafnframt aðalhlutverkið, og Sa- rah Scheller. Þættirnir taka á gamanasaman hátt á mörgu því sem nýbakaðir foreldrar þurfa að kljást við, eins og svefnleysi, breyttu sambandi foreldranna, vinasamböndum og sjálfsmynd. TÓNLIST Kanye West borgaði níu milljónir króna fyrir að fá að nota mynd af baðher- bergi Whitney Houston á plötu- umslag nýrrar plötu Pusha T. Myndin var tekin þegar Houston átti í mikilli baráttu við fíkn sína árið 2006 og sýnir eiturlyf og tæki til notkunar út um allt á baðherberginu. Níu milljónir fyrir mynd Kanye West. FÓLK Breska leikkonan Emilia Clarke, sem þekkt er fyrir leik sinn í Game of Thrones, hefur gaman af því að persóna hennar úr þáttunum hafi fengið svo margar nöfnur. Á síðasta ári fengu 69 börn nafnið Khaleesi í Englandi og Wales, sem eru fleiri en fengu nafnið Helen. „Þetta er klikkað. Hvað á að kalla barnið? Spáðu í það. Það er ekki auðvelt að segja þetta nafn,“ sagði hún í viðtali við BBC. Margar nöfnur Emilia Clarke. Roseanne Barr er mætt aftur í sjónvarpið sem hin meinfyndna Roseanne Conner, sem nú er orðin stuðningskona Donalds Trump Bandaríkjaforseta, rétt eins og leikkonan. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bandaríki Roseanne

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.