Peningamál - 01.11.2004, Page 15

Peningamál - 01.11.2004, Page 15
gengisbundnar. Vaxtaþróun erlendis ásamt gengis- þróun hefur því mikil áhrif á fjármálaleg skilyrði fyrirtækja. Á heildina litið verður ekki séð að erlend vaxtaþróun hafi breyst verulega frá því að síðast var lagt mat á fjármálaleg skilyrði í september. Stýri- vextir hafa þó verið hækkaðir tvisvar um samtals 0,5 prósentur í Bandaríkjunum og eru nú 2%. Skamm- tímavextir eru enn afar lágir og hafa lítið þokast upp á við frá því í september og langtímavextir hafa heldur lækkað. Álag á vexti til fyrirtækja (e. corpor- ate spread) er um þessar mundir mun lægri en fyrir 1-2 árum og kunna innlend fyrirtæki að njóta þess. Í Bandaríkjunum hefur álag á vexti fyrirtækja lækkað um 1-1½% frá því það náði hámarki árið 2002. Hátt hlutabréfaverð felur í sér rúm fjárhagsleg skilyrði fyrirtækja. Eftir umtalsverða lækkun á gengi hlutabréfa undanfarnar vikur er Úrvalsvísitalan enn á svipuðum slóðum og í september en mun hærri en í ársbyrjun, eins og áður var getið. Á heildina litið hafa fjármálaleg skilyrði fyrir- tækja lítið breyst. Innlendir skammtímavextir hafa hækkað en verðbólguvæntingar einnig og erlendir vextir eru enn mjög lágir og munu tæpast hækka hratt á næstunni. Fjármálaleg skilyrði fjármálafyrirtækja ívið óhag- stæðari Í september var talið að fjármálaleg skilyrði fjármála- fyrirtækja væru orðin ívið óhagstæðari en á vor- mánuðum. Í nóvember voru raunstýrivextir að meðaltali 1 prósentu hærri en að meðaltali í fyrri hluta september miðað við verðbólguálag til þriggja ára. Fjármálastofnanir hafa lengt nokkuð í erlendum lánum undanfarna mánuði, sem leiðir einnig til auk- innar vaxtabyrði, en á móti kemur að langtímavextir hafa heldur lækkað undanfarna mánuði. Láns- fjáröflun bankanna virðist ganga vel og álag á vexti hefur líklega fremur minnkað að undanförnu. Einnig hafa nýleg hlutfjárútboð gengið vel. IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Þegar Seðlabankinn birti síðast þjóðhagsspá í júníbyrjun lágu ekki fyrir tölur um hagvöxt á yfir- standandi ári. Síðan hafa birst þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu tvo fjórðunga ársins, sem lágu fyrir þegar Seðlabankinn lagði mat á spána í september sl. Sam- kvæmt þeim stefnir í að hagvöxtur og þjóðarútgjöld á þessu ári verði nokkru meiri en í júníspánni. Vöxtur Tafla 5 Vísbendingar um eftirspurn á fyrstu þremur ársfjórðungum 2004 Fyrsti Annar Þriðji Breyting frá fyrra ári í % nema annað sé tekið fram ársfj. ársfj. ársfj. Það sem af er ári (tímabil)1 Dagvöruvelta (raunbreyting ) ............................................................ 3,8 3,4 4,3 3,9 (janúar - október) Greiðslukortavelta (raunbreyting )2................................................... 9,8 9,8 4,9 7,4 (janúar - október) þar af innanlands ............................................................................ 8,9 8,6 4,0 6,3 (janúar - október) þar af erlendis................................................................................. 27,3 29,1 18,4 25,2 (janúar - október) Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) ................................................ 35,8 28,4 19,5 26,2 (janúar - október) Sementssala (magnbreyting) ............................................................. 65,4 48,5 37,1 44,1 (janúar - október) Almennur innflutningur (magnbreyting)........................................... 23,7 18,7 13,6 13,6 (janúar - september) Innflutningur neysluvöru (magnbreyting) ......................................... 14,5 15,3 14,5 14,5 (janúar - september) Bifreiðar til einkanota .................................................................... 24,4 24,2 24,6 24,6 (janúar - september) Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki....................................... 21,7 19,4 16,3 16,3 (janúar - september) Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður ...................................... 10,7 9,9 8,8 8,8 (janúar - september) Mat- og drykkjarvörur.................................................................... 13,8 11,8 10,5 10,5 (janúar - september) Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla (magnbreyting) 36,9 38,3 23,8 23,8 (janúar - september) Væntingavísitala Gallup .................................................................... 18,0 -11,7 5,5 2,1 (janúar - október) Mat á núverandi ástandi ................................................................. 66,1 13,8 23,1 29,1 (janúar - október) Væntingar til sex mánaða............................................................... 2,4 -22,3 -3,5 -9,3 (janúar - október) 1. Talnadálkur sýnir breytingu frá fyrra ári í % og aftari dálkur sýnir það tímabil sem við á. 2. Bæði greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, megin- hluta greiðslukortaveltu má rekja til heimila. Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök versl- unar og þjónustu, sementsseljendur, Seðlabanki Íslands. 14 PENINGAMÁL 2004/4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.