Peningamál - 01.11.2004, Síða 18

Peningamál - 01.11.2004, Síða 18
Gangi áætlun fyrir yfirstandandi ár eftir mun einkaneysla aukast um 14% að raungildi á árunum 2003 og 2004. Á sama tíma aukast húsnæðisskuldir heimilanna um tæplega 10% að raungildi. Raungildi húsnæðisauðs heimilanna hefur hækkað enn meira, eða um 22%. Eiginfjárstaða heimilanna hefur því batnað verulega sem eykur neyslugetu og -vilja heimilanna á spátímabilinu. Verulegan hluta áætlaðs vaxtar einkaneyslu næstu tvö árin má rekja til meiri auðs einstaklinga. Þar leikur áðurnefnd breyting á fasteignaveðlánum til einstaklinga stórt hlutverk. Varlega áætlað mun þessi breyting leiða til þess að einkaneysla aukist um 1½-2 prósentur meira en ella á næstu tveimur árum. Auk þess að koma fram í hækk- andi húsnæðisverði og auka þannig auð einstaklinga kemur breytingin fram í greiðari aðgangi að lánsfé, lægri langtímavöxtum, sem og í óbeinum áhrifum á ráðstöfunartekjur (sjá nánar í rammagrein 2). Horfur eru jafnframt á aukinni vinnuaflseftirspurn á spátímabilinu (sjá umfjöllun um vinnumarkað hér á eftir). Atvinnuþátttaka og atvinna ættu því að aukast á ný og líklegt er að launaskrið, sem hefur verið lítið að undanförnu, aukist. Atvinnutekjur munu því aukast hraðar á næstu árum en að undanförnu. Á næsta ári mun einnig gæta áhrifa lækkunar tekju- skatts um 1 prósentu og sérstaks tekjuskatts um 2 prósentur, ásamt um 5½% hækkunar skattleysis- marka. Á árinu 2006 lækkar tekjuskattshlutfallið um 1 prósentu til viðbótar og skattleysismörk hækka um 5%. Að auki hækka barnabætur töluvert á því ári. Að samanlögðu munu lægri skattar og aukinn vöxtur at- vinnutekna leiða til meiri vaxtar ráðstöfunartekna milli áranna 2004 og 2005 en í ár. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann muni aukast um tæplega 4% árið 2005 og um 2½% árið 2006. Samkvæmt spánni eykst einkaneyslan töluvert hraðar en spáð var í júní, en þá var spáð rúmlega 6% aukningu á næsta ári og rúmlega 5% aukningu árið 2006. Að stærstum hluta skýrist mismunurinn af nýjum aðstæðum á lánamarkaði og tengdum auðs- áhrifum, eins og rakið var hér að framan, en auk þess hafa áform um enn meiri stóriðjuframkvæmdir en áður var reiknað með áhrif (sjá síðar). Samneysla Útlit er fyrir að vöxtur samneyslu á þessu ári verði u.þ.b. 1½%, eða svipaður og gengið var út frá í þjóð- hagsáætlun fjármálaráðuneytisins í byrjun október. Þá hefur hins vegar verið tekið tillit til áhrifa verk- falls kennara, sem minnkar samneysluútgjöld árið 2004 en eykur þau árið 2005. Vegna breytinga á framsetningu upplýsinga er þó venju fremur erfitt að ráða í gjaldatölur í ár. Samkvæmt áætlunum í fjárlagafrumvarpi fyrir 2005 verður undirliggjandi vöxtur samneyslu 2%. Í spá Seðlabankans er reiknað með heldur meiri undirliggjandi vexti, eða 2,5%. Þar af liggja 3,0% hjá sveitarfélögunum og 2,3% hjá ríkinu. Ástæða þess að vikið er frá forsendum fjárlagafrumvarps um undir- Áhrifanna gætir því ekki í nýjum lánum bankanna, og því líklegt að þau séu, þrátt fyrir auknar lántökur, til þess fallin að draga úr greiðslubyrði. Vegna þess að auðvelt er að nota lánin til endurfjármögnunar án húsnæðisviðskipta munu þau að líkindum leiða til enn frekari lengingar lánstíma. Með fyrirhuguðum breytingum á lánveitingum Íbúðalánasjóðs var talið að aðeins stæði eftir um 2,5% vannýtt greiðslugeta (en var um 7% fyrir) vegna tak- markana á lánsupphæðum og veðkröfum. Ætla má að þessi þáttur sé nú hverfandi, enda er líklegt að 100% brunabótamat verði það sem takmarkar upphæðina í flestum tilvikum hvort sem um er að ræða 80% eða 90% lán. Meðalupphæð nýrra lána var talin hækka um u.þ.b. 5% í skýrslunni, og samsvaraði það 2½% aukinni skuldsetningu meðalheimilis í nýju jafnvægi. Varlegt er að áætla að með nýjum lánum bankanna nemi hækkun nýrra lána í kringum 7½%, einkum í ljósi þess að ekki er gerð krafa um fasteignaviðskipti sem forsendu lán- töku. Út frá þessum forsendum, og að teknu tilliti til áhrifa lánatilboðanna á einkaneyslu í gegnum ráð- stöfunartekjur, vexti, aðgengi að lánsfé ásamt auðs- áhrifum, fæst að einkaneysla muni aukast á næstu þremur árum samanlagt um u.þ.b. 1½-2 prósentur um- fram það sem annars hefði orðið, og að meginhluti þeirrar aukningar komi fram á næsta ári. 1. Seðlabanki Íslands, Efnahagsleg áhrif breytinga á fyrirkomulagi lánsfjármögnunar íbúðarhúsnæðis, skýrsla til félagsmálaráðherra, 28. júní 2004. PENINGAMÁL 2004/4 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.