Peningamál - 01.11.2004, Síða 20

Peningamál - 01.11.2004, Síða 20
Á næstu tveimur árum munu framkvæmdir ná há- marki, 86 ma.kr. á næsta ári og rúmlega 80 ma.kr. á árinu 2006. Enn frekari stækkun Norðuráls er helsta breytingin á fjárfestingaráformum sem tengjast stóriðju. Stækkun Norðuráls miðast nú við 122 þús. tonna viðbótarframleiðslugetu á ári, í stað 90 þús. tonna í fyrri áætlunum (sjá rammagrein 3). Viðbótar- fjárfesting sem leiðir af þessari 32 þús. tonna aukn- ingu er talin nema 10½ ma.kr. og falla til á næstu tveimur árum. Ýmislegt bendir til þess að fjárfesting annarra at- vinnuvega hafi einnig vaxið umtalsvert og muni halda áfram að aukast á næsta ári. Fjárfestingarvísi- tala sem byggist á könnun sem IMG Gallup gerir fyrir Seðlabankann og fjármálaráðuneytið tvisvar á ári, síðast í september sl., er hærri en hún hefur áður verið frá því að kannanir af þessu tagi hófust í sept- ember 2001. Sama á við um vísitölur hagnaðar og starfsmannafjölda. Að einhverju leyti kann þessi bjartsýni að tengjast verkefnum í tengslum við stór- iðjuframkvæmdir, t.d. á meðal samgöngu- og ráð- Á undanförnum vikum hefur heildarmynd fjárfestingar í álbræðslum og orkuvinnslu breyst að tvennu leyti. Í fyrsta lagi hefur verið ákveðið að framleiðslugeta verksmiðju Norðuráls verði aukin meira en áður var ákveðið og mun kostnaður verða rúmlega 10 ma.kr. meiri alls og dreifast á árin 2005 og 2006. Þá hefur Alcoa endurskoðað kostnaðar-og framkvæmdaáætlun vegna álversins í Reyðarfirði. Áætlaður heildar- kostnaður hefur ekki breyst umtalsvert frá fyrri áætlun, en þungi framkvæmda á næsta ári eykst en minnkar að sama skapi árið 2007. Til samans mun umfang stór- iðjuframkvæmda því aukast töluvert frá fyrri áætl- unum árið 2005, lítillega árið 2006 en dragast saman árið 2007. Í byrjun nóvember var gengið frá samkomulagi milli Norðuráls, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um að auka afkastagetu álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga um 32 þús. tonn umfram fyrirhugaða 90 þús. tonna aukningu sem áður hafði verið samið um. Þegar þessar viðbætur verða teknar í notkun haustið 2006 verður heildarframleiðslugeta verksmiðjunnar orðin 212 þús. tonn. Jafnframt standa yfir viðræður við ofangreind orkufyrirtæki um aukna orkusölu svo að auka megi framleiðslugetu Norðuráls enn frekar árið 2006, eða um 8 þús. tonn. Þá eru uppi áætlanir um frekari stækkun Norðuráls um 40 þús. tonn á árunum 2007-2009. Ef af henni verður næmi heildarframleiðsla verksmiðjunnar allt að 262 þús. tonnum undir lok þessa áratugar. Unnið er að undirbúningi og viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur og önnur stjórnvöld og er stefnt að því að niðurstaða náist innan 4-6 mánaða. Kostnaður vegna þeirrar viðbótar sem þegar hefur verið samið um er áætlaður 7½ ma.kr. Þar af falla 4½ ma.kr. til á næsta ári. Áætlað er að þörf fyrir mannafla á byggingartíma aukist um þriðjung frá því sem áður var áætlað, eða um 140 ársverk. Orkan mun koma að langmestu leyti frá Hitaveitu Suðurnesja. Virkjunarframkvæmdir Hitaveitu Suður- nesja sem standa yfir á Reykjanesi munu skila allt að 100 MW. Þetta er nokkru meiri orka en upphaflega var reiknað með, sem gefur færi á nokkru meiri orkusölu til Norðuráls en upphaflega var gert ráð fyrir. Þá mun Svartsengisvirkjun verða stækkuð um 20 MW og er stækkunin talin munu kosta u.þ.b. 3 ma.kr. Heildar- kostnaður við 32 þús. tonna viðbótarstækkun Norður- áls og orkuöflun er áætlaður 10½ ma.kr. en heildar- kostnaður við stækkun Norðuráls úr 90 þús. tonnum í 212 þús. tonn 32 ma.kr. og rúmlega 20 ma.kr. vegna tengdrar orkuöflunar. Rammagrein 3 Endurmat áætlana um byggingu álbræðslna og orkuvera 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Ma.kr. (lína) 0 2 4 6 8 10 % af VLF ársins 2004 (súlur) Áætlun í júní 2004 Áætlun í desember 2004 Áætlun í desember 2004 Heildarkostnaður vegna stóriðjuframkvæmda 2001-2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bygging Fjarðaáls, stækkun Norðuráls og tengd orkuöflun PENINGAMÁL 2004/4 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.