Peningamál - 01.11.2004, Page 25

Peningamál - 01.11.2004, Page 25
gjöld áttu samkvæmt fjárlögum að hækka um 4%, en niðurstaðan varð 11%. Rúmlega ½ prósentu framúr- keyrslunnar má rekja til verðlagsbreytinga, en annað til viðbótarútgjalda. Samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar á grunni þjóðhagsreikninga fyrir árið 2003 hækkuðu tekjur ríkissjóðs úr 33,0% í 33,6% af landsframleiðslu en útgjaldahlutfallið hækkaði úr 33,6% í 35,4% og hefur það hlutfall ekki verið hærra, a.m.k. síðan 1980. Á þennan mælikvarða jókst hallinn á ríkissjóði úr 0,6% í 1,8% af landsframleiðslu. Tekjur og gjöld ríkissjóðs á árinu 2004 stefna fram úr áætlunum Á fjárlögum fyrir árið 2004 var áætlaður afgangur ríkissjóðs 6,7 ma.kr. Reglulegar tekjur áttu að hækka um rúm 5% frá áætlun fjáraukalaga 2003 í takt við verðlagsþróun og hagvöxt. Ekki var gert ráð fyrir eignasölu á árinu. Regluleg útgjöld (þ.e. með tekjuaf- skrift og lífeyrisfærslur nærri meðallagi) áttu að lækka um ½%, sem hefði svarað til 3% raunlækkunar miðað við líklegt meðalverð útgjalda. Áform um samdrátt útgjalda voru víðtæk, en beindust einna mest að samgöngumálum, velferðarmálum og al- mennum atvinnumálum, þar sem útgjöld jukust mest árið 2003. Hlutfall reglulegra gjalda af landsfram- leiðslu átti að lækka um nær 2 prósentur og verða álíka og 2002. Reglulegar tekjur áttu að hækka í takt við landsframleiðslu. Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga bætast um 8 ma.kr. við áætlaðar tekjur, mest vegna virðisauka- skatts, tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Skatttekjur eiga að hækka um nær 11% frá árinu 2003. Áætlaðar vaxtatekjur lækka um 2 ma.kr. frá fjárlögum vegna varfærnari tekjufærslu en eiga þó að hækka um 2 ma.kr. milli ára. Lækkunin er því trúlega ávísun á minni tekjuafskrift síðar. Tekjur án eignasölu eiga að hækka um rúm 10% milli áranna 2003 og 2004, en á fjárlögum var stefnt að 5% hækkun. Nýjar gjaldaheimildir í fjáraukalögum nema um 6 ma.kr. auk þess sem talið er að gengið verði á eldri heimildir um tæpan milljarð. Mest munar um 2 ma.kr. hækkun útgjalda til heilbrigðismála og tæpa 3 ma.kr. til velferðarmála, einkum til atvinnuleysis- trygginga og vaxtabóta. Hækkun útgjalda milli ára mun því nema 2½% í stað ½% lækkunar samkvæmt fjárlögum. Vegna aukins hagvaxtar og meiri verð- hækkana er þó gert ráð fyrir að tekjur og gjöld lækki sem hlutfall af landsframleiðslu. Hækkun tekna- og gjaldaáætlana frá fjárlögum er álíka mikil og hækkun á nafnvexti landsframleiðslu frá forsendum fjárlaga. Því er enn gert ráð fyrir að tekjur og gjöld lækki álíka mikið miðað við landsframleiðslu og gert var ráð fyrir í fjárlögum. Til septemberloka voru skatttekjur 15½% hærri en á sama tíma árið 2003 og útgjöld 6-7% hærri eftir mælikvörðum, ef reynt er að leiðrétta fyrir breyttri bókun ríkisútgjalda. Ef þessi hækkun helst út árið, verða því bæði tekjur og gjöld nokkru hærri en að var stefnt, en regluleg afkoma ríkissjóðs nærri áætlunum. Aðrir mælikvarðar benda þó til þess að gjöld gætu farið nokkru meira fram úr áætlunum en tekjur. Ef svo fer, batnar regluleg afkoma ríkissjóðs minna en að var stefnt. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2005 einkennist af lækkun skatta og almennum áformum um aðhald í útgjöldum Fjárlagafrumvarpið fyrir 2005 markast annars vegar af skattalækkunum og hins vegar af almennum áformum um aðhald í útgjöldum. Tekjuskattur ein- staklinga á að lækka úr 25,75% í 24,75% og persónu- afsláttur að hækka um 3%, sem samsvarar 5,6% hækkun skattleysismarka ef útsvör héldust óbreytt. Frekari skattalækkanir eru fyrirhugaðar árin 2006 og 2007. Samneysla á að aukast um minna en 2% að raunvirði og rekstrartilfærslur um minna en 2,5% á ári út kjörtímabilið. Samkvæmt frumvarpinu á tekju- afgangur ríkissjóðs að aukast úr tæpum 8 ma.kr. árið 2004 í rúma 11 ma.kr. 2005 eða úr tæplega 1% í rúmlega 1% af landsframleiðslu. Samkvæmt fram- setningu þjóðhagsreikninga batnar þó afkoman meira, eða úr 0,8% af landsframleiðslu 2004 í 1,6% 2005. Tekjur eiga að hækka um 5½%, eða sem nemur 1½ prósentu umfram verðhækkun landsframleiðslu. Í varúðarskyni er ekki reiknað með tekjum af einka- væðingu. Hlutfall tekna af landsframleiðslu á að lækka úr rúmlega 33% í u.þ.b. 32%, m.a. vegna 5% hagvaxtar sem gert er ráð fyrir í spá fjármálaráðu- neytisins. Sökum lækkunar tekjuskatts einstaklinga er áætlað að tekjur ríkissjóðs af honum muni nánast standa í stað, þrátt fyrir að launatekjur séu taldar hækka um rúmlega 8%. Skatttekjur af vörum og þjónustu eiga að hækka um 8½% að nafnvirði, sem er varlega áætlað miðað við forsendur um að nafnvirði 24 PENINGAMÁL 2004/4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.