Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 31

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 31
Jöfnuður þáttatekna, skuldir og eignir 1998-20041 1.-2. ársfj. 1-2. ársfj. Ma.kr. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2003 2004 Jöfnuður þáttatekna........................................ -12,6 -12,6 -19,4 -24,9 -8,1 -8,0 -6,8 -4,4 Tekjur ............................................................. 8,5 9,3 11,6 16,9 27,9 28,8 12,5 17,5 Laun ............................................................. 4,7 4,9 5,5 5,8 5,4 6,2 3,0 2,8 Ávöxtun hlutafjár ........................................ 0,6 2,1 2,6 7,8 17,6 18,2 7,5 11,2 þar af endurfjárfestur hagnaður .................. 0,5 1,4 1,0 5,1 14,7 15,9 6,3 9,7 þar af arður.................................................. 0,2 0,7 1,6 2,7 2,9 2,3 1,1 1,5 Vaxtatekjur ................................................... 3,1 2,3 3,5 3,4 4,9 4,4 2,1 3,5 Gjöld............................................................... -21,2 -21,9 -31,0 -41,9 -36,0 -36,7 -19,3 -21,9 Laun ............................................................. -0,3 -0,3 -0,8 -0,5 -0,7 -0,5 -0,3 -0,4 Ávöxtun hlutafjár ........................................ -2,3 -0,8 -1,6 -0,3 -1,1 -4,6 -2,5 -4,2 Vaxtagjöld .................................................... -18,6 -20,8 -28,5 -41,1 -34,2 -31,7 -16,5 -17,2 Erlendar skuldir án beinnar fjárfestingar ....... 409 512 723 938 902 1.152 994 1.357 Bein erlend fjárfesting ................................... 32 35 42 71 63 75 62 82 Erlendar eignir alls......................................... 152 244 316 422 395 677 480 842 Gengi Bandaríkjadals..................................... 69,32 72,35 84,47 102,95 80,58 70,99 76,38 72,49 1. Tölur um eignir og skuldir sýna stöðu í lok tímabils. Heimild: Seðlabanki Íslands. launagreiðslur frá landinu. Þetta skýrist af því að laun greidd íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins teljast greidd að utan. Taflan sýnir að tekjuliðurinn „ávöxtun hlutafjár“ hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Hann var hverfandi árið 1998 en nam u.þ.b. 18 ma.kr. árlega 2002 og 2003. Ávöxtun hlutafjár samanstendur af arð- greiðslum vegna hlutafjár í eigu aðila búsettra hér á landi og hlutdeild í hagnaði þeirra fyrirtækja (dóttur- félög og útibú meðtalin) sem staðsett eru erlendis ef eignarhlutur innlendra aðila er 10% eða stærri. Þessi síðasti liður hefur vaxið langmest undanfarin ár og stefnir í að verða mjög stór í ár. Hann á verulegan þátt í því að hallinn á jöfnuði þáttatekna var minni árin 2002 og 2003 en árin þar á undan. Líklegt er að svipað muni eiga sér stað í ár. Hafa þarf þó í huga að þessi liður er mjög sveiflukenndur, einkum ef horft er til skamms tíma. Ársfjórðungsleg gildi hans sveiflast mjög mikið (sbr. mynd 36). Á fyrsta fjórðungi ársins nam þessi liður rúmum 1 ma.kr., en á öðrum árs- fjórðungi nam hann 8,7 ma.kr. eða 4% af vergri lands- framleiðslu þess ársfjórðungs. Ef mikið tap er af fyrir- tækjum sem innlendir aðilar eiga erlendis getur liður- inn „ávöxtun hlutafjár“ orðið neikvæður. Ávöxtun hlutafjár í eigu erlendra aðila er mun stöðugri stærð. Að stærstum hluta ræðst hún af hagnaði stóriðjufyrirtækjanna hér á landi sem eru í erlendri eigu. Vaxtagjöld til útlanda eru stærsti einstaki liðurinn í jöfnuði þáttatekna. Eins og taflan sýnir sveiflast þessi liður mikið. Hann ræðst af fjárhæð erlendra lána og meðalvöxtum þeirra. Eins og sést neðarlega í töflunni hafa erlendar skuldir aukist mikið undanfarin ár. Þær voru í lok ársins 2003 rúmlega þrefaldar á við það sem þær voru í lok ársins 1998. Samt voru vaxtagreiðslur af erlendum lánum aðeins 70% hærri árið 2003 en árið 1998. Skýrist það af vaxtalækkunum erlendis á tímabil- inu. Líklegt er að liðurinn muni hækka á næstunni þar sem talið er líklegt að vextir erlendis muni hækka. Mikil aukning erlendra skulda þjóðarbúsins endur- speglar ekki einvörðungu aukinn viðskiptahalla, heldur einnig mikla fjárfestingu íslenskra aðila erlendis. Taflan sýnir hraðan vöxt eigna íslenskra aðila undan- farin ár. Í árslok 2003 höfðu þessar eignir vaxið um meira en 344% frá árslokum 1998. Eignir innlendra aðila erlendis námu 842 ma.kr. í lok júní 2004. Þar af voru 147 ma.kr. vegna beinnar fjárfestingar en 695 ma.kr. voru fjárfesting í erlendum markaðsverðbréfum, afleiðum og öðrum fjáreignum. 30 PENINGAMÁL 2004/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.