Peningamál - 01.11.2004, Side 34

Peningamál - 01.11.2004, Side 34
verðlagi gefa tilefni til. Innflutningsvegið meðal- gengi krónunnar hafði í október hækkað um 3½% á tólf mánuðum, en nokkuð mismunandi gagnvart einstökum gjaldmiðlum. T.d. styrktist krónan um rúmlega 10% gagnvart Bandaríkjadal, 2% gagnvart sterlingspundi og 1½% gagnvart evru á sama tíma. Í nóvember styrktist krónan enn frekar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hafði í nóvemberbyrjun lækkað um 0,3% á tólf mánuðum. Megnið af innfluttri matvöru kemur frá evrusvæði, Bretlandi og Bandaríkjunum. Innfluttar vörur frá Bandaríkjunum ættu tvímælalaust að hafa lækkað vegna gengislækkunar Bandaríkjadals. Samkvæmt samræmdri neysluverðsvísistölu evrópska efnahags- svæðisins (HICP) hefur verðlag mat- og drykkj- arvöru á evrusvæði og í Bretlandi lækkað um 0,2% og 0,7% á tólf mánuðum. Líklegt er að verðlag á inn- fluttum matvörum á þessum svæðum þróist með svipuðum hætti og smásöluverðlag matvöru innan þeirra. Að teknu tilliti til gengisþróunar má því ætla að þrýstingur á verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru ætti fremur að vera niður á við á næstunni. Verð innfluttra bíla hefur hækkað um 3,4% á tólf mánuðum til september. Á sama tímabili hækkaði það um 1% á evrusvæði og lækkaði um 0,3% í Bret- landi. Með hliðsjón af styrkingu krónunnar má ætla að verð á bílum hefði átt að hækka mun minna en það hefur gert og jafnvel að tilefni hafi verið til verðlækk- unar bíla á þessu ári. Verðhækkun nýrra bíla stafar því sennilega af vaxandi eftirspurn. Innlent vöruverðlag að matvörum frátöldum hefur hækkað töluvert Innlend vara keppir við innflutta og fylgir yfirleitt svipaðri verðþróun þótt sveiflur í gengi krónunnar hafi ekki eins sterk áhrif á verð innlendrar vöru. Undanfarna tólf mánuði hefur verðlag innlendrar vöru í heild hækkað minna en innfluttrar vöru. Það má þó fyrst og fremst rekja til lítillar hækkunar eða jafnvel lækkunar á verðlagi innlendrar matvöru að búvöru frátalinni. Innlent vöruverðlag að matvöru undanskilinni hefur hækkað meira og kann það að benda til sterkari áhrifa eftirspurnar þar sem minna aðhalds gætir frá innflutningi. Það sem af er þessu ári hefur árshækkunin verið á bilinu 3-4% og 3,5% í nóvember. Á sama tíma hefur verð innfluttrar vöru annarrar en áfengis, tóbaks og eldsneytis hækkað á bilinu 0,5-1%. Verðbólguvæntingar hækka enn Verðbólguvæntingar hafa hækkað nokkuð á haust- mánuðum. Í ágúst voru verðbólguvæntingar mældar með verðbólguálagi ríkisskuldabréfa til þriggja og fimm ára að meðaltali 3% og 3,4%, en á fyrri helmingi nóvembermánaðar voru þær að meðaltali 3,3% og 3,7% en höfðu verið enn hærri í október. Sérfræðingar á fjármálamarkaði gera ráð fyrir að verðbólga yfir árið 2005 verði meiri en þeir reiknuðu með í byrjun sept- ember. Samkvæmt nýjustu könnun (sjá rammagrein 5) gera þeir að meðaltali ráð fyrir 3,5% verðbólgu yfir árið 2005. Lægsta gildi er 2,7% og hæsta gildi 4,9%. Í könnun sem gerð var fyrir útgáfu Peningamála 2004/3 gerðu þeir að meðaltali ráð fyrir 3,2% verðbólgu. Hæsta gildið var 3,5% og hið lægsta 3,0%. Gengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - nóvember 2004 Mynd 41 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 90 95 100 105 110 115 120 125 130 12 mánaða breyting vísitölu (%) Nýr bíll og varahlutir Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án matvöru og innfluttar vörur án eldsneytis, áfengis og tóbaks janúar 2000 - nóvember 2004 Mynd 42 Heimild: Hagstofa Íslands. 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 0 2 4 6 8 10 12 14 -2 -4 -6 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án elds- neytis, áfengis og tóbaks Innlendar vörur án matvöru PENINGAMÁL 2004/4 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.