Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 40

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 40
ávallt hin sama á tímabilinu. Út frá þessum ferli fæst að gengi krónunnar styrkist um u.þ.b. 1½ prósentu árið 2005 umfram það sem gert er ráð fyrir í megin- spá bankans en veikist aftur árið 2006 en nokkru minna en sem nemur styrkingunni árið áður. Mynd 49 sýnir einnig annan verðbólguferil þar sem vikið er að hluta til frá forsendunni um óvarið vaxtajafnvægi og er sá gengisferill jafnari, þannig að gengi krón- Meðfylgjandi tafla sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerðar voru í byrjun nóvember sl. Sem fyrr voru þátttakendur í könnuninni greiningar- deildir Íslandsbanka hf., KB banka hf., Landsbanka Ís- lands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Mat sérfræðinganna á verðbólguhorfum í ár og næsta ár hefur farið hækkandi frá því í ársbyrjun í sam- ræmi við þróun neysluverðsvísitölunnar á þessu tíma- bili. Þeir telja að verðbólgan yfir árið 2004 verði að meðaltali 3,7% en 3,2% milli áranna 2003 og 2004. Spá Seðlabankans er næstum sú sama: 3,8% yfir ár og 3,2% milli ársmeðaltala. Meiri munur er á verðbólgu- spám þessara sérfræðinga og Seðlabankans fyrir árið 2005. Seðlabankinn spáir lægri verðbólgu yfir árið 2005 eða 3,0% á móti 3,5% meðaltali markaðsaðila en spáin um verðbólgu milli ára 2004 og 2005 er svipuð. Allar spár eru yfir verðbólgumarkmiði bankans. Hagvaxtarhorfur eru betri núna að mati sér- fræðinganna en í ágúst sl. Að meðaltali álíta þeir að hagvöxtur á þessu og næsta ári verði um 5% en tölu- verður munur er á hæsta og lægsta gildi. Seðlabankinn spáir meiri hagvexti eða um 5½% vexti í ár og um 6% árið 2005. Svarendur spá að meðaltali gengisvísitölu 123 eftir tólf mánuði sem er nokkru lægra gengi en verið hefur undanfarnar vikur. Þá gera þeir ráð fyrir að gengisvísi- talan standi í 128 stigum eftir tvö ár sem þýðir enn frekari gengislækkun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir 1. nóvember sl. í 7,25% en sérfræðingarnir reikna með meiri hækkunum næstu misseri því að þeir spá 8,6% stýrivöxtum að ári og þeim sömu að tveimur árum liðnum. Af töflunni má hins vegar ráða að sér- fræðingana greinir á um þróunina. Það sama á við um framtíðarverð hlutabréfa, – ekki síst þegar horft er tvö ár fram í tímann. Einn aðili býst við töluverðri lækkun en aðrir við hækkun – mismik- illi þó. Sérfræðingar fjármálafyrirtækjanna telja að fasteignaverð muni halda áfram að stíga næstu misseri. Rammagrein 5 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 2004 2005 Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Verðbólga (yfir árið) .............................................. 3,7 3,5 3,9 3,5 2,7 4,9 Verðbólga (milli ársmeðaltala) .............................. 3,2 3,1 3,3 3,5 3,1 4,4 Hagvöxtur .............................................................. 5,0 3,9 6,2 5,1 4,3 6,5 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla........................ 123,0 120,0 128,0 128,0 123,0 133,0 Stýrivextir Seðlabankans ....................................... 8,6 8,5 9,0 8,6 8,0 9,5 Langtímanafnvextir2 .............................................. 8,2 8,0 8,2 7,5 7,0 7,7 Langtímaraunvextir3 .............................................. 3,8 3,5 4,2 3,6 3,2 3,9 Breyting úrvalsvísitölu aðallista............................ 2,5 -20,0 20,0 11,8 -10,0 35,0 Breyting fasteignaverðs ......................................... 8,8 5,0 10,0 12,3 10,0 15,0 1. Taflan sýnir breytingu milla tímabila í % nema að því er varðar gengi og vexti. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Íslandsbanka hf., KB banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 13 0517). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í íbúðabréf (HFF 150644). Heimild: Seðlabanki Íslands. PENINGAMÁL 2004/4 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.