Peningamál - 01.11.2004, Síða 45

Peningamál - 01.11.2004, Síða 45
hefur verið nýttur til að greiða upp eldri og óhag- stæðari lán hjá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og bönkunum sjálfum en einnig virðist sem margir hafi nýtt tækifærið og aukið skuldsetningu sína og varið einhverjum hluta hinna nýju lána til neyslu. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti bankarnir hyggjast fjár- magna hin nýju lán en ekki mun ganga um langa hríð að fjármagna þau með lausu fé eða skammtímafjár- magni. Talsvert hefur verið greitt upp af húsnæðis- lánum sem Íbúðalánasjóður og forverar hans veittu en ekki liggja fyrir opinber gögn um hversu miklar uppgreiðslurnar hafa verið. Íbúðalánasjóður efndi til aukaútdráttar á flokkum húsbréfa í október og nóvember og dró út bréf að markaðsvirði um 14,4 ma.kr. Íbúðalánasjóður bauð einnig endurkaup eldri bréfa á markaði. Sjö tilboð bárust en engu var tekið. Íbúðalánasjóður birti 19. október upplýsingar um hvernig staðið yrði að aukaútdrætti í tilteknum flokk- um húsbréfa. Einungis eru dregin út bréf í auka- útdrætti í samræmi við uppgreiðslur lána sem fjár- mögnuð voru með viðkomandi húsbréfaflokki. Íbúðalánasjóður hefur einnig tilkynnt útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa sem er með lokagjalddaga árið 2014 og er tilgangurinn að auka sveigjanleika sjóðs- ins í sjóðsstýringu. ... og nýjar viðmiðanir voru teknar upp Í október hækkaði Íbúðalánasjóður hámarkslán sín úr 9,7 m.kr. í 11,5 m.kr. Þau munu hækka í byrjun næsta árs í 13 m.kr. samkvæmt því sem félagsmálaráðherra hefur greint frá á Alþingi. Í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er kveðið svo á að sjóðnum verði heim- ilt að veita lán fyrir allt að 90% af kaupverði íbúðar- húsnæðis. Í nóvember tilkynnti Íslandsbanki að hann byði 100% húsnæðislán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um tryggingar og lífslíkur. Aðrir bankar fylgdu í kjölfarið en misjafnt er hver skilyrði eru fyrir þessum lánum. Ljóst er að með þessu eykst áhætta lánanna þar sem hættan á því að eiginfjárstaða verði neikvæð vegna þróunar húsnæðisverðs er mikil þegar lánshlutfall er orðið svo hátt. Í skýrslu sem Seðla- banki Íslands samdi að beiðni félagsmálaráðherra fyrr á þessu ári kom fram að líkurnar á neikvæðri stöðu eigin fjár einhvern tíma á lánstímanum ef keypt er þegar fasteignaverð er tveimur staðalfrávikum yfir langtímameðalverði (eins og nú er) eru frá 83-98% þegar um 90% lán er að ræða.2 Því er nánast fullvíst, m.v. langan lánstíma, að þeir tímar koma að eiginfjár- staða verður neikvæð og veðstaða lánveitenda ótryggari en ella. Það þarf ekki að þýða útlánatöp en staða lánveitanda, ef slíkt hendir, verður þó verri fyrir bragðið og hættan á áföllum í fjármálakerfinu vex. Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega ... Gengi krónunnar sveiflaðist á tiltölulega þröngu bili yfir sumarmánuðina og fram eftir hausti en greina hefur mátt tiltölulega hægfara leitni til styrkingar. Í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans í byrjun nóvember varð nokkur styrking og seig vísitala gengisskráningar niður fyrir 120, en á árinu hefur hún nokkrum sinnum verið á svipuðum slóðum. Ástæður 2001 | 2002 | 2003 | 2004 115 120 125 130 135 140 145 150 155 31. des. 1991=100 Mynd 2 Vísitala gengisskráningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 28. mars 2001 - 19. nóvember 2004 2. Efnahagsleg áhrif breytinga á fyrirkomulagi lánsfjármögnunar íbúðar- húsnæðis, dags. 28. júní 2004, birt á heimasíðu Seðlabankans 15. nóvember 2004. 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 2 4 6 8 10 12 14 % Vaxtaróf Seðlabanka Íslands Vikulegar tölur 3. mars 1998 - 19. nóvember 2004 Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglán Endurhv.viðsk. Innstæðubréf Bindiskylda Viðskiptareikn. 44 PENINGAMÁL 2004/4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.