Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 53
ekki tekið með í þeirri verðvísitölu sem pen- ingastefnan (verðbólgumarkmið) í viðkomandi landi er miðuð við.3 Hér á landi hafa miklar breytingar á fyrirkomu- lagi húsnæðismála átt sér stað á undanförnum árum og snerta þær í flestum tilvikum húsnæðislána- markaðinn. Undanfarin misseri hafa stjórnvöld víkkað verksvið Íbúðalánasjóðs og leitast við að auka umsvif hans.4 Athyglisvert er að skoða hvort fyrirkomulag húsnæðismála hér á landi er að þróast í sömu átt og í nágrannaríkjunum. Í því skyni eru hér á eftir borin saman eftirtalin lönd: Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland. Til að gefa hugmynd um ástand húsnæðismarkaðarins um þessar mundir eru í meðfylgjandi töflu birtar nokkrar lykilstærðir. Víða um heim hefur íbúðaverð hækkað verulega undan- farin ár og á það við um sum eftirfarandi landa. Ísland er á meðal þeirra landa þar sem uppsveiflan á húsnæðismarkaði hefur verið hvað mest. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu var mest hér á árunum 1998-2003, verðhækkun húsnæðis þriðja mest á árunum 1997-2003 og húsaleiga hækkaði mest á sama tímabili. Hlutfall húsnæðisveðlána af landsframleiðslu er hátt hér á landa, en hærra þó í Danmörku og Hollandi. Í köflunum hér á eftir er fyrst fjallað um markmið stjórnvalda í húsnæðismálum og helstu leiðir til að ná þeim reifaðar. Umfang opinberrar aðstoðar í lönd- unum er borið saman eftir því sem upplýsingar leyfa. Fjallað er um stuðning við leigjendur og fjölskyldur í eigin húsnæði og sérstaklega er fjallað um stuðning við húsnæðiskaupendur í gegnum húsnæðislánakerfi í þeim löndum sem veita slíka aðstoð. Að lokum eru dregin saman helstu einkenni fyrirkomulags húsnæðismála hér á landi og núverandi staða þess og þróun undanfarinna ára borin saman við önnur lönd. Markmið stjórnvalda í húsnæðismálum nokkuð svipuð – m.a. að gæði húsnæðis og staðsetning taki mið af aðstæðum ... Markmið stjórnvalda varðandi íbúðarhúsnæðismál eru yfirleitt svipuð. Í stuttu máli má segja að í þeim löndum sem hér eru til skoðunar sé það stefna stjórnvalda að allir geti búið í íbúðarhæfu húsnæði. Skilgreining á íbúðarhæfu húsnæði er hins vegar mismunandi milli landa. Byggingareglugerðir eru notaðar til að skilgreina gæði húsnæðis og laga húsnæði að aðstæðum. Til dæmis þarf íbúðarhúsnæði á Íslandi að geta staðið af sér öfluga jarðskjálfta en Tafla 1 Helstu stærðir húsnæðismarkaðar nokkurra Evrópuríkja Fjárfesting í Hlutfall Hlutfall íbúðarhúsnæði, húsnæðis- Meðalhækkun frá fyrra ári 1997-2003 húsnæðis í meðalbreyting frá veðlána Húsnæðis- Neysluverð % eigu íbúa1 fyrra ári 1998-2003 af VLF1 verð Húsaleiga (HICP) Bretland................................. 69 1,3 62 25,0 2,8 1,3 Danmörk................................ 51 0,4 75 4,1 2,6 2,1 Finnland ................................ 61 1,6 31 7,2 3,1 1,9 Frakkland .............................. 55 2,4 23 9,0 1,6 1,5 Holland.................................. 53 0,8 88 4,9 3,0 2,9 Ísland..................................... 83 8,9 64 10,3 9,1 3,5 Noregur ................................. 77 2,3 50 4,7 3,6 2,1 Spánn..................................... 85 5,6 38 18,1 4,2 2,8 Svíþjóð .................................. 61 6,6 48 6,4 1,3 1,6 Þýskaland .............................. 42 -2,7 54 0,0 1,1 1,2 1. Nýjustu fyrirliggjandi upplýsingar fyrir hvert land. Heimildir: European Mortgage Federation, Eurostat, RICS European Housing review 2003 og 2004, Statistics Norway, Hagstofa Íslands og Fasteignamat ríkisins. 3. Húsnæðisverð er t.d. ekki tekið með í samræmdri vísitölu neysluverðs (HICP) á EES-svæðinu. 4. Sjá nánar rammagrein 2 í greininni um stöðugleika fjármálakerfisins um skuldir heimilanna og fyrirhugaða rýmkun húsnæðislána, bls. 40- 41 í Peningamálum 2004/3 og rammagrein 1 í greininni um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum um breytingar á húsnæðislána- markaði, bls. 13 í Peningamálum 2004/4. 52 PENINGAMÁL 2004/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.