Peningamál - 01.11.2004, Síða 65

Peningamál - 01.11.2004, Síða 65
64 PENINGAMÁL 2004/4 Inngangur Undanfarin ár hefur Basel-nefndin um bankaeftirlit2 unnið að nýjum eiginfjárreglum fyrir alþjóðlega banka (oft nefndar Basel II). Fyrstu drög að nýjum eiginfjárreglum litu dagsins ljós í júní 1999, önnur drög voru birt í janúar 2001 og þau þriðju í apríl 2003. Þá voru framkvæmdar á þessu tímabili þrjár svokallaðar áhrifakannanir (e. Quantitative Impact Studies) til að meta áhrif regludraganna á eiginfjár- hlutföll banka. Í júní sl. gaf Basel-nefndin út loka- skýrslu um nýjar eiginfjárreglur (e. International Convergence of Capital Measurement and Capital Standards). Þrátt fyrir lokaskýrsluna áskilur nefndin sér rétt til að breyta reglunum komi í ljós annmarkar á þeim á síðari stigum. Núgildandi eiginfjárreglur frá Basel-nefndinni eru frá árinu 1988 (Basel I). Þær reglur innihéldu staðlaðar aðferðir við útreikning á eiginfjárkröfu útlána en síðar var meðhöndlun markaðsáhættu bætt við reglurnar. Meðal helstu breytinga með nýju eiginfjárreglunum er notkun á áhættumati matsfyrirtækja, innra mat banka við útreikning á eiginfjárkröfu og útreikningur á eigin- fjárkröfu vegna rekstraráhættu.Í nýju reglunum eru settar fram ýmsar lágmarkskröfur sem bankar verða að uppfylla, einkum vegna innra matsins. Nýju eiginfjár- reglurnar bjóða ýmsa valmöguleika við útreikning á eiginfjárkröfu vegna útlána- og rekstraráhættu. Þannig hafa bæði eftirlitsyfirvöld og bankar val um ýmsar aðferðir sem henta best þeirra fjármálamarkaði og starfsemi. Þá er í reglunum kveðið svo á að eftir- litsyfirvöld beri ábyrgð á að sannreyna framfylgni banka við reglurnar, þ.m.t. lágmarkskröfur þeirra. Nýju eiginfjárreglurnar eru hannaðar með það fyrir augum að setja lágmarkseiginfjárkröfu fyrir alþjóðlega banka (e. International Active Banks). Nú sem fyrr verður hverju ríki heimilt að krefjast strang- ari viðmiðana, s.s. vegna óvissu í nákvæmni við mæl- ingu á áhættu. Nýju eiginfjárreglurnar taka gildi í árs- lok 2006. Grunnaðferð innri matsaðferða verður leyfð frá og með árslokum 2006 en þróaðri innri matsaðferðir frá og með árslokum 2007. Í þessari grein verður lesendum Peningamála gef- in innsýn inn í meginhluta nýju eiginfjárreglnanna, einkum með áherslu á þætti sem frábrugðnir eru núgildandi eiginfjárreglum (Basel I). Fjallað verður um lágmarkseiginfjárkröfu (stoð I), eftirlit og eigin- fjárþörf (stoð II) og markaðsaðhald (stoð III). Í um- fjöllun um lágmarks eiginfjárkröfu er áherslan lögð á staðalaðferð og innri matsaðferðir við mat á útlána- áhættu auk aðferða við mat á rekstraráhættu. Stoð I – lágmarkseiginfjárkröfur Almenna reglan er sú að nýju eiginfjárreglurnar gilda fyrir samstæður alþjóðlegra banka. Þannig ná regl- urnar m.a. til eignarhaldsfélaga sem eru móðurfélög banka. Reglurnar gilda einnig fyrir alþjóðlega banka innan samstæðu. Eigið fé, áhættugrunnur og eiginfjárhlutfall Eiginfjárhlutfall skv. nýju eiginfjárreglunum er reikn- að út frá skilgreindu eigin fé og reiknuðum áhættu- grunni. Jónas Þórðarson1 Nýjar eiginfjárreglur (Basel II) 1. Höfundur starfar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands. 2. Basel-nefndin um bankaeftirlit var sett á laggirnar árið 1974 af seðla- bönkum G-10-landanna. Basel-nefndin vinnur m.a. að ýmsum stöðlum og leiðbeiningum um bestu framkvæmd bankaeftirlits. Álit Basel- nefndarinnar hafa ekki lagagildi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.