Peningamál - 01.11.2004, Síða 67

Peningamál - 01.11.2004, Síða 67
66 PENINGAMÁL 2004/4 Ómetin útlán fá 100% áhættuvægi. Lán til einstaklinga og smærri fyrirtækja Lán til einstaklinga og smærri fyrirtækja (e. retail) fá 75% áhættuvægi. Til að falla í þann flokk þurfa útlán að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Útlán sé til einstaklings eða lítils fyrirtækis. • Um sé að ræða n.k. neyslulán samkvæmt nánari skilgreiningu. • Dreifni í útlánasafni sé tryggð. • Samanlögð hámarksfyrirgreiðsla til eins aðila sé ekki hærri en €1 milljón. Útlán með veði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði Útlán með veði í íbúðarhúsnæði fá 35% áhættuvægi en jafnframt er tilgreint að eftirlitsyfirvöld skuli hækka áhættuvægið ef talið er að hlutfall útlána af verði íbúðarhúsnæðis sé of hátt. Vegna reynslu undanfarinna áratuga af tapi útlána með veði í atvinnuhúsnæði er aðalreglan að slík lán fá 100% áhættuvægi. Heimilt er að víkja frá þessari meginreglu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Útlán í vanskilum Útlán í 90 daga vanskilum, að teknu tilliti til sér- greindra afskrifta, með veði í íbúðarhúsnæði fá 100% áhættuvægi. Ef sérgreindar afskriftir eru hærri en 20% af útláni er eftirlitsyfirvöldum heimilt að lækka áhættuvægi slíkra útlána í 50%. Ótryggður hluti almenns útláns,4 að teknu tilliti til sérgreindra afskrifta, sem verið hefur í vanskilum í fleiri en 90 daga fær eftirfarandi áhættuvægi: • 150% ef sérgreindar afskriftir eru lægri en 20% af útláni. • 100% ef sérgreindar afskriftir eru hærri en 20% af útláni. Fari sérgreindar afskriftir yfir 50% af útláni er eftirlitsyfirvöldum heimilt að lækka áhættuvægið í 50%. Mat á útgefanda eða útgáfu Ef útlán/krafa er metið við útgáfu gildir matið við ákvörðun á áhættuvægi. Ef útlán/krafa er ekki metið við útgáfu gildir eftirfarandi: • Ef skuldari kröfu hefur útgáfumat á annarri kröfu gildir matið við ákvörðun á áhættuvægi ef krafan er jafn rétthá eða rétthærri þeirri kröfu sem hefur útgáfumat. • Ef skuldari hefur áhættumat gildir matið um almennar kröfur (e. senior claims). Aðrar kröfur á útgefandann eru meðhöndlaðar eins og ómetnar kröfur. Lágmörkun útlánaáhættu Í nýju eiginfjárreglunum er heimiluð notkun fleiri trygginga til að lágmarka útlánaáhættu en í eldri regl- um. Helstu veð/tryggingar sem heimilaðar eru í staðalaðferðinni eru reiðufé, gull, áhættumetin skuldabréf, skráð skuldabréf fjármálafyrirtækja, skráð hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfa- sjóða. Við mat á gildi veða/trygginga geta bankar valið um tvær aðferðir, s.k. einfalda aðferð eða aðra yfirgripsmeiri. Í einfaldari aðferðinni er áhættuvægi veðs/tryggingar notað í stað áhættuvægis útláns en mismunur á líftíma (e. maturity) útláns og veðs/ tryggingar ekki leyfður. Í yfirgripsmeiri aðferðinni er gert ráð fyrir s.k. „haircut“, bæði á útlán og trygg- 4. Eftir að tekið hefur verið tillit til viðurkenndra trygginga, einkum verðbréfa. AAA A+ BBB+ Mat til AA- til A- til BB- Undir BB- Ómetið Áhættuvægi 20% 50% 100% 150% 100% Staðalaðferð - áhættuvægi eigna Áhættuvægi Þjóðríki og seðlabankar ......................................... Áhættumat Fjármálafyrirtæki og sveitarfélög1 .......... Valmöguleiki 1 eða valmöguleiki 2 Fyrirtæki ................................................ Áhættumat eða 100% Lán til einstaklinga og smærri fyrirtækja .......................................................................... 75% Lán með veði í íbúðarhúsnæði ......................................... 35% Lán með veði í atvinnuhúsnæði ..................................... 100% Lán í vanskilum með veði í íbúðarhúsnæði ....... 100% (50%) Almenn lán í vanskilum (90 daga) ........... 150%/100% (50%) Hlutabréf ......................................................................... 100% Áhættuhlutabréf (e. venture capital) ............................... 150% Aðrar eignir..................................................................... 100% 1. Hvort áhættuvægi sveitarfélaga fellur í flokk með áhættuvægi þjóðríkja eða fjármálafyrirtækja veltur á skilgreiningu á valdi sveitar- félaga til öflunar tekna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.