Peningamál - 01.11.2004, Page 68

Peningamál - 01.11.2004, Page 68
PENINGAMÁL 2004/4 67 ingu. Þannig er útlánið í raun hækkað en veðið/ tryggingin lækkuð. Ef fjárhæð útláns, þannig með- höndlaðs, er hærri en fjárhæð veðs/tryggingar er áhættumat skuldarans notað fyrir mismun upphækk- aðs útláns og niðurfærðs veðs/tryggingar. Útlánaáhætta – innri matsaðferðir Þeir bankar sem það kjósa, að gefnu samþykki eftir- litsyfirvalda, geta notað s.k. innri matsaðferðir við útreikning á eiginfjárkröfu útlána. Þannig eru innri matsaðferðir notaðar til að reikna út áhættuvegnar eignir, sem samsvarar óvæntu tapi (e. unexpected loss, UL), og fjárhæð vænts taps (e. expected loss amount, EL). Vænt tap í fjárhæðum er borið saman við stöðu afskriftareiknings (almennan og sér- greindan afskriftareikning) þeirra liða sem vænt tap er reiknað út frá. Eiginfjárhlutfall banka sem nota innri mats- aðferðir er eftirfarandi: Innri matsaðferðir nýrra eiginfjárreglna við útreikning á eiginfjárkröfu útlána byggjast einkum á fjórum þáttum: flokkun útlána, áhættuföllum, áhættu- stuðlum og lágmarkskröfum. Flokkun útlána Í innri matsaðferðum útlána eru útlán (e. exposures) flokkuð í sjö flokka: fyrirtækjaútlán, útlán til hins opinbera, útlán til banka, útlán til einstaklinga og smærri fyrirtækja, hlutabréf í fjárfestingarbók, við- skiptakröfur og aðrar eignir. Flokkun útlána skiptir miklu máli því að um mismunandi flokka útlána gilda mismunandi áhættuföll, áhættustuðlar og lágmarks- kröfur. Þá eru undantekningar frá meginreglum og innleiðingarferli mismunandi milli flokka útlána. Áhættuföll Áhættuföll (e. formulas) eru notuð til að reikna út áhættuvegnar eignir sem samsvara óvæntu tapi. Áhættuföll innri matsaðferða eru fimm. Þannig er eitt áhættufall notað fyrir útlán til fyrirtækja, hins opin- bera og banka, annað áhættufall tekur tillit til smárra og meðalstórra fyrirtækja og þrjú áhættuföll gilda um mismunandi lán til einstaklinga og smærri fyrirtækja (e. retail). Um aðra eignaflokka gilda mismunandi reglur við útreikning á áhættuvegnum eignum. Áhættufall fyrir útlán til fyrirtækja, hins opinbera og banka er eftirfarandi:5 Fylgni (R) = 0.12 × (1 - EXP (-50 × PD)) / (1 - EXP (-50)) + 0.24 × [1 - (1 - EXP(-50 × PD))/(1 - EXP(-50))] Líftíma leiðrétting (b) = (0.11852 - 0.05478 × ln (PD))^2 Eiginfjárkrafa (K) = [LGD × N [(1 - R)^-0.5 × G (PD) + (R / (1 - R))^0.5 × G(0.999)] - PD x LGD] x (1 - 1.5 x b)^ -1 × (1 + (M - 2.5) × b) Áhættuvegnar eignir (RWA) = K x 12.5 x EAD Áhættustuðlar Í innri matsaðferðum þurfa bankar að reikna út áhættustuðla sem notaðir eru í áhættuföllum við útreikning á áhættuvegnum eignum sem samsvarar óvæntu tapi og við útreikning á fjárhæð vænts taps. Áhættustuðlar innri matsaðferða eru fjórir: líkur á vanskilum lántaka (e. probability of default, PD), tap við vanskil (e. loss given default, LGD), útlán við vanskil (e. exposure at default, EAD) og líftími (e. effective maturity, M). Líkur á vanskilum og tap við vanskil eru mæld í prósentum. Líkur á vanskilum (90 daga) eru miðaðar við eitt ár og reiknaðar fyrir hvern áhættuflokk sem þurfa að vera a.m.k. sjö talsins. Lágmarkskröfur Bankar þurfa samþykki eftirlitsyfirvalda til að nota innri matsaðferðir við útreikning á eiginfjárkröfu. Til að samþykki fáist þurfa bankar að uppfylla marg- víslegar lágmarkskröfur, bæði í upphafi þegar innra mat er fyrst tekið í notkun og svo ávallt síðar. Mikilvægt er að áhættumatskerfi útlána sé sam- þætt samþykktarferli útlána, áhættustýringu og stjórnun. Skjölun forsendna áhættumatskerfis þarf að liggja fyrir þar sem m.a. kemur fram hvernig kerfið stenst lágmarkskröfur reglnanna. Gerð er krafa um óháð útlánaeftirlit sem ber ábyrgð á hönnun eða vali áhættumatskerfis, innleiðingu þess og virkni. Innri endurskoðun, eða annar óháður aðili, þarf að yfirfara 5. Ln stendur fyrir náttúrulegan lógarithma. N(x) stendur fyrir dreififall staðal normalbreytu. G(z) stendur fyrir öfugt dreififall staðal normal slembibreytu. Skilgreint eigið fé + (afskriftir - vænt tap í fjárhæðum) Áhættuvegnar eignir (óvænt tap) + 12,5 x eiginfjárkrafa vegna markaðs- og rekstraráhættu > = 8%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.