Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Á sjómannadaginn er að vanda mikil dagskrá í til- efni dagsins enda sjávar- útvegur, sjómenn og fjöl- skyldur þeirra Grindvík- ingum kær. „Dagskráin hefst á sjómanna- dagsmessu í Grindavíkurkirkju, kór Grindavíkurkirkju leiðir söng- inn undir stjórn Elínar Rutar Káradóttur organista og sr. Elín- borg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Leifur Guðjónsson og sjómannshjónin Ásdís Ester Kristinsdóttir og Kristmundur Óli Jónsson lesa ritningarlestur,“ segir Björg um dagskrána í ár. Forsætisráðherra ávarpar og kraftajötnar takast á „Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni og að því loknu verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins mun taka þátt í athöfninni og frá minnismerkinu heldur fólk að Kvikunni þar sem hátíðahöld í til- efni sjómannadagsins fara fram. Forsætisráðherra, Katrín Jak- obsdóttir, flytur ræðu og setur daginn formlega.“ Sjómannadagurinn er mjög há- tíðlegur í Grindavík að sögn Bjarg- ar og í tilefni dagsins verður sjó- mannakaffi í Gjánni þar sem Hérastubbur bakari stendur fyrir myndarlegri kaffisölu. „Ágóðinn af kaffisölunni rennur til tveggja ungra bakara og konditora sem eru á leið á heimsmeistaramót ungra konditora í München í sept- ember,“ útskýrir hún. „Að hátíð- ardagskrá lokinni tekur við fjöl- skylduskemmtun á hátíðarsviðinu þar sem þær Skoppa og Skrítla stíga á svið, Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Siggi sæti heimsækja gesti og leikhópurinn Lotta lætur ekki sitt eftir liggja.“ Á Sjóaranum síkáta má svo bú- ast við hrikalegum átökum þegar kraftakarlar keppa í keppninni „Sterkasti maður á Íslandi – The Viking Challenge“ í myllugöngu, drumbalyftu, uxagöngu og trukka- drætti. Við bryggjuna geta ungir og aldnir svo skoðað fiskasafn Sjó- arans síkáta þar sem finna má marga af helstu nytjafiskum sem veiðast við Ísland. Furðufiskar sem veiðst hafa á grindvískum bátum verða einnig til sýnis. Að sögn Bjargar verður mikið um tónlist í kirkjunni í sjó- mannadagsmessunni, í Kvikunni verða ljósmyndasýning og mynd- listarsýning auk þess sem gestir geta skoðað Saltfisksetrið. „Börn á öllum aldri finna eitt og annað við sitt hæfi, fjölbreytt skemmtiatriði verða á sviðinu og leiktæki sem Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur býður gestum að prófa.“ Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána á vef- svæðinu www.grinda- vik.is/sjoar- innsikati. Þegar talið berst að mikilvægi sjómannadagsins í Grindavík minn- ir Björg á að sjómenn og fjöl- skyldur þeirra hafa í gegnum sög- una fært miklar fórnir um leið og þeir hafa fært landi og þjóð bjargir sem hafa haldið lífinu í lands- mönnum og skapað það samfélag sem við eigum í dag. „Verðmæta- sköpun sjávar- útvegs verður til með mikilli vinnu sjómanna og það er mjög mikilvægt að við sýnum þessum aðilum virðingu, munum eftir mikilvægi þeirra í verðmæta- sköpun þjóðarinnar og uppbygg- ingu innviða. Án sjómanna og þeirra fórna sem þeir hafa fært byggjum við ekki við það blómlega samfélag sem við búum við í dag. Við eigum að vera stolt af sjávar- útveginum og innprenta unga fólk- inu okkar stolt og virðingu fyrir þessum hetjum hafsins í nútíð og fortíð.“ Sjálf ætlar Björg ekki að missa af skemmtuninni enda þótt ærinn starfi sé að skipuleggja jafn viða- mikinn viðburð. „Þar sem ég sé um að skipu- leggja þessa miklu hátíð sem sjó- mannadagurinn og Sjóarinn síkáti eru ætla ég að vera í Grindavík enda hvergi betra að upplifa sam- spil sjávarútvegs og samfélags en einmitt við höfnina þar og ég geri mitt besta til þess að heimsækja alla þá viðburði sem í boði verða.“ Eitthvað fyrir alla á Sjóaranum síkáta Sjómannadagurinn er haldinn sérstaklega há- tíðlegur í Grindavík enda eru bæjarbúar stoltir af sjávarútveginum. „Við eigum að innprenta unga fólkinu okkar stolt og virðingu fyrir þessum hetjum hafsins í nútíð og fortíð,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menning- arsviðs, en hún hefur framkvæmd hátíðar- innar með höndum. Fjölmenni Hátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík er ávallt geysivel sótt enda á sjávarútvegurinn sterka taug í Grindvíkingum. Boltaleikur Þessi mennsku boltar eru ávallt vinsælir enda mikið fjör þó stjórnin sé takmörkuð.Skemmtun Litagleðin og hláturinn eru jafnan við völd á Sjóaranum síkáta. Björg Erlingsdóttir Kraftakarlar Það er við hæfi að aflraunamenn reyni með sér á sjómannadaginn, hetjum hafsins til heiðurs – enda ófáir dugmeiri en sjómenn Íslands. Krabbakló Það er gaman að skoða dýr sjávar í návígi, þó vissara sé að vanar hend- ur haldi á þeim, ekki síst þegar um sjávardýr með óárennilegar klær er að ræða! „Án sjómanna og þeirra fórna sem þeir hafa fært byggjum við ekki við það blómlega samfélag sem við búum við í dag“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.