Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 40

Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is U ndanfarið hálft ár hefur Sjóminjasafn Reykjavík- ur verið lokað vegna breytinga og viðgerða. Helgina 9.-10. júní verð- ur safnið opnað á ný og munu gestir þá fá að upplifa glæsilega og metn- aðarfulla nýja grunnsýningu þar sem sögu sjósóknar í Reykjavík eru gerð góð skil. Sigrún Kristjánsdóttir er deildar- stjóri miðlunar og fræðslu hjá Borg- arsögusafni og sýningarstjóri nýju sýningarinnar í sjóminjasafninu. Hún segir húsið hafa verið komið til ára sinna og löngu tímabært að ráð- ast í ýmsar lagfæringar. „Það var einnig kominn tími til að endurnýja grunnsýninguna, sem var orðin tíu ára gömul, og óhætt að segja að það er fátt líkt með nýju sýningunni og þeirri gömlu. Tekist hefur að skapa nýjan heim inni í safninu og er það lika orðið töluvert stærra.“ Auk þess að hanna nýja grunn- sýningu var sérsýningarrými safns- ins, Bryggjusalurinn, gert upp og gefið nýtt nafn: Vélasalurinn. „Þar verða sýningar sem standa í um það bil eitt ár eða svo og byrjað á sýn- ingunni Milkmaid - Mjaltastúlkan sem byggð er á doktorsrannsókn fornleifafræðingsins Kevin Martin á flaki hollensks skips sem strandaði við Flatey á 17. öld og sportkafarar fundu fyrir tilviljun árið 1996. For- vitnilegar minjar hafa fundist á strandstaðnum, m.a. fallegt postu- lín, og hefur sýningin góða tengingu við áherslur safnsins.“ Saga sem hrífur gesti Mikil vinna hefur verið lögð í nýja grunnsýningu safnsins og segir Sig- rún að vel hafi tekist að setja saman sýningu sem er bæði fræðandi og heillandi. „Það var ákveðið snemma í ferlinu að fá erlenda aðila til að hanna sýninguna enda glöggt gests augað og gott að fá ferska sýn á sögu þessa atvinnuvegar. Eftir langa leit fundum við hollenska hönnuði sem okkur líkaði við, stof- una Kossman.Dejong, og útkoman er sýning sem er svo sannarlega fersk og nýstárleg.“ Anna Dröfn Ágústsdóttir hélt ut- an um handrit sýningarinnar með aðstoð sýningarnefndar. „Handritið veitti hönnuðunum ákveðna beina- grind, með köflum og undirköflum, og í þeirra höndum að útfæra hvern- ig sýningin myndi segja þá sögu sem við vildum koma á framfæri.“ Meðal þess fyrsta sem blasir við gestum þegar þeir koma á safnið er hár turn þar sem handgerðir þorsk- ar virðast synda um. „Aðkoman er mjög glæsileg og liggur leiðin því næst inn inn í aðalsalinn þar sem tvær kvikmyndir eru sýndar hvor á sínum veggnum; önnur um lífið neð- ansjávar og hin um lífið ofansjávar,“ útskýrir Sigrún en Saga Film sá um gerð kvikmyndanna. „Tvær aðrar kvikmyndir eru á sýningunni; önnur um lífið um borð þar sem búið er að safna saman myndum og mynd- bandsbútum úr gömlum söfnum, og síðan kvikmynd um lífið í landi og vinnsluna þar.“ Smáfólkið fræðist Sýningin hefur m.a. verið hönnuð með það fyrir augum að gleðja yngstu gestina með fróðleik sem settur er fram á lifandi hátt. „Á sýn- ingunni er t.d. að finna fræðslu um fæðukeðjuna í hafinu og hvernig stærri fiskarnir éta þá minni. Börnin geta líka notað snertiskjái til að fletta í gegnum myndir af öllum fal- legu nytjafiskunum sem finna má í hafinu umhverfis landið,“ segir Sig- rún og bendir á að snertiskjáirnir séu gott dæmi um þá lagskiptu frá- sögn sem einkennir nýju sýninguna. „Gestir geta farið í sjónhending í gegnum safnið og notið þess þannig, en líka kafað ofan í þá hluti sem vekja forvitni þeirra. Á einum stað er t.d. að finna þrjá stóra snertiskjái þar sem gestir geta týnt sér í um það bil 650 fallegum ljósmyndum af hafnarlífinu.“ Ekki aðeins er efni sýningarinnar áhugavert heldur þykir umgjörðin falleg. „Hollensku hönnuðirnir sóttu m.a. innblástur í nútímafrystihús og nota glansandi hvítar flísar, stál og plastkort til að gefa safninu ferskt yfirbragð. Útfærslan er á margan hátt nýstarleg og ólík því sem gestir hafa kynnst hjá öðrum söfnum,“ segir Sigrún. „Sýningargripirnir fá líka að njóta sín og ættu að vekja hrifningu eins og risastór Baader- roðfléttivél sem er algjört skrímsli, allt niður í einlægt ástarbréf sem sjómaður skrifaði til konunnar sem hann saknaði. Persónulegar sögur sjómanna og fiskverkafólks eru mik- ilvægur hluti af sýningunni og m.a. fá gestir að kynnast því hvernig sjó- veikin gat farið með skipverja, hvernig maturinn var um borð og fá að heyra persónulegar frásagnir manna sem lentu í sjóslysum.“ Varðveita mikilvæga sögu Sigrún segir sýninguna ekki aðeins til þess gerða að skemmta gestum með heillandi frásögn og for- vitnilegum gripum heldur líka að varðveita sögu merkilegrar atvinnu- greinar og fólksins sem starfaði við hana. „Það gildir um Sjóminjasafn Reykjavíkur eins og önnur söfn að það skiptir máli að varðveita söguna, enda er það fortíðin sem framtíðin byggist á. Í tilviki Reykjavíkur lagði sjávarútvegurinn grunninn að sam- félaginu og án fiskveiða værum við varla hér á þessu landi. Saga grein- arinnar, og útgerðarbæjarins Reykjavíkur, er áhugaverð og verð- ur að tryggja að komandi kynslóðir missi ekki tengslin við hana.“ Gestir ganga inn í annan heim Það styttist í að Sjó- minjasafn Reykjavíkur verði opnað á ný með veglegri sýningu sem hönnuð var af hollensku teymi eftir forskrift ís- lenskra sérfræðinga. Morgunblaðið/Arnþór Garg Lífríki hafsins fær að njóta sín á safninu, að meðtöldum fuglunum. Hrifning Kvikmyndum um lífið ofan- og neðansjávar er varpað upp á hvít fiskiker. Skrín Í safninu kennir ýmissa grasa. Kjölfesta Gripirnir endurspegla sögu atvinnulífs Reykjavíkur.Stakkur Óhætt er að segja að vinnuumhverfi sjómanna hafi breyst mikið. Sköpun „Hollensku hönnuðirnir sóttu m.a. innblástur í nútímafrystihús og nota glans- andi hvítar flísar, stál og plastkort til að gefa safninu ferskt yfirbragð,“ segir Sigrún. Afurðir Hausar brosa til gestanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.