Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 42

Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 42
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S jómannadagurinn er einn af hápunktum ársins á Ólafs- firði og tjalda heimamenn öllu til. Frá aldamótum hef- ur Sjómannafélag Ólafs- fjarðar skipulagt hátíðahöldin og séð til þess að með hverju árinu verður dagskráin veglegri og enginn skortur á afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Ægir Ólafsson er formaður sjó- mannafélagsins og segir hann að gleðin muni að þessu sinni hefjast strax á föstudeginum. „Föstudag- urinn byrjar á beinni útsendingu morgunþáttarins FM95BLÖ úr sam- komuhúsinu okkar Tjarnarborg og yfir daginn mun Kaffi Klara bjóða upp á sjómannadags-tapas. Á föstu- dagskvöldið kl. 20 verður síðan stór- viðburður í Tjarnarborg þegar grín- hópurinn Mið-Ísland flytur sýning- una Á tæpasta vaði. Rúsínan í pylsuendanum er svo pöbb-kviss á veitingahúsinu Höllinni, sem hefst kl. 23,“ útskýrir Ægir. Dorgað og djöflast Dagskráin heldur áfram snemma á laugardag með Sjómannavalsinum, sem er árlegt golfmót bæjarins. „Dorgveiðikeppni fyrir börnin hefst kl. 10 við höfnina. Dorgið þykir alltaf skemmtilegur viðburður og er vel sóttur, en sjómannafélagið sér um að útvega öllum börnunum björgunar- vesti,“ segir Ægir. Því næst hefst kvennahlaup, kl. 11, og er lagt af stað frá íþróttahúsinu á Ólafsfirði. „Í framhaldinu býður Ramminn upp á skemmtisiglingu frá vesturbænum, eins og við hér í Fjallabyggð köllum Siglufjörð. Sigl- ingin hefst kl. 11.30 og endar í höfn- inni á Ólafsfirði þar sem öllum verður boðið upp á grillaðar pylsur og pepsí.“ Ein af þeim hefðum sem tengjast sjómannadeginum á Ólafsfirði er keppnin um Alfreðsstöngina. Sá hreppir stöngina sem stendur sig best í alls kyns aflraunum en stöngin er veglegur verðlaunagripur og var fyrst veitt fyrir rösklega sex áratug- um. „Eftir kappróður sjómanna við höfnina kl. 13 á laugardag hefst keppnin um Alfreðsstöngina kl. 14. Keppendur spreyta sig í björgunar- sundi, stakkasundi, róðri, knatt- spyrnu og reiptogi og eftir ákveðinni formúlu er reiknað út hver fær stöng- ina.“ Athygli vekur að sumar keppnis- greinarnar eru einstaklingskeppni á meðan aðrar etja kempunum saman í líðum. „Í knattspyrnunni fá meðlimir beggja liða stig, þó að fleiri stig fáist fyrir að sigra og gildir það sama um reiptogið og róðurinn. Flest stig eru hins vegar gefin fyrir björgunar- sundið.“ Stöngin má ekki fara úr kaupstaðnum Saga Alfreðsstangarinnar hefur ver- ið nokkuð vel varðveitt og upplýsir Ægir að það hafi verið Rögnvaldur Möller og Guðmundur L. Þorsteins- son sem gáfu stöngina á sínum tíma, en báðir eru þeir fallnir frá. „Í bókum félagsins hefur þessi gjöf verið skráð hinn 5. júní 1955 og einnig skjalfest að verðlaunagripurinn verði gefinn þeim sem vinnur þrekraunakeppnina eftir tilteknum reglum. Stendur raunar skýrum stöfum að stöngina megi ekki flytja út úr Ólafsfjarðar- kaupstað en ég held að það sé búið að brjóta þá reglu a.m.k. einu sinni því íbúi á Siglufirði vann keppnina fyrir nokkrum árum.“ Ekki er með öllu ljóst hvaðan Al- freðsstöngin fékk nafnið. „Sennileg- asta skýringin er sú að maður að nafni Alfreð hafi smíðað stöngina, en hún er engin smásmíði; gerð úr þungri koparfánastöng sem situr á skipsskrúfu.“ Skotfimi og knattspyrna Enn eru viðburðir laugardagsins ekki allir upptaldir og má m.a. bæta við að gestir geta gætt sér á sjávar- réttasúpu og hlustað á harmoniku- leik, fylgst með móti í leirdúfu- skotfimi sem Skotfélag Ólafsfjarðar stendur fyrir og hvatt sitt lið í knatt- spyrnuleik kl. 19.30. „Útiskemmtun við Tjarnarborg hefst kl. 21 og ætla m.a. Ingó Veð- urguð, Auddi og Steindi að troða upp, en kl. 23 skemmtir Ingó gestum á Höllinni og heldur uppi fjörinu fram á nótt,“ segir Ægir. Á sjómannadaginn sjálfan, sunnu- daginn 3. júní, er byrjað með skrúð- göngu frá hafnarvoginni að Ólafs- fjarðarkirkju þar sem haldin verður hátíðarmessa og sjómenn heiðraðir. „Fjölskylduskemmtun hefst í Tjarn- arborg kl. 13.30 og aftur skemmtir Ingó Veðurguð ásamt Aroni Hann- esi, Audda og Steinda. Hoppkastalar verða á svæðinu og stanslaust fjör og slysavarnadeild kvenna efnir til kaffi- sölu í Tjarnarborg.“ Sjómenn halda árshátíð í Tjarnar- borg kl. 19 um kvöldið og er viðburð- urinn öllum opinn. Sóli Hólm er veislustjóri og auk þess að gæða sér á kræsingum frá Bautanum á Ak- ureyri og njóta skemmtiatriða fá gestir að sjá hver fær Alfreðsstöng- ina fyrir afrek helgarinnar. „Hljóm- sveitin Í svörtum fötum treður síðan upp í lok dags og má reikna með að þeim takist að trylla gesti.“ Hver hreppir Alfreðsstöngina í ár? Til að hreppa forláta verðlaunagrip frá árinu 1955 þurfa hreystimenni m.a. að spreyta sig í róðri, reiptogi og björgunarsundi. Kraftar Reipitoginu hefur verið breytt svo að keppendur draga nú vöruflutningabíl. Rætur Ægir Ólafsson flytur ávarp í Ólafsfjarðarkirkju til heiðurs afburða sjómönnum. Læti Bæjarbúar og heimamen keppa í aflraunum af ýmsu tagi. Mikið fjör skapast í kringum árlegu róðrakeppnina enda veglegur verðlaunagripur í húfi. Hasar Þyrla landhelgisgæslunnar mun líta við ef veður og annir leyfa. Hraustur Sigurvegari ársins 2015 sýnir Alfreðsstöngina stoltur. Stendur raunar skýrum stöfum að stöngina megi ekki flytja út úr Ólafsfjarð- arkaupstað en ég held að það sé búið að brjóta þá reglu a.m.k. einu sinni því íbúi á Siglufirði vann keppn- ina fyrir nokkrum árum. 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Yfir sjómannadagshelgina er bærinn allur undirlagður og almenn þátttaka í viðburðum hátíðarinnar. „Þetta er hátíðisdagur fyrir allt samfélagið enda hafa Ólafsfirðingar sterka tengingu við sjávarútveginn,“ segir Ægir. „Und- anfarin ár höfum við hvatt bæjarbúa til að skreyta hjá sér hverfin og hafa þeir brugðist við með því að skreyta hátt og lágt þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Húsin og garðarnir ljóma í öllum regnbogans litum, sem setur mjög skemmtilegan svip á bæinn.“ Ægir, sem sjálfur sótti sjóinn í fjóra áratugi, segir viðburðinn líka hafa mikla merkingu fyrir sjómennina sjálfa. „Þetta er okkar stóri hátíðisdagur og oft eini dagurinn að jólunum undanskildum þar sem allir eru í höfn á sama tíma og geta hist til að skrafa og skemmta sér. Sjómannadagurinn er þá ekki bara stanslaus glaumur og gleði heldur tækifæri til að rifja upp liðna tíð og halda á loft minningu þeirra sem eru fallnir frá.“ Hátíð sem er sjómönnum kær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.