Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 við óskum ykkur öllum innilega til hamingju með Sjómannadaginn Sjómenn Ísþykknibúnaðurin frá Miðhraun 2 210 Garðabæ 587 1300 Kapp@kapp.is www.Kapp.isthe company gæðin Þið þekkið Tækni sem virkar! Fljótandi krapaísinn kælir fiskinn mun hraðar en hefðbundinn ís. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S tefán B. Gunnlaugsson, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, hefur gert áhugaverðar rannsóknir á afkomu ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Meðal þess sem hann hefur upp- götvað er að auðlindarenta grein- arinnar, þ.e.a.s. hagnaður af nýtingu sjávarauðlindarinnar umfram hagn- að atvinnulífsins almennt, var lítil sem engin fram að fjármálahruni. „Það er við því að búast að at- vinnugreinar sem nýta takmarkaða auðlind á borð við gull, olíu – og einnig fisk – njóti hagnaðar umfram fyrirtæki sem keppa á almennum samkeppnismarkaði. Ef auðlindin er takmörkuð, og úthlutað til ákveð- inna aðila, eru hagnaðarforsend- urnar aðrar en þegar t.d. æ fleiri keppinautar geta komið inn á mark- aðinn eins og þekkist í verslunar- og veitingarekstri, þar sem umfram- hagnaður kallar á meiri samkeppni sem loks verður til þess að umfram- hagnaðurinn hverfur.“ Tekur kipp 2008 Greiningar Stefáns benda til þess að auðlindarenta sjávarútvegsins hafi verið sáralítil, og hagnaður grein- arinnar jafnvel vel undir meðaltali, allt fram til ársins 2008. Hann tekur fram að það þýði ekki að sjávar- útvegurinn hafi ekki verið arðbær, heldur aðeins að arðsemin hafi ekki verið umfram meðaltalið. „Það má finna ýmsar útskýringar á því hvers vegna það leið svona langur tími frá því að kvótakerfinu var komið á, ár- ið 1989, og þar til auðlindarenta sjávarútvegsfyrirtækja verður greinileg,“ segir hann. „Fyrst þarf að nefna að heildaraflinn nærri því helmingaðist. Þorskaflinn dróst verulega saman og tegundir eins og rækja nánast hurfu. Það tók grein- ina þessi átján ár að vinna upp þetta tjón með sífellt meiri hagræðingu. Einn mælikvarði á hagræðinguna er að skoða fjölda þeirra sem vinna í sjávarútvegi, sem minnkaði mikið á tímabilinu á meðan afköst jukust eða stóðu í stað.“ Sá kippur sem verður árið 2008 stafar bæði af hagræðingu, en ekki síður af hagfelldum ytri skilyrðum. Fjármálahrunið varð til þess að gengi krónunnar lækkaði mikið og hagur sjávarútvegsins vænkaðist mikið í samanburði við aðrar at- vinnugreinar. „Það fer allt að vinna með greininni; skilvirknin er orðin meiri, aflinn eykst og gengið er mjög lágt,“ útskýrir Stefán og bætir við að sterk tengsl séu á milli raun- gengis krónunnar og auðlindarentu sjávarútvegsins. Veiðigjöldin haldi í við auðlindarentuna En hvaða þýðingu hafa þessar nið- urstöður fyrir greinina? Stefán seg- ir útreikninga sína meðal annars sýna hversu mikilvægt það er að haga veiðigjöldum þannig að þau endurspegli auðlindarentuna hverju sinni. „Líta má á veiðigjöldin sem leið til að skattleggja umfram- hagnað greinarinnar, og frá árinu 2012 hafa gjöldin tekið að meðaltali í kringum 20% af auðlindarentunni.“ Hann segir mögulegt að auðlinda- renta og veiðigjöld hækki ekki eða lækki í takt, svo að gjöldin geta orð- ið ýmist óeðlilega há eða lág miðað við stöðu greinarinnar hverju sinni. „Módelin sýna að umframhagnaður sjávarútvegsins minnkar hratt um þessar mundir en veiðigjöldin hafa verið á uppleið,“ segir hann. „Það er pólitísk spurning hversu há veiði- gjöldin eiga að vera og hvort þau eiga að taka til sín meira eða minna en 20% af auðlindarentunni, en það ætti að vera æskilegt að láta for- sendur veiðigjaldsins ráðast af hagnaði greinarinnar hverju sinni – færa gjaldið nær okkur í tíma – frekar en að miða við arðsemi grein- arinnar fyrir tveimur árum.“ Umframhagnaður í sjávarútvegi nýtilkominn Útreikningar Stefáns Gunnlaugssonar sýna greinileg umskipti árið 2008 eftir nærri tveggja áratuga uppbyggingar- og hagræðingarskeið. Núna fara ytri skil- yrði versnandi og auðlindarenta sjávarútvegsins minnkar um leið. Óheppilegt er að veiðigjöld og auðlindarenta sveiflast ekki endilega alltaf í takt. Morgunblaðið/Golli Bið Langur tími leið frá því að kvótakerfinu var komið á, árið 1989, þar til auðlindarenta sjávarútvegsfyrirtækja varð mikil. Morgunblaðið/Golli Viðmið „Líta má á veiðigjöldin sem leið til að skattleggja umframhagnað grein- arinnar, og frá árinu 2012 hafa gjöldin tekið að meðaltali í kringum 20%.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Breytingar „Það ætti að vera æskilegt að láta forsendur veiðigjaldsins ráðast af hagnaði greinarinnar hverju sinni – færa gjaldið nær okkur í tíma,“ segir Stefán Bjarni Gunnlaugsson. Auðlindarentan sveiflast einkum í takt við gengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.