Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Bir tm eð fr irv ar au m re ntv illu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. BORGARFERÐIR Bókaðu þína ferð á www.heimsferdir.is Okkar vinsælu 595 1000 Frá kr. 78.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. mörg blöð auk Morgunblaðsins. Má þar nefna DV, Viðskiptablaðið, Stundina, Bændablaðið, Skessu- horn, Víkurfréttir, Elkó blaðið, Eyjafréttir, Fiskifréttir, Vesturbæj- arblaðið, Breiðholtsblaðið, Kópa- vogsblaðið, Árbæjarblaðið og Graf- arvogsblaðið, Mosfelling og Grapevine. „Mikilvægast fyrir okkur með því að ná þessum árangri í keppninni er að þannig getum við sýnt öllum þessum viðskiptavinum okkar að okkur sé treystandi til að prenta auglýsingar og blöð þeirra af vand- virkni og af þeim gæðum sem til er ætlast,“ sagði Guðbrandur. vinna verðlaun af þessu tagi. „Til að ná árangri er mikilvægt að allir sem koma við sögu í þessu ferli séu sam- taka og tileinki sér vitund um gæði og vönduð vinnubrögð, bæði við prentunina sjálfa og einnig í ljós- myndavinnslu og auglýsingagerð. Sem betur fer vinnur hér reynslu- mikill og samstilltur hópur góðra fagmanna og svo búum við einnig svo vel að hafa yfir að ráða fullkom- inni prentvél og öðrum tæknibúnaði af bestu gerð í toppstandi. Allt þetta stuðlaði að því að okkur tókst að ná markmiðum okkar í keppninni,“ sagði Guðbrandur. Hjá Landsprenti eru prentuð fjöl- Landsprent ehf., prentsmiðja Morg- unblaðsins, hlaut á dögunum útnefn- ingu í hóp bestu blaðaprentsmiðja heimsins, International Color Qua- lity Club. Keppnin er skipulögð af WAN-IFRA, alþjóðlegum sam- tökum blaðaútgefenda. Er þetta í tólfta sinn sem samkeppnin er hald- in, en þetta mun vera eina alþjóðlega keppnin af þessu tagi. Keppnin fór þannig fram að í þrjá mánuði fyrr á árinu birtist lítill mælikubbur í Morgunblaðinu, ásamt öðrum blöðum víðs vegar um heim sem tóku þátt í keppninni, og var hann notaður til að mæla og bera saman prentgæði. Eftir hvert tíma- bil kölluðu skipuleggjendur keppn- innar eftir tilteknum tölublöðum af handahófi sem voru síðan notuð til að mæla og meta. Þetta var gert til þess að tryggja að verið sé að mæla blöð úr venjulegri framleiðslu, en ekki sérstaklega prentuð fyrir keppnina. Markmiðið með þessu fyr- irkomulagi er að prentgæðin séu stöðug og eins alla daga og að aug- lýsendur og lesendur geti treyst því að gæði prentunarinnar séu stöðug og ætíð eins og best verður á kosið. Allir þurfa að vera samtaka Að sögn Guðbrands Magnús- sonar, prentsmiðjustjóra Lands- prents, er ekki hlaupið að því að Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæði Prentsmiðjan í Hádegismóum þykir fagaðilum ein sú besta í heimi. Guðmundur Gíslason prentari setur hér plötu í prentvélina. Prentsmiðja Lands- prents ein sú besta  Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda verðlauna Landsprent Einvalalið Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri Landsprents í hópi prentara og tæknimanna sem unnu að því ásamt öðrum starfsmönnum að Landsprent komst í hóp bestu prentsmiðja heims fyrir prentun á Morgun- blaðinu. Frá vinstri: Ólafur Brynjólfsson, Óli Vinh Nguyen, Guðmundur Gíslason, Snorri Guðjónsson, Smári Bald- ursson, Gylfi Geir Guðjónsson, Stefán Stefánsson og Guðbrandur Magnússon. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fundum Alþingis var ekki frestað fyrr en eftir miðnætti í fyrrinótt. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær náðist samkomulag að nýju um þinglok, um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld, eftir að Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra fundaði með formönnum stjórnmálaflokk- anna á Alþingi, en um miðjan dag í fyrradag virtist sem samkomulagið sem gert hafði verið hefði farið út um þúfur, þar sem Miðflokkurinn taldi sig hafa verið svikinn af stjórnarliðum. Á þeim fundi náðist samkomulag um það að Miðflokkurinn fengi á nýjan leik þingsályktunartillögu um óháða, faglega staðarvalsgrein- ingu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, en tillagan var áður á dagskrá snemma á þessu ári. Síðari umræða um þingsályktun- artillögu Miðflokksins var því tekin á dagskrá í fyrrakvöld og atkvæða- greiðsla um tillöguna sem fór fram á ellefta tímanum í fyrrakvöld fór þannig að nei sögðu 43 þingmenn og já sögðu 15 þingmenn, þ.e. allir sjö þingmenn Miðflokksins, auk fimm þingmanna Pírata og þriggja þingmanna Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að það sé engin hefð fyrir því þegar líður að starfslokum þingsins, að samið sé við stjórnar- andstöðuflokka um að tiltekin mál þeirra verði tekin á dagskrá fyrir þinglok, en það hafi þó iðulega gerst. „Það er oft hluti af samkomulagi við stjórnarandstöðuna, að hún fái einhver mál stjórnarandstöðuflokk- anna tekin á dagskrá. Þetta hefur verið með mismunandi hætti. Stundum hafa þinglokin hverfst um það að stjórnarandstaðan hefur beitt stöðu sinni til þess að stoppa eitthvert mál og í okkar tilviki hjá VG í stjórnarandstöðu vorum við ekkert endilega upptekin af því að fá einhverja ómerkilega tillögu af- greidda. Samningsmarkmið okkar snerist um að koma í veg fyrir að mál væri afgreitt sem við vorum gjörsamlega andvíg,“ sagði Stein- grímur í samtali við Morgunblaðið í gær. Tillaga Miðflokks- ins um staðarvals- greiningu kolfelld  43 þingmenn sögðu nei við þings- ályktunartillögunni og 15 sögðu já Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Íslensk erfðagreining hefur nú svar- að þeim sem óskuðu eftir upplýsing- um um það hvort þeir bæru breytt BRCA2-gen sem eykur verulega lík- ur á krabbameini. Um það bil tutt- ugu þúsund Íslendingar sóttu um upplýsingarnar á vefnum arfgerd.is. Íslensk erfðagreining ráðleggur þeim sem greinst hafa með breytt- BRCA2-gen að hafa samband við erfðaráðgjöf Landspítalans. Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi hjá erfðaráðgjöf Landspítalans, segir marga hringja á hverjum degi vegna BRCA2-gensins og að símtölum hafi fjölgað eftir að íslensk erfðagreining sendi út svör. Þegar fólk leitar til erfðaráðgjafar Landspítalans eftir að hafa fengið jákvæðar niðurstöður frá arfgerd.is er byrjað á því að gera klínískt staðfestingarpróf. ,,Við treystum auðvitað upplýsing- unum frá Íslenskri erfðagreiningu en það er venjan að gera staðfesting- arpróf. Í framhaldi ráðleggjum við eftirlit eftir fjölskyldusögu og kyni. Áhætta á krabbameini eykst talsvert þegar fólk er með breytingu í þessu geni svo eftirlit með þeim sem greinst hafa er mikið.“ Brjóstnám möguleiki Eitthvað hefur verið um það að fólk, þá aðallega konur, fari í fyrir- byggjandi brjóstnám þegar það greinist með breytingu á geninu. Vigdís segir að það sé eitt af því sem rætt sé við þá sem leita til erfðaráð- gjafarinnar. ,,Sumir eru ákveðnir í því strax frá upphafi en aðrir fara kannski fyrst í eftirlit og hugsa málið aðeins. Fyrir suma er krabbamein ákaflega mikil ógn en fyrir þá sem ekki eiga fjölskyldusögu af krabba- meini er þetta kannski ekki alveg jafn stór ógn.“ Um upplýsingu arfbera breytta BRCA2-gensins segir Vigdís: ,,Okk- ur finnst auðvitað gott að fólk fái upplýsingarnar en það eru ekki allir sem kjósa að fara þessa leið og það verður því hver og einn að fara sína leið í því.“ Tuttugu þúsund sóttu upplýsingar  Mikil ásókn í upplýsingar um stökkbreytt BRCA2-gen á vefsíðunni arfgerd.is  Erfðaráðgjöf Land- spítalans gerir staðfestingarpróf  Sumir kjósa brjóstnám  Mikil eftirfylgd með þeim sem greinast Erfðaupplýsingar » Þeir sem greinast með breytingu í BRCA2-geni á arf- gerd.is hafa samband við erfðaráðgjöf Landspítalans. » Þar er gert staðfestingar- próf. » Sé prófið jákvætt hefst reglulegt eftirlit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.