Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 4

Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík | Skólabraut 26, 300 Akranes Tveggja herbergja, íbúð á 2. hæð. Yfirbyggðar svalir, fallegt útsýni út á flóann af svölum og úr stofuglugga. ÍBÚÐ FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI. HÆGT AÐ PANTA HÁDEGISMAT. SAMKOMUSALUR Á 10. HÆÐ. HEITUR POTTUR, SAUNA OG ÆFIN- GATÆKI Í SAMEIGN. HÚSVÖRÐUR OG TVÆR LYFTUR ÍBÚÐIN GETUR VERIÐ LAUS FLJÓTLEGA. Verð 28,9m Heimir Bergmann Löggiltur fasteignasali s. 630-9000 heimir@logheimili.is Þar sem heima er best Til Sölu Grandavegur 47, 107 Reykjavík Finnska smáforritið (appið) ResQ verður aðgengilegt hér á landi á næstu vikum. Appið gerir veit- ingastöðum kleift að bjóða við- skiptavinum sínum mat sem afgangs var þann daginn og minnka þar með matarsóun sína í leiðinni. Virkni for- ritsins felst í því að veitingastaðurinn færir upplýsingarnar inn í appið og fær notandinn tilkynningu um hvað honum býðst þann daginn, á hálfvirði. Nýsköpunarfyrirtækið ResQ var stofnað í Helsinki árið 2016 og er nú í samstarfi við um 2.000 veitingastaði í Evrópu, en notendur eru orðnir 300 þúsund. Jaakko Levola, markaðs- stjóri fyrirtækisins, segir matarsóun raunverulegt vandamál sem æ fleiri kveiki á. „Matarsóun er stórt vanda- mál í heiminum, en samkvæmt tölum frá Sameinuðu Þjóðunum er matar- úrgangur á heimsvísu 10,5 milljónir tonna á ári. Við finnum fyrir mikilli meðvitund um þetta mál og æ fleiri vilja auðvelda og umhverfisvæna lausn á við þessa.“ Levola segir ástæðu þess að stefn- an sé nú sett á Ísland m.a. þá að margir veitingastaðir hafi haft sam- band við þau að fyrra bragði. „Ég veit ekki hvar þessir veitingastaðir heyrðu um okkur en þeir höfðu sam- band og sögðu að þá vantaði hjálp við að minnka matarsóun. Mikið af mat á Íslandi er innflutt og því er umhverf- isspor Íslendinga enn meira en í mörgum öðrum löndum.“ Levola seg- ir viðræður nú standa yfir við veit- ingastaði hér á landi, en fimm staðir eru nú þegar í lokaviðræðum um inn- göngu. Áætlað er að lausnin verði að- gengileg á næstu vikum á Íslandi. ninag@mbl.is Matarsóun leyst með appi  Finnskt app sem spornar við matarsóun brátt á Íslandi  Veitingastaðir selja umframmagn matar með forritinu Ljósmynd/ResQ Nýnæmi Veitingastöðum á Íslandi býðst nú ný og sjálfbær lausn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er mjög ánægður með það hvernig til hefur tekist með að finna samstarfsaðila. Verksmiðjan er miðja vegu á milli St. Péturs- borgar og Moskvu og hér er um- hverfið viðskiptasinnað og borgar- stjórn og héraðsstjórn jákvæð,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar. Í gær var formlega tekin í notkun framleiðslulína fyrir Ísey-skyr í borginni Novgorod, eða Hólmgarði, sem er hin forna höf- uðborg Garðaríkis sem Svíar stjórnuðu. Skyrið er framleitt samkvæmt vörumerkja- og framleiðslusamn- ingi sem Mjólkursamsalan gerði við rússneska félagið IcePro LLC, sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga en rússneskir fjárfest- ar eiga einnig hlut að. IcePro samdi við rússneska mjólkurframleiðand- ann Lactika JSC um framleiðslu og dreifingu á skyrinu. Það verður komið í hillur nokkurra verslana- keðja í Moskvu og St. Pétursborg um næstu mánaðamót. KS skapaði tækifærið Ari segir að MS geri sams konar samninga við fyrirtækið í Rússlandi og gerðir hafa verið við framleiðslu- fyrirtæki í Japan, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Engu breyti þótt KS, sem á 10% hluti í MS, sé lykilfjár- festir í því. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að KS hafi vilj- að fara í þetta verkefni og skapa þetta tækifæri. MS gerir það ekki, hefur ekki fjárhagslega burði til að fjárfesta í áhættufyrirtækjum í öðr- um löndum,“ segir Ari. Heildarfjár- festing í verkefninu í Rússlandi nemur um 500 milljónum króna. KS hefur á undanförnum árum unnið að markaðssetningu á lambakjöti í Rússlandi í samvinnu við hjónin Sigurjón Bjarnason og Katerinu Gerisimovu í gegnum félagið Ice- Corpo, sem einnig kemur að skyr- verkefninu. IcePro og Lactika stefna að því að ná 5.000 tonna sölu á Rússlands- markaði á ári, innan þriggja ára. Er það nærri tvöföld ársneysla Íslend- inga. Ari telur að þetta séu hógvær markmið og reiknar með að árang- urinn verði enn betri. Hann nefnir í því sambandi að Rússar séu 150 milljón manna þjóð og þar af búi um 100 milljónir á því landsvæði sem skyrið verði einkum markaðs- sett á í upphafi. Ísland í sviðsljósinu vegna HM Mikill áhugi er fyrir Íslandi í Rússlandi um þessar mundir. Ari segir hann tilkominn vegna þátt- töku íslenska landsliðsins á HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi í dag. Telur hann að það hjálpi við markaðssetningu á Ísey-skyrinu nú í upphafinu. Skyrið virðist falla Rússum vel í geð, samkvæmt rannsóknum sem IcePro hefur gert á markaðnum. Töluverð jógúrtneysla er í landinu og einnig er mikið borðað af tverog, sem er líkt kotasælu sem ýmsum bragðefnum er bætt í. Ari nefnir að skyr sem sölufyr- irtækið sendi til bækistöðva ís- lenska landsliðsins við Svartahaf hafi klárast á stuttum tíma og meira verið pantað. Það hafi ekki aðeins verið vegna íslenska lands- liðsins heldur hafi skyrið runnið ljúflega ofan í starfsfólk hótelsins. Ljósmynd/Árni Gunnarsson Framleiðsla hafin Fulltrúar MS og KS voru meðal gesta ásamt rússneskum samstarfsmönnum. Sjá má Ara Edwald forstjóra, Egil Sigurðsson, stjórnarformann MS, Pétur Óla Pétursson og Bjarna Maronsson, stjórnarformann KS. Innrás með skyr í Garðaríki  Framleiðsla hafin á Ísey-skyri í Rússlandi  Kaupfélag Skagfirðinga er lykilfjárfestir í markaðs- fyrirtækinu  Stefnt að 5.000 tonna sölu á ári  Þátttaka Íslands í HM liðkar fyrir sölu í upphafi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegir að fáeinum vinsælum ferða- mannastöðum á hálendinu hafa ver- ið opnaðir. Vegirnir inn í Land- mannalaugar og Kerlingarfjöll voru færir í byrjun vikunnar, að vísu fyr- ir fjórhjóladrifna bíla, en flest öku- tæki munu komast um. Vegagerð- armenn eru að huga að opnum annarra leiða. Þannig eru líkur á að Landmannaleið og vegurinn í Laka- gíga verði opnaðir fyrir helgi, ef ekkert óvænt kemur upp. Ekki er búið að opna Kjalveg á milli Kerl- ingarfjalla og Hveravalla. „Það var orðið ágætlega fært upp úr 20. maí en svo kom hvítasunnu- hretið með snjó og vatnavöxtum í kjölfarið. Nú er vatnið að minnka og vegurinn orðinn vel fær,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar, sem rekur ferðaþjón- ustu í Kerlingarfjöllum. Hann seg- ist bíða spenntur eftir því að Vega- gerðin opni síðasta spottann á Kjalvegi, á milli Kerlingarfjalla og Hveravalla. Hann sé orðinn góður. Komu með þyrlu Umferðin inn í Kerlingarfjöll fer rólega af stað, að sögn Páls, enda séu erlend ferðaþjónustufyrirtæki varfærin því þau geti ekki treyst á opnun vegarins á ákveðnum degi. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna sig í Landmannalaugum, að sögn Mána Gautasonar, skálavarðar hjá Ferðafélagi Íslands. Hann hefur verið í Landmannalaugum frá því í byrjun maí við að gera klárt fyrir sumarið. Hann segir að ekki hafi margir komið í maí. Raunar hafi þyrla komið tvisvar með ferðafólk sem hafi stokkið smástund út í laugina og svo drifið sig aftur inn í farkost- inn. Þá segir hann að í lok maí hafi fólk ekið fram hjá lokunum, að stórum skafli við Frostastaðavatn og gengið þaðan inn í Laugar. Kjalvegur hefur stundum verið leiðinlegur á sumrin. Páll furðar sig á yfirlýsingum og loforðum ráða- manna um að auka fjárveitingar til viðhalds og þjónustu á veginum. Vegagerðarmenn sem eigi að sjá um veginn sjái þessa peninga aldr- ei. Ljósmynd/Páll Gíslason Kjalvegur Síðasta haftið, rétt innan við Gíslaskála, hefur verið rofið. Opnað í Kerling- arfjöll og Laugar  Ferðafólk komið inn á hálendið Líkur eru á því að 18 og 19 ára ein- staklingar sjái fram á launahækkun á næsta ári vegna nýrra laga sem banna mismunun vegna aldurs. Á mánudaginn voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og segir í 9. grein þeirra að atvinnu- rekanda sé óheimilt að mismuna starfsmönnum sínum meðal annars vegna aldurs í tengslum við laun og önnur kjör enda sinni þeir sömu eða jafnverðmætum störfum. Bæði í kjarasamningum Samtaka at- vinnulífsins við Eflingu og VR er kveðið á um að starfsmenn sem eru 18 og 19 ára eigi aðeins rétt á 95% byrjunarlauna. Laun Ný lög frá Alþingi banna mismunun vegna aldurs í launagreiðslum. Laun ungra gætu hækkað vegna laga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.