Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Hestaleigan
Vík horse
adventure
hefur byggt
nýtt og
glæsilegt
hesthús í
Vík með til-
heyrandi
aðstöðu fyrir starfsfólk og
gesti. Hefur það orðið til þess
að gestum hefur fjölgað og við-
skiptin aukist.
Hestaleigan hefur verið starf-
andi í nokkur ár og áherslan
alltaf verið á að byggja upp að-
stöðu inni í þorpinu. Lóð fékkst
rétt fyrir ofan Víkurfjöru, í ná-
grenni aðalstoppistaðar ferða-
manna í Vík. Lísa Kaplon,
starfsmaður hestaleigunnar,
segir að flestir útreiðartúrarnir
séu um Víkurfjöru. Þangað vilji
allir fara til að njóta útsýnisins
og stoppa til að fá mynd af sér á
hestbaki með Reynisdranga í
baksýn.
Eigendur hestaleigunnar hafa
áætlanir um að bæta aðstöðuna
enn frekar á næstu árum, meðal
annars með því að byggja reið-
höll við hesthúsið. Lísa segir að
starfsemin verði fyrst að fá að
þróast en í reiðhöll verði hægt
að vera með hestasýningar og
reiðkennslu.
Allir vilja ríða
um Víkurfjöru
VÍK HORSE ADVENTURE
Hjördís Rut Jóns-
dóttir og Lísa Kaplon.
Fullyrða má
að gamall
draumur sé
að rætast
hjá Sveini
Sigurðssyni
og Þóreyju
Richardt Úlf-
arsdóttur
með opnun
hamborg-
arastaðar og
brugghúss í
Vík í Mýrdal.
Bjór er mikið áhugamál hjá
þeim báðum og meðeigendum
þeirra og Sveinn hefur í mörg ár
tekið rekstur brugghúss fyrir í
námi sínu hér heima og í Dan-
mörku og Þórey hefur mikinn
áhuga á mat og unnið við að
steikja hamborgara í mörg ár.
Áherslan er á amerískan
grillstíl og bragðmikinn bjór í
Smiðjunni brugghúsi.
Gamall draum-
ur að rætast
SMIÐJAN BRUGGHÚS
Þórey Richardt Úlf-
arsdóttir og Sveinn
Sigurðsson með
soninn Almar Darra
sem þýðir að 1500-1600 gestir geta gist þar á
sömu nóttunni.
Elías Guðmundsson sem rekur Icelandair hót-
elið í Vík og fjölda veitingastaða og er einn eig-
enda Hótels Kríu segir að ekkert lát sé á eft-
irspurninni. Hann hefur ekki orðið var við
bakslag í ferðaþjónustunni. Vissulega hafi apríl
verið lélegur, en það sé venjan. Ferðasumarið sé
hafið og haustið líti einnig vel út.
Vík er einstaklega vel í sveit sett gagnvart
ferðafólki og nýtur þess ríkulega. Í nágrenninu
eru vinsælir áfangastaðir ferðafólks. Vík er enda
áfangi flestra hópferða um suðurströndina en
einnig viðkomustaður ferðafólks á leið til og frá
Jökulsárlóni. Þangað koma 60-70 rútur á dag.
Vilhjálmur Sigurðsson, einn af eigendum Hótel
Kríu, bætir því við að þægileg dagleið sé frá
Reykjavík og margt að skoða á leiðinni.
16 veitingastaðir
Þessi mikli fjöldi ferðafólks hefur öskrað á
fjölgun veitingastaða og aukna afþreyingu. Ekki
þýðir að láta fólkið bíða í klukkutíma í biðröð við
Víkurskála, eins og oft hefur gerst. Í ár og á síð-
asta ári hafa bæst við nokkrir veitingastaðir sem
bæta úr brýnni þörf en auka jafnframt fjöl-
breytnina. Stór veitingastaður er í nýju og glæsi-
legu verslunarhúsi Icewear, auk nýrra staða inni
í þorpinu og í nýju hótelunum.
Lausleg talning bendir til að í sumar verði
hægt að kaupa sér eitthvað að snæða á 16 stöð-
um í Mýrdal.
Heilmikil afþreying er í boði í sveitarfélaginu,
auk náttúruskoðunar og eitthvað er að bætast
við í sumar.
Íbúum hefur fjölgað mikið síðustu árin. Á
árinu 2012 fór íbúafjöldinn niður í 440 en var kom-
inn í 677 manns um síðustu mánaðamót. Hefur því
fjölgað um rúmlega 50% á þessum tíma.
Starfsfólk frá útlöndum
Ásgeir sveitarstjóri segir að aukning í ferða-
þjónustunni hafi ákveðin ruðningsáhrif í sam-
félaginu. Þannig sé erfitt fyrir sveitarfélagið að
manna nauðsynleg störf við leikskóla, grunnskóla
og aðrar stofnanir.
Ferðaþjónustufyrirtækjunum gengur vel að
ráða starfsfólk. Þannig er búið að ráða í öll störf
við nýja hótelið, samkvæmt upplýsingum Vil-
hjálms. Starfsfólkið kemur aðallega frá útlöndum
því ekkert fólk er á lausu í þorpinu. Um 100 starfs-
menn eru hjá fyrirtækjum Elíasar Guðmunds-
sonar. Þar af eru aðeins sjö íslenskir. Samkvæmt
íbúatölum á fyrsta ársfjórðungi voru 230 erlendir
ríkisborgarar búsettir í Vík.
Húsnæði er heldur ekki á lausu. Því verða
ferðaþjónustufyrirtækin að byggja íbúðarhúsnæði
fyrir starfsfólk sitt, samhliða uppbyggingunni.
Hótel Kría er að byggja íbúðarhús fyrir 26 starfs-
menn. Þá er Elías Guðmundsson með um 1.800
fermetra húsnæði fyrir starfsfólk. Hann segist fá
umsóknir um störf á hverjum degi. Aðaláskorunin
sé að minnka starfsmannaveltuna. Nokkuð er um
það að erlent starfsfólk ílendist en hann vill sjá
fleiri festa rætur í Vík.
Ásgeir sveitarstjóri segir að ný sveitarstjórn
þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. Hann segir eðli-
legt að nýta sér tækifærin sem ferðaþjónustan
býður upp á til að efla byggðina en halda jafn-
framt í hið hefðbundna samfélag landsbyggð-
arinnar. Það gerist ekki af sjálfu sér og menn
þurfi að vanda sig.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ferðaþjónustuþorp Byggingar í þágu ferðamanna setja sífellt meiri svip á Víkurþorp. Í forgrunni er Hótel Kría og starfsmananhús fjær. Lengra er í Ice-
landair hótelið og nýtt íbúðarhús fyrir starfsfólk fyrirtækja Elíasar Guðmundssonar. Yfir trónir kirkjan sem er enn eitt helsta tákn Víkurþorps.
Ferðamenn bjarga Vík
Ferðaþjónustan snéri við þróuninni í Mýrdal Íbúum fjölgaði um 50% á sex
árum Nýtt hótel við Hringveginn Nýir veitingastaðir og afþreying
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vík í Mýrdal er eitt af þeim þorpum landsins sem
ferðamannaævintýrið hefur bjargað. Byggð í
Mýrdalshreppi var í mikilli vörn fyrir fáeinum
árum en nú síðustu árin hefur þar verið blúss-
andi sókn og árið í ár slær nýtt met í uppbygg-
ingu nýrra hótela, veitingastaða og afþreying-
arfyrirtækja – og fjölgun íbúa.
Vík í Mýrdal er einn fjölsóttasti ferðamanna-
staður landsins og hefur hækkað á listanum
frekar en hitt. Talningar Vegagerðarinnar sýna
að um 4.400 bílar fara um þorpið á dag, þegar
mest er. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir að
það sé fimmföldun frá árinu 2010. Áætlað er að
nokkuð yfir milljón ferðamenn leggi leið sína um
þetta 670 manna þorp.
Ekkert bakslag í Vík
Gistiþjónusta hefur aukist mjög á síðustu ár-
um, bæði í þorpinu og sveitinni, en annar þó ekki
eftirspurn. Stærsta viðbótin í ár er 73 herbergja
hótel sem byggt er frá grunni við Hringveginn,
Hótel Kría.
Hótelið hefur risið á skömmum tíma. Byrjað
var að grafa fyrir grunni í janúar og mun hótelið
opna dyr sínar fyrir gestum um næstu mán-
aðamót. Þessi hraði grundvallast á því að her-
bergin koma tilbúin frá Noregi.
Úthlutað hefur verið lóð fyrir annað hótel við
Hringveginn en uppbygging þar hefur tafist.
Með viðbótinni í sumar er talið að vel á átt-
unda hundrað gistiherbergi séu í sveitarfélaginu
The Soup Company opnar veitingastað í nýju og glæsilegu húsnæði um
helgina, ef allt gengur upp. Í tengdu húsnæði er verið að setja upp sýningu
þar sem bráðið hraun rennur yfir ísjaka. Hún verður opnuð á næstunni.
Júlíus Ingi Jónsson fékk hugmyndina að hraunsýningunni þegar hann sá
hraunfossinn fræga í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Hann og kona hans,
Ragnhildur Ágústsdóttir, fundu mann í Bandaríkjunum sem framleiðir tæki
til að bræða hraun. Hildur Árnadóttir sem á húsnæðið með manni sínum,
Ragnari Þ. Guðgeirssyni, segir hugmyndina ganga út á það að sýna hvað
gerist þegar glóandi hraun rennur út á ís. Hraungrjót er hitað upp í 2000
gráður í gasofni og glóandi hraunið látið renna yfir ís. Sama hraunin er síð-
an hitað fyrir hverja sýningu en nýju grjóti líka bætt á.
Hildur segir nauðsynlegt að hafa afþreyingu innanhúss svo fólk geti gert
eitthvað þegar ekki viðri fyrir náttúruskoðun. Það hafi vantað í Vík. Talið er
að þetta sé í fyrsta skipti sem hraun er brætt til sýningar og fræðslu fyrir
ferðafólk.
Daníel Óliver Sveinsson og Margrét Lilja Reynisdóttir voru með súpustað
í gámi í Vík í fyrrasumar. Þau eru að flytja sig inn í húsnæði sem eigendur húsnæðis sem síðast hýsti verslunina
Kjarval eru að innrétta fyrir veitingastað og hraunsýningu. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Daníel segir að þau
leggi áherslu á súpur, eins og nafnið bendir til, ferskt hráefni og að allir réttir verði glútenfríir. „Við verðum með
hollan og ódýran mat,“ segir hann.
Hann óttast ekki samkeppnina við fjölda annarra veitingastaða. Segir að vantað hafi fleiri staði til að taka á
móti þeim mikla fjölda ferðafólks sem vilji borða í Vík.
Glóandi hraun á nýrri sýningu
HRAUN OG SÚPA
Daníel Óliver Sveinsson og Hildur
Árnadóttir halda á hraunhellu sem fer í
bræðsluofninn.
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur