Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
yrði eftir í Eyjum. Við fórum um borð
í Arnar ÁR, sem var fyrstur báta til
Þorlákshafnar,“ segir Halla. Hún seg-
ir að ferðin í Þorlákshöfn hafi ekki
verið sú besta.
„Við vorum úti á dekki alla leiðina.
Ég man ekki eftir að hafa hugsað
neitt né haft áhyggjur af framtíðinni.
Það eina sem ég hugsaði um var að
halda börnunum saman svo að enginn
týndist. Það var kalt og mikil sjó-
veiki,“ segir Halla.
„Það var erfitt þegar við Addi
kvöddumst á bryggjunni. En svona
var þetta bara og það varð að taka
því.“
Halla og Dagfríður Finnsdóttir á
Kirkjubæ voru samferða til Þorláks-
hafnar en Guðjón Pétursson, eig-
inmaður Dagfríðar, varð eftir í Eyj-
um. Áður en lagt var af stað hafði
Dagfríður hringt á Selfoss til fólks
sem hún þekkti og sagt því frá því
sem gerst hafði. Þetta voru Þórunn
Einarsdóttir og Jón Guðbrandsson
dýralæknir en þau ætluðu að koma á
tveimur bílum til Þorlákshafnar og
sækja Dagfríði.
„Þegar hjónin komu að sækja Dag-
fríði stóð ég með börnin mín sjö og
spurði Jón hvort ég ætti að koma líka.
Jón svaraði: ,,Þú átt það ekki en þú
mátt það“ og með þeim fórum við,“
segir Halla með hlýju í röddinni og
bætir við að þau hjónin séu yndis-
legasta fólk sem til sé á jarðríki.
Börn Jóns og Þórunnar voru átta,
Halla kom með sín sjö og Dagfríður
með tvo syni. Samtals var því 21 á
heimilinu.
,,Einhverjir sváfu í húsinu við hlið-
ina, hjá þeim heiðurshjónum, Hjalta
Gestssyni og Karen Gestsson. Við
vorum þar í 3 til 4 daga minnir mig og
ég man hreinlega ekki hvernig mér
leið. Ég held að mér hafi ekki liðið
illa, en það var ekki skemmtilegt að
fara að sofa á kvöldin og Addi úti í
Eyjum,“ segir Halla.
Hún segir að Þórunn hafi séð til
þess að þeim leiddist ekki, fór með
fjölskyldurnar í Eden og vildi allt fyr-
ir þau gera. Fljótlega fékk Halla leigt
húsnæði á hestabúi í Austurkoti í
Flóa.
Matarpöntun einu sinni í viku
Að sögn Höllu var húsnæðið ekki
gott. Það var kalt og setja þurfti allan
mat í ísskáp, annars fraus hann. Það
var heldur ekki hægt að fara í bað
vegna kulda.
„Eins og það var erfitt að vera
þarna um veturinn þá var æðislegt að
vera í sveitinni um vorið og sumarið,“
segir Halla.
,,Það var erfitt að geta ekki hringt í
Adda en svo fengum við síma. Að vísu
sveitasíma og allir sem vildu gátu
hlustað. Ég fékk bílinn minn ekki
strax og hringdi í Kaupfélagið sem
sendi mat til okkar en það var aðeins
hægt að fá heimsent einu sinni í viku.
Það breytist mikið þegar ég fékk bíl-
inn,“ segir Halla.
Halla segir að sér hafi fundist erf-
iðast að búa í Flóanum þegar þokan
lagðist yfir.
,,Það var líka hræðilega vond lykt
af hestunum, svo við fórum oft niður
á Eyrarbakka til þess að finna gúanó-
lykt. Ég fór með krakkana sjö á ein-
um bíl. Það var skutbíll svo það var
bara hlaðið í skottið eins og þurfti,“
segir Halla hlæjandi og bendir á að í
þá daga hafi engin belti verið í bílum
né öryggisreglur.
,,Ég man þegar sú yngsta, Elísa,
veiktist og ég komst ekki með hana til
læknis. Ég vissi ekki hvað ég átti að
gera og hringdi í dýralækninn. Jón
kom með stauk af pillum sem stóð á
,Just for animals“ (í. aðeins fyrir dýr)
og sagði mér að gefa Elísu lyfin þang-
að til við næðum í lækni og henni varð
ekki meint af þessu.“
Halla segir að fjölskyldan hafi flutt
í lok júlí í gám í Hveragerði þar til
þau fluttu aftur til Eyja þegar skólinn
byrjaði 3. september 1973.
Halla minnist þess ekki að hafa
hugsað mikið um framtíðina meðan á
gosinu stóð. En hún hafði áhyggjur af
eldri stelpunum sem nýttu sér frelsið
á fastalandinu og fór í heimsóknir til
Reykjvíkur.
Í upphafi mars losnaði stórt bjarg,
Flakkarinn, úr norðurhlíð Eldfells
sem flaut ofan á hrauninu og ferðað-
ist um 200 metra á dag.
,, Ég hafði miklar áhyggjur af
Adda, sérstaklega þegar Flakkarinn
fór af stað. Ég og börnin sátum við
útvarpið og biðum eftir fréttum en
fengum lítið að vita. Húsið okkar fór
undir hraun 24. mars minnir mig.“
Hefði frekar viljað vera heima
Lífið á fastalandinu reyndi á
Eyjamenn og aðra. Ekki voru allir
sáttir við þessa óboðnu gesti. Veist
var að þeim og börn lentu í einelti í
skólum. Bryndís Hrólfsdóttir, þá
tvítug, segist hafa orðið fyrir áreitni
fyrir það eitt að vera frá Vest-
mannaeyjum.
„Við hjónin fórum í Hreðavatns-
Húsnæðislaus með sjö börn
Flóttamenn Halla Guðmundsdóttir og Dagfríður Einarsdóttir halda utan um og gæta barna sinna á bátsdekki á kaldri janúarnótt á leið til Þorlákshafnar.
Myndina tók Elías Baldvinsson, eiginmaður Höllu, þegar hann kvaddi konu sína og sjö börn sem sigldu með Arnari ÁR út í óvissuna um hvað tæki við.
Yndislegasta fólk á jarðríki Fékk leigt á hestabúi Maturinn fraus í húsinu Svona var þetta
bara Keyrðu á Eyrarbakka til þess að finna gúanólykt Sveitin æðisleg um vorið og sumarið
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ýmis vandamál fylgdu móttöku 5.000
flóttamanna frá Heimaey þegar eld-
gos braust þar út aðfaranótt 23. jan-
úar 1973. Sumir komust strax í hús-
næði en aðrir voru nánast á vergangi.
Mikill velvilji mætti Eyjamönnum í
byrjun en þegar frá leið áttu þeir á
köflum undir högg að sækja.
Guðjón Ármann Eyjólfsson lýsir
þessu ágætlega í bók sinni Vest-
mannaeyjar, Byggð og eldgos.
„Móttökur Reykvíkinga og skipu-
lag Almannavarna á móttökum var
með einstökum ágætum, einkum þeg-
ar haft er í huga, að lítill tími var til
stefnu. Þennan dag og næstu daga
komu fram beztu þættir kynstofns
okkar og íslenzkrar þjóðar; fórnfýsin
og hjálpsemin við náungann. En ekki
leið þó á löngu þar til Sturlungaeðlið,
flokkadrættir, deilur og þras, gerði
aftur vart við sig og náði tökum á okk-
ur.“
Halla Guðmundsdóttir og eigin-
maður hennar Elías Baldvinsson,
kallaður Addi, voru komin upp í en
ekki farin að sofa aðfaranótt 23. jan-
úar þegar brunasíminn hringdi.
„Addi var í slökkviliðinu og símtalið
var tilkynning um að gos væri hafið.
Addi sagði við þann sem hringdi að
slíkt væri ekkert til að fíflast með,“
segir Halla sem var þá 33 ára gömul
og bjó á Landagötu 12, á austurhluta
Heimaeyjar.
„Við áttum ekki nema sjö börn á
þessum tíma,“ segir Halla hlæjandi.
Hún vakti eldri dæturnar sem byrj-
uðu að klæða yngri börnin.
„Á meðan börnin klæddu sig
smurði ég brauð og hellti upp á kaffi
því ég ætlaði með börnin inn í Herj-
ólfsdal í útilegu,“ segir Halla og bætir
við að mamma hennar og Tóti móð-
urbróðir hafi búið í kjallaranum og
þeirra fyrsta verk var að fara austur á
Urðir til þess að hleypa út hestunum
svo þeir brynnu ekki inni. „Addi kom
heim og sagði að ég yrði að fara með
börnin um borð í næsta bát en hann
Staðreyndir um
Noregsferðina
» 1.020 börnum boðið flug og
frítt uppihald í Noregi.
» Áætlað að 160 til 300 börn
myndu þiggja boðið.
» 90% Eyjabarna þáðu boð í
14 daga ferð.
» 909 börn 7 til 15 ára fóru til
Noregs júní til ágúst 1973.
» Gist í sumarbúðum og á
einkaheimilum.
» Börnin fóru til 11 svæða í
Noregi.
» 38 unglingar styrktir í skóla-
ferðalag til Færeyja.
» 18 eldri borgurum boðið til
Noregs.
» 20 íslenskum fötluðum
börnum boðið til Noregs.
» Einstaklingi sem slasaðist
við björgunarstörf í Vest-
mannaeyjum boðið til Noregs
með fjölskyldu sinni.
Styrktaraðilar: Islandsk-Norsk Samband,
Rauði kross Íslands og Noregs. Íslendinga-
félagið í Osló, Norsku blaðamannasamtökin,
NRK, norskir fjölmiðlar, Flugleiðir og fleiri.
Since 1921
Weleda er leiðandi vörumerki í sölu á lífrænum
húðvörum síðan 1921 !
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir. Netverslun: heimkaup.is, lyfja.is,
heilsuhusid.is, baenduribaenum.is