Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
„Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem farið var
að bera virðingu fyrir upplifun barna og hvernig þau
skynjuðu hlutina. Í dag er fullur skilningur á því að þau
upplifa hlutina öðruvísi en fullorðið fólk,“ segir Atle
Dyregrov, virtur norskur sálfræðingur sem sérhæft hef-
ur sig í vinnu með einstaklingum sem lent hafa í áföllum
af völdum náttúruhamfara og stríða.
Atle var námsmaður í Osló 1973 og man eftir umræðu
um Vestmannaeyjabörnin sem komu til Noregs en grun-
aði ekki að þau hefðu verið yfir 900.
Atle segir að árið 1973 hafi lítil sem engin áfallahjálp
verið. Margir eigi hugsanlega eftir að vinna úr áfallinu
af eldgosinu og minningar skjóti upp kollinum aftur og
aftur.
„Að tala um atburðinn breytir ekki minningunum en
það er hægt að draga kraftinn úr þeim með því að leita
sér hjálpar hjá fagaðilum. Það er aldrei of seint,“ segir
Atle, sem telur að það hefði þurft að huga betur að sál-
rænum afleiðingum þess að bjóða börnunum til Noregs
stuttu eftir áfall af völdum eldgossins á Heimaey.
Atle segir að ekki sé hægt að bera saman langvarandi
stríðsástand og tveggja vikna orlofsferð. En öryggi frá
foreldrum eða einhverjum sem barnið
þekkir sé mjög mikilvægt í kjölfar
áfalla. Atle segir að niðurstaða úr
rannsókn sem gerð var á börnum úr
borgum og bæjum, sem send voru frá
foreldrum í öruggara umhverfi út á
landsbyggðina í seinni heimsstyrjöld-
inni, sýni að þeim börnum hafi vegnað
verr en börnum sem voru með for-
eldrum sínum á átakasvæðum. Önnur
rannsókn sýndi að börn sem fóru með systkinum eða
öðrum sem þau þekktu urðu fyrir minni áhrifum af því
að fara frá foreldrum.
Atle segir að börnin sem fóru til Noregs hafi haft ólík-
an bakgrunn og það sé einstaklingsbundið hvort það hafi
verið erfitt fyrir þau að fara í burtu frá foreldrum á þeim
tíma og í þeim aðstæðum sem ríktu árið 1973.
Atle segir mikilvægt að upplýsa börn um stöðu mála
og bendir á að þegar aurskriða féll á Bergen-svæðinu í
Noregi árið 2005 vöknuðu börn upp á nóttunni til þess að
lesa sér til um það hvað væri að gerast því fullorðna fólk-
ið hafði ekki upplýst þau nóg um stöðu mála.
Upplýsingar og öryggi lykilþættirnir
Atle Dyregrov
skála um verslunarmannahelgi með
vinum okkar á bíl með V-númeri og
þar var gerður aðsúgur að okkur,“
segir Bryndís og bætir við að ef-
laust hafi það stafað af öfundsýki,
en Rauði krossinn úthlutaði pen-
ingum til þeirra sem þess þurftu.
„Við fengum einu sinni 10.000
kr., en heldur hefði ég viljað vera
heima en að þurfa að þiggja þennan
pening,“ segir Bryndís sem vill
ítreka þakklæti sitt fyrir alla þá
hjálp sem Eyjamenn fengu í gos-
inu.
Hafdís Sigurðardóttir var 11 ára
í gosinu. Hún bjó á fjórum stöðum í
Reykjavík og fór í þrjá skóla.
„Ég man að þetta var erfitt, ég
var send til skólastjórans af því að
ég kunni ekki margföldunartöfluna.
Við vorum að læra mengi í stærð-
fræði en hún var ekki kennd uppi á
landi og svo voru ekki sömu bækur
í skólunum,“ segir Hafdís. Hún
segir árið hafa verið strögl og hún
hafi alltaf verið að berjast.
„Það var ráðist á yngri systur
mína í leikfimi í Laugarnesskólanum
og ég var alltaf að verja hana. Í
Breiðagerðisskóla þurfti ég oft að
verjast þegar ráðist var á mig. Ég
held að andúðin á okkur Eyjakrökk-
unum hafi komið frá heimilunum til
barnanna og þaðan í skólana. Þetta
situr svolítið í mér,“ segir Hafdís.
Grímur Þór Gíslason var 8 ára í
gosinu og fór með foreldrum sínum
til Reykjavíkur en vildi ekki vera
þar. Hann fékk að fara í sveit til
frænku sinnar í Fljótshlíðinni.
„Mér leið vel í sveitinni en ég grét
mig í svefn af heimþrá á hverju
kvöldi þegar ég horfði til Eyja og sá
logana frá eldgosinu,“ segir Grímur.
Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir,
móðir Gríms, heyrði það í fyrsta
skipti 44 árum eftir gos að sonur
hennar hefði grátið sig í svefn allt
gosárið.
„Ég hafði ekki hugmynd um
þetta. Hann kvartaði aldrei. Við höf-
um ekki rætt mikið saman fjöl-
skyldan um tilfinningar tengdar
gosinu og ég held að almennt hafi
það ekki verið gert,“ segir Sjöfn Kol-
brún.
Frábært að hitta alla krakkana
Frændur okkar í Noregi vildu
styðja við bakið á börnunum frá Eyj-
um og buðu öllum börnum 7 til 15
ára í tveggja vikna ókeypis sumarfrí
til Noregs. Upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir að um þrjú hundruð
börn myndu þiggja boðið en það voru
yfir 900 börn sem þáðu það. Norð-
menn lögðust á eitt við að safna fyrir
ferðinni og taka á móti barnahóp-
unum frá júní til ágúst. Upphaflega
var ráðgert að börnin væru saman en
vegna fjöldans fóru mörg þeirra á
einkaheimili. Börnin upplifðu ferðina
á misjafnan hátt en flest eru sátt við
hana. Þrátt fyrir það segja mörg
þeirra sem fóru til Noregs að þau
myndu ekki senda börn sín í slíka
ferð í dag.
Hafdís Sigurðardóttir fór í fjalla-
skólann í Høvringen. Hún segir að
það hafi verið frábært að hitta alla
krakkana aftur og þau hafi skemmt
sér vel.
„Ég man eftir því að Ragnheiður
Georgs var með gítar og við sungum
saman: Lifi frjálsar Eyjarnar, og
grétum af heimþrá. Fararstjórunum
þótti nóg um og vildu stoppa þetta
drama hjá okkur,“ segir Hafdís hlæj-
andi.
Ester Sigurðardóttir, móðir Haf-
dísar, leyfði henni og yngri systur
hennar að fara í Noregsferðina. Hún
taldi að systurnar hefðu gott og gam-
an af ferðinni og hún myndi leyfa
þeim að fara aftur.
María Vilhjálmsdóttir var 30 ára í
gosinu og leyfði dóttur sinni, Krist-
rúnu Arnarsdóttur, þá átta ára, að
fara í Noregsferðina en fannst son-
urinn Eiður Arnarsson tæplega sjö
ára of ungur.
„Ég myndi ekki leyfa svona ungu
barni að fara í dag en mér fannst
Kristrún bara svo dugleg og ég var
fullviss um það þá að hún myndi
bjarga sér. En það var með þessa
ferð eins og margt annað í gosinu að
það var fátt eðlilegt,“ segir María
sem var ófrísk að þriðja barninu þeg-
ar gosið hófst. Fjölskyldan flutti fjór-
um sinnum og María neitaði að láta
Kristrúnu skipta um skóla í síðasta
skiptið.
Í sumum tilfellum var Noregs-
ferðin kærkomin hvíld barnanna frá
áhyggjum af gosinu og tækifæri til
þess að fara til útlanda og leika sér
með öðrum börnum. Fyrir foreldra
gat þetta verið hvíld því margar fjöl-
skyldur bjuggu þröngt meðan á gos-
inu stóð.
Þrátt fyrir að hluti ferðarinnar til
Noregs væri börnunum erfiður
vegna heimþrár, tungumálaörð-
ugleika og öðruvísi matar þá voru
Eyjabörnin í heildina ánægð og mjög
þakklát Norðmönnum fyrir höfð-
inglegt boð.
4.505
manns eða
Veran á fastalandinu gosárið
23. janúar 25. janúar 5. febrúar 7. febrúar Febrúar 27. maí
Skráning á flóttafólki fer
fram í sjö skólum í Reykja-
vík. Öll kennsla fellur niður
4.216
flóttamenn
í 1.350 fjöl-
skyldum eru
skráðir fyrir
lok dags
Hafnarbúðir opnaðar
fyrir Eyjamenn sem
upplýsingamiðstöð,
félagsheimili, hús-
næðismiðl-
un, símstöð,
mötuneyti
og fyrir
skráningu á
aðsetri fólks
Eyjapistlar
fluttir dag-
lega á RÚV í
umsjón Arn-
órs og Gísla
Helgasona
1.200
skólabörnum á
aldrinum 5-17
ára dreift í 100
skóla með
1-50
börn í
hverjum
skóla
Rúmlega 100 Eyjabörn
fermd í Skálholti.
Fermingarbörnin
dvöldu saman á Flúð-
um í viku við
fermingarund-
irbún-
ing
26. júní
Síðasta
gos-
virkni
3. júlí
Almanna-
varnir
lýsa yfir
að eld-
gosi sé
formlega
lokið
1973 Júní-ágúst
Rúmlega 900
börn á aldrinum
7-15 ára fara í 14
daga sumarleyfi
til Noregs í
boði norskra og
íslenskra
aðila
Heimildir: Elgos í Eyjum, Morgunblaðið, Útkall, flóttinn frá Heimaey, Vestmannaeyjar byggð og eldgos, VTÍ
88% Eyja-
manna hafa
tilkynnt nýtt
aðsetur
Júlí-ágúst
Eyjamenn
flytja
heim
aftur
geisp
Ljósmynd/Tromsø/PEL
Endurfundir 114 börn frá Vestamannaeyjum flugu með Icelandair til
Tromsø 17. júní 1973 í tveggja vikna frí. Sigurjón Kristjánsson sem búsettur
var í Noregi á þeim tíma tók á móti þremur systkinum sínum á flugvellinum.
Morgunblaðið/Úr safni
Einstakt 103 börn frá Vestmannaeyjum fermdust í tveimur hópum í Skálholti 27. maí 1973. Sameiginleg ferming-
arveisla var haldin á Flúðum. Fermingarbörnin nutu samverunnar eftir fjögurra mánaða aðskilnað.
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Full búð af
fallegum
sundfötum