Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 erlendir gestir áberandi. Fólk fylgist með sýningum og keppni frá morgni til kvölds, spáir og spekúlerar. Haldin á tveggja ára fresti Um aldamót var ákveðið að halda mótin á tveggja ára fresti í stað fjög- urra og fyrsta mótið samkvæmt því dagatali var haldið í Reykjavík árið 2000. Haraldur segir að tilgangurinn hafi verið að auka samfelluna fyrir þá sem hafa atvinnu af tamningum og ræktun hrossa, byggja brú fyrir hestatengda ferðaþjónustu og hafa stórmót á hverju ári, á móti Heims- leikum íslenska hestsins. Jafnframt var ákveðið að stofna sérstakt félag um mótshaldið, Landsmót ehf. „Til- gangurinn var að halda utan um þekk- ingunga og lykilstarfsmenn og þróa mótin þannig áfram og um leið að minnka áhættu hestamannafélaganna á viðkomandi svæði af rekstrinum,“ segir Haraldur. Landsmót ehf. hélt mótin frá 2002 til 2016. Það lenti í fjár- hagslegum hremmingum þegar fresta varð mótinu sem halda átti í Skaga- firði árið 2010 um eitt ár vegna hesta- pestar sem grasseraði í landinu. Kom þá vel í ljós hversu mikilvægt þetta fyrirkomulag var, að sögn Haraldar. „Þrátt fyrir ýmsar ógnanir hafði það fyrirkomulag að halda mótin oftar og fela það einum framkvæmdaraðila sannað sig enda frábær hópur lyk- ilstarfsmanna sem hefur þróað mótin til dagsins í dag,“ segir Haraldur. Sigurbjörn Bárðarson hestamaður segir að það hafi verið til góðs þegar farið var að halda mótin á tveggja ára fresti í stað fjögurra. „Menn voru að tala um að þau myndu þynnast út en ekki má gleyma því að þau eru mik- ilvæg samkoma fyrir hestamenn og markaðsgluggi fyrir ræktendur.“ Fjarar undan gúrúinum Framkvæmd mótanna er orðin fag- legri og hefur þróast með hesta- mennskunni. Gæðingakeppni var skipt upp í A- og B-flokk árið 1970 og kröfur til gæðinga og kynbótahrossa hafa smám saman verið auknar. Keppni var hafin í unglingaflokkum árið 1978. Sigurbjörn rifjar upp að áður fyrr hafi þrír karlar í frakka ráðið öllu. Þeir hafi farið á bak, gefið út lýsingu og ákveðið röðun hestanna. Það hafi verið mikil framför þegar fleiri dómarar komu að, spjaldadómar á hringvelli teknir upp og farið var að dæma vilja sjónrænt. „Þá fór að fjara undan gúrú- inum sem fór á bak og réð öllu. Dóm- urinn var ekki eins huglægur og áður og áhorfendur fengu betra tækifæri til að fylgjast með og taka þátt.“ Ekki þarf að eyða miklum tíma í að skoða gamlar og nýjar ljósmyndir frá landsmótum til að sjá hversu mikið út- lit hestanna hefur breyst frá upphafs- árunum. Eiginleikarnir hafa breyst samsvarandi. „Því má líkja við æv- intýri,“ segir Haraldur um framfar- irnar. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari og fyrrverandi ritstjóri Eiðfaxa, segir miklar framfarir hafa orðið í hrossa- ræktinni, tamningum og þjálfun. Miklu fleiri kynbótahross séu komin fram og mikil vinna lögð í að velja hrossin inn á mótin og í sýningarnar. „Íslenskir reiðmenn hafa verið að til- einka sér það besta í reiðmennskunni og koma með hrossin svo vel und- irbúin að unun er á að horfa,“ segir Hjalti Jón. Stærsti markaðsgluggi hestsins  Landsmót hestamanna hafa þróast með hestamennskunni  Auknar kröfur til hrossa og framfarir í tamningum og þjálfun  Sömuleiðis eru gerðar meiri kröfur um góða aðstöðu fyrir knapa, hross og gesti Morgunblaðið/Ómar Hella 2008 Breiðfylking glæsilegra reiðhesta og knapa í löngum röðum var við setningu móts á Gaddstaðaflötum. Fánareiðin er fastur liður í landsmótum. Landsmót hestamanna Ár Mótsstaður Skráð hross Gestir* 1950 Þingvellir 133 8-10.000 1954 Þveráreyrar 142 4-5.000 1958 Skógarhólar 209 6-8.000 1962 Skógarhólar 227 6.500-7.000 1966 Hólar 212 4-5.000 1970 Skógarhólar 384 10.000 1974 Vindheimamelar 278 10.000 1978 Skógarhólar 389 15.000 1982 Vindheimamelar 518 10.000 1986 Hella 700 14.000 1990 Vindheimamelar 758 13.000 1994 Hella 10.000 1998 Melgerðismelar 756 8.000 Ár Mótsstaður Skráð hross Gestir* 2000 Reykjavík 888 8-9.000 2002 Vindheimamelar 844 6-7.000 2004 Hella 817 11.500 2006 Vindheimamelar 908 11-12.000 2008 Hella 957 14.000 2011 Vindheimamelar 908 7.000 2012 Reykjavík 945 9.500 2014 Hella 979 10.000 2016 Hólar 927 8.500 2018 Reykjavík 2020 Hella 2022 Kópavogur/Garðabær * Áætlaður fjöldi Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari Kvennaskólans í Reykjavík og fyrrverandi rit- stjóri Eiðfaxa og Hestsins okkar, fór fyrst á landsmót á Vindheima- melum árið 1982. „Við fórum ríð- andi yfir Kjöl. Þetta var frábært mót. Þar var Hrímnir frá Hrafnagili í aðalhlutverki og fullt af flottum hestum,“ segir Hjalti Jón. Hann var að vinna við frétta- öflun allt mótið. Tók upp efnið og skrifaði jafnharðan. Sigurður Sigmundsson í Syðra-Langholti annaðist ljósmyndun. „Mig minnir að á þessu móti hafi ég líka verið að senda fréttir í út- varpið. Fór þá í gömlu símstöð- ina í Varmahlíð til að koma efn- inu frá mér. Mogginn var alltaf með sinn mann á mótunum, Valdimar Kristinsson, en aðrir almennir fjölmiðlar voru þá að vakna til vitundar um að þetta væri skemmtilegt efni. Kapp- hlaup var um að vera með bestu umfjöllunina og fyrstur með fréttirnar,“ segir Hjalti Jón. Hjalti Jón segist stunda hestamennsku sér til ánægju. Hann er með nokkra hesta í húsi í Víðidal. Fjölskyldan ferð- ist mikið á sumrin. Þá reyni hann að halda sambandi við fé- laga sem hann hefur eignast í gegn um tíðina um allt land. „Það er til marks um það hvað ég er orðinn gamall að ég er að fá kveðjur í gegnum nemendur mína frá afa þeirra eða ömmu í Skagafirði eða annars staðar á landinu.“ Hestamennskan er gefandi, að sögn Hjalta Jóns, og á þá við öll verkin, ekki aðeins útreið- arnar. „Fyrir kyrrsetumann eins og mig er þetta mikilvæg hreyf- ing, að moka skít, hirða hrossin, ríða út og þjálfa. Ég segi stund- um að ég brenni jafn mörgum kaloríum í hesthúsinu og fé- lagar mínar í spinningtíma. Þetta er nauðsynleg hreyfing og skemmtilegt að geta stundað hana fram eftir aldri,“ segir Hjalti Jón. Kapphlaup um fréttirnar HJALTI JÓN SVEINSSON Hjalti Jón Sveinsson Landsmótið sem haldið var á Hólum í Hjaltadal fyrir tveimur árum stóðst og fór að hluta til fram úr vænt- ingum markhópsins sem rannsókn Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum beindist að. Þetta er meginnið- urstaða ritstjóra rits sem skólinn gaf út um rannsóknir á landsmótinu, þeirra Guðrúnar Helgadóttur og Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Þær taka fram að væntingar til mótsstaðarins kunni að hafa verið minni sökum þess hve seint hann var ákveðinn. Upplifun gesta og heimamanna af honum var jákvæð. Framkvæmd mótsins fékk jákvæða dóma meðal þátttakenda og þá sérstaklega að mótsstaðurinn bauð uppá aðstöðu sem þjónaði bæði áhorfendum, keppendum, sýnendum og hrossum vel. Önnur meginniðurstaða þeirra er að marka þurfi skýrari stefnu um þjónustu við erlenda gesti og sjálfboðaliða. Ekki er gefið að ástæða sé til að markaðssetja mótið fyrir breiðari markhóp, fremur virðist þörf á að efla þjónustu við þann afmarkaða markhóp sem tilheyrir Íslands- hestaheiminum í öðrum löndum. Þær segja mikilvægt fyrir erlenda gesti að fá upplýsingar um dagskrá og skipulag mótsins með löngum fyrirvara. „Þá er rétt að hafa í huga að þó það sé vissulega góður árangur hve stór hluti Landsmótsgesta er tryggur markhópur sem lætur sig helst ekki vanta þá er 6% nýliðun meðal innlendra gesta hugsanlegt áhyggjuefni til lengri tíma litið,“ segir í niðurstöðunum. Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg áhrif landsmóts hestamanna eru umtalsverð á því svæði sem mótið er haldið. Niðurstöður benda til að efnahagsleg áhrif mótsins á meðan á því stóð, hafi verið um 160 milljónir íslenskra króna, varlega áætlað. Eru þá ótalin önnur efnahagsleg áhrif, svo sem velta viðburðarins sjálfs. Áhyggjur af lítilli nýliðun JÁKVÆÐNI Á HÓLAMÓTINU Hóladómkirkja LANDSMÓT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsmót hestamanna skipta miklu máli fyrir hestamennskuna, ekki aðeins sem uppskeruhátíð ræktenda og kepp- enda, heldur einnig sem samkoma allra sem áhuga hafa á íslenska hestinum. „Þau eru stærsti kynningar- og mark- aðsgluggi íslenska hestsins og allra við- skipta sem tengjast hestamennsku. Það er margt annað í boði og til þess að mótin haldi gildi sínu þarf að hafa þau á stöðum sem gefa þeim tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir Haraldur Þór- arinsson, fyrrverandi formaður Lands- sambands hestamannafélaga (LH). Haraldur hefur ekki hvikað frá sjón- armiðum sínum um að halda eigi lands- mótin þar sem besta aðstaðan er fyrir knapa, hesta og innlenda jafnt sem er- lenda gesti. Stjórn LH vildi hætta við áformað landsmót á Vindheimamelum árið 2016 vegna aðstöðuleysis og minni tekjumöguleika og halda það á nýju mótssvæði Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Stjórnin fékk á sig hálfgert vantraust á landsþingi LH haustið 2014 vegna þess og sagði af sér. Ný stjórn ákvað að semja við Skagafirð- inga um að halda mótið, ekki á Vind- heimamelum heldur á Hólum þar sem sveitarfélagið og ríkið byggðu upp nýj- an keppnisvöll með öllu tilheyrandi. Haraldur bendir á að haldin séu hestamannamót víða um land og deild- ir yfir vetrartímann. „Auk þess er stór- aukið framboð af allskonar skemmt- unum sem jafnvel er frítt inn á en selja verður inn á landsmótin til að hægt sé að halda þau í núverandi mynd. Til þess að þau haldi stöðu sinni verður því að halda þau við úrvals aðstæður sem nýtast allan ársins hring til eflingar hestamennskunnar. Þær eru ekki fyrir hendi nema á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, allavegana eins og er,“ segir Haraldur. Breytingar á umgjörð Landsmótin hafa verið haldin við mismunandi aðstæður frá því mark- aður var bráðabirgðavöllur við Hvanngjá á Þingvöllum og fyrsta mótið haldið sumarið 1950. Fyrstu áratugina var reynt að finna vallarstæði sem talin voru góð frá náttúrunnar hendi, fyrst á Þingvöllum og síðan í Eyjafirði, Skaga- firði og á Hellu. Aðstæður voru mis- jafnar á fyrstu mótunum og sjaldnast aðgangur að reiðhöllum og hesthúsum en mikill metnaður hjá hestamönnum að gera sem best úr þeim aðstæðum sem voru. Mörgum hefur þótt skemmtilegt að sækja mótin á lands- byggðinni, því hefur fylgt ákveðin róm- antík. Seinni árin hafa kröfur um bætta aðstöðu fyrir hesta, knapa og aðra gesti aukist. Lengi vel riðu keppendur og gestir á landsmót, oft langar vegalengdir. Hest- arnir voru settir í girðingar og fólkið gisti aðallega í tjöldum. Mikil breyting hefur orðið á þessu. Nú eru hjólhýsi áberandi á tjaldsvæðunum og gestir gista á hótelum þar sem kostur er á. Þótt enn ríði hópar á landsmót eru keppnishestarnir undantekningarlaust fluttir á bílkerrum. Landsmótin urðu vinsælar sam- komur, útihátíðir, og gert út á það með skemmtidagskrá sem því hæfði. Al- gengt var að yfir 10 þúsund gestir mættu. Ekki voru nærri allir áhuga- menn um hesta heldur komu til að skemmta sér á ýmsan annan hátt. Töluvert slark var á samkomunum, eins og á öðrum útihátíðum. Talið er að flestir hafi sótt mótin á Skógarhólum 1978, Hellu 1986, Vind- heimamelum 1990 og Hellu 2008, 13-15 þúsund manns, ef marka má uppgefnar aðsóknartölur. Færri gestir hafa verið síðustu árin. Þótt enn sé útihátíðarstemmning á mótum sem haldin eru utan höfuðborg- arsvæðsins virðist hlutur þeirra sem sækja mótin af einskærum áhuga á hestadagskránni fara vaxandi. Þar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.