Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
VIÐTAL
Björg Guðlaugsdóttir, nemandi í
blaða- og fréttamennsku, ræðir við
séra Geir Waage.
Geir Waage hefur verið prestur í
Reykholti í Borgarfirði í tæp 40 ár.
Ég er komin þangað til þess að
kynnast honum betur og heyra sögu
hans. Við göngum saman inn í
Snorrastofu og í gegnum safnaðar-
sal kirkjunnar sem er einnig nýttur
undir sýningu um Snorra Sturluson.
Geir fylgir mér inn í Finnsstofu
þar sem við getum rætt saman.
Finnsstofa er sérstakt herbergi í
húsnæði kirkjunnar og Snorrastofu
sem er helgað Finni Jónssyni, presti
í Reykholti og síðar biskupi í Skál-
holti. Geir býður mér sæti á meðan
hann fer og kveikir á kerti og setur á
borðið áður en hann sest sjálfur.
Hann segir mér að hann sé alinn
upp við að hafa kerti í kringum sig.
Hann er fæddur og uppalinn á
Hrafnseyri í Arnarfirði á Vest-
fjörðum eins og Jón Sigurðsson, oft-
ast kallaður Jón forseti. Faðir Geirs
var Garðar Jónsson Waage og móðir
hans var Jakobína Jónsdóttir
Waage. Þau gengu Geir í föður- og
móðurstað.
„Ég er sumsé kjörbarn. Móðir
mín, að blóðinu til, og Garðar
voru systkinabörn. Jón Waage,
bóndi á Hrafnseyri, sem ég kalla
afa minn er í rauninni afabróðir
minn því að afi minn var Ólafur
Waage bróðir hans.“
Ólst upp á Hrafnseyri
til 14 ára aldurs
„Jensína Finnbjörg Ólafsdóttir
Waage, móðir mín, kom til Hrafns-
eyrar til að eiga mig. Hún hafði slitið
samvistir við manninn sinn og gerst
ráðskona vestur í Arnarfirði. Var
með ungan son sinn með sér, albróð-
ur minn Hafstein, Vilhjálm Haf-
stein. Svo fór hún yfir á Hrafnseyri
því að þar var ljósmóðir, Guðný Þór-
arinsdóttir, kona Jóns Waage á
Hrafnseyri, en hún var ljósmóðir í
sveitinni. Þannig að það var mjög
hentugt að eiga mig þar. Og svo varð
ég bara eftir og er sumsé kjörsonur
Garðars og Jakobínu. Ég ólst upp á
Hrafnseyri þar til ég var 14 ára
gamall. Bara svona eins og gerðist
og gekk á þeim tíma. Þegar ég man
fyrst eftir mér þá var nú ekki komið
rafmagn. Mjólkárvirkjun var byggð
á sjötta áratugnum og ég man vel
eftir fólkinu sem byggði virkjunina,
fyrsta fólkinu sem starfaði þar. Þar
með komst veiturafmagn á. Ég man
líka eftir því þegar þjóðvegurinn var
lagður og ég man eftir því þegar ég
sá bíl í fyrsta skipti. Þá var ég orð-
inn nokkuð stálpaður. Því að okkar
gamli veruleiki var eins og verið
hafði um aldir, menn fóru á fæti eða
ríðandi eða á sjó. En það kom um
svipað leyti, bæði þjóðvegurinn og
bílaumferðin og rafmagnið frá veitu.
Þannig að ég er alinn upp við kerti
og lampaljós og endalausan burð og
drátt á öllum aðföngum. Hrafnseyri
stendur uppi á háum sjávarbökkum.
Allt kom af sjó, bæði matur og varn-
ingur og olía og áburður og hvaðeina
sem þurfti að fá til búsins. Það þurfti
að draga og bera upp til bæjar.
Þetta var ærinn starfi.“
Las Heimskringlu
11 ára gamall
„Ég ólst sumsé upp á Hrafnseyri
við venjuleg sveitastörf og svona að
einhverju leyti það sem sneri að
sjónum. Þar til foreldrar mínir og afi
og amma brugðu búi þegar ég var
þrettán ára. Þá var ég sendur á Núp
í framhaldsnám. Síðustu árin mín í
farskóla var kennarinn bara heima á
Hrafnseyri og það voru engir krakk-
ar nema bara krakkarnir af næsta
bæ, Auðkúlu. Og þau komu þá bara
og okkur var kennt, kannski bara
tvo mánuði á ári. Kennarinn átti
bara heima, heima á Hrafnseyri. Var
þar bara í herbergi og kenndi okkur
á daginn og já svo tókum við okkar
próf, fullnaðarpróf og svo framvegis.
Áður, þá var kennt í þinghúsi Auð-
kúluhrepps. Það var hús svona eins
og þriðjungur af þessu herbergi sem
við sitjum í. Þá var séra Kári Vals-
son síðasti presturinn á Hrafnseyri.
Þá kenndi hann. Þá gengum við út
að Auðkúlu þar sem skólinn var og
þar voru í þessari skólastofu, þing-
húsi Auðkúluhrepps, þrjú tveggja
manna púlt og kennarapúlt. Þú
veist, þar sem maður situr á bekk,
opnar svo púltið og þar voru bæk-
urnar og ritföngin. Svo var púltinu
lokað og þá hafði maður púltið til
þess að skrifa á. Og á veggnum sem
við snerum að var mynd af Jóni Sig-
urðssyni náttúrlega og önnur af
Frelsaranum. Annað var ekki í þing-
húsinu nema kolaofninn sem var
notaður til að kynda upp skólann.
Þetta var ákaflega fallegt hús í
minningunni, bjart og gaman að
hafa verið í skóla í þessu pínulitla
húsi.
Kennararnir sem ég hafði sem
barn voru fjölbreyttir. Séra Kári var
afbragðsgóður kennari. Við höfðum
líka kennara sem hét Kjartan Ólafs-
son. Hann var hagfræðingur, ég
held hann hafi verið hagfræðingur
frá Salamanka-háskóla á Spáni.
Einn af þessum Íslendingum sem
ferðuðust mikið erlendis. Hann ferð-
aðist um alla Asíu og Suður-
Ameríku og hafði ferðast mikið um
Evrópu. Mjög skemmtilegur maður.
Skrifaði ferðabækur um ferðir sínar.
En að öðru leyti í bernsku þá lás-
um við gríðarmikið. Það var venjan
þá, menn höfðu nægan tíma á kvöld-
in til að lesa. Ég fékk lánaða Heims-
kringlu á næsta bæ þegar ég var ell-
efu ára, hjá hreppstjóranum okkar,
Þórði Njálssyni Sighvatssyni Borg-
firðings, bónda á Auðkúlu. Það var
bókafólk eins og allir á þeim tíma.
Annars var bókasafnið heima á
Hrafnseyri, Lestrarsafn Auðkúlu-
hrepps eins og það hét. Þannig að
það var nóg af bókum. En mig lang-
aði að lesa Heimskringlu og ég man
að ég var allan veturinn að lesa
Heimskringlu þegar ég var ellefu
ára. Það var dásamlegt. Ég lifði þá
og hrærðist í sögunni, alveg gjör-
samlega.“
Ætlaði að verða bóndi
„Svo fór ég að Núpi, þar var ég í
tvö ár. Ég var heilt ár eftir fulln-
aðarpróf úr barnaskóla bara heima á
Hrafnseyri að sinna rollum. Ég ætl-
aði ekkert í skóla, ég ætlaði að vera
bóndi í minni sveit eins og allt
stefndi í. Ég hef grun um að það hafi
verið amma mín og móðir mín sem
ákváðu það að ég færi í skóla. Ég var
nú ekkert spurður. Og var nú ekkert
sáttur við það en auðvitað hlýddi
maður eins og vera bar. Ég lauk
landsprófi frá Núpi og svo fékk ég
inni í Menntaskólanum í Reykjavík
um haustið. Mér er það minnisstætt
að ég hafði ekki vit á því að sækja
um á þeim tíma sem átti að sækja
um svo ég fór þegar vika var liðin af
skóla og fékk viðtal við rektor, Einar
Magnússon [rektor Menntaskólans í
Reykjavík frá 1965-1970]. Ég skýrði
það fyrir honum að mig langaði á
skólann en ég hefði setið af mér um-
sóknarfrestinn. Skólinn var yfirfull-
ur á þessum árum. Það voru þúsund
nemendur í Menntaskólanum. Einar
og Ásgeir Ásgeirsson forseti voru
miklir vinir. Ásgeir Ásgeirsson var
mikill Hrafnseyrarmaður og var oft
heima á sumrin. Kom með varðskipi
á sumrin og gisti jafnvel heima
stundum. Það var alltaf tilbúið her-
bergi fyrir forsetann. Með uppbúnu
rúmi og dúnsængum og þvottaskál
og náttgagni og öllu saman, sem
enginn notaði nema bara forsetinn
þegar hann var í heimsókn, sem var
kannski einn dagur á sumri eða
tveir.
Líklega kannaðist Einar eitthvað
við mig, eða hvort sem hann kann-
aðist við mig eða ekki þá man ég allt-
af svar Einars þegar ég bað um vist í
skólanum:
„Já já, verið þér velkomnir. Það
munar ekki um keppinn í slátur-
tíðinni,“ sagði Einar. Og þannig
komst ég í Menntaskólann.“
Ákaflega skemmtileg ár,
menntaskólaárin
„Í skólanum kynntist ég Dagnýju.
Stúlkunni sem varð svo konan mín.
Ég var þá í fjórða bekk og hún var í
þriðja bekk þegar við kynntumst og
fórum að vera saman. Það voru ákaf-
lega skemmtileg ár, menntaskóla-
árin. Þannig er auðvitað hjá öllum að
maður kynnist nýju fólki í mennta-
skólanum. Maður kynnist nýjum við-
fangsefnum. Fær ný áhugamál og
binst ýmsum vináttutengslum við
jafnaldra og samferðamenn í skól-
anum og það eru eiginlega þessi vin-
áttutengsl sem aldrei rofna. Þó að
maður hittist ekki áratugum saman
þá er bara eins og maður haldi áfram
bara eftir daginn í gær þegar maður
hittist aftur eftir tíu eða tuttugu ár
eða hvað það nú er.
Við eignuðumst elsta barnið okkar
meðan við vorum enn í skólanum.
Dagný var í sjötta bekk þegar hún
eignaðist Heiðrúnu. Hún var um-
sjónarmaður í bekknum sínum og
átti heima í Þingholtunum. Stutt frá
skólanum.
Eitt skiptið fór hún til rektors til
þess að fá leyfi til þess að skjótast
úr tíma. Síðasta tíma fyrir há-
degi til þess að gefa barninu
brjóst. Guðni [Guðmundsson,
rektor frá 1970-1995] var nú
ekki alveg á því að leyfa það. Þá
sagðist Dagný myndi segja sig úr
skólanum og taka stúdentsprófið
utan skóla og þá sagði Guðni við
hana: „Þér eruð frekja. Þér eruð
andskotans frekja. Ætli þér verð-
ið þá ekki að ráða þessu,“ því
hann var raungóður karlinn þó
að hann væri kjaftfor.“
Stefndi á nám í Bretlandi
„Ég innritaði mig í Háskólann. Ég
ætlaði að fara í sögu og ensku og það
var vegna þess að ég hafði mikinn
áhuga á sagnfræði. Aðallega mið-
aldafræði. Ég var mjög heillaður af
henni og las mikið á þessum árum
um miðaldasögu og forna sögu líka
náttúrlega. Ég einsetti mér að fara
til Bretlands og setjast þar í háskóla
og lesa miðaldafræði. Til þess að búa
mig undir það þá fór ég í ensku í Há-
skóla Íslands og sagnfræði. Og ég
var fyrst og fremst að hugsa þetta
háskólanám sem undirbúning að
námi í Bretlandi.
Ég var með konu og barn og við
unnum bæði því ég vann með skól-
anum. Alltaf með háskólanum. Tók
ekki námslán. Ég var á móti þeim
vegna þess að á þessum árum var
námslánakerfið óskaplega mikið
misnotað. Menn skráðu sig í nám í
háskólanum en komu svo ekkert ná-
lægt neinu námi. Lifðu bara bóhem
lifnaði á námslánum og það kom í
rauninni ekkert að því að menn end-
urgreiddu þessi námslán. Þetta var
misnotkun á kerfinu. Ég var ekkert
mótfallinn námslánum fyrir þá sem
voru í námi en mér blöskraði að sjá
hvernig kerfið var misnotað og ég
ákvað að taka ekki námslán. Þess
vegna vann ég fyrir mér með nám-
inu.“
Bjó sig undir ferðina
sem aldrei var farin
„Og þetta var nú hálfendasleppt.
Ég varð heillaður af enskunni. Bæði
vegna þess að þeir voru með alveg
afburðagóða kennara. Mjög
skemmtilega kennara. Þetta var
mjög skemmtilegt samfélag í ensku-
deildinni. Ofboðslega gefandi og
heillandi. Og ég var þarna heilan
vetur. Og tók nú einhver próf því ég
var nú fyrst og fremst í enskunni til
þess að búa mig undir þetta há-
skólanám úti. Ferðina sem aldrei
var farin.
En ég fór í nokkra tíma líka í
sagnfræðinni og það gaf mér ekki
nokkurn skapaðan hlut. Mér líkaði
ekki allskostar við kennsluaðferð-
irnar. Það var gríðarleg vinstri slag-
síða á sagnfræðinni. Þetta voru allt
saman einhverskonar kommúnistar
Ljósmynd/Björg Guðlaugsdóttir
Finnsstofa Séra Geir Waage í Finnsstofu sem helguð er Finni Jónssyni presti í Reykholti og síðar biskupi í Skálholti.
Annað hvort
trúirðu eða
þú trúir ekki
Ljósmynd/Úr einkasafni
Ungur Séra Geir barn að aldri við
Jónssteininn á Hrafnseyri.
Mér fannst ég verða að taka afstöðu