Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 50
Ýsa, þorskur og ufsi styrkjast enn Skúli Halldórsson sh@mbl.is Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark þorskveiða verði aukið um 3% á næsta fiskveiðiári, 2018/2019, í samræmi við aflareglu stjórnvalda. Þar með fari þorskkvótinn úr 257,6 þúsund tonnum á yfirstandandi fisk- veiðiári í 264,4 þúsund tonn. Hrygn- ingarstofn þorsksins hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið stærri í hálfa öld, að því er fram kom á kynningarfundi stofnunar- innar í gær, þar sem farið var yfir úttekt á ástandi nytjastofna og ráð- gjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Þorskafli aukist síðustu ár Greint var meðal annars frá því að veiðihlutfall þorsks hefði lækkað og stækkun stofnsins væri fyrst og Hafrannsóknastofnun kynnti veiðiráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár á fundi í Sjávarútvegshús- inu í gærmorgun. Aflamark verði aukið í stofn- um ýsu, þorsks og ufsa. Morgunblaðið/Eggert Ufsahausar Hrygningarstofn ufsa er nú metinn í sögulegu hámarki enda hefur nýliðun síðasta áratugar verið góð. fremst afleiðing minnkandi sóknar. Árgangurinn frá árinu 2013 er met- inn slakur en árgangar áranna 2014 og 2015 eru nálægt langtímameð- altali. Líklegt er talið að stærð viðmið- unarstofns næstu þrjú ár muni hald- ast nokkuð svipuð því sem nú er. Bent er á að þorskafli hafi farið vaxandi undanfarin ár. Hlutdeild línu í aflanum hafi vaxið frá alda- mótum en hlutdeild neta minnkað. „Undanfarinn áratug hefur hlut- fallslega mikið verið af 8 ára og eldri fiski í afla, samanborðið við árin 1973–2006. Afli á sóknareiningu hef- ur verið hár á undanförnum árum í helstu veiðarfæri,“ segir í skýrslu stofnunarinnar. Stofnunin leggur þá til að afla- mark ýsu verði 57.982 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, sem er aukning um 40% frá yfirstandandi fiskveiðiári. Aukningin er sögð byggja á bættri nýliðun ýsu árin 2016 og 2017 miðað við árin fimm þar á undan. Stofnmælingar bendi enn fremur til að hlutfall veiðistofns ýsu á norð- ur- og austurmiðum hafi aukist úr 10–15% í tæp 50% frá 2000–2008. Á sama tíma hafi einungis fimmt- ungur aflans verið veiddur þar, og því sé veiðiálag á ýsu á norður- miðum töluvert minna en utan þeirra. Norðurmið hafi hins vegar lengi verið mikilvæg uppeldissvæði ýsu, en fyrir 2000 gekk hún þaðan við kynþroska. Nýliðun ufsa góð síðasta áratug Jafnframt er gert ráð fyrir 30% aukningu í aflamarki ufsa fyrir næsta fiskveiðiár, úr 60.237 tonnum í 79.092 tonn. Hrygningarstofn teg- undarinnar er nú metinn í sögulegu hámarki. Veiðihlutfall hefur lækkað frá 2009 og er nú metið undir mark- miði aflareglu. Nýliðun síðasta ára- tugar hefur verið góð og fullyrt er að aukninguna megi meðal annars rekja til hins stóra 2012 árgangs sem og árganganna frá 2013 og 2014. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áætlar að aukn- ing sú í aflaheimildum sem Hafrannsóknastofnun lagði til í gær geti aukið útflutningsverðmæti heild- arsjávarafla um átta til tíu milljarða króna. Matið sé þó ávallt háð nokkurri óvissu, meðal annars vegna gengisþróunar og mögulega breyttra aðstæðna á mörkuðum. Heiðrún segir ráðgjöfina jákvæða heilt á litið. „Við höfðum gert ráð fyrir þessari litlu aukningu í þorskinum, enda er vöxtur stofnsins afrakstur stefnu um sjálfbæra nýtingu, sem leiðir þá til stöð- ugrar en lítillar hækkunar ár hvert,“ segir Heiðrún. Ríflega hækkun aflamarks ýsustofnsins, upp á 40%, segir hún nokk- uð óvænta en jákvæða þó. „Við höfum auðvitað séð mjög litla árganga mörg ár aftur í tímann svo það er gott að sjá að stofninn er að rétta verulega úr sér.“ Borgar sig varla lengur að veiða ufsa „Vonbrigðin eru auðvitað í sumargotssíldinni. Við horfum þarna fram á áframhaldandi sýkingu stofnsins, eins og hefur verið und- anfarin ár, og aflamarkið þar með orðið meira en helmingi lægra en það var fyrir aðeins tveimur árum.“ Hækkun aflamarks hvað ufsa varðar, um 30%, segir Heiðrún ánægjulega. „Aðstæður á mörkuðum og skattlagning ríkisins leiða hins vegar til þess að það borgar sig varla lengur að veiða þessa teg- und. Í verðmætum talið verður þetta því líklega ekki mikil aukning, því miður.“ Gott að sjá ýsuna rétta úr sér Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.