Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 51

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 51
SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Tillögur um aflahámark Í þúsundum tonna Heimild: Hafrannsóknastofnun Tegund 2018–19 2017–18 2016–17 Þorskur 264,4 257,6 244,0 Ýsa 58,0 41,4 34,6 Ufsi 79,1 60,2 55,0 Gullkarfi 43,6 50,8 52,8 Litlikarfi 1,5 1,5 1,5 Djúpkarfi 13,0 11,8 12,9 Grálúða 24,2 24,0 24,0 Skarkoli 7,1 7,1 7,3 Sandkoli 0,5 0,5 0,5 Langlúra 1,1 1,1 1,1 Þykkvalúra 1,6 1,3 1,1 Steinbítur 9,0 8,5 8,8 Hlýri 1,0 1,1 1,1 Blálanga 1,5 1,9 2,0 Langa 6,3 8,6 9,3 Keila 3,8 4,4 3,8 Gulllax 7,6 9,3 7,9 Skötuselur 0,7 0,9 0,7 Hrognkelsi 1,6 1,9 2,0 Síld 35,2 38,7 63,0 Beitukóngur 0,5 0,5 0,8 Sæbjúga 1,7 1,7 1,5 Ígulker 0,3 0,3 0,3 Kúfskel 0,1 0,1 0,1 Ígulker 0,3 0,3 0,3 Fjöldi dýra Hrefna 217 217 224 Langreyður 209 209 146 Ólíka sögu er að segja af gull- karfa, en árgangar tegundarinnar hafa verið með lakasta móti frá árinu 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofninn minnkað lít- illega. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa því 43.600 tonn sem er 14% lækkun frá fyrra fiskveiðiári. Samkvæmt sam- komulagi milli Íslands og Græn- lands munu 90% eða 39.240 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er þá óbreytt frá fyrra ári og nemur 24.150 tonnum. Samkvæmt sam- komulagi milli Íslands og Græn- lands munu um 13.500 tonn koma í hlut Íslendinga. Aflamark síldar lækkar um 9% Íslenska sumargotssíldin hefur átt afar erfitt uppdráttar vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýk- ingar í stofninum, og hefur hann minnkað ört á undanförnum árum vegna þessa, eða um nær 60% á síð- asta áratug. Fullyrt er að ekki sé að vænta mikilla breytinga á stofn- stærðinni á næstu árum þar sem ár- gangar sem eru að koma inn í veiði- stofninn séu metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Sam- kvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 35.186 tonn, eða níu prósentum minna en á yfirstandandi fisk- veiðiári. Ráðgjöf fyrir flatfiskastofna er lítið breytt frá síðasta fiskveiðiári, að undanskilinni þykkvalúru þar sem ráðlagt aflamark eykst um 20%, í 1.565 tonn. Lagt er til að aflamark lækki fyrir blálöngu, löngu, keilu, skötusel og gulllax. Ráðgjöf fyrir steinbít hækkar úr 8.540 tonnum í 9.020 tonn. Lúðan njóti áfram verndunar Loks leggur stofnunin meðal ann- ars til að við úthlutun aflamarks til íslenskra skipa verði tekið mið af afla erlendra skipa og annars afla, sem nú sé utan aflamarks. Reglu- gerð til verndunar lúðu verði þá áfram í gildi og að áfram verði lagt bann við beinni sókn hvað þá tegund varðar, auk þess sem aukin áhersla verði lögð á skráningu meðafla og eftirlit með brottkasti við grá- sleppuveiðar. Skilgreind veiðisvæði á sæbjúgum verði enn fremur stækkuð í samræmi við útbreiðslu veiðanna og þær verði bannaðar á skelmiðum í Breiðafirði. Jákvætt heilt yfir að mati LS „Það er fyrst að segja með þorskinn að það kom okk- ur skemmtilega á óvart. Við höfðum gert okkur í hugarlund að það yrði sennilega minnkun vegna þess að vorrallið kom illa út hjá þeim. Stofnvísitalan í þorski var mun lægri en búist var við. Þegar þetta var allt útreiknað hjá þeim, þá kom það út að við sjáum stækkandi stofn enn þá. Það er hið besta mál,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, inntur um viðbrögð við ráðgjöfinni. „Það er eins með hrygningarstofninn, að hann hefur ekki verið stærri síðan 1960, 652.000 tonn. Veiðistofninn er ekki jafnstór og hann var árið 2016, en hann er þó að stækka frá árinu 2017. Það er mjög jákvætt að þorskstofninn skuli áfram vera að stækka,“ segir hann og nefnir að ýsan sé mik- ilvæg. „Þar er 40% aukning. Við sennilega sleppum við að leigja krókaaflamark úr stóra kerfinu. Nú er það mikil aukning að hún fer væntanlega langt með það að nægja. Það er jákvætt að ýsustofninn skuli vera kominn aftur á skrið,“ segir hann og bætir við að ráðgjöf um ufsa og steinbít séu einnig ánægjuleg. „Auðvitað vill maður alltaf meira í þorski. Við sjáum að undanfarin ár hefur verið veitt aðeins undir aflareglunni. Við lítum svo á að það sé skylda að taka alltaf 20% af veiðistofni samkvæmt reglunni. Á síð- asta ári var þetta um 18%,“ segir Örn. Örn Pálsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Stjórnvöld hindri veiðar á landsel Hafrannsóknastofnun leggur til að stjórnvöld leiti leiða til að koma í veg fyrir beinar veiðar á landsel og lágmarka meðafla landsela við fisk- veiðar, auk þess sem skráningar á öllum selveiðum verði lögbundnar. Bent er á að sex tegundir sela hafi fundist við Ísland en einungis tvær tegundir, landselur og útselur, kæpi hér við land að staðaldri. Stofnstærðir tegundanna tveggja hafi þá farið stöðugt minnkandi frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar; landselum fækkað úr 33 þús- und dýrum árið 1980 í um 7.700 dýr árið 2016 eða um 77%, og útselum fækkað úr níu þúsund dýrum árið 1982 í 4.200 dýr árið 2012. Langreyðum og hnúfubökum fjölgað undanfarna áratugi Í skýrslu stofnunarinnar er enn fremur greint frá því að hrefnum hafi fækkað mikið á íslenska landgrunninu undanfarin ár, líkast til vegna breyttrar útbreiðslu mikilvægra fæðutegunda á borð við síli og loðnu. Vísað er til hvalatalninga sem framkvæmdar hafa verið með reglulegu millibili árin 1987 til 2016, sem sýni mikinn breytileika í fjölda hvala. Stofnstærð langreyða og hnúfubaka hafi samkvæmt þeim farið vax- andi undanfarna tvo til þrjá áratugi og var fjöldi langreyða árið 2015 sá mesti síðan talningar hófust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.