Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 57

Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 57
væri til alls góðs. Það var eftir honum að draga það að kveðja þetta líf þar til 4.6. þó það hafi ekki átt að vera möguleiki. Þar fyrir utan umvafði stóra fjöl- skyldan hans hann og hvert annað við banabeðið hans. Það væri nú annaðhvort að flýta sér í burtu frá því. En nú er hann farinn og lífið verður öðruvísi þegar kynslóð krakkanna er orðin gamla fólkið og reynir að fá það unga til að hlusta á sögur af dugnaði, úthaldi og visku for- eldra okkar sem ekki eru lengur til frásagnar. Ingibjörg Kristleifsdóttir. Fyrsta minning um Jón Berg- þórsson: Það var síðla sumars, tveir „kallar“ komu með Þorvalds- staðabóndanum inn í kaffi. Húsfreyja ekki heima svo „kaupan“ varð að standa sig. Þessir gestir voru frændurnir Jón Bergþórsson frá Fljóts- tungu og Páll Jónsson frá Bjarnastöðum. Búfræðingar frá Hvanneyri. Þetta voru bara nokkuð fal- legir og skemmtilegir frændur! Ekkert okkar vissi þá að við, ásamt kennslukonunni Kristínu Njarðvík yrðum sannir vinir alla okkar ævi. Við vissum ekki að 28. maí yrði trúlofunardagur Jóns og Kristínar og brúðkaupsdagur okkar Páls. Við vissum ekki þá, að Jón hringdi alltaf þennan dag til okkar, meðan hann gat. Við vissum ekki að barna- fjöldinn yrði sá sami hjá báðum. Við vissum heldur ekki að Bergþór Jónsson yrði uppá- haldsnemandi Páls og að Jón okkar færi að vinna hjá Jóni frænda sinum á sendibílastöð- inni. Það lán að hafa átt samleið með með þeim og börnunum þeirra verður aldrei fullþakkað. Vinátta við Fljótstungufólkið hófst þegar Þorvaldsstaða- „kaupan“ var send yfir að Fljótstungu til að sækja mjólk. Þá kom Kristín húsfreyja með „emelerað“ mál sem mjólk- að var í og rétti henni, úr vasa stóru köflóttu svuntunnar dró hún „randalínu“ eða kleinu. Þetta gleymist aldrei, frekar en sú vinátta sem Fljótstungufólkið hefur sýnt þessari aðkomu- stúlku öll þessi ár. Þau voru bæði trygg og hug- ulsöm Jón og Kittý og margar gleðistundir áttum við með þeim og börnunum okkar. Það var stutt á milli heimila okkar meðan börnin voru ung og þá var margt brallað. Þeir frændur töluðu mest um gamla daga, Hvanneyringana, skólabræður sína, sem héldu hópinn meðan þeir gátu. En við vorum báðar með ólæknandi prjóna- og sauma- dellu, enda var aðallesefnið Burda og ýmis prjóna blöð. Jú, og heilmikill doðrantur um barnauppeldi sem við tókum mjög alvarlega, svona öðru hvoru. Seinna skelltum við okkur í nám og nutum þess líka. Margar ferðirnar fórum við í Hvítársíðuna. Man vel hvað Jón afi á Bjarnastöðum ljómaði þegar Jón kom í heimsókn. Og hvað Ragnheiður frá Kols- stöðum var sjálfsagður hluti af fjölskyldunni. Það er sárt að kveðja vini sína og velgjörðarmenn. Það er þakkarvert að hafa notið þeirrar gæfu að fá að vera samferða einstaklega góðu fólki langa ævi. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, stóra fjölskylda. Veit að þið berið mannkosti foreldra ykkar. Sendi Gyðu, Páli og systk- inabörnum Jóns innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing góðra hjóna. Edda María Magnúsdóttir. MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Hið stóra sam- hengi hlutanna blasti skýrlega við Jóni föðurbróður mínum á ný- legum fundi okkar: Á uppvaxt- arárum hans í sveitinni þurfti að skera mó og flytja til kyndingar. Þau störf féllu honum í skaut ungum, sem og að hlaða upp mónum við gafl Hvítárbakka- hússins, þann er sneri að svefn- skálum. Á vindasömum þurr- viðrismorgnum vaknaði frændi jafnan með vit og lungu full af móryki. Og ekki var heyrykið skárra er við tók í hlöðunni. Frændi var tengdur við önd- unarvél og orðinn blár á vanga er hér var komið sögu. Engu að síður með blik í auga og glað- beittur eins og hann átti að sér að vera. Og taldi ekki eftir sér þá, fremur en endranær, að miðla bróðursyni sínum af þeirri víðfeðmu þekkingu sem hann bjó yfir um ættartré okkar og fjölskyldusögur margháttaðar. Við þetta var gjarnan dvalið á fundum okkar sem urðu tíðari er fram liðu stundir. Lungun höfðu jú fellt bróður hans, föður minn, fyrir alllöngu, svo ekki var hann lengur til frásagnar um margt það úr fjölskyldu- ranni sem svo dýrmætt reynist að geta deilt með afkomendun- um. Nú við leiðarlok rifjast upp fjölmargar minningar um okkar glaðlynda og síbrosandi stór- frænda, m.a. vaskleikinn við heyskapinn, mjaltastörfin, sauð- burðinn, kartöfluuppskeruna, fóðurblöndunina og við skrif- borðið þar sem huga þurfti að uppgjörum og launagreiðslum. Starf Hvítárbakkabóndans var fjölþætt og krefjandi, því hann axlaði í senn ábyrgð sem fjöl- skyldufaðir og bóndi á stóru búi Jón Guðmundsson ✝ Jón Guðmunds-son fæddist 9. febrúar 1928 á Hvítárbakka í Bæj- arsveit í Borgar- firði. Hann lést 25. maí 2018. Útför Jóns fór fram 8. júní 2018. og sem hreppstjóri í fjölmennum Andakílshreppi um árabil. Þá reyndist hann liðtækur dýralæknir ef mikið lá við og einstak- lega hjálplegur öll- um er til hans leit- uðu. Hann náði tíræð- isaldri nú í ársbyrj- un, en slíkt er ekki sjálfgefið þegar afkomendur Björns Kortssonar eru annars vegar. Langlífi frænda má vafa- lítið þakka lundarfarinu, því glaðlega og afslappaða viðhorfi til lífsins sem einkenndi hann alla tíð. Fyrst og fremst ber þó að líta til mikillar farsældar í einkalífi, einstaklega ljúfrar eig- inkonu, Bjargar Jónsdóttur, barna og barnabarna, hverra ástríkis og félagsskapar hann naut til hinsta dags. Ættarhöfðinginn á Hvítár- bakka sem nú er genginn á vit feðra sinna og mæðra, lifði vel og lengi, dáður og elskaður af öllum sem honum kynntust. Við sameinumst í hluttekn- ingu allra þeirra sem nú syrgja mikinn og ástsælan öðling, full- viss um að leið Jóns Guðmunds- sonar frá Hvítárbakka mun áfram liggja til ljóssins – hér eftir sem hingað til. Jakob Frímann Magnússon. Sposkur var hann á svipinn þegar svo átti við og stutt í hlát- ur. Hann var með hávaxnari mönnum, grannur alla tíð og þegar ég kynntist honum fyrir rúmri hálfri öld, örlítið hokinn, væntanlega vegna þrálátra bak- verkja sem hömluðu honum ým- islegt af því sem hugur hans stóð til. Hann hafði glaðlegt yf- irbragð og hlýja viðkynningu, vel að sér um flesta hluti og glöggur. Hann var fenginn til trúnaðarstarfa í héraði, var hreppsstjóri Andakílshrepps og í ýmsum stjórnum, m.a. formað- ur Skógræktarfélags Borgfirð- inga svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum og flutti mál sitt vandað og glöggt. Hann hefði vafalaust orðið góður fulltrúi héraðsins á Alþingi, hefði leið hans legið í þá áttina. Hvítár- bakkaheimilið var menningar- setur í Bæjarsveitinni, þar var gestkvæmt. Ragnheiður móðir Jóns, Björg kona hans og hann sjálfur, voru höfðingjar heim að sækja. Ég hygg að hlýhugur hafi einkennt alla þá er fjöl- skyldunni kynntust og engan óvildarmann hafi þar verið að finna. Þegar ég kynntist Hvít- árbakkafjölskyldunni var ný- lega aflagður hefðbundinn bú- skapur sem þar hafði verið, stórt kúabú og fjárbú. Ýmislegt var gert til að hafa afkomu, m.a. rekin fóðurblanda, húsnæði leigt út og fleira. En þessu lauk og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Ég átti því láni að fagna að búa á Hvítárbakka ásamt fjölskyldu minni um skeið, í húsi Ragnheiðar móður Jóns sem stendur nær Hvítá en hús Jóns og fjölskyldu hans. Við áttum góða daga á Hvítárbakka. Er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari góðu fjölskyldu. Mér finnst viðeigandi að hafa hér niðurlagsorð Jakobs Jóns- sonar heitins á Varmalæk, þeg- ar hann yrkir um foreldra Jóns á Hvítárbakka, tvö síðustu er- indin eru á þessa leið: Vort líf er einna líkast andartaki, við leggjum okkar smáa fleyi í vör. Á sömu stund er ævin öll að baki, og enn er lagt af stað í nýja för. Enginn veit hvert liggja okkar leiðir að lokum, þegar héðan okkur ber. En allir vegir geta orðið greiðir góðum manni, hver sem stefnan er. Ég þakka Jóni samveru- stundir og bið fjölskyldu hans Guðs blessunar. Ófeigur Gestsson. Alltaf tilhlökkun á hverju vori að fá Jón Guðmundsson frá Hvítárbakka í heimsókn er hann var prófdómari á Hvanneyri. Með okkur hjónum og honum tókst ævarandi vinátta er aldrei slitnaði þó leiðir skildu. Skemmtileg góðlátleg kímni einkenndi Jón, aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Við Jón áttum ófá samtölin í síma eftir að leiðir skildu. Þjóð- málin leyst – stofnaðar ríkis- stjórnir, vandamál landbúnaðar og sjávarútvegs krufin til mergjar – jafnvel heimsmálin bar á góma – þar sem friður ríkti þjóða í milli. Alltaf fylgdu með skemmtilegar kímnisögur frá Jóni með spakmælum í bland. Björg og Jón voru höfðingjar heim að sækja, veitingar Bjarg- ar ógleymanlegar, veittar af mikilli rausn – bæði skemmtileg og ræðin. Ljóðlínur Jónasar Hallgríms- sonar eiga vel við minningu Jóns á Hvítárbakka: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur þá gleðin skín á vonarhýrri brá? eins og á vori laufi skrýðist lundur lifnar og glæðist hugarkætin þá; og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. Innilegar samúðarkveðjur til Bjargar og fjölskyldu. Sigríður Laufey Einarsdóttir. „Hér sé Guð“ heyri ég ekki lengur frá þér. Núna ertu kominn til hvílu og því hvað ég á eftir að sakna þín get ég ekki lýst. Okkar fyrstu kynni voru spaugileg eftir á, en ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og fá að hafa þig í kring- um mig bæði í vinnunni minni, heima hjá mér og ferðum okkar. Fróður varstu og víðlesinn og fékk ég að heyra margar sögur hjá þér. Við vorum ekki alltaf sam- mála en einhvern veginn náðum við alltaf saman því þú varst með eindæmum mikill prakkari og það var bara ekki hægt að vera á móti þér. Hreinskilinn og þrjóskur varstu og það var bara gott, ekki geta allir verið eins sem betur fer. En Trelleborg er komin og áttir þú mjög mikinn þátt í því máli og eins og áður vorum við ekki alveg sammála því en það kom samt. Takk elsku Jón fyrir allt sem þú hefur gert fyrir Rauða kross- inn á Seyðisfirði og okkur hin sem sitjum eftir. Ég ætla nú að steikja fisk í raspi eins og ég var búin að lofa að elda handa þér næst þegar þú kæmir í mat til mín. Nú kveð ég þig í hinsta sinn með táraflóðið niður á kinn ef ekki lengra. Elsku fjölskylda. Við Nonni vottum ykkur innilega samúð. Þrúður Halla Guðmannsdóttir. Hvítárbakki í Borgarfirði var á tuttugustu öldinni eins og aka- demía fyrir börn og unglinga. Engin tala er til yfir Hvítár- bakkabörnin en þau voru mörg og þar hlutu þau alla þá mennt- un sem ekki fékkst í öðrum menntastofnunum og sú mennt- un nýttist alla ævi. Einn af merkustu prófessor- um þessa fræðaseturs, Jón á Hvítárbakka, hefur nú kvatt og lagt upp í sína síðustu ferð og minningarnar hrannast upp. Hann var afbragðskennari, hár og grannur, eilítið álútur, ævinlega með bros á vör og stríðnisglampa í augunum. Hon- um tókst að gera öll störf skemmtileg og ekkert var svo ómerkilegt að ekki þyrfti að kenna mönnum réttu handtökin. Aldrei voru heimspekilegar umræður langt undan og til að undirstrika þær var ekki úr vegi að tóna örlítið undir með und- urfallegri rödd, enda hefði Jón bóndi getað orðið afbragðs prestur og það voru fleiri starfs- stéttir sem misstu af hæfileikum hans t.d. læknar, kokkar og „viðgerðarmenn“ af öllum gerð- um. Þegar hugurinn reikar til baka, er það þó fyrst og fremst þakklæti og virðing fyrir þess- um glaðlynda öðlingi sem fyllir hugann og maður heyrir ósjálf- rátt hláturshneggið sem var svo smitandi – hafðu þökk fyrir allt, Jón Guðmundsson – góða ferð. Lovísa, Þórunn og Ásgeir, Hans Unnþór og Þorgeir. Guðmundur ætt- fræðingur var eng- um líkur nema sjálfum sér, tók frekar keldu en krók, harður af sér í dagsins önn, óvílinn með öllu, eldklár og fylginn sér og sérvitur í besta lagi; neftób- akskarl og kvað nokkuð í nef. Honum lá hátt rómur og sagði skoðun sína umbúðalaust og galt þess oft; líklega var hann stundum óþarflega opinskár og vissulega langrækinn úr hófi. Gamli tíminn rann honum í blóð og merg í uppeldinu – þótt hann fæddist í Keflavík. Full- yrða má að hann var umdeildur maður og ekki allra. Hann barðist við það aldéfli heimsins sem hann sá birtast skýrast í meðferðarúrræðum samtaka á borð við SÁÁ o.fl. Hann taldi það manndóm að neyta vímu- efna; lagði stundum niður vinnu í nokkra daga til þess að sinna því áhugamáli sínu og kom svo tvíefldur aftur til starfa, kvaðst vera endurnærður. Guðmundur rakst alls ekki í hóp, hann var Guðmundur Sig- urður Jóhannsson ✝ GuðmundurSigurður Jó- hannsson fæddist 15. júlí 1958. Hann varð bráðkvaddur 27. maí 2018. Útför hans fór fram 8. júní 2018. einfari en alls ekki heimóttarlegur, vann mikið að næt- urlagi meðan aðrir spókuðu sig í draumi; hann var jarðbundinn. Það var jafnan hress- andi og ánægjulegt að heilsa upp á kappann þegar sól var í hádegisstað. Ekki lá hann á skoðunum sínum. Guðmundur var í fremstu röð ættfræðinga, ef ekki í far- arbroddi þeirra, þaulkunnugur heimildum og nákvæmur í með- ferð þeirra, varpaði fram lík- indum með varúð, stálminnug- ur, prýðilega máli farinn og vel að sér um gömul hugtök sem ýmsir hafa hnotið um þegar þeir skrifa um gamla bænda- samfélagið. Ég las yfir nokkur bókarhandrit fyrir hann og dáðist að því samræmi og þeirri samkvæmni sem hann skipaði fræðum sínum í; sáralítið þurfti að hrófla við því sem hann hafði gengið frá til prentunar. Hann skrifaði einkar sérstaka og persónulega rithönd þar sem allt stendur eins og stafur á bók, engin leið er að lesa rangt í málið. Margoft leitaði ég í smiðju hans og fékk jafnan greið svör og ítarleg; hann var fræðabróðir hinn besti. Guðný Klara var augasteinninn hans, einkadóttirin. Það glaðnaði jafnan yfir honum þegar hana bara á góma og hann bar hag hennar ríkt fyrir brjósti; hann var stoltur faðir. Henni og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðju. Guð- mundur ættfræðingur setti svip á samtíð sína um leið og hann gerði fólki skilmerkilega grein fyrir lífi genginna kynslóða á landinu, basli þeirra eða bú- sæld. Fari hann nú blessaður. Sölvi Sveinsson. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Gróa, Guðný, Fríða og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar og afi, ERLING R. GUÐMUNDSSON sjómaður frá Sauðárkróki, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 8. júní. Erla Gígja Erlingsdóttir Guðmundur Andrés Erlingsson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÓLAFSSON, tæknifræðingur, Víðilundi, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð föstudaginn 8. júní. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Jónsdóttir Jón Sævar Grétarsson Ólafur Grétarsson Jenný Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, JÓN ÖRN GISSURARSON, Suðurgötu 29, Sandgerði, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. júní klukkan 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Brynhildur Nanna Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.