Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
✝ Sigríður ErlaHaraldsdóttir
var fædd í Næf-
urholti á Rang-
árvöllum 31. des-
ember 1934. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimil-
inu Lundi 22. maí
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Haraldar
Runólfssonar og
Guðrúnar Laufeyjar Ófeigs-
dóttur. Erla, eins og hún var oft-
ast kölluð, var númer fimm í
röðinni af sjö systkinum.
Árið 1959 giftist Erla Klem-
enzi Erlingssyni bifreiðastjóra
Klemenz Geir Klemenzson,
fæddur 1969. Maki hans er
Svanbjörg Ólafsdóttir. Klemenz
Geir á 2 börn og 3 stjúpbörn.
Erlingur Reyr Klemenzson,
fæddur 1973. Maki hans er Lín-
ey María Hjálmarsdóttir. Er-
lingur Reyr á 5 börn.
Guðrún Hrafnhildur Klem-
enzdóttir, fædd 1975. Maki
hennar er Róbert Sverrisson og
eiga þau 3 börn.
Erla ólst upp í Næfurholti en
flutti síðar að Hólum. Þar bjó
hún þar til hún og Klemmi fluttu
á Selfoss árið 1959. Erla vann
hin ýmsu störf auk húsmóð-
urstarfsins. Hún vann á leik-
skóla, í verslun og í grunnskóla
að ógleymdu dagmóðurstarfinu
sem hún sinnti í rúmlega ára-
tug. Á því tímabili gætti hún yfir
60 barna.
Útför hennar fór fram 31. maí
2018, í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
úr Reykjavík. Hann
var fæddur árið
1937 og lést 2006.
Klemenz var sonur
hjónanna Erlings
Klemenssonar og
Valgerðar Stefáns-
dóttur.
Erla og Klemmi
eignuðust 5 börn.
Þau eru: Katrín
Stefanía Klemenz-
ardóttir, fædd
1959. Maki hennar er Karl Birg-
ir Svavarsson. Katrín á 4 börn
og 2 barnabörn.
Elín Hekla Klemenzdóttir,
fædd 1960. Hún á 3 börn og 3
barnabörn.
Elsku mamma mín. Hvernig
stendur á því að svo erfitt er að
koma minningarorðum um þig á
blað. Kannski vegna þess að ég
er ekki alveg búin að átta mig á
að þú ert ekki lengur hér með
okkur. Söknuðurinn er sárari en
orð fá lýst. Elsku mamma mín.
Takk fyrir að standa með mér
alltaf í gegn um þykkt og þunnt,
takk fyrir að hugga á erfiðum
stundum og takk fyrir allan
hláturinn og fíflaganginn á öll-
um góðu stundunum og takk
fyrir að segja mér til syndanna
þegar þess var þörf.
Mamma mín var ekki mikið
fyrir flakk og ferðalög en hún
elskaði að fá fólk í heimsókn, og
á Birkivöllum 23 var oftar en
ekki fullt hús af fólki á öllum
aldri. Það var aldrei neitt kyn-
slóðabil þar og oft þegar vinir
okkur krakkanna komu í heim-
sókn var spjallað við mömmu í
eldhúsinu í stað þess að fara
inní herbergi og spjalla þar.
Mamma hafði nefnilega einlæg-
an áhuga á vinum okkar og því
sem við öll höfðum fyrir stafni.
Mamma starfaði við ýmislegt,
s.s. í verslun, á leikskóla, í
grunnskóla en lengst af öllu
starfaði hún sem dagmóðir og
það voru ófá börnin sem hún
gætti í því starfi og öll kölluðu
þau hana ömmu. Mamma var
mikil fjölskyldukona og hagur
fjölskyldunnar var alltaf í fyrsta
sæti. Fólkið sitt í Hólabæ elsk-
aði hún takmarkalaust og
tryggð hennar við þau og þeirra
við hana var falleg og sönn.
Áhugamál mömmu voru ýmis en
tónlist var hátt skrifuð. Mamma
hafði fallega söngrödd og hún
raddaði líka fallega og ég elsk-
aði að hlusta á hana syngja.
Hún réð líka krossgátur á hraða
vindsins og hún hafði ótrúlegan
orðaforða sem ég tel mig
heppna að hafa að einhverju
leyti fengið í arf frá henni.
Það var erfitt þegar mamma
byrjaði að missa heilsuna og þá
var gott að eiga pabba sem stoð
og styttu. Það var mömmu
hræðilegt áfall þegar pabbi
veiktist og lést langt um aldur
fram árið 2006, en barnabörnin
og barnabarnabörnin og fjöl-
skyldan öll glöddu og veittu
styrk.
Það var gleðilegt hvað
mamma gat lengi búið heima og
þar naut hún fyrst og fremst að-
stoðar Kötu systur og Guðrúnar
systur og þeirra fjölskyldna og
það verður seint fullþakkað. Síð-
ustu mánuðina bjó mamma á
dvalarheimilinu Lundi á Hellu
og naut þar umönnunar sem
hún dásamaði mjög enda ótrú-
lega fallegt samband starfsfólks
við heimilisfólk þar.
Mæðradagurinn síðasti mun
verða einn fallegasti dagur ævi
minnar, en þá sátum við
mamma í góðu yfirlæti og rædd-
um allt milli himins og jarðar
gamla tíð, nútíð og skeggrædd-
um framtíð, og þennan dag var
hún uppá sitt allra besta. Að
kvöldi þess dags slasaðist hún
og náði sér ekki eftir það. Ég
hélt í hönd mömmu þegar hún
kvaddi þennan heim þann 22.
maí sl. og ég er þakklát fyrir að
hafa getað verið hjá henni á
þeirri stundu ásamt fleirum af
hennar nánustu.
Elsku mamma mín. Takk fyr-
ir allt sem þú varst mér og mín-
um, ég mun minnast þín alla
mína tíð, við sjáumst svo síðar.
Elín Hekla Klemenzdóttir.
Elsku amma mín. Það er svo
óraunverulegt að þú sért farin
frá okkur. Það mun ekki líða sá
dagur sem ég mun ekki hugsa
til þín og kaffibollans á Birki-
völlunum. Þú varst mér svo
mikilvæg og áttir stóran þátt í
að ala mig upp því ég var svo
mikið hjá ykkur afa þegar ég
var yngri. Það hefur alltaf verið
svo yndislega gaman að koma til
þín á Birkivellina. Alltaf mikið
hlegið og alls kyns sögur sagð-
ar. Mikið kaffi drukkið og kand-
ís með. Það er svo margt sem
þú hefur kennt mér og mun ég
ávallt varðveita það. Þú varst
alltaf svo jákvæð og með svo
einkennandi skemmtilegan húm-
or. Þú vildir alltaf vita allt og
alltaf gat maður sagt þér allt.
Þú varst aldrei feimin við að
segja nákvæmlega það sem þér
fannst og það kom fyrir að mað-
ur móðgaðist smá en alltaf var
eitthvað að marka það sem þú
sagðir. Nú ert þú komin á betri
stað og ég veit að þú fylgist með
okkur og stríðir aðeins. Ég bið
að heilsa afa Klemma og afa
Óla.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Elsku amma, ég sakna þín
alltaf og ég elska þig.
Ragnheiður Katrín
Erlingsdóttir.
Elsku mamma, það er ein-
hvern veginn svo óraunverulegt
að þú sért farin. Að hugsa sér
að geta ekki lengur kíkt til þín í
kaffibolla, knús og spjall er svo
endalaust erfið tilhugsun. Það
er þó örlítil huggun harmi gegn
að eiga allar þær yndislegu
minningar sem ég á um þig og
okkar ferðalag í gegnum lífið.
Við vorum svo góðar saman og
bar aldrei skugga á samfylgd
okkar. Þú varst svo frábær móð-
ir og hefðir vaðið eld og brenni-
stein fyrir okkur systkinin hefði
þess þurft. Og þú lagðir þig
fram um að leyfa mér að gera
svo marga skemmtilega og
þroskandi hluti því þú treystir
mér svo vel. Þú leyfðir mér að
fara á sundnámskeið þegar ég
var bara þriggja ára af því að ég
gat bjargað mér alveg sjálf í
klefanum, því þú vissir að mér
þótti svo óskaplega gaman í
sundi. Þú leyfðir mér að fara í
dansskóla og greiddir síða hárið
mitt í hátt tagl, því þú vissir að
þannig fannst mér að dansandi
stúlkur ættu að vera greiddar.
Þú leyfðir mér að hlusta á brot-
hættu plöturnar með Elvis
Presley, því þú vissir að mér
þótti það svo óskaplega spenn-
andi. Þú leyfðir mér að keyra bíl
löngu áður en ég hafði aldur til,
því þú vissir að mér fannst það
skemmtilegast í heimi. Þú
kenndir mér að spila rommý,
því þú vissir að það voru mínar
bestu stundir að sitja við eld-
húsborðið og spila við þig.
Svona gæti ég haldið endalaust
áfram. Minningarnar eru ótelj-
andi. Ég man að þú settir alltaf
á þig munuhring ef þú þurftir
að muna eitthvað sérstakt. Ég
man að þú leyfðir mér að sofna
uppi í stóra bóli ef mér gekk illa
að sofna á kvöldin. Ég man að
þú söngst fyrir mig og spilaðir á
gítarinn og kenndir mér svo
mörg fyndin og skemmtileg lög.
Ég man þegar þú spilaðir á org-
elið og söngst uppáhaldslögin
þín. Ég man að þú leyfðir mér
alltaf að fá kaffijógúrt á meðan
þú settir fléttuna í hárið mitt
fyrir skólann. Ég man að þú
leyfðir mér að borða eins mikið
suðusúkkulaði og ég vildi ef ég
var lasin.
Ég man að þú lánaðir mér
alltaf bílinn þinn, þó að ég þyrfti
bara að fara örstutta leið. Ég
man þegar ég kom á Birkivell-
ina og við stimpluðum okkur og
snyrtum á okkur neglurnar. Ég
man að ég gat alltaf beðið þig að
passa stelpurnar mínar ef ég
þurfti eitthvað að skreppa. Og
ég man þegar ég sat hjá þér á
þínum síðustu andartökum í
þessu lífi, hélt í höndina þína og
hvíslaði að þér: „Góða ferð,
elsku mamma, knúsaðu pabba
frá mér.“ Takk, elsku mamma,
fyrir allt sem þú gafst mér,
kenndir mér og treystir mér
fyrir. Takk fyrir að taka Róberti
mínum sem einu af börnunum
þínum, kæta hann endalaust
með þínum frábæra orðaforða
og treysta honum í einu og öllu.
Takk fyrir að reynast stelpun-
um mínum endalaust vel í gegn-
um tíðina og leyfa þeim finna að
þær áttu bestu ömmu í heimi.
Takk fyrir allt. Sorgin nístir inn
að beini en ég reyni að hugga
mig við að nú eruð þið pabbi
saman á ný, drekkið kaffi, borð-
ið ritzkex með síldarsalati og
spilið rommý eins og ykkur ein-
um var lagið.
Ég elska þig, mamma, og
geymi allar yndislegu minning-
arnar um þig í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Þín,
Guðrún Hrafnhildur.
Elsku Erla tengdamamma,
nú ert þú farin frá okkur og
kemur ekki aftur. Mikið ofboðs-
lega er skrítið og tómlegt að
hugsa til þess hversu endanlegt
það er. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert og gefið mér, tókst
mér opnum örmum fyrir rúm-
lega 22 árum og hugsaðir um
mig sem einn af sonum þínum
alla tíð og ég átti þig að eins og
mína aðra mömmu. Þú og
Klemmi voruð fljót að gefa
grænt ljós á það þegar ég flutti
inn til ykkar á Birkivelli 23 til
að búa með Guðrúnu, fyrir það
get ég seint fullþakkað. Þú tókst
okkur svo aftur opnum örmum
síðar til að búa með þér þegar
við vorum að byggja og þá með
tvær litlar dætur okkar, ömmu-
stelpurnar þínar. Ég veit að
þær hugsa enn til þessa tímabils
með mikilli hlýju og þakklæti.
Svo eftir að við fluttum frá þér
var svo gaman að sjá hvað þú
gladdist alltaf þegar við Guðrún
komum með stelpurnar í heim-
sókn og hvað Skuggi galdraði
auðveldlega fram brosið þitt, þó
að hann væri mígandi utan í
stólinn þinn og innréttingar, þá
sagðir þú bara „hvaaaaa“ og
ekkert meira vesen með það.
Ég elskaði þinn svarta húmor
og að það var hægt að segja allt
við þig og þú gast sagt allt við
mig með 100% hreinskilni, það
kunni ég að meta, sem og öll
skemmtilegu orðin sem þú not-
aðir og ég skildi ekki nema með
útskýringum, eins og hvað
margt var dólegt og að ég væri
spraðurbassi. Manstu að við
ætluðum að hjálpast að við að
búa einhvern tímann til orðabók
saman til að halda utan um öll
þessi skemmtilegu orð sem ég
heyrði bara hjá þér og þínu
fólki? Kannski skelli ég í þessa
orðabók á næstunni með aðstoð
þeirra sem eftir sitja og eflaust
hjálpar þú líka til við þetta verk,
það kæmi nú ekki á óvart.
Elska þig, Erla mín, og hafðu
það sem allra best í sumarland-
inu með honum Klemma þínum
sem ég veit að tekur vel á móti
þér.
Takk fyrir allt og allt, elsku
Erla.
Þinn tengdasonur,
Róbert.
Sigríður Erla
Haraldsdóttir
Fallinn er til fold-
ar prýðismaður. Við
kvöddum hann fyrir
nokkrum dögum í
Húsavíkurkirkju.
Það var sól yfir landi, náttúran
skartaði sínu fegursta. Rætur
hans að móðurinni, sem hann
missti ungur, eru hér á Húsavík,
en að föðurnum á Flateyjardal og
í Flatey. Á Húsavík ólst hann upp
að mestu í stórfjölskyldu hjá föð-
ur, ömmu og afa ásamt frænd-
fólki.
Þar mættust kynslóðir og Júlli
fór ekki á mis við lestur góðra
bóka og safaríkt málfar sem ein-
kenndi hann upp frá því. Eins og
títt var um stráklinga þessara ára
gekk hann ungur til verka og svo
áfram meðan þrek entist, en sjó-
mennska varð ævistarf hans.
Alltaf var jafn gaman að taka
Júlla tali á förnum vegi sökum
þess hve snarpur hann var til höf-
uðsins, lesinn, skoðanafastur og
eftirtektarsamur, alltaf kátur og
oftast glaður líka. Þegar ég hér
minnist þessa vinar míns örfáum
orðum kemst ég ekki hjá því að
nefna aðeins ferð ungs fólks í júní
1968 austur á land, en þá var
Landsmót UMFÍ haldið á Eiðum.
Hafís, sem þrálátt hafði minnst
við Hornbjarg þennan vetur og
fyllt hér norðanlands flóa og vík-
ur, var ekki lengur landfastur, en
tíðin var köld. Í þeim hópi vorum
við Júlli, ekki sem keppendur í
hefðbundnum greinum heldur
varð okkar grein fyrir valinu.
Þessir dagar urðu þrátt fyrir tíð-
arfarið ekki þjáningartími fyrir
þann gamla Bakkus.
Tíminn leið og þar kom að Júlli
Júlíus Jónasson
✝ Júlíus Jón-
asson fæddist 11.
nóvember 1947.
Hann lést 26. maí
2018.
Útför Júlíusar
fór fram 1. júní
2018.
fastnaði sér konu úr
Reykjahverfi og
gekk tveimur börn-
um hennar í föður-
stað. Saman eignuð-
ust þau svo önnur
tvö. Stór þáttur í
auðnu manna og
kvenna er mót-
parturinn og þó þau
Stína væru um
margt ólík eins og
títt er um hjón var
þó miklu fleira sem sameinaði
þau. Fundum okkar bar ekki oft
saman í seinni tíð, þeim síðasta
við erfisdrykkju á Húsavík
snemma á þessu ári. Það var létt
yfir þeim hjónum, margt spjallað
gamalt og nýtt. Að því loknu
gengum við samferða niður Vall-
holtsveginn í blíðskaparveðri uns
leiðir skildi við Kaupfélagið.
Þessi varð síðasti fundur okkar
Júlla, ánægjulegur eins og hinir
fyrri því af skiljanlegum ástæð-
um renndi ég ekki grun í hve
skammt hann átti ófarið vegar-
ins.
Við dauðans fljót, sem þrumir þungt
í þögn á milli landa,
við munum síð á sömu strönd
í sömu sporum standa.
(Guðmundur Böðvarsson)
Ég skil ekki við þennan vin
minn án þess að nefna þá ríku
réttlætiskennd sem hann skart-
aði.
Hún laut að því að öllu fólki
bæri sá réttur að búa við sóma-
samlegar aðstæður. Honum var
jafnljóst að slíkt gerðist ekki án
aukins jöfnuðar. Júlla leiddust
jánkarar sem höfðu lítt til mál-
anna að leggja annað en að vera
sammála einhverjum skoðana-
bakara – þessum sömu og gera
stjórnmál að leiðindum, því „bæði
af honum gustur geðs og gerð-
arþokki stóð“.
Stína og fjölskyldan á samúð
okkar Rannveigar.
Kristján Pálsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HANNES GARÐARSSON,
matreiðslumaður,
Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 2. júní.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 19. júní klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Alzheimer-samtökin.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka
umönnun og hlýhug.
Dagný I. Þorfinnsdóttir
Margrét Hannesdóttir Engilbert Imsland
Berta Hannesdóttir Gunnlaugur Þ. Guðmundsson
Eva Hannesdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Smárahlíð 5e, Akureyri,
lést á sjúkrahúsi Akureyrar miðviku-
daginn 6. júní. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júní klukkan 13.30.
Sigríður A. Whitt Jónas Veigar Torfason
Birna H. Laufdal Þórir Steindórsson
Hreinn H. Laufdal Cristiane N. de Andrade
Hrönn H. Laufdal Kristján Knútsson
barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar