Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga
✝ Hanna HafdísGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1930. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á
Akranesi 30. maí
2018.
Foreldrar
Hönnu Hafdísar
voru Jóhanna
Sigurðardóttir, f.
27. febrúar 1896 á Klasbarða í
V-Landeyjum, d. 14. september
1961, og Guðmundur Valdimar
Tómasson bifreiðastjóri, f. 13.
september 1896, d. 3. apríl
1987. Þau Jóhanna og Guð-
mundur Valdimar áttu 12 börn
sem öll komust til fullorðins-
ára; Margrét f. 29. mars 1919,
Sigríður Fjóla f. 6. september
1920, Unnur Hrefna f. 13. mars
1922, Jóhannes Hörður f. 28.
október 1923, Dóra Björg f. 3.
febrúar 1925, Valdimar Númi
f. 17. júní 1926, Bragi Rafn f.
24. janúar 1928, Hanna Hafdís
f. 2. nóvember 1930, Auður
Bergþóra f. 1. nóvember 1931,
Skarphéðinn f. 29. apríl 1933,
Ragnheiður Erna f. 17. febrúar
1935 og Elísa Edda f. 11. júlí
1936.
Hanna Hafdís
giftist Reyni Sig-
urðssyni, f. 1. júní
1929, og áttu þau
þrjú börn,
1) Sigríði Erlu f.
26. apríl 1950,
maki Gerald Van
Dik f. 17. júní
1948.
2) Guðmundur
Reynir f. 9. októ-
ber 1951, maki
Jóna Birna Bjarnadóttir f. 18.
desember 1953, þau eiga 4
börn. 1) Benný f. 12. september
1973, maki Mungo McTaggart
og eru þau búsett í Skotlandi,
eiga þau 5 börn. 2) Valdimar
Bjarni f. 27. september 1974 og
á hann 2 börn og 2 barnabörn.
3) Jóhann Benedikt f. 21. júní
1978. 4) Hafþór f. 2. ágúst 1983
og á hann 1 barn. Fyrir átti
Guðmundur soninn Reyni Örn
f. 6. október 1970, maki Lísbet
Kristinsdóttir f. 21. ágúst 1970,
og eiga þau 1 barn. 3) Örn Æg-
ir f. 13. desember 1961.
Hanna Hafdís og Reynir
bjuggu lengst af í Njörvasundi
22 í Reykjavík.
Útför Hönnu Hafdísar fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í dag, 14. júní 2018, kl. 13.
Með örfáum orðum langar
mig að minnast Hönnu Hafdísar
frænku, nú þegar hún er kvödd
hinstu kveðju.
Haddý, eins og hún var jafn-
an kölluð, var ein systra Braga
föður míns, en þau voru alls 12
systkinin, börn Jóhönnu og Guð-
mundar Valdimars á Lauga-
teignum. Strax í bernsku minni
er Haddý minnisstæð, nett og
frekar smávaxin en glaðleg og
ævinlega brosmild.
Þau Reynir áttu heimili sitt í
Njörvasundi og þar ólust börnin
þeirra þrjú upp. Gott er að
minnast góðra stunda á liðnum
árum, t.d. á ættarmótum fjöl-
skyldunnar, en það síðasta var
haldið í Grímsnesinu sumarið
2016. Þar var Haddý brosmild
og væntumþykja í öllum hennar
orðum, slíkra stunda er gott að
minnast
Við leiðarlok sendum við
börnum Haddýjar og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur
frá okkur hjónum.
Valdimar Bragason og Haf-
dís Marvinsdóttir, Selfossi.
Hanna Hafdís
Guðmundsdóttir
✝ Sigrún Guð-mundsdóttir
fæddist á Flateyri
við Reyðarfjörð 27.
júlí 1936. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 1.
júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
mundur Sveinsson,
f. í Æðey við
Ísafjarðardjúp 27.
janúar 1884, d. 7. ágúst 1967, og
Sigurborg Þorvaldsdóttir, f. í
Stóru-Breiðuvík í Fjarðabyggð
14. maí 1893, d. 3. október 1978.
Systkini Sigrúnar voru Krist-
inn, f. 10. júní 1920, d. 2007,
Þuríður, f. 1922, d. 1999, Þor-
valdur, f. 1925, d. 1943, Pálína
María, f. 12. ágúst 1927, d. 2016,
1969 heimili í neðra Breiðholti
og 1974 í Seljahverfi. Þau fluttu
í Kópavog 1990 en bjuggu í
Mosarima 28 í Grafarvogi frá
1998.
Sigrún og Hörður eignuðust
fjögur börn: 1) Helgu Björk, f.
1961, sjúkraliði. Maður hennar
er Sigurjón Árnason húsasmíða-
meistari. Synir þeirra eru
Kjartan Örn og Hlynur Árni.
Þau eiga tvö barnabörn. 2)
Eygló, f. 1964, myndlistarkona.
Sambýlismaður hennar er Rík-
harður H. Friðriksson tónlist-
armaður. 3) Sóldís, f. 1965, leik-
skólastjóri. Maður hennar er
Þórbjörn Sigurðsson lögreglu-
maður. Synir þeirra eru Hörður
Ingi, Eyþór Smári og Jóhann
Óli. Þau eiga eitt barnabarn. 4)
Sævar, f. 1966, framkvæmda-
stjóri. Kona hans er Laufey
Guðmundsdóttir. Börn þeirra
eru Sigrún Björk, Hrafn, Jó-
hann Kristófer og Eiríkur Már.
Útför Sigrúnar fór fram í
kyrrþey að hennar ósk 11. júní
2018.
Hlíf, f. 6. október
1929, d. 2014, Her-
dís Ólína, f. 12.
febrúar 1932. Einn-
ig átti Sigrún fjög-
ur eldri hálfsystk-
ini samfeðra, Jón,
Guðlaugu, Guð-
mund og Halldór,
sem öll eru látin.
Sigrún giftist 18.
mars 1961 Herði
Eiríkssyni járniðn-
aðarmanni, f. á Eskifirði 21.
ágúst 1937. Foreldrar hans
voru Eiríkur Kristjánsson og
Ingunn Þorleifsdóttir, þau
bjuggu á Eskifirði. Sigrún og
Hörður hófu sinn búskap í
Reykjavík 1961. Þau bjuggu
fyrstu búskaparárin á Vífils-
götu og í Blönduhlíð en byggðu
Elsku amma Sigrún. Það
fyrsta sem kemur upp í huga
minn þegar ég hugsa til þín er
hlátur, þakklæti og alveg geggj-
aður ömmubakstur. Þakklæti fyr-
ir allar stundirnar sem við áttum
saman og allan hláturinn. Það var
nefnilega svo auðvelt að fá þig til
þess að hlæja. Alltaf þegar ég
labbaði inn um dyrnar hjá þér þá
var ég kominn í gott skap og
gleðin með þér tók yfir. Þegar ég
var í Rimaskóla þá kom ég við hjá
þér nánast á hverjum degi og við
tókum í spilin. Við spiluðum Kann
Kann, Kleppara, Idiot og Rommí.
Best var samt þegar við spiluðum
Hæ Gosa. Þá varstu yfirleitt í svo
miklu hláturskasti að þegar mik-
ilvæg drottningin kom upp, þá
gastu ekki flautað eins og átti að
gera því þú hlóst svo mikið. Ég er
þakklátur fyrir að mamma náði að
segja þér, áður en þú kvaddir okk-
ur, fréttirnar af litla langömmu-
krílinu sem er á leiðinni. Ég veit
að þú munt fylgjast með því vaxa
og dafna frá þeim stað sem þú ert
á núna og ég hlakka til að segja
barninu okkar Eddu Kristínar frá
góðu minningunum mínum um
þig. Mér þykir ótrúlega vænt um
þig, elsku amma mín, þú munt lifa
í minningunni hjá mér alla ævi.
Kveðja,
þinn besti,
Eyþór Smári.
Ég er ótrúlega þakklátur fyrir
allar þær frábæru minningar sem
ég á um elskulega ömmu mína
Sigrúnu. Amma tók alltaf á móti
manni með sínu einlæga brosi og
svo bjó hún yfir yndislegri og ró-
andi rödd. Það var alltaf stutt í
hláturinn hjá henni, annaðhvort
er maður svona ótrúlega fyndinn
eða hún einfaldlega hafði svo
gaman af lífinu og því að hlusta á
vitleysuna í manni, ég held að það
hafi verið það síðara. Minningarn-
ar mínar frá Álfhólsvegi eru dýr-
mætar. Þar fékk ég mína fyrstu
appelsínu sem gert var gat í og
settir í sykurmolar. Svo var sett
rör í til að hræra sykrinum saman
við appelsínuna og maður drakk
svo með bestu list. Ég gat alltaf
„dobblað“ ömmu til að setja einn
auka sykurmola þegar enginn
annar sá til, síðan fussaði hún og
sveiaði þegar maður fór til afa til
að sníkja kandís. Hann ætti nú
ekki að vera að gefa mér svona
sykurleðju. Ég man einnig vel eft-
ir næturgistingunum hjá ömmu
og afa. Þangað fékk ég að fara
þegar ég sem lítill strákur þurfti
að komast aðeins í burtu frá
amstrinu og hraðanum í hvers-
dagslífinu og til að fá smá frið frá
garginu í litlu bræðrunum. Þá var
gerð sérstök ferð á vídeóleiguna
og ég réð hvað var í matinn.
Amma leyfði mér svo að sitja í
þægilega sjónvarpsstólnum sín-
um og skál af nammi var ekki
langt frá. Þetta var toppurinn.
Þegar amma og afi fluttu svo í
Mosarima var eins gott að mæta
ekki beint eftir matmálstíma. Yf-
irleitt settumst við við eldhús-
borðið og þá hófst affermingin úr
ísskápnum. Tvær til þrjár kökur í
það minnsta, en alltaf var þetta nú
bara eitthvert smáræði í augum
ömmu. Hún átti næstum alltaf til
uppáhaldskökuna mína, sítrónu-
köku sem ég hef aldrei fengið
betri annars staðar. Að hafa feng-
ið að njóta samveru ömmu Sig-
rúnar í 35 ár eru forréttindi sem
munu fylgja mér alla ævi. Ég mun
alltaf hugsa hlýlega til hennar
ömmu og mun segja börnunum
mínum frá yndislegu langömmu
sinni og hlakka til ef ég get ein-
hvern tíma gefið barnabörnum
mínum sína fyrstu appelsínu fulla
af sykurmolum.
Þinn,
Hörður Ingi.
Mig langar að segja frá því
hvað það var alltaf svo æðislegt og
notalegt þegar maður var yngri
og fór reglulega til ömmu eftir
skóla, alltaf var tekið á móti
manni með brosi, og hlýleika.
Þegar maður kom þá var eins og
það væri fermingarveisla, kræs-
ingarnar sem dregnar voru út úr
ísskápnum voru óteljandi. Ekki
var það verra þegar spilastokkur-
inn var kominn á borðið og þá að-
allega spilað idiot eða skítakall
eins og það er þekkt í dag. Það var
líka alltaf svo gaman þegar tekinn
var kleppari því það var svo auð-
velt að vinna, amma hló alltaf svo
mikið að hún var hætt að geta
hreyft sig. Það er svo margt sem
hún gaf manni sem leiðarljós inn í
lífið; jákvæðnin, gleðin og ham-
ingjan skein alltaf frá henni. Það
er fátt annað en þakklæti sem
kemur upp í hugann þegar maður
þarf að kveðja. Hún og ekki síst
afi voru og eru svo innilega góðar
fyrirmyndir. Minningarnar og allt
það sem hún hefur kennt og gefið
frá sér mun svo sannarlega fylgja
manni í gegnum lífið.
Þinn
Jóhann Óli.
Elskuleg móðir okkar hefur
kvatt okkur. Hún ólst upp á Flat-
eyri við Reyðarfjörð hjá foreldr-
um sínum, ömmu, móðursystur
og systkinum. Hún var yngsta
barnið á heimilinu, umvafin kær-
leik og hlýju, ekki síst þeirra Þur-
íðar ömmu sinnar og Stínu móð-
ursystur. Foreldrar hennar
byggðu nýbýlið Flateyri í landi
Hólma. Það er erfitt fyrir okkur
nútímafólkið að ímynda okkur þá
fornu búskaparhætti og vinnu-
semina sem þurfti til að reka
mannmargt heimilið á þessum
tíma. Foreldrar hennar réru til
fiskjar, veiddu sel, huguðu að æð-
arvarpi og unnu önnur hefðbund-
in bústörf. Mamma aðstoðaði for-
eldra sína við bústörfin og réri út
á fjörð með föður sínum. Það var
gestkvæmt á heimilinu og farskóli
sveitarinnar var þar í nokkur ár.
Mamma var góður námsmaður,
hennar menntun var farskóla-
menntun en einnig sótti hún skóla
inn á Reyðarfjörð. Hún var mús-
íkölsk og spilaði á gítar sem ung
stúlka.
Vinnusemi og djúp virðing fyr-
ir öllu lífi og náttúru eru viðhorf
sem hún drakk í sig í uppvextin-
um. Hún var mikill dýravinur,
eins og faðir hennar sem var sótt-
ur á bæi til að sinna veikum dýr-
um. Síðar átti náttúruverndin
einnig hug hennar og stóriðju-
brölt var henni þyrnir í augum.
Mamma og pabbi hófu búskap
sinn í Reykjavík, þau voru sam-
taka í að byggja upp gott heimili.
Mamma vann við saumaskap og
verslunarstörf en fyrst og fremst
var hún myndarleg húsmóðir og
móðir. Hún var góð handverks-
kona, lagði mikinn metnað í verk-
in sín og prjónaði ófáar peysurnar
og vettlinga á fjölskyldumeðlimi.
Allur fatnaður fyrir heimilið var
heimasaumaður og sniðin teikn-
aði hún ef þurfti, oft var unnið
fram á nótt þegar börnin voru
sofnuð. Útsjónarsemi og dugnað-
ur einkenndu heimilishaldið.
Mamma hafði gaman af lestri
bóka og var hagmælt, vísurnar
hennar voru gjarnan gagnrýninn
spegill á samtímann en kölluðu
einnig oft fram bros.
Mamma naut þess að vera úti í
náttúrunni og þau pabbi fóru í
ferðalög um landið með krakka-
hópinn á sumrin, tjaldað var við
læki og skyldfólkið á Austfjörðum
heimsótt. Hún kenndi okkur að
virða náttúruna, þekkja fuglana
og eggin þeirra og lesa blómin.
Við minnumst mömmu með gleði
og þakklæti fyrir allar yndislegu
samverustundirnar og fyrir allar
þær góðu minningar sem hún
skilur eftir. Dillandi hlátur og
gleði tóku alltaf á móti okkur þeg-
ar við komum í heimsókn, kær-
leikur og elska. Mamma fylgdist
vel með sínu fólki, barnabörnum
og langömmubörnum og tók á
móti öllum með opnum faðmi.
Mamma var hógvær og tók
veikindum sínum síðari árin með
æðruleysi og kaus að líta alltaf á
björtu hliðarnar. Kletturinn í lífi
hennar, þegar hún gat ekki leng-
ur séð um heimilisstörfin, var
pabbi. Hann hugsaði af einstakri
alúð og umhyggju um mömmu,
heimilið og fallega garðinn þeirra
sem þau höfðu ræktað upp í sam-
einingu. Elsku pabbi, megi guð
styrkja þig í sorginni. Söknuður
þinn er mikill, margar fallegar
minningar. Þið áttuð gæfuríkt
samband og hélduð þétt utan um
hópinn ykkar.
Við kveðjum þig, mamma, með
trega og þakklæti fyrir tímann
okkar saman.
Helga Björk, Eygló,
Sóldís og Sævar.
Sigrún
Guðmundsdóttir
Þann 16. maí bár-
ust mér þær hræði-
legu fréttir að Helga
systir mín hefði látið
lífið í bílslysi á þjóð-
veginum skammt
frá Hvolsvelli. Dagurinn hafði
verið annríkur og ég þurfti að
hafa slökkt á símanum þar til
snemma kvölds en sá þegar ég
opnaði tækið að systkini mín
höfðu reynt ítrekað að ná í mig.
Slíkt gefur mér ávallt kvíðafulla
tilfinningu því ég veit að eitthvað
alvarlegt er á ferðinni. Fyrstu við-
brögðin mín við þessum hræði-
legu fréttum var algjör tómleika-
tilfinning, eins og tíminn stæði í
stað um leið og hugurinn reyndi
að átta sig á veruleikanum. Líð-
anin fyrstu dagana á eftir var
samkvæmt þessu og maður reyn-
ir í áfalli að átta sig á hinum nýja
veruleika sem skyndilega er kom-
inn til að vera. Áfallið er mikið og
maður veit að það tekur langan
tíma að finna frið og sátt í hjarta
sínu gagnvart því sem orðið er.
Við fréttir af banaslysum hef ég
hugsað til fólks sem misst hefur
ástvini og þurft að takast á við
sorgina í kjölfarið, en þegar mað-
ur upplifir þetta þá verður allt svo
óraunverulegt og í örvæntingu
leitast hugurinn við að reyna að
skilja það sem gerst hefur.
Helga systir mín var yndisleg
persóna sem elskaði fjölskyldu
sína og sveitina undir Eyjafjöll-
um. Hún var í senn kraftmikil
kona sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna og um leið var hún
líka svo ljúf og hugulsöm persóna
með gleði í hjarta, þar sem stutt
var í húmor og hlátur. Hún var
mjög ákveðin í hugsun, og með
hugann við sveitina frá unga aldri.
Ég minnist þess hvernig hún
sem ung stúlka með glampa í aug-
Helga
Haraldsdóttir
✝ Helga Haralds-dóttir fæddist
4. maí 1969. Hún
lést 16. maí 2018.
Útför Helgu fór
fram 26. maí 2018.
um talaði um sveit-
ina og hesta-
mennsku, og því
kom það ekki á óvart
að hún skyldi síðar
leggja fyrir sig nám í
búfræði við Háskól-
ann á Hólum. Um
það bil tuttugu árum
síðar lauk hún líka
ferðamálafræði í
fjarnámi við sama
skóla og kom slíkt
nám sér vel, búandi í þeirri sveit
sem laðar að sér hvað mestan
ferðamannastrauminn. Hún var
vel meðvituð um góð og slæm
áhrif af þeirri sprengingu sem
orðið hefur í komu ferðamanna til
Íslands á undanförnum árum.
Eins og svo mörgum öðrum sem
búa í nábýli við mikla umferð
ferðamanna þá varð henni tíðrætt
um slysahætturnar sem fylgja
slíkri umferð og stundum bar á
góma hugleiðingar um og
reynslusögur af vanþekkingu er-
lendra ferðamanna á akstursskil-
yrðum, aðstæðum og ástandi vega
á Íslandi.
Jarðarför Helgu fór fram í
Eyvindarhólakirkju 26. maí en
hún var jarðsett í Þorlákshafnar-
kirkjugarði. Í Þorlákshöfn hafði
hún byrjað sambúð sína með
Pétri eiginmanni sínum og þar
býr nú Sólveig Eva dóttir hennar
ásamt fjölskyldu sinni. Hugur
minn er hjá eiginmanni og börn-
um Helgu ásamt foreldrum okk-
ar. Sterk er sú hugsun í sorg-
mæddum huga mér að ekkert
foreldri ætti að þurfa að greftra
börnin sín. Þennan dag var sem
himnarnir hágrétu og tárin drupu
af hverju strái. Klukkan tifar hjá
öllum og dauðinn er ávallt nærri.
Slíkt áfall er mikil áskorun fyrir
trú allra þeirra sem upplifa slíka
reynslu því allt virðist svo óraun-
verulegt, órökrétt og óréttlátt.
Þegar storminn lægir þá verður
manni þó enn betur ljóst að eina
svarið við þessari reynslu er: trú,
von og kærleikur.
Úlfar Ingi Haraldsson.
Elsku amma mín.
Ég trúi ekki að
þú sért farin frá
okkur. Mér finnst eins og þú sitjir
heima hjá þér í stólnum þínum og
sért að prjóna eða leggja kapal
eins og þú gerðir svo oft. Það var
alltaf svo gott að koma til ykkar
afa í Strýtuselið. Það var alltaf
tekið á móti manni með kræsing-
um sem erfitt var að afþakka.
Best þótti mér þegar ég var lít-
il og kom til ykkar á föstudögum.
Sigmunda
Hákonardóttir
✝ Sigmunda(Sísí) Hákonar-
dóttir fæddist 7.
desember 1934.
Hún lést 27. apríl
2018.
Útför Sigmundu
fór fram 8. júní
2018.
Þá fékk ég búðar-
keypta pitsu og
djúpsteiktar fransk-
ar. Ekki var nú
verra ef ég fékk að
gista því það var svo
gott að koma heim
aftur og koddinn
minn lyktaði af
ömmulykt.
Þú varst alltaf til í
að spila við okkur
barnabörnin þó að
það væru bara einföld spil eins og
þjófur sem mér þótti skemmti-
legast.
Takk, elsku amma, fyrir allt.
Stuðningur þinn í vetur var mér
ómetanlegur.
Ég sakna þín en er svo þakklát
fyrir allar okkar stundir saman.
Þín
Sara.