Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 67
Reed hæstánægður
Baltasar segir ýmislegt koma á
óvart í myndinni og að þessi tvískipt-
ing sögunnar, milli núsins og hins
liðna, sé það sem gagnrýnendur
greini helst á um, þyki annars vegar
best og hins vegar verst við myndina.
„Og það er ekkert við því að gera,“
segir Baltasar, léttur í bragði. Hann
nefnir sem dæmi að einn þekktasti
kvikmyndagagnrýnandi Bandaríkj-
anna, Rex Reed sem skrifar fyrir
New York Observer, hafi gefið
myndinni fullt hús stiga og talið hana
fullkomna. Hann hafi verið hæst-
ánægður með að vera ekki fastur úti
á sjó allan tímann, líkt og tilfellið er í
kvikmyndinni All is Lost þar sem
Robert Redford fer með aðal- og
jafnframt eina hlutverk mynd-
arinnar. „Ég vildi ekki fara að end-
urtaka þá mynd með konu,“ segir
Baltasar og tekur fram að honum
þyki myndin með Redford fín. Í
Adrift sé sjónum beint að góðum og
slæmum tímum í lífum aðalpersón-
anna.
Allir nema tveir ælandi
Tökur á Adrift fóru fram undan
ströndum Fídjieyja í fyrra og stóðu
yfir í fjóra mánuði og við bættist svo
mánuður á Nýja-Sjálandi. Baltasar
hefur hlotið mikla athygli í fjöl-
miðlum vestanhafs fyrir þá raunsæ-
islegu nálgun sína að taka myndina
upp úti á rúmsjó en ekki í risastórum
tanki í myndveri. Og ekki þykir síður
merkilegt að aðalleikkonan, Wood-
ley, hafi sjálf leikið í áhættuatriðum
og m.a. kafað undir skútuna.
Einnig hefur nokkuð verið fjallað
um sjóveiki sem herjaði á tökuliðið,
að Baltasar undanskildum og kvik-
myndatökustjóranum Robert Rich-
ardson sem er þrefaldur Óskars-
verðlaunahafi en klippari myndar-
innar, John Gilbert, hefur einnig
hlotið Óskarinn.
Baltasar hlær þegar blaðamaður
nefnir sjóveikina og þakkar reynslu
sinni af siglingum að hann hafi ekki
verið gubbandi í tökum. Hann keppti
í siglingum sem ungur maður og er
því alvanur á sjó. Skýringuna á því að
Richardsson steig ölduna eins og
togarajaxl og fann ekki til neinnar
ógleði segist Baltasar hins vegar ekki
hafa. „Hann er algjör jaxl og frábær
náungi,“ segir hann og að hugsan-
lega sé skýringin sú að þeir sem vinni
hvað mest og þurfi að vera einbeittir
allan tímann verði síður sjóveikir. Og
kvikmyndatökustjórinn hafði svo
sannarlega nóg að gera.
Baltasar segist í raun hafa fagnað
því þegar tökuliðið byrjaði að æla og
hætti að taka af sér sjálfsmyndir líkt
og það væri í skemmtisiglingu. „Þá
sagði ég „jæja, nú skulum við rúlla
kamerunni!“,“ segir Baltasar prakk-
aralegur.
Eins og fótboltalið
– Þú lagðir mikið á leikarana og þá
aðallega Woodley, ekki satt?
„Já, ég geri það yfirleitt í svona
myndum og hún hefur lýst þessu sem
einhverri albestu upplifun sinni í
kvikmynd. Ég er ekkert að pína fólk,
svo það sé á hreinu en leyfi því að
takast á við eitthvað og ég held að því
fylgi ákveðin ánægja og gleði,“ svar-
ar Baltasar. Woodley hafi sjálf viljað
leika í áhættuatriðum og áhættu-
leikkonan hafi verið send heim á end-
anum. Baltasar segir Woodley hafa
staðið sig frábærlega í bæði líkam-
lega og andlega erfiðu hlutverki.
Hann segist að sama skapi hæst-
ánægður með tökuliðið. „Þeir sem
eru að fúnkera taka á endanum svo-
lítið yfir djobbin og eru góðir í þessu.
Þetta er svolítið eins og fótboltalið,
það er bara skipt inn á.“
Oldham var viðstödd tökur um
tíma og las einnig yfir handritið og
Baltasar segist alltaf hafa getað leit-
að til hennar. „Það var mikill stuðn-
ingur í henni og ég fékk leiðbeiningar
um hvernig hún gerði ákveðna hluti,“
segir hann. Hann hafi einnig lesið
bók Oldham af mikilli athygli þegar
hann var að vinna í handritinu ásamt
fleirum. „Þau atriði sem koma
kannski mest á óvart í myndinni og
frásögninni voru í raun og veru unnin
mjög náið út frá hennar upplifun,“
segir Baltasar.
Tæknilega flóknari en Djúpið
En lærði Baltasar eitthvað nýtt af
þessu verkefni? „Maður lærir alltaf
eitthvað nýtt og það eru áskoranir
við hvert horn en þetta var bara frá-
bært ævintýri, að fá að vera á Fídjí
og kynnast fólkinu þar, þjóðinni.
Þetta er yndislegur staður og ynd-
islegt fólk. Þetta var tæknilega flókn-
ari mynd en t.d. Djúpið en ég hafði
verið í tökum áður á hafi úti og það
reyndist mér vel því ég var með mik-
ið sjálfstraust, vissi hvað væri hægt
að gera með kamerunni í vatni og
fleira. Ég gat þannig afstýrt því að
myndin væri tekin í tanki sem mér
finnst algjörlega óþolandi. Svo var ég
með nokkra Íslendinga með mér all-
an tímann; Heimi Sverrisson sem
gerði leikmyndina, Daða [Einarsson]
sem var með mér í Everest í tækni-
brellunum og Hrafnhildur Hólm-
geirsdóttir og Hulda Helgadóttir sáu
svo um set dressing,“ segir Baltasar
en „set dressing“ er stundum kallað
„stílisti leikmyndar“ og felur í sér að
sjá um allan leikmyndabakgrunn,
velja það sem sett er inn í leikmynd-
ina í samvinnu við leikmyndahönnuð.
Kvikmynd um Robert Ames
Talið berst að öðrum verkefni,
kvikmyndinni The Good Spy sem
vefsíðan Empire greindi fyrir
skömmu frá að Baltasar mundi
mögulega leikstýra og að Hugh Jack-
man yrði að öllum líkindum í aðal-
hlutverki. Handrit myndarinnar er
byggt á sönnum atburðum og segir
af bandaríska leyniþjónustumann-
inum Robert Ames en handritið er
byggt á bók bandaríska rithöfund-
arins Kai Bird um Ames.
Baltasar staðfestir þessa frétt,
segist hafa hitt Jackman nokkrum
sinnum vegna kvikmyndarinnar og
að þeir hafi áhuga á því að starfa
saman. „Það er verið að vinna í hand-
ritinu að henni og það er frábært.
Þetta var mjög merkilegur maður,
Robert Ames, hann var njósnari í
Mið-Austurlöndum, lengi í Beirút og
sagan er um hann og hans samskipti
við Hassan Salameh sem var hægri
hönd Yassers Arafat og var kallaður
Rauði prinsinn. Það er talið að hann
hafi verið á bakvið hryðjuverk, m.a.
þau sem voru framin í München og
fleiri. Sagan fjallar að hluta um
þeirra leynisamband og er mjög
merkileg. Bók Kai Bird er mögnuð
og ég hitti hann í New York um dag-
inn. Þannig að þetta er í raun og veru
komið, það eru peningar til að gera
myndina og áhugi en ég þarf bara að
fá handritið rétt og er að vinna í því
og nokkrum öðrum verkefnum sem
eru á svipuðum slóðum,“ segir Balt-
asar. Leikstjórnartilboðin séu mörg
og hann þurfi að velja og hafna.
„Þetta er svo mikil vinna, að búa til
bíómynd,“ segir hann og því algjört
skilyrði að hafa ástríðu fyrir hverju
verkefni. „Maður verður að nýta tím-
ann rétt,“ segir Baltasar að lokum.
Krefjandi Baltasar leggur Woodley línurnar. Hlutverk Woodley var afar
krefjandi og þurfti hún m.a. að létta sig töluvert til að líta út fyrir að vera að
svelta, en Tami Oldham svalt þegar hún lenti í lífsháska á sjó árið 1983.
Á reki Enski leikarinn Sam Claflin og bandaríska leikkonan Shailene Wood-
ley í Adrift. Hún þykir með hæfileikaríkustu ungu leikkonum Hollywood.
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Starfsstyrkjum Hagþenkis, félags
höfunda fræðirita og kennslugagna,
til ritstarfa var úthlutað í gær. Aug-
lýst var eftir umsóknum í apríl. Til
úthlutunar voru 15 milljónir króna.
Alls bárust 84 umsóknir og af þeim
hljóta 28 verkefni styrk. Í úthlut-
unarráði sátu Hafþór Guðjónsson,
Kristín Svava Tómasdóttir og Unn-
ur Óttarsdóttir.
Fimm verkefni hlutu hæsta styrk,
900 þús. kr., en höfundar þeirra eru:
Ágústa Oddsdóttir fyrir Myndlistin
býr í hverjum manni; Halldóra Arn-
ardóttir fyrir Lífið er leik-fimi: Örn
Ingi Gíslason; Harpa Björnsdóttir
og Helga Hjörvar fyrir Dunganon:
list- og lífsferill listamannsins Karls
Einarssonar Dunganons; Jóhanna
Katrín Friðriksdóttir fyrir Valkyrie.
Women in the Viking Age in Life
and Legend og Kolbeinn Bjarnason
fyrir Helguleikur. Saga Helgu Ing-
ólfsdóttur og Sumartónleika í Skál-
holtskirkju.
Eitt verkefni hlaut styrk að upp-
hæð 800 þús. kr. en höfundur þess er
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir og
nefnist verkefnið Bína.
Sex verkefni hlutu styrk að upp-
hæð 600 þús. kr. en höfundar þeirra
eru: Ásdís Ósk Jóelsdóttir fyrir
Textíl- og neytendafræði; Clarence
E. Glad fyrir Ævisaga Sveinbjarnar
Egilssonar (1791-1852); Guðmundur
Magnússon fyrir Saga séra Friðriks;
Guja Dögg Hauksdóttir fyrir Borg
og bý - byggingarlist og hönnun;
Kristín Jónsdóttir fyrir Jafnrett-
isvefurinn.is/IceGenderEqu.is og
Þorvaldur Kristinsson fyrir Í
skugga alnæmis: Þættir úr sögu ís-
lenskra homma.
Sex verkefni hlutu styrk að upp-
hæð 450 þús. kr. en höfundar þeirra
eru: Ágúst H. Bjarnason fyrir Mos-
ar á Íslandi. Blaðmosum, flatmosum
og hornmosum lýst í máli og mynd-
um; Bjarni Benedikt Björnsson fyrir
Klaki - gagnagrunnur um grunn-
orðaforða íslensku; Gylfi Gunn-
laugsson fyrir Þættir úr viðtökusögu
norrænna fornbókmennta; Jón B.
Kjartansson Ransu fyrir Hreinn
hryllingur: Listaverkið sem fram-
andi fyrirbæri; Sigrún Aðalbjarn-
ardóttir fyrir Þroskabrautin: Sam-
skipti, áhættuhegðun og styrkleikar
ungs fólks og Sólveig Einarsdóttir
og Elínborg Ragnarsdóttir fyrir
Skáld skrifa þér – lærdómsöld til ný-
rómantíkur - 1550-1920.
Þrjú verkefni hlutu styrk að upp-
hæð 400 þús. kr. en höfundar þeirra
eru: Guðmundur Kristinn Sæ-
mundsson fyrir Íþróttapælingar;
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrir
Húslækningar og heimaráð og Þor-
steinn Helgason fyrir The Corsairs’
Longest Voyage. The Turkish Raid
in Iceland 1627.
Tvö verkefni hlutu styrk að upp-
hæð 350 þús. kr. en höfundar þeirra
eru: Auður Viðarsdóttir fyrir Kynj-
aðar víddir tækni og tónlistarsköp-
unar og Árni Einarsson fyrir Tíminn
sefur. Fornaldargarðarnir miklu á
Íslandi.
Fimm verkefni hlutu styrk að
upphæð 300 þús. kr. en höfundar
þeirra eru: Gerður G. Óskarsdóttir
fyrir Tækifæri framhaldsskólanem-
enda til frumkvæðis; Samvinna nem-
enda; Jón Viðar Jónsson fyrir
Stjörnur og stórveldi í íslensku leik-
húsi 1925-1970; Sigrún Helgadóttir
fyrir Ævisaga Sigurðar Þórarins-
sonar, jarðfræðings; Steinn Kárason
fyrir Martröð með myglusvepp og
Þorsteinn Vilhjálmsson fyrir Skýin
eftir Aristófanes í þýðingu Karls
Guðmundssonar leikara.
Við sama tækifæri var úthlutað
sjö handritsstyrkjum sem námu
samtals þremur milljónum króna.
Alls bárust níu umsóknir. Í úthlut-
unarráðinu voru Árni Hjartarson,
Helgi Máni Sigurðsson og Sólveig
Ólafsdóttir. Hæstan styrk hlaut Ás-
dís Thoroddsen eða 800 þúsund
krónur fyrir Gósenlandið. Arthúr
Björgvin Bollason hlaut 600 þús. kr.
fyrir heimildarmynd um Steinunni
Sigurðardóttur sem nefnist Verks-
ummerki. Aðrir styrkþegar voru
Baldur Hafstað; Dögg Mósesdóttir;
Kári G. Schram, Guðbergur Davíðs-
son og Huginn Þór Grétarsson.
28 verkefni hlutu styrk Hagþenkis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ánægja Styrkþegar tóku að vonum við styrkjum Hagþenkis þetta vorið með bros á vör.
84 umsóknir bárust um 15 milljónir
króna Sjö handritsstyrkjum úthlutað
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200