Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 6
6 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða hönnun á góðu verði Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar virðast drekka meira í tengslum við HM í knattspyrnu nú en þeir gerðu þegar EM fór fram fyrir tveimur árum. Alls seldust 428.733 lítrar af áfengi í verslunum ÁTVR fyrstu vikuna meðan á HM í knattspyrnu stóð, dagana 14.-19. júní. Það er þó nokkuð meira en seldist fyrstu vikuna á EM árið 2016, dagana 10.-15. júní, en þá seldust 416.424 lítrar af áfengi. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Víkingi Árnasyni, fram- kvæmdastjóra hjá ÁTVR, ber að líta til þess að 17. júní bar upp í fyrstu vikunni á HM í ár. Hann segir að erfitt sé að bera saman tímabil þeg- ar svo ber við. Sveinn bendir jafn- framt á að salan í Vínbúðunum fyrstu fimm mánuði ársins hafi auk- ist um 2,35% frá sama tíma í fyrra. Þá hafi um það bil 4,5% söluaukning verið milli áranna 2016 og 2017. Eins ber að taka tillit til þess að útlit er fyrir að færri Íslendingar fari sem áhorfendur til Rússlands en á mótið í Frakklandi. Þegar rýnt er í sölutölur frá ÁTVR fyrir umrædd tímabil kemur í ljós að mest seldist föstudaginn 15. júní síðastliðinn, alls 171.512 lítrar af áfengi. Það gerir hann að þriðja söluhæsta deginum í Vínbúðunum í ár. Sá söluhæsti var miðvikudag- urinn 28. mars, dagurinn fyrir páskaleyfi, þegar 265.491 lítri seld- ist. Söluhæsti dagurinn fyrstu vik- una á EM var opnunardagur móts- ins en þá seldust 144.910 lítrar af áfengi í Vínbúðunum. Meiri áfengissala í kringum HM en EM Morgunblaðið/Heiddi Áfengissala Margir lögðu leið sína í Vínbúðirnar þegar HM hófst.  Aukin sala í Vínbúðunum í ár Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Magnús Gylfason, formaður lands- liðsnefndar KSÍ, sem staddur er í Rússlandi ásamt íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu, segir and- rúmsloftið gott og mikla bjartsýni ríkja fyrir leikinn afdrifaríka gegn Nígeríu í dag. Argentínumenn biðu ósigur gegn Króötum í gær og því hefur niðurstaða leiksins gegn Níg- eríu mikið um það að segja hvort Ís- land kemst áfram í 16 liða úrslit. Magnús er einnig framkvæmda- stjóri fiskvinnslunnar Svalþúfu ehf. og sem slíkur hefur hann unnið tals- vert að því að selja og flytja út skreið til Nígeríu frá Íslandi. Hann segir þó fótbolta og yfirvof- andi leik Íslands og Nígeríu lítið hafa borið á góma í samræðum við viðskiptavini sína. „Þetta eru ekki miklir fótbolta- menn sem ég er að díla við,“ sagði Magnús. „Ég er búinn að vera í yfir 20 ár í viðskiptum í Nígeríu en þeir sem ég hef verið að skipta við hafa lítið verið að tala um fótbolta. Aftur á móti veit ég að það eru framleið- endur mættir hingað frá Íslandi meðan á heimsmeistarakeppninni stendur. Ég held að þeir ætli að reyna að hitta einhverja við- skiptamenn frá Nígeríu, kannski einhverja sem ég þekki. En ég er al- veg fastur hérna með landsliðinu.“ Magnús segir að fótbolti hafi ein- staka sinnum borist í tal við við- skiptavini en ekki í miklum mæli. Hann heldur áfram: „Þetta er svo stórt land og svo ofboðslegur fjöldi að það er óvíst að það sé mikill fót- bolti þar sem við erum að selja fisk- inn. Þessir gæjar sem við erum mest að skipta við hafa hingað til ekki ver- ið að spá í þessu.“ Frábær stemning Magnús segir stemninguna í Volgograd frábæra. „Það er loka- undirbúningur í gangi núna og mikil bjartsýni fyrir leikinn. Allir hafa fulla trú á okkar liði og á að strák- arnir okkar verði tilbúnir á morgun. Þetta er samt allt í einum hnút. Þetta veltur alltaf á okkur sjálfum, hvernig við stöndum okkur.“ Lítið spjallað um fótbolta við Nígeríumenn  Formaður landsliðsnefndar hefur selt skreið til Nígeríu í rúm 20 ár Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fótbolti Magnús Gylfason er með landsliðinu í Rússlandi. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Landsmenn geta átt von á fínu veðri í dag meðan á viðureign Íslands og Nígeríu stendur. Ljóst er að rign- ingin mun halda sig til hlés meðan á leiknum stendur og má þakka fyrir það. Á suðvestur- og suðausturhorn- inu á að rigna með morgninum en ætlað er að það stytti upp með deg- inum og muni haldast þurrt fram á laugardag. Það verður því líkast til skýjað og um 10° stiga hiti á höf- uðborgarsvæðinu þegar blásið verð- ur til leiks í dag í Volgograd. Á Vestfjörðum ætti að vera bjart- ara yfir þó ekki sé víst að sólin láti sýna sig. Besta veðrið verður þó norðan- og austanlands en á Akur- eyri gæti hitinn náð 14 gráðum og gera má ráð fyrir 20 stiga hita á Eg- ilsstöðum. Risaskjáir víðsvegar Hægt verður að fylgjast með leiknum á risaskjáum á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ verður leikurinn sýndur á Garðatorgi, þar sem búast má við að veitingahúsin á torginu verði með mat á boðstólum. Í Hafnarfirði verð- ur leikurinn aftur sýndur á Thors- plani. Þá verður leikurinn sýndur á Melavellinum svonefnda, við Vestur- bæjarlaugina í Vesturbænum, þar sem einhverjar veitingar verða seld- ar á staðnum. Stemning á HM torgunum Búast má við áframhaldandi stemningu á HM torgunum í miðbæ Reykjavíkur. Í Hljómskálagarðinum eru aðeins sýndir leikir Íslands en á Ingólfstorgi eru allir leikir mótsins sýndir. Í Hljómskálagarðinum verða hoppukastalar og leiktæki fyrir börnin ásamt veitingasölu. Þá mun Magni Ásgeirsson mæta með hljóm- sveit sinni Radspitz og munu þeir flytja lagið Áfram Ísland, sem samið var sérstaklega fyrir mótið. Þar er jafnframt stefnt að því að sýna upp- hitun RÚV fyrir leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stuð Það rigndi duglega á gesti HM torgsins á fyrsta leik Íslands. Veðrið verður hinsvegar milt og þurrt í dag. Veðurblíða meðan á leiknum stendur  Ekki von á rigningu í dag þegar landsleikurinn fer fram Sumarið er sannarlega komið í Volgograd þar sem landsleik- urinn mun eiga sér stað. Hiti gæti farið upp í 31 stig seinni- partinn í dag og fylgir hitanum mikill raki. Einnig má gera ráð fyrir að rykmý haldi áfram að stríða leikmönnum íslenska liðsins, sem hafa kvartað undan áreiti flugna við æfingar í Rússlandi. Rykmý má finna víða við ár og vötn en leikurinn fer fram í Volgograd Arena, nærri ánni Volgu. Íslendingar spila í rúss- neskum hita RYKMÝ OG MIKILL HITI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 Yfir 80 milljónir króna söfnuðust í fyrra í átakinu „Á allra vörum“ með frjálsum framlögum, sölu á varaglossum og varahlutum, auk þess sem fyrirtækjum gafst kostur á að bjóða í sjaldgæfa og verðmæta hluti. Meðal þessara hluta voru takka- skór Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hann notaði í leikjum sínum með Everton. Það var Keiluhöllin í Eg- ilshöll sem bauð hæst í þessa merki- legu skó og voru þeir afhentir með formlegum hætti á dögunum fyrir HM. Átakið hefur styrkt Kvenna- athvarfið og byggingu nýs hús- næðis fyrir konur og börn þeirra, sem eiga ekki í öruggt skjól að venda að lokinni dvöl í athvarfinu. Takkaskór Gylfa enduðu í Keiluhöllinni Stuðningur Fulltrúar átaksins Á allra vörum, ásamt Sigmari Vilhjálmssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.