Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert jarðbundinn, skapandi og
forvitinn í eðli þínu. Þú munt fá krefjandi
tækifæri sem getur bætt líf þitt á næstu
vikum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki ólíklegt að vandamál
komi upp í nánum samböndum þínum við
aðra. Mundu hvað það getur verið auðvelt
að brjóta þau niður.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sýndu systkinum þínum og öðr-
um ættingjum sérstaka þolinmæði í dag.
Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum
upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Taktu þig nú til og skoðaðu í hvaða
ástandi þú ert andlega sem líkamlega.
Kannski finnur þér eldri manneskja sig
knúna til þess að gefa þér ráð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gættu þess að vaða ekki yfir neinn í
þeim tilgangi að fá vilja þínum framgengt
eða ganga í augun á einhverjum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vilt vera stór í sniðum og þarft
hugsanlega að fá einhvern í lið með þér
með fortölum. Vertu hvergi smeykur því
áætlanir þínar ganga í augun á yfirboð-
urunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eyddu ekki tíma þínum eða orku í að
sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt.
Stattu við það sem þú lofar, sama hver í
hlut á.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft meiri ró og kyrrð og
að finna tíma fyrir sjálfan þig. Leyfðu þeim
sem eru í kringum þig að greiða úr flækj-
um sjálfir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þú vitir eitt og annað er
ekki þar með sagt að aðrir búi ekki yfir
meiri reynslu en þú. Ekki leggja út í eitt-
hvert þras, það er einfaldlega ekki þess
virði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það liggur í augum uppi að þú
þarft að sleppa tökunum á ákveðnum hlut-
um lífi þínu. Sýndu áhuga, þakkaðu fyrir
þig og brostu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum sýnir það mestan
styrk að aðhafast ekkert um sinn. Hikaðu
ekki við að deila leyndarmálum þínum með
einkavinum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samræður við fjölskyldumeðlimi
gætu farið úr böndunum í dag. Taktu ekki
á þig meiri ábyrgð en þú getur staðið und-
ir.
Helgi R. Einarsson segir frá því,að elsta dóttir hans fékk sér
sex unghænur, sem virðist vera vin-
sælt þessa dagana. Ein hænan tók
upp á því að gala, sem er víst
stranglega bannað í þéttbýli, og
varð því að kippa því í liðinn eða
réttara sagt úr liðnum. Því urðu
þessar limrur til.
Þegar að haninn sá hænuna
hraðboðin streymdu um mænuna.
Hvað hér ætti við
að hænsnanna sið,
en af hamingju missti þá rænuna.
Þó ei lengi rænan var rofin
sig reigði sem út væri sofinn
og sýndi sinn mátt.
Þá mjög urðu sátt
hænan og hænsnakofinn.
Í horni átti ég hauk
hana sem ævinni lauk.
Í ofninn hann lét inn
svo allur var étinn
með karríkryddi úr bauk.
Nú til himna haninn minn fer
og um heilögu púturnar sér.
Þar kæta mun margar
því hver og ein gargar:
„Æ, komdu á prikið hjá mér.“
Anton Helgi Jónsson yrkir á
Boðnarmiði:
Ég skil vel að gleðjist nú gumar
við grillið með sveppi og humar
og kaldranann hér
þeir klæði af sér
því komið er hávaðasumar.
Guðmundur Arnfinnsson orti
eftir leikinn við Argentínu:
Knattspyrnukappinn harði
kraftinn í löpp ei sparði,
margoft á mark
frá Messi kom spark,
en Hannes með „hendi Guðs“ varði.
Guðmundur Guðlaugsson henti í
eina limru. Gæti hentað Gatna-
málastjóra í auglýsingu:
Á morgun við malbikum Dalveg,
frá miðnætti lokast hann alveg.
En séu erindi þín
óhemju brýn
er ágætis hjáleið um Kjalveg.
Pétur Stefánsson er daufur í
dálkinn:
Áður fyrr ég yrkja kunni
allskyns stef með hýrri brá.
Nú er þurrð í Bragabrunni,
boðnarmjöð er hvergi að fá.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Í hænsnakofanum, hönd
Guðs og hjáleið
Í klípu
„ÉG GET ALDREI VERIÐ LENGI Á SAMA
STAÐ. ÉG ÞJÁIST AF TÚRISMA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HJÚKKA, FARÐU ÚT OG NÁÐU Í SKÓINN
HANS.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... efst á listanum.
ÉG SKEMMTI MÉR MJÖG
VEL Í BÍÓ MEÐ LÍSU
ÉG HAFÐI GLEYMT ÞVÍ
HVERNIG POPPKORN
BRAGÐAST ÁN KATTAHÁRS
EKKI
VENJAST ÞVÍ
KÓNGURINN VILL HAFA MYND AF SÉR
UPPI Á VEGG Í HVERJU HÚSI!
VIÐ VORUM BÚNIR AÐ GANGA
FRÁ ÞVÍ HÉRNA!
Víkverji er móttækilegur fyrir allskonar stemningu og á auðvelt
með að hrífast með fjöldanum í ýmis-
konar gleðilátum. Sumum finnst slík
hegðun vera merki um ósjálfstæði,
hjarðhegðun eða að láta stjórnast um
of af öðru fólki. Það finnst Víkverja
ekki. Þegar samfélagið fer á hliðina
af fögnuði er það að mati Víkverja
merki um samstillt samfélag. Sam-
félag þar sem hjörtun slá í takt, eins
og einhver orðaði það einhverntím-
ann svo vel.
x x x
Hvar sem drepið er niður fæti erHM í knattspyrnu karla, sem nú
fer fram í Rússlandi, aðalumræðuefni
fólks. Og það er ekkert alltaf íþróttin
sem slík sem er til umræðu, heldur
virðist hægt að tala um þetta mót,
sem er eitt það stærsta sem haldið er
í heiminum, út frá ótrúlegustu hlið-
um, ekki síst þeim sem hafa ekkert
með fótbolta að gera.
x x x
Víkverja hefur verið bannað aðsegja HÚ undanfarin tvö ár, eða
frá því að EM karla í knattspyrnu
lauk sumarið 2016. Reyndar var hlé
gert á banninu síðasta sumar, þegar
íslenska kvennalandsliðið keppti á
EM í knattspyrnu, en bannið skall á
strax að því móti loknu. Þessu banni
var komið á af ströngum unglingum í
fjölskyldu Víkverja sem eru afar
passasamir varðandi það að fullorðna
fólkið í fjölskyldunni verði sér ekki til
skammar með hallærislegheitum
ýmiskonar.
Víkverji framfylgdi banninu hlýð-
inn og hafði um skeið velt því fyrir
sér hvort ekki þyrfti að finna upp á
nýju hvatningarópi fyrir HM fyrst
það gamla var orðið svona þreytt.
Sjálfum datt honum svosem ekkert
sniðugt í hug, þær hugmyndir sem
hann fékk að nýju herópi fyrir ís-
lensk íþróttalið fannst honum ólíkleg-
ar til að falla í kramið hjá fjöldanum.
x x x
En HÚ-ið gengur nú í endurnýjunlífdaga, ekki síst með stórsnjallri
kókauglýsingu í leikstjórn Hannesar
Halldórssonar, markvarðar íslenska
liðsins. Svo verður það líklega aftur
hallærislegt að mótinu loknu.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum.
(Sálmarnir 34.9)