Morgunblaðið - 22.06.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 22.06.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Ólafur Arnalds er staddur í Berlín þegar blaðamaður nær tali af honum snemmsumars og dagurinn und- irlagður í viðtöl, að hans sögn. „Ég er eiginlega í prómótúr,“ segir hann og blaðamaður hváir. Prómótúr fyrir hvað? „Nýju sólóplötuna mína,“ svarar Ólafur og blaðamaður segist ekki hafa vitað af því að ný plata væri væntanleg. Og það er ósköp eðlilegt því Ólafur segir að ekki sé búið að segja enn frá útgáfu hennar en tilkynning sé væntanleg degi síð- ar, 8. júní. Það verður því búið að segja frá plötunni þegar þetta viðtal birtist. Platan heitir Re:member og kemur út 24. ágúst. Ólafur er spurður hvernig plata það sé og hvar hún hafi verið tekin upp. „Þetta er sólóplata frá mér, með músíkinni minni og tekin upp aðallega í stúdíóinu mínu á Íslandi en líka í Air Studios í London,“ svar- ar hann. Einhver þróun hafi orðið í tónlistinni milli platna, raftónlist orðin meira áberandi en á fyrri sóló- plötum og meira fjör en píanó og strengir sem fyrr áberandi. Tónlist- in er instrumental, án söngs, og það er stórfyrirtækið Universal sem gef- ur plötuna út. Plötunni verður því dreift á heimsvísu og á netinu, eins og gefur að skilja. Ólafur er spurður út í plötutitilinn og segir hann titilinn vísa í end- urgerð og endurfæðingu. Er hann þá endurfæddur á plötunni? „Þetta vísar til sköpunargáfunnar, að finna nýjar leiðir í sköpunargáfunni, hvernig maður getur beygt hana og skekkt til að draga sig á nýjar slóð- ir,“ svarar hann. Og tókst honum það þá? „Já, ég held það en það er allt í vinnslu áfram, það er ekki bú- ið,“ segir Ólafur kíminn. Síðasta árið í stúdíói Þeir sem fylgjast með Ólafi á Facebook vita að það er alltaf mikið um að vera hjá honum og að hann er afkastamikill og önnum kafinn lista- maður. „Þannig er lífið,“ segir Ólaf- ur og hlær þegar blaðamaður nefnir þetta við hann. Ólafur er spurður að því hvað hann hafi verið að gera síð- astliðið ár eða þar um bil. „Síðasta árið hef ég aðallega verið í stúdíói að gera þessa plötu, ég eyddi ári í hana en tók reyndar eitthvað að mér inn á milli. Ég gerði tónlist við sjónvarps- seríu fyrir Amazon sem heitir Electric Dreams og líka nýju mynd- ina hans Baldvins Z sem kemur út í haust og heitir Lof mér að falla. Og ég er alltaf eitthvað að spila og þessi túr minn [tónleikaferðin All Strings Attached, innsk. blm.] hófst fyrir þremur vikum og fyrsta giggið var í Royal Albert Hall í London,“ svarar Ólafur. Royal Albert Hall er eitt þekkt- asta tónleikahús heims og lék Ólafur þar með hljómsveit fyrir fullu húsi sem rúmar um 5.000 manns þegar mest er. Það er ekki hlaupið að því að fá að spila þar og hvað þá fylla húsið. Ólafur hlýtur því að vera orð- inn nokkuð vel þekktur í Bretlandi en segist ekki geta sagt sjálfur til um það. „Þetta voru einir af 150 tón- leikum næsta árið þannig að maður reynir að gera ekki of mikið úr ein- hverjum einum, þeir eru allir merki- legir og allir skemmtilegir,“ segir Ólafur kíminn. Og hann mun fara víða um Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Einn góður vörubíll –E r ekki mikill mannskapur sem fylgir þér í þessari tónleikaferð og skipulagi hennar? „Jú, það er slatti. Við erum 16 sem ferðumst, sex í hljómsveitinni með mér og tíu tæknimenn og slíkir,“ svarar Ólafur og spurður út í tækja- búnaðinn sem fylgir hersingunni segir Ólafur hann vera um tíu tonn að þyngd. „Einn góður vörubíll fylgir okkur, fullur af græjum. Þetta er svaka sjó, skemmtilegt og flott. Ég er mjög heppinn með liðið sem hefur verið að hjálpa mér að setja það allt saman, virkilega vel gert.“ Spurður hvort aðsóknin að tón- leikum sé alltaf góð segir Ólafur hana vera það, alltaf fullt. Minnstu tónleikastaðir rúmi 1.000-1.500 manns og þeir stærstu um 5.000. Gott að fá að vera með í ráðum Ólafur var tilnefndur í ár til klass- ísku Brit-verðlaunanna, sem afhent voru um miðjan júní, fyrir tónlist sína við nýjustu þáttaröð Broad- church en fyrir tónlist sína við þá fyrstu hlaut hann bresku kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaunin Bafta árið 2014. Hann var aftur til- nefndur árið 2016 fyrir aðra seríu sömu þátta. Ólafur er spurður hvort þættirnir hafi ekki gert mikið fyrir hann og segir hann að jú, þeir hafi vissulega gert það og þá sérstaklega í Bretlandi. „Ég fékk mikið pláss í þessum þáttum, fékk að spila stóra rullu. Tónlistin spilar mjög stórt hlutverk og það er auðvitað æðislegt ef maður fær svoleiðis verkefni, þar sem maður er ekki bara settur í bak- grunn heldur hafður með í ráðum frá byrjun, hvernig heildarstemn- ingin í þáttunum eigi að vera og hverju eigi að koma til skila,“ segir Ólafur. Reynir að gera eitthvað nýtt – Hvernig hefur tónlistin þróast hjá þér á síðustu árum, hefurðu orð- ið var við einhverja breytingu? „Já, maður er alla vega alltaf að reyna að endurtaka sig ekki og reyna að gera eitthvað nýtt í hvert sinn. Þessi nýja plata er svolítið elektrónískari, ég er farinn að hengja mig meira á það. Ég er með annað verkefni sem heitir Kiasmos og er svona elektró-prójekt og er bú- inn að vera að túra út um allt með það síðustu árin,“ segir Ólafur en Færeyingurinn Janus Rasmussen er með honum í Kiasmos. Ólafur segir stemninguna úr Kiasmos hafa smit- ast dálítið yfir í tónlistina hans. „Mig langaði að gera meira af því og sjá hvort ég gæti náð að blanda því meira inn í það sem ég er að gera daglega.“ Samstarf afar mikilvægt Ólafur er spurður hvort hann telji mikilvægt að starfa með öðrum tón- listarmönnum að tónlistarsköpun og kveður hann já við. „Eitt af því mik- ilvægasta, ef maður ætlar að gera góða músík eða góða plötu, er að velja fólkið í kringum sig. Ef maður er með ákveðna sýn sem maður vill koma til skila verður maður að velja fólk sem passar inn í þá sýn og stefn- ir í sömu átt,“ segir hann. Samstarf við aðra sé því mjög mikilvægt og oft mjög vanmetið sem hluti af tónlistargerð. „Þótt maður kalli sig sólólistamann er maður ekkert sóló.“ – Ef þú mættir velja þér hvaða tónlistarmann sem er til að vinna með, hver væri það þá? „Ætli það væri ekki Thom Yorke,“ svarar Ólafur að bragði. – Þú hefur ekki prófað að hringja í hann? „Nei, en ég veit hins vegar að hann veit af mér,“ segir Ólafur og hlær. „Kannski liggja leiðir okkar saman, fyrr eða síðar.“ Svipuð efnisskrá – Þú heldur tónleika á Iceland Airwaves í nóvember og svo í Eld- borg í desember. Verða það svipaðir tónleikar? „Þessir tónleikar á Airwaves verða svona „taste“ af þeim sem verða í Eldborg. Í Eldborg verðum við með allt sjóið okkar í fullri lengd, ætlum að flytja allar græjurnar okk- ar til Íslands þannig að allt „visual“ sjóið, allt ljósasjóið og allt það verð- ur í Eldborg, en Þjóðleikhúsið er náttúrlega aðeins minni staður og ekki hægt að gera alveg allt þar. En ég ætla að spila mest nýja tónlist, af nýju plötunni, og verð með sama set- up og ég ferðast með, sem er sem sagt ég og þrjú píanó, þar af þrjú sjálfspilandi, og svo strengjakvar- tett og slagverksleikari,“ segir Ólaf- ur. Efnisskráin verði að mestu leyti sú sama á hvorum tveggja tón- leikum. Tónleikarnir í Eldborg verða þeir síðustu hjá Ólafi á árinu en strax að loknu jólafríi byrjar ballið á ný með stífu tónleikahaldi. „Ætli það verði ekki hringur númer tvö um plán- etuna því við gerum þetta allt fyrir jól líka,“ segir Ólafur sposkur. Beygir og skekkir sköpunargáfuna  Ólafur Arnalds er önnum kafinn við að kynna væntanlega sólóplötu sína, Re:member  Löng og ströng tónleikaferð fram undan  Heldur tónleika á Iceland Airwaves í nóvember og í Eldborg í árslok Ljósmynd/Benjamin Hardman Afkastamikill Ólafur Arnalds semur kvikmyndatónlist og tónlist við sjón- varpsþætti og gefur út sólóplötur auk þess að vinna í öðrum verkefnum og halda tónleika um allan heim, til dæmis tvenna á Íslandi í lok ársins. »Eitt af því mikilvæg-asta, ef maður ætlar að gera góða músík eða góða plötu, er að velja fólkið í kringum sig. Ef maður er með ákveðna sýn sem maður vill koma til skila verður maður að velja fólk sem passar inn í þá sýn og stefnir í sömu átt.“ Vefsíða Ólafs: olafurarnalds.com ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 25. júní. Landsmót hestamanna Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.