Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Stjórnvöld sem í
ólíkum löndum veikja
frjálslynt lýðræði
beita oft svipuðum að-
ferðum. Þau gera at-
lögu að dómstólum og
öðrum regluvörðum
lýðræðisins; þau
draga úr sjálfstæði,
trúverðugleika og afli
fjölmiðla; þau efna til
upplýsingastríða, sem
byggjast á röngum
forsendum; þau skekkja kosn-
ingakerfi og takmarka með beinum
og óbeinum hætti kosningarétt og
kosningaþátttöku fólks. Niðurstöð-
una er farið að nefna ófrjálslynt
lýðræði (e. illiberal democracy),
sem stjórnvöld í sumum ríkjum
Evrópu hreykja sér þegar af.
Að undanförnu hafa komið út
bækur sem greina hnignun lýðræð-
is á Vesturlöndum. Í þeim er bent
á sögulegar hliðstæður; lýðræðinu
var að vísu oftar varpað fyrir róða
með byltingum eða yfirtöku hers á
síðustu öld heldur en í upphafi
nýrrar aldar, en það gerðist samt
þá eins og nú oftast hægt og hljóð-
lega, meira að segja eftir lýðræð-
islegum leiðum. Aðferðirnar nú eru
tæknilegri en þá og virkja frekar
þá sem síst skyldi. Aðgerðir gegn
lýðræðinu bera það sterkan svip af
þeim sem beitt var snemma á tutt-
ugustu öldinni að varla verður
lengur komist hjá því að leiða hug-
ann að því að þá varð meira en
helmingur Evrópu fasismanum að
bráð.
Bandaríski sagnfræðingurinn
Timothy Snyder er einn af þeim
sem í bókum sínum vara við veik-
ingu lýðræðisins á okkar dögum.
Snyder segir í bókinni Um harð-
stjórn (e. On Tyranny - Twenty
Lessons from the Twentieth Cent-
ury), sem nýlega kom út í íslenskri
þýðingu (bls. 143): „Lýðræðið
brást í Evrópu á þriðja, fjórða og
fimmta áratugnum, og því fer ekki
bara hnignandi í stórum hlutum
Evrópu nú um stundir heldur og í
stórum hlutum heimsins. Þetta er
sú saga og sú reynsla sem sýnir
okkur skuggahliðarnar á hugs-
anlegri framtíð okkar. Þjóðernis-
sinninn segir að „þetta gæti aldrei
gerst hér“, sem er fyrsta skrefið í
átt að hörmungunum.
Ættjarðarvinurinn
segir að þetta gæti
gerst hér, en við mun-
um koma í veg fyrir
það“.
Leikreglur
lýðræðisins
Lýðræðið stenst enn
erfið próf, einkum
meðal nágrannaríkj-
anna. Brexit var erfitt
deilumál í Bretlandi,
en eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
málið varð niðurstaðan klár, þó út-
færslan sé flókin, eins og fram
kom í umræðum á breska þinginu í
haust. Engum þingmanni stóru
flokkanna á breska þinginu,
Íhaldsflokksins, Verkamanna-
flokksins eða Frjálslynda flokks-
ins, sem allir höfðu þó verulegar
efasemdir um útgönguna, kom til
hugar að bera brigður á niðurstöðu
atkvæðagreiðslunnar, eða krefjast
endurtekningar á henni; þó var
hún aðeins samþykkt með 51,9%
atkvæða. Fólkið hafði talað, sögðu
þingmenn, engin rödd er æðri; vilji
fólks verður að ná fram að ganga.
„Það er hlutverk sérhvers lýðræð-
issinna með rautt blóð í æðum að
sjá til þess að svo verði,“ sagði
John Penrose, þingmaður Íhalds-
flokksins, í umræðunni.
Árétting sama grundvallaratriðis
barst frá Írum í maí sl. eftir
atkvæðagreiðslu um afnám banns í
írsku stjórnarskránni við fóstur-
eyðingum. Niðurstaðan varð ótví-
ræð; „Landslide“, yfirgnæfandi
stuðning, kölluðu alþjóðlegir fjöl-
miðlar 66% stuðning þjóðarinnar
við afnám bannsins. Enginn máls-
metandi aðili véfengdi niðurstöð-
una; lögum verður breytt fyrir ára-
mót.
Jafn ótvíræð niðurstaða þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stjórnarskrár-
mál hér heima hefur verið túlkuð
með allt öðrum hætti. Þótt 67%
kjósenda lýstu yfir stuðningi við
breytingar á íslensku stjórn-
arskránni í október 2012 vefst það
enn fyrir íslenskum stjórnmála-
mönnum að vinna úr niðurstöð-
unni. Túlkun þeirra þætti eflaust
frumleg í London og Dublin.
Lýðræðisumbætur í bið
Tillögur um breytingar á ís-
lensku stjórnarskránni voru ekki
gerðar að tilefnislausu. Eftir þeim
var kallað í rannsóknarskýrslu Al-
þingis um hrun bankanna; skýrsl-
an sýndi glögglega fram á ýmsa
veikleika í lýðræðinu í landinu,
eins og Vilhjálmur Árnason pró-
fessor rifjaði upp á nýlegri ráð-
stefnu í Háskóla Íslands. Einróma
tillögur stjórnlagaráðs, sem Al-
þingi skipaði til verksins, fólu í sér
mörg ný og breytt ákvæði, þó 70%
af texta gömlu stjórnarskrárinnar
stæðu óhögguð; þær snerust fyrst
og fremst um lýðræðisumbætur;
þær snerust m.a. um að greiða úr
ruglingslegri og óljósri stjórn-
skipan landsins, sem núverandi
forseti Íslands og Eiríkur Tóm-
asson, fyrrverandi prófessor í
stjórnskipunarrétti, hafa lýst með
eftirminnilegum hætti; þær tóku á
pólitískum afskiptum af dómskerf-
inu; þær staðfestu mikilvægi fjöl-
miðla; þær styrktu gagnsæi í
stjórnsýslu; þær tóku á veikri
stöðu Alþingis; þær bættu úr
skorti á beinu lýðræði; þær af-
námu forréttindaaðgang að náttú-
rauðlindum; þær stuðluðu að
verndun náttúrunnar; þær tryggðu
betur mannréttindi - svo það
helsta sé nefnt.
Stjórnarskrá ein og sér tryggir
ekki viðgang frjálslynds lýðræðis;
siðir, venjur og viðmið styðja við.
Það blasir við að frestun á af-
greiðslu tillagnanna er að skapa
nýtt viðmið: eftirleiðis telst vænt-
anlega í lagi að sniðganga úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslna. Lögmæti
ákvarðana almennings er dregið í
efa. Enn molnar því úr innviðum
lýðræðisins í landinu. Engin
ástæða er til að fagna aldarafmæli
fullveldis og sjálfstæðis þjóð-
arinnar í vetur nema að vilja henn-
ar um stjórnarskrárbreytingar
verði fullnægt án frekari tafa.
Lýðræði og stjórnarskrá
Eftir Jónas
Guðmundsson
Jónas
Guðmundsson
»Hnignun lýðræðisins
er alvörumál. Frest-
un stjórnarskrárbreyt-
inganna frá 2012 er á
skjön við lýðræðishefðir
og varpar skugga á full-
veldisafmælið.
Höfundur er hagfræðingur.
Atvinna
Kyrrðin rofnar
við hvin
í lofti
úff
sumarnóttin
lítur undan
fálkinn
er vígóður
hann dauðrotar
rjúpukarrann
hetjuna
á hólnum
ungamóðir
læðist hægt
með hópinn sinn
um móann.
Lífríki náttúrunnar er skipulagt
út í hörgul af höfundinum. Hver
dýrategund verður að eiga fæðu
sína vísa, en keðjan má þó ekki
slitna.
Og þar sem ein tegund lifir á
annarri þarf að vera tryggt að sú
veidda komi upp nægilega mörgum
afkvæmum til þess að viðhalda sér.
Eitt mest veidda dýrið á landi er
rjúpan, hvíta perlan í íslenskri
náttúru. Hún á sér
óvini og ógnir. Fálk-
inn lifir að mestu á
henni og refur veiðir
hana mikið svo það
helsta sé nefnt auk
sjúkdóma. Svo teljum
við mennirnir að okk-
ur sé nauðsynlegt í
allsnægtinni að bætast
í óvinaher hennar.
Rjúpunni er því
nauðsynlegt vegna
hins mikla afráns að
eignast marga unga
og það gerir hún svo
sannarlega. Svo að auki þurfti höf-
undur þessarar sinfóníu að sjá
henni fyrir einhverjum vörnum til
þess að verða ekki alveidd. Lausn-
in fólst í breytilegum litum.
Rjúpunni var gefið að vera al-
hvít á veturna til þess að leynast
við fannir. Á sumrin fær kvenfugl-
inn svo feluliti sem henta í mó-
lendi. Ungarnir eru líka með þeim
lit í uppvextinum til að leynast í
lyngi og grasi.
En þetta var ekki nóg. Kven-
fuglinn þurfti að vera kominn í
felubúninginn í tæka tíð þegar
ungarnir kæmu úr eggjunum.
Hættan var nefnilega sú að annars
dræpi fálkinn móðurina frá ung-
unum sem þá yrðu allir dauðanum
dæmdir. Enn fannst gott ráð.
Karlfuglinn skyldi vera alhvítur
yfir sumarið. Og ekki nóg með
það. Hann skyldi gera sig vel sýni-
legan fálkanum og hætta þannig
lífi sínu fyrir ungana. Því er það að
á sumrin má sjá langt að einhvern
hvítan depil á hól eða hæð við
varpmóann. Það er karrinn, hetjan
á hólnum. Hann er þarna upp-
stilltur eins og postulínsstyttan var
hjá ömmu.
Hvað skyldi svo rjúpukarrinn fá
að launum? Honum hlýtur að
hlotnast einhvers konar feigð-
arsæla. Annars væri hann ekki að
sýna sig fálkanum svona pollróleg-
ur.
Í gamla daga var manni sagt að
dýrin færu í „Dýraríkið“ eftir
dauðann. Er nokkur synd að halda
að hann fái þar kannski eilíft líf?
Blóðugar fjaðrir
á hólnum
Eftir Helga
Kristjánsson »Rjúpunni er því
nauðsynlegt vegna
hins mikla afráns að
eignast marga unga.
Helgi
Kristjánsson
Höfundur býr í Ólafsvík.
sandholt7@gmail.com
VINNINGASKRÁ
8. útdráttur 21. júní 2018
321 9815 20666 29633 37818 49005 57895 68522
523 10039 20699 29904 37927 49149 58551 68715
1341 10104 20798 29987 39269 49390 58691 68876
1376 11070 20813 30472 39697 49414 58701 69028
1670 11077 20848 30479 39838 49558 59040 69166
1972 11301 20865 30608 39952 49805 59101 69173
2493 12189 20868 30611 40084 49829 59472 69930
2524 12492 21015 31048 40316 49853 59693 69997
2768 12686 21134 31076 40443 50086 59993 70111
2792 13188 21275 31802 40453 50134 60023 70394
2829 14027 21296 31978 41352 50528 60622 71259
3070 14243 21458 32079 41494 50859 60779 71389
3520 14507 21793 32461 41627 51092 61098 71414
3538 15226 21912 32478 42177 51246 61100 71582
3752 15247 22104 32506 42183 51933 61145 72501
3919 15309 22643 32601 42331 52068 61180 72632
3923 15478 22733 32707 42628 52336 61224 73077
4138 16873 23459 32730 43136 52386 61470 73651
4440 16929 23536 32765 43391 52780 61525 73742
4646 17223 23653 33249 44043 52787 61785 74544
4654 17654 24074 33507 44807 52815 62621 74962
5029 17741 25199 34671 44856 53182 62861 75136
5356 17959 25876 34805 44988 53749 63148 75157
5451 18086 25950 34851 45044 54024 63623 76179
5563 18414 26950 35127 45243 54624 64448 76952
5838 18585 27451 35228 45473 55378 64467 77914
6120 18693 27824 35504 45850 55431 64560 78047
6621 18795 28299 35667 45988 55434 64948 78517
6668 19208 28320 35872 46109 55815 64968 78716
6840 19736 28500 35987 46349 56003 65003 79278
7316 19880 28582 36539 46447 56056 65235 79570
7821 19937 28998 36680 46695 56072 68023
8102 20034 29027 36773 46739 56578 68048
8299 20210 29241 36816 47271 57162 68066
8828 20350 29293 37194 47566 57525 68212
8934 20446 29459 37388 47854 57806 68252
9548 20607 29609 37682 48537 57856 68389
50 16271 28584 37673 47078 51519 62560 72931
4088 16691 28777 38712 47468 51710 63889 73263
7294 19732 29478 39676 47525 52927 63976 74063
7827 21013 29606 40839 47891 54189 64225 74143
8341 21647 30001 41173 48367 54359 64324 74911
8813 21690 31362 41338 48690 54722 64634 75653
9964 22469 32260 42691 49481 55466 65743 76981
10346 22809 33679 42715 49864 55495 66198 78283
11410 24281 33686 43012 50558 58915 66755 79347
12301 24888 34139 44739 50899 59404 67044
14284 24967 34985 44979 50916 59771 68937
14398 26602 36851 45459 51438 60664 69996
15719 28058 37044 46904 51464 61906 72354
Næsti útdráttir fer fram 28. júní 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
11541 46022 51243 73545
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3208 15232 28697 47695 58897 63985
3766 20155 37463 51007 59615 67631
6640 24244 43473 51955 61044 78984
9143 25605 44701 55171 62057 79952
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
5 6 1 9 8