Morgunblaðið - 22.06.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Sara Netanyahu, eiginkona Benja-
mins Netanyahus, forsætisráðherra
Ísraels, var í gær ákærð fyrir fjár-
svik, spillingu og trúnaðarbrot.
Eyddi hún meira en sem nemur 100
þúsund bandaríkjadölum í rausn-
arlegar máltíðir, en hún hefur um
langt skeið verið sökuð um mein-
yrta hegðun og eyðslusamt líferni,
að því er kemur fram í frétt AP-
fréttaveitunnar. Verði hún sakfelld
gæti hún setið að hámarki fimm ár í
fangelsi, þó að það þyki „ólíklegt“,
segir í frétt AP.
Hún neitar sök og segist vera
fórnarlamb nornaveiða. Þó að
Benjamin Netanyahu sé ekki flækt-
ur í málið er ákæran til að auka enn
á vandræði hans, en rannsókn
stendur yfir á forsætisráðherr-
anum vegna gruns um spillingu.
ÍSRAEL
Sara Netanyahu
ákærð fyrir fjársvik
AFP
Vandræði Netanyahu situr í súpunni.
Lögreglan í
Indónesíu hand-
tók í gær skip-
stjóra ferjunnar
sem sökk á
mánudag á Toba-
vatni. Var skip-
stjórinn, sem
heitir Tu Sagala,
einn af þeim 18
sem tókst að
bjarga á fyrstu
klukkustundunum eftir að ferjan
sökk. Sagala hefur ekki verið yfir-
heyrður þar sem hann er enn í
áfalli. Tæplega 200 farþega ferj-
unnar er enn saknað og óttast er að
flestir þeirra hafi sokkið með skip-
inu. Leit björgunaraðila er í fullum
gangi og reynt er að staðsetja skip-
ið á botni vatnsins, sem er hundruð
metra að dýpt.
INDÓNESÍA
Handtóku stjórann
Slys Ættingi sýnir
horfna ástvini.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Hersveitir hliðhollar ríkisstjórn Sýr-
lands frömdu stríðsglæpi og glæpi
gegn mannkyni á meðan umsátrið
um austurhluta Ghouta í Sýrlandi
stóð yfir. Er þetta niðurstaða
óháðrar rannsóknarnefndar Samein-
uðu þjóðanna, en 23 blaðsíðna
skýrsla um orrustuna um A-Ghouta
kom út á miðvikudag.
„Með víðtækum og kerfisbundn-
um sprengjuárásum á almenn íbúð-
arhverfi, auk þess að neita almenn-
um borgurum um lyf og mat, frömdu
hersveitir ríkisstjórnar Sýrlands
ómannúðlega verknaði sem ollu and-
legum og líkamlegum þjáningum,“
segir í samantekt skýrslunnar. Voru
uppreisnarhópar í austurhluta
Ghouta einnig sekir um brot sem
jafnast á við stríðsglæpi fyrir vægð-
arlaust sprengiregn á handahófs-
kennd svæði í Damaskus og úthverf-
um þess.
Umsátrinu um austurhluta
Ghouta lauk í apríl þegar Sýrlands-
her náði fullum tökum á svæðinu eft-
ir að uppreisnarhópar samþykktu
uppgjöf. Hafði umsátrið þá varað í
fimm ár og er það lengsta í manna
minnum.
Margreynd hernaðaraðferð
Umsáturshernaður er margnotuð
aðferð í stríðinu í Sýrlandi sem neyð-
ir íbúa sem setið er um til að velja
milli tveggja afarkosta: gefast upp
eða svelta. Rannsóknarnefnd SÞ for-
dæmdi notkun á þessari tilteknu að-
ferð, sagði hana „barbaríska“ og dró
jafnframt upp ljóta mynd af eymd al-
mennra borgara sem lifa undir slík-
um þvingunum.
Um 140 þúsund manns höfðu
flosnað upp og voru komnir á ver-
gang um Sýrland þegar hersveitir
hliðhollar Bashar al-Assad, forseta
Sýrlands, tóku austurhluta Ghouta
endanlega yfir í apríl síðastliðnum.
Þá voru aðrir 50 þúsund óbreyttir
borgarar fluttir til svæða í Idlib- og
Aleppo-héruðum, sem eru í norð-
vesturhluta Sýrlands, vegna svokall-
aðs samkomulags um brottflutning
milli Sýrlandsstjórnar og uppreisn-
arhópa. Hefur nefnd SÞ áður varað
við því að slíkt samkomulag teljist til
nauðungarflutninga á fólki.
Eru sekir um stríðsglæpi
Í skýrslu rannsóknarnefndar SÞ segir að bæði Sýrlandsher og uppreisnarhópar
hafi framið stríðsglæpi Óbreyttir borgarar sveltir 140.000 settir á vergang
Um 9.500 manns komu saman við Stonehenge á
Englandi til þess að fagna sumarsólstöðum. Sól-
arupprás varð klukkan 04:52 að staðartíma við
mikinn fögnuð viðstaddra. Er þetta eitt af fáum
tilefnum sem góðgerðarstofnunin English Her-
itage opnar mannvirkið að fullu fyrir almenning,
samkvæmt frétt BBC. Eru sumarsólstöður einn
af hápunktum ársins við hið forna mannvirki, og
þá sérstaklega hjá samfélögum heiðingja.
Einn af hápunktum ársins við fornt mannvirki á Englandi
AFP
Lengsta degi ársins fagnað við Stonehenge
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania
Trump, fór í óvænta ferð til McAllen
í Texas í gær, en þar heimsótti hún
landamærabúðir þar sem börnum
ólöglegra innflytjenda er komið fyr-
ir. Er hún fyrsti meðlimur Trump-
fjölskyldunnar til þess að kanna
ástandið í búðum við landamærin,
sem hefur vakið heimsathygli síð-
ustu vikur.
„Ég vil þakka ykkur fyrir að
leggja hart að ykkur, fyrir sam-
kennd ykkar og gæsku sem þið auð-
sýnið þessum börnum á þessum erf-
iðu tímum,“ sagði Melania Trump
við lækna og annað starfsfólk Up-
bring New Hope-barnamiðstöðv-
arinnar í Texas. Að sögn talskonu
forsetafrúarinnar var hugmyndin að
heimsókninni algjörlega frá Melaniu
Trump sjálfri komin. „Hún vill fá
raunsanna mynd af því sem er að
gerast,“ sagði talskonan, Stephanie
Grisham, við CNN.
Hafði Melania Trump áður gagn-
rýnt harða innflytjendastefnu BNA,
þ.e. að börn innflytjenda séu skilin
frá foreldrum sínum. Donald Trump
Bandaríkjaforseti skrifaði í fyrradag
undir tilskipun sem á að binda enda
á aðskilnað barna frá foreldrum.
AFP
Skoðun Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, lýsti því yfir á síðustu
dögum hve mótfallin hún væri harðri innflytjendastefnu landsins.
Melania Trump heim-
sótti landamærabúðir